Morgunblaðið - 14.04.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.04.1959, Blaðsíða 12
12 MORCVTSTtL 4Ð1Ð Þriðjudagur 14. apríl 1959 TJtg.: H.t. Arvakur ReykjavllL Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. 14. APRÍL UTAN UR HEIMI George Orwell — samvizka okkar tíma IDAG mun nýja kjör- dæmafrumvarpið verða til 1. umræðu í Neðri deild Alþingis. Undirbúningur frv. tók langan tíma. En tilætl- uðum árangri var náð. Með samningum milli Sjálfstæðis- manna, Alþýðuflokks og komm- únista er fyrirfram tryggt, að málið muni ná samþykki Al- þingis. Framsóknarmenn höfðu í lengstu lög vonað, að svo mundi ekki verða. Augljóst er, að flugumenn Framsóknar hafa jafnskjótt skýrt Tímanum frá öllu því, sem í málinu gerðist. Hann sagði síð- an frá þvi, sem helzt var líklegt til að spilla samkomulagi, en því meiri varð hryggðin, þegar allar þær ráðagerðir urðu að engu. Svo mjög sem kommúnistar hafa fjölyrt um nauðsyn á nýrri kjördæmaskipun, var furðulegt, að þeir skyldu setja annarleg akilyrði fyrir fylgi sinu við mál- ið. Kommúnistar hugisa ólíkt flestum öðrum, en hér bætist við klofningur í þeirra eigin liