Morgunblaðið - 14.04.1959, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 14.04.1959, Qupperneq 9
Þriðjudagtir 14. apríl §Í59 nfOXCfJNBLAÐIÐ 9 Miskunnsamur Samverji í „undirheimum" Oslóborgar Rita Ólafiu Jóhannsdóttur minnzf i Noregi t jólablaði norska blaðsins „Várt land“ birtist grein um hina þekktu trúkonu og mann vin Ólafíu Jóhannsdóttur. Greinin er eftir Helge Kefs- um dómara í Björgvin, en hann starfaði í lögreglunni í Osló á yngri árum og kynnt- ist Ólafíu þá náið. Hann hefur gert sér mjög títt um íslenzk- ar bókmenntir, einkum laga- bókmenntir. Hér er birtur kafli úr grein hans. Það eru sennilega ekki margir nú orðið, sem hafa sérlega margs að minnast, þegar þeir sjá minn- ismerkið um Ólafíu Jóhannsdótt- ur eftir íslenzka myndhöggvar- ann Kristin Fétursson í Vater- land í Osló. Samt voru mikil há- tíðahöld þegar það var afhjúpað í Osló 26. júní 1930 — þegar þús- und ára afmæli Alþingis íslend- inga var hátíðlegt haldið á öll- um Norðurlöndum. Þeir, sem ekki eru á hraðri ferð fram hjá munu verða þess áskynja að hér er um að ræða höggmynd, sem er ekki hlutlaus eftirlíking. Og ef við nemum staðar andartak kem ur það fljótlega í ljós, að við stöndum frammi fyrir listaverki sem hefur sögu að segja úm líkn- arstarfsmann — sem aldrei ætti að gleymast í sögu Oslóborgar. Nú eru þeir fáir sem muna eft- ir henni sem lifandi drætti í mynd borgarinnar, en það var hún einu sinni. Aldraðir lögreglu þjónar, sem þekktu systur Ólaf- íu og störf hennar í þágu utan- garðsmanna samfélagsins, gátu að minnsta kosti fram yfir árið 1940 sagt margar athyglisverðar sögur um þessa merkilegu ís- lenzku konu, sem hafði svo mikla hæfileika til að hjálpa hrjáðum íbúum Oslóborgar. Margar af þessum sögum varpa ljósglætu yfir einhvern myrk- asta kaflann 1 norskri þjóðfélags sögu. Til allrar hamingju nær sú saga ekki til sérlega mannmargs hóps. Systir Ólafía leitaði uppi og safnaði að sér þeim mönnum, sem hún áleit hjálparþurfi. Hún leitaði um göturnar í skugga- hverfum borgarinnar í íslenzlsum búningi sínum með silfurbelti um mittið, skotthúfuna með langa silkibrúskinn og hið mikla ljósa hár í tveimur fléttum. Mörg af „börnum hennar", eins og hún kallaði þá sem nutu hjálpar henn ar, hafa gefið ljósar lýsingar á kvnnum sínum við „engil Ijóss- ins“. Meðal lögregluþjónanna og -þeirra sem hún hjálpaði gekk hún venjulega undir gælunafn- inu „ísland". Hvar sem hún fór bar hún með sér ró og öryggi sem vakti virðingu. í fasi hennar var enginn asi eða óðagot, enda þótt hún væri mjög athafnasöm að eðlisfari. Hjá henni var ekki að finna neina leikaratilburði, hún sló eng ar trúboðsbumbur, og hið hljóð- láta hjálparstarf hennar bar eng- in einkenni sjálfsánægjunnar. Allur framgangur hennar ein- kenndist af hlýju hjartalagi og opinskárri vinsemd. Það voru helzt hin gáfulegu, mildu og máttugu augu hennar, sem brenndu sig í vitund þeirra sem kynntust henni í daglegum störf- um. Andlit hennar bar svip vilja- styrks, velvildar, gáfna og menningar. Hún gekk örugg um skuggalegustu öngstræti Osló- borgar. Hvorki harðsvíraðasti bófi né versti drykkjuræfill göt- unnar lét sér detta í hug að ráð- ast á þessa hugrökku velgerða- konu. Komið gat fyrir að maður sæi þessa beinvöxnu, velklæddu, höfðinglegu, litlu og fjaðurmögn uðu konu burðast með tvæt vatns skjólur upp Akersbakken, en á eftir henni staulaðist gamla kon an, sem hún var að hjálpa, í ill- færri hálkunni. Öðrum stundum kom það fyrir að hún leiddi við hönd sér útúrdrukkinn fjöl- skylduföður, sem hafði ekki far- ið beint heim að vinnu lokinni. Oft voru það heiðvirðir verka- menn, sem hún fylgdi þannig heim til að fórðá þeim frá hánd- töku fyrir ölvun á almannafæri, en það hefði bakað þeim bæði smán og mikil fjárútlát. Ólafía var nákunnug