Morgunblaðið - 14.04.1959, Side 11

Morgunblaðið - 14.04.1959, Side 11
Þríðjudagur 14. aprfl 1959 JUORGVNBLAÐIÐ u Signrður Jónsson skólostjóri — minning Fæddur 2. mai 1893. Dáinn 18. lebrúar 1959. „Dáinn horfinn." .Harmafregn! Hvílikt orð mig öynur yfir! En ég veit, að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn . ... “ Þannig mælti skáldið Jónas Hallgrímssori er hann frétti lát vinar síns Tómasar Sæmundsson- ár. Þessar Ijóðlinur skáldsins komu mér í huga er ég frétti ]át vinar míns og fermingarbróður Sigurð- ar jónssonar frá Stöpum. Hið sviplega fráfall hans kom öllum vinum hans og sarnferðamönnum mjög á óvart og þá fyrst og fremst ástvinum hans og ættingj- um. En eins og við getum engu um það bréytt að su sól sem rís í austri með morgni gangi til viðar í vestri að kvöldi, þá megum við eins hlíta því lögmáJi að sam- íerðamenn okkar hverfi til feðra einna, þótt okkur verði sökuður- inn sár Eftir verður þá minningin urii góðan vin og samferðamann. Sigurður Jónsson, skólastjóri var fæddur að Stöpum á Vatns- nesi 2. maí 1893. Foreldrar harís voru hjónin Júlíana Margrét Magnúsdóttir frá Valdalæk og Jón Pétursson söðlasmiðu,. ættað- ur af Álftanesi, greindur maður og traustur. Margrét var af Stapa sett. Er sú ætt fjölmenn o gmarga trausta stofna þar að finna. Börn þeirra hjóna voru sex og var Sig- urður næstyngstur. Ég var næsti nágranni þessarar fjclskyldu um áratugi Og kom á heimili þeirra hjóna bæði sem barn og fulltíða maður og á ég margar hugljúfar minningar frá þeim árum. Öll vor„ þau systkini vel gefin, bókhneigð og fróðleiksfús, en um ’ eíðustu aldamót var ekki eins auðvelt ög nú að afla sér þeirrar fræðslu, sem námsfúsa unglinga þyrsti eftir. Námslöngun Sigurðar var óefað mikil, en foreldrar hans íátæk á veraldar vísu, og því ekki annað að gera en bíða þess að vinna sér inn litla fjárhæð og komast í skóla. Því var Sigurður orðinn fulltíða maður er hann fer á Flensborgarskólann haustið 1915 og útskrifast þaðan vorið 1917. Haustið 1919 fer hann á Kennaraskólann og lýkur þaðan burtfararprófi vorið 1921. Vel sótt ist Sigurði nám sitt á námsárun- um, enda var hann farsælum gáf- um gæddur og hafði óvenjulega traust minni. Nú má segja að ævistarf hans væri ráðið. Hann verður þegar skólastjóri Mýrc.rhúsaskóla á Seltjarnarnesi og er það til ævi- loka. Svo vel þekkti ég Sigurð að ekki dreg ég í efa hæfileika hans til að vera góður kennari og ráð- hollur þeim æski’n önnum, sem hann átti að uppfræða. Sigurður Jónsson var einn þeirra hamingjusömu manna, sem íorsjónin var óvanalega örlát við. Hann var góðum gáfum gæddur, hafði óvanalega trausta skapgerð, rólyndur, athugull, lagði gott til allra mála, stóð traustum fótum á því bezta frá liðna tímanum en hafði skarpa dómgreind til að vega og meta það sem nútíminn hefir að bjóða og tileinka sér það, sem til bóta mátti verða. Hann unni æskustöðvum sínum og heim sótti oft frændur og vini á Vatns- nesinu eftir að hann flutti suður og alla tíð kenndi hann sig við fæðingarstað sinn. Eftir að Sigurður settist að í — Hlutfallskosning Framh. af bls. 10 veldi ógnar landhelgi okkar og aðalatvinnuvegi, er okkiur mest þörfin, að standa saman. Látum samhug koma í stað sundrungar, skilning í stað fjandskapar, sam- störf í stað einangrunar. „Saman, saman tökum taktinn; taktinn, það er aflið, makttn gerir einn af mörgum marga“. Mýrarriúraskóla komst hann ekki hjá því að sinna margháttuðum trúnaðarstörfum og þá fyrst og fremst fyrir sveitarfélag sitt, Seltjarnarneshrepp. Ekki af því, að hann óskaði eftir slíkum störf- um, því hann var hlédrægur að eðlisfari heldui vegna þess, að sveitungar hans fundu að þar fór maður, sem mátti treysta til hins bezta í hverju máli. Voru honum því fljótt falin flest eða öll trún- aðarstörf í hreppnum, svo sem hreppsstjórn, oddvitastörf, sýsiu- nefndarstörf, sáttanefndar, sóknar nefndar. póstþjónusta o. fl. Þegar störfum er þann veg hlaðið á einn mann án þess að eftir þeim EFTIR næstu mánaðamót, eða frá og með 2. maí, verður nokkur breyting á flugáætlun Loft’.eiða. Verður flugferðum á vegum fé- lagsins þá fjölgað verulega frá því sem nú er. Við lok maí mánað ar verður svo enn fjölgað ferðum og er gert ráð fyrir, að eftir þann tima verði farnar níu ferðir í viku hverri fram og aftur milli Ev- rópu og Ameríku. Auk þess sem farnar verða fleiri ferðir í sumar til hinna venjulegu áfangastaða Loftleiða í Bandarikjunum, á meginlandi Evrópu og i Bretlandi, verða nú eftir næstu mánaðamót teknar upp ferðir til Luxemborgar að nýju, en þangað hefur ekki verið flogið á vegum Loftleiða síðan haustið 1957. — Fargjöld á flug- leiðunum milli Luxemborgar og sé sótt, þá er það öruggt vitni þess, að manninum er treyst öðr- um fremur, og þvi trausti brást Sigurður ekki. Ég efa ekki, að margir sam- ferðamenn Sigurðar hafi sótt til hans holl ráð í ýmsum málum og treyst þar á vitsmuni hans og góð- vild til að leysa þeirra vanda, sem bezt mátti verða. Alla tíð síðan sögur hófust höfum við átt menn, sem allir gátu treyst, og til þeirra var leitað öðrum fremur sökuiri vitsmuna og góðgirni. Einn þeirra manna var Sigurður Jóns- son frá Stöpum. Árið 1928 kvæntist Sigurður eftirlifandi konu sinni, frú Þuriði Helgadóttur frá Stóru Reykjum í Flóa, ágætri konu, sem reynd- ist hiim traustasti lífsförunautur manns -ins alla tíð síðan. Ég og kona mín eigum ógleymanlegar minningar frá komu okkar á heim ili þeirra hjóna. Þar var gott að koma, enda mun þar margan gest hafa að garði borið, bæði nær og fjær, því þau hjón voru vinamörg og öllum tekið með alúð og hlýju. Börn þeirra hjóna eru fjögur, einn sonur og þrjár dætur, sú yngsta 15 ára. Mikill harmur er nú Iagður á herðar f jölskyldu har.3, en minn- ingin um ástríkan eiginmann og föður verður það ljós, sem bezt lýsir á dimmum sorgarstundum. Ég hefi fáum samferðamönnum þurft að sjá á bak sem ég sakna jafn mikið og Sigurðar Jónssonar frá Stöpum. Fyrr en varði var ævi þín öll, en í ljósi minninganna lifir bú lengi öllum þeim, sem voru sam- ferðamenrí þínir. Blessuð sé minning þín. Illugastöðum í marz 1959, Guðmundur Arason. Reykjavíkur verða allmiklu lægri en gjöld lATA-félaganna, og nem ur mismunurinn 715 kr., þegar farið er aðra leiðina, en 1287 kr. fyrir báðar leiðir. — Þetta þýðir það, að nú verður ódýrara að íerðast milli Reykjavíkur og Lux emborgar en Reykjavíkur og Hamborgar. Munar það 400 kr. aðra leið, en rúmum 700 kr. báð- ar leiðir. Samkvæmt hinni nýju sumar- áætlun Loftleiða verða nú einnig, frá og með næstu mánaðamótum, teknar upp beinar flugferðir milli Reykjavíkur og Amsterdam, en þangað hefur félagið ekki hald ið uppi ferðum