kjörum almúgans, Ólafía Jóhannsdóttir. striti hans og sorgum. — Hún átti eðiislægan hæfileika til sálkönn- unar og samúðar með þeim sem verst voru á vegi staddir. Það voru þeir sem hún vildi helzt hjálpa. Þess vegna voru Karl Johan og göturnar, sem fínu kon- urnar ganga, ekki hennar eigin- legi vettvangur. Málarinn Christ- ian Skredsvig sagði eitt sinn: „Næst Kristi þekki ég enga mann eskju göfugri og hreinni til sál- ár og sinnis en systur Ólafíu". Og Redvald Larsen yfirlögreglu- þjónn var þeirrar skoðunar, að hefði norska kirkjan átt dýrl- inga, þá væri systir Ólafia mésti kvendýrlingur Noregs. í hinum stóru norsku alfræði- orðabókum er Ólafíu Jóhanns- dóttur að sjálfsögðu getið. Þar er henni venjulegá lýst sem íslenzk um mannvini og rithöfundi. Vinkona hennar og samverka- kona, Inga Björnson, hefur skrifað um hana í „Norsk Bio- grafisk Leksikrn", og í „Norveg- ia Sacra“ fyrir árið 1924 ritar K. O. Kornelius dómprófastur ýtar- lega lýsingu, sem nefnist „Systir Ólafía Jóhannsdóttir (1863— 1924)“. Mirjan Devold hefur gef- ið út bók um hana, og síðustu út- gáfurnar af bók Ölafíu, „De ulykkeligste. Livsskildringer fra Oslo“, hafa flestar að geyma yf- irlit yfir ævi hennar. í fyrra (1957) kom út hjá for- laginu „Hlaðbúð“ í Reykjavik verkið „Ólafía Jóhannsdóttir. Rit I. Frá myrkri til ljóss. Endur- minningar. Inngangur eftir Bjarna Benediktsson. Rit II. Aum astar allra“. Hér er um að ræða verk, sem verðskuldar norska þýðingu. Þetta er falleg bók, myndskreytt af íslenzkum lista- konunni Barböru Árnason. Bókin hefst á stuttri, efnismik- illi og vel gerðri lýsingu á ævi Ólafíu. Hún er skrifuð af lög- fræðingnum, háskólakennaran- um og stjórnmálamanninum Bjarna Benediktssyni alþingis- manni. Því næst koma endur- minningar Ólafíu, sem ná fram til 1904. Systir hennar, Svein- björg Jóhannsdóttir, hefur skrif að viðauka, sem er nokkrar blað- síður. Hann dregur upp næi'- færna mynd af sérkennum þess- ara tveggja hæfileikakvenna. Ættartölurnar eftir Sigurð Bald- ursson héraðsdómara segja frá dreifðri ætt, sem hefur komið miklu til leiðar bæði á íslandi, í Bandaríkjunum og Kanada. Seinna bindi verksins er sjötta útgáfa á „Aumastar allra“. Fyrsta útgáfan kom út í Osló árið 1916, en fimmta útgáfa var prentuð í Osló árið 1947. Bók Ólafíu var þýdd á ensku og gefin út í Tor- onto í Kanada árið 1936 undir nafninu „The Waiting Shadow". Einnig hafa kaflar úr bókinni verið þýddir á þýzku. í Osló var bók Ólafíu á sinn hátt boðskapur, sem hafði djúp áhrif á ákveðinn lesendahóp, á sama hátt og ,A1- bertine" eftir Christian Krogh og bækur Hans Jægers höfðu á sín- úm tíma gertæk áhrif á þá hópa sem höfðu bókmenntaáhuga. Margir þeir, sem voru fjarlægir trúarlífi og öllum trúarflokkum, lásu bókina, og hún vakti sam- vizku þeirra. Að formi til er bókin blátt áfram, en þar er engu orði ofaukið. Kennslukonur í Osló lásu oft úr henni fyrir stúlkna- bekkina í skólunum til að vekja með stúlkunum félagslega ábyrgð artilfinningu og leiða þeim fyrir sjónir, hve ill og hörð voru kjór þeirra, sem lentu í ógæfu. Ólafía segir sjálf um bók sína: „Þessar ævilýsingar eru ekki til orðnar í því skyni að fullnægja þörf minni eða hæfileikum til að skrifa, því ég get af hvorugu státað, en innri nauðsyn hefur knúið mig til að vinna þetta verk, sem oft hefur verið mér ástríða". Systir Ólafía gat skrifað um það sem hún hafð. séð og reynt. Hún hafði ótvíræðan hæfileika til að skrifa. Hún var komin af mjög merkri stórætt, sem hefur alið marga duglegar konur og menn og einnig skáld, sem skap. að hafa sér nafn í norrænum bók- menntum og í heimsbókmennt- unum. Einn af ættfeðrum hennar er skáldið Egill Skallagrímsson. Ljóðskáldið Einar Benediktsson og Ólafía voru systkinabörn. Talið er ’ 'æði is „Snjáka". sé ort til hennar og um hana. Hafnarfjörður 4ra herb., sem ný og vönduð rishæð við Hringbraut, til sölu. I íbúðinni eru öll þægindi. Tvö fallt gler og svalir. Fallegt út- sýni. Laus 14. maí.-Uppl. í síma 50418. — Sá sem getur útvegað tveim konum eiirihvers konar létta vinnu, 3—5 tíma á dag, t. d. heimavinnu, getur fengið leigt 1 rúangott herbergi með eldunarplássi, og öðrum þæg- indum. Tilb. merkt: „Vinna — 5925“, sendist blaðinu fyrir 18. þessa mán. Z. O. G. T. St. Dröfn nr. 55. Fundur í kvöld kl. 8,30. — Kosn , ing og innsetning embættis- j manna. — Kosning fulltrúa á um , dæmisstúkuþing. — Hagnefndar atriði G. M. Æ. T. Stúkan Verðandi nr. 9. Fundur í kvöld kl. 8,30. I. Inntaka nýliða. II. Innsetning embættis- manna. III. Upplestur. Æ. T. Somkomar Fíladelfía: Biblíulestur kl. 8,30.. K. F. U. K. a. d. Bibliulestur í kvöld kl. 8,30. — Bjarni Eyjólfsson ritstjóri. Allt kvenfólk velkomið. SÓLÓ-mótor 5 hestafla, 2ja cyl. ný uppgerð ur, er til sölu með öllu tilheyr- andi. Tseki færisverð. Upplýs- ingar í síma 1-30-14. Óska eftir ráðskonustöðu í bænum, í vor. Helzt hjá 1—2 mönnum. — Er einhleyp. Allar uppl. í samtali. Tilboð sendist Mbl. til 20. þ. m., merkt: „Gott samband — 5928“. — Húseigendur Smíða eldíhúsinnréttingar, inn- byggða klæðaskápa o. fl. Vönd- uð vinna. Sanngjarnt verð. — Sími 24950. — Taða til sölu Upplýsingar í síma 22994 eftir kl. 6 síðdegis. Hjúkraleikfimiskena óskar eftir herbergi, helzt með útsýni yfir Esjuna. Tillboð leggist inn á blaðið sem fyrst, merkt: „5926“. Sem nýr Pedegree barnavagn til sölu. Stærri gerðin. Á Loka- stíg 10, uppi, til hægri. Leikfangagerð sem framleiðir plastik-leikföng, tii sölu. Upplýsingar 9—12 í síma 17350 og 1—4 í Templ- arasundi 3, 1. hæð. Ameríkani, giftur islenzkri stúlku, vantar 3—4ra herb. í BÚÐ á góðum stað í bænum eða út fyrir bæinn, á góðum stað fyr- ir börn. Uppl. í síma eftir kl. 6. Fyi i i' f ramgrei ðsl a ef óskað er. — Sími: 22973. Bakaraofn „Rafha“4>akaraofn fyrir brauð gerðaihús, 2x4 plötu, til sölu. — Upplýsingar í síma 19795. meðal-stórt, til leigu, á góðum stað nálægt Miðbænum. (Hent- ugt fyrir brauðbúð t. d.). Tilboð sendist afgr. blaðsing fyrir laugardagskvöld, merkt: — „Meðal^stór — 5931“. Stúlka eða eldri kona óskast til eld- hússtarfa. Upplýsingar í skrif- stofunni. — HÓTEL VÍK Tilboð óskast i lót 851,62 ferm., á góðum stað í Hafnarfirði. Tilboð leggist í pósthólf 27, Hafnarfirði, merkt „Lóð“. — Lauguveg 1 IBÚÐ 2ja herbergja íbúð óskast. — Upplýsingar í síma 35736 eða 14775, frá 1—8 e.h. ÍBÚÐ Fámenn fjölskylda óskar eftír góðri 4ra—5 herbergja íbúð. Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Tilboð merkt: „Fyrirfram- greiðsla — 5987“, sendist MW., fyrir 20. þ.m. Takið eftir Saumum tjöld á barnavagna. — Höfum SiIver-Cro»s barnavagna tau og dúk. Vönduð vinna. — Öldugötu 11, Hafnarfirði. — Sími 50481. — Fullorðin einbloyp hjón óslka eftir 2—3 lierbergja ÍBÚÐ 1. maf. Vinna bæði úti. Upplýs ingar í síma 10859 eftir kl. 7 1 kvöld. — Regluama stúlku í góðri at- vinnu, vantar litla íbúð helzt í Hlíðunum, þó ekki skil- yrði. Upplýsingar í síma 14557, til kl. 6. — Snið kennsla Kenni að taka mál og sníða dömu- og barnafatnað. Nám- skeið í dag- og kvöldtímum. Bergljót Ólafsdóttir. Laugamesvegi 62. Sími 34730. T rillubátur Trillubátur 214 tonn, til sölu. Vél og bátur í mjög góðu lagi. Uppl. í síma 737 og eftir kl. 19 í sima 117, Keflavíik. I ii leigu óskast 2ja til 3ja herb. íbúð á 1. ann- ari hæð, í góðu húsi, ekki langt frá Miðbæ, fyrir eldri hjón, barnlaus. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 14951, 19090. — Reglusöm kona óskar eftir VINNU hálfan daginn. Helzt við af- greiðslustörf. — Upplýsingar í sínra 334C9. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.