áður. Héðan verður flogið á laugardögum, komið til Amsterdam kl. 8 að kvöldi og síðan haldið áfram til Luxemborgar. Á sunnudögum verður svo flogið til baka frá Luxemborg til Amsterdam, og þaðan haldið beint til Reykjavík- ur. Til sölu 4ra herb. íbúð ásamt rishæð sem er þrjú herb. og fl. . góðu steinhúsi á hitaveitusvæði í Austurbænum. Risinu má breyta í góða íbúð og einnig byggja heila hæð ofaná. ÁKI JAKOBSSON, KRISTJÁN EIRlKSSON Sölurqaður ÓLAFUR ÁSGEIRSSON Klapparstíg 17 sími 19557 eftir kl. 7 34087. 100 ferm. hœÖ Höfum til sölu 100 ferm. hæð rétt við Miðbæinn, sem er hentugt pláss fyrir skrifstofur, iðnað eða félagsstarfsemi. FASTEIGNASALA & LÖGFRÆÐISTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl., Agnar Gústafsson, hdl., Gísli G. lsleifsson, hdl., Bjöm Pétursson: Fasteignasala. Austurstræti 14, n. hæð. Simar 2-28-70 og 1-94-78. Ný sumaráœflun Loftleiða Teknar verða upp ferðir til Luxemhorgar og Amsterdam TILLEIGU Verzlunarhúsnceði 130 ferm. verzlunarpláss á bezta stað í Hálogalandshverfi. Húsnæðið leigist eins og það er, tilbúið undir málningu. FASTEIGNASALA & LÖGFRÆÐISTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl., Agnar Gústafsson, hdl., Gísli G. Isleifsson, hdl., Bjöm Pétursson: Fasteignasala. Austurstræti 14, H. hæð. Símar 2-28-70 og 1-94-78. Fokheld hœð 135 ferm. Einangruð með sér miðstöðvarlögn við Goðheima til sölu. Tvær geymslur fylgja íbúð- inni. Rúmgóðar svalir og bílskúrsréttindi. a |\iýja fasteignasaian Bankastræti 7 sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e.h. 18546. Nýtízku efri hæð 150 ferm. með sér inngangi og sér hita, ásamt rishæð sem í er 1 heib. o. fl. við Skaftahlíð til sölu. Réttur til hækkunar á rishæðinni fylgir. Bílsúkrsréttindi. Skipti á góðri 3—4ra herb. íbúðarhæð í bænum koma til greina. IMýja fasteignasalan Bankastræti 7 Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e.h. Sími 18546. íbúð í Vesturbœnum Höfum til sölu mjög skemmtilega, næstum fullgerða íbúð í Hagahverfinu. íbúðin er 140 ferm., 5 herbergi, eldhús, bað, skáli. í kjallara fylgir sérstök geymsla, eignarhluti í þvottahúsi o. fl. Sér kynding. Sórar og góðar svalir. FASTEIGNA & VEROBRÉFASALAN (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu4. — Símar: 13294 og 14314. íbúðir fil sölu Höfum til sölu mjög skemmtilegar og rúmgóðar 3ja «g 4ra herbergja íbúðir í húsi í Háaleitishverfi. íbúðirnar eru seldar fokheldar með fullgerðri miðstöðvarlögn aS öðru leyti en því, að ofna vantar. Fagurt umhverfi. Hag- stætt verð. Bílskúrsréttur getur íylgt FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu4. — Símar: 13294 og 14314. íbúðir í Fossvogi Höfum til sölu nokkrar íbúðir á bezta stað við Hafnar- fjarðarveg. íbúðirnar seljast í eftirfarandi ástandi: Fok- heldar með fullfrágenginni miðstöðvarlögn, (geislahit- un), húsið múrhúðað að utan, geymslur, stigahús og önnur sameign múrhúðuð. Dyrasími að hverri íbúð. íbúðirnar eru 20% ódýrari en almennt gerist í dag. Á 2. veðrétti hvílir lán að upphæð kr. 50 þúsund til 5 ára. Fyrsti veðréttur er laus. Hægt er að fá íbúðirnar lengra komnar. Ibúðirnar eru til sýnis á venjulegum vinnutíma og eftir samkomuiagi. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu4. — Símar: 13294 og 14314.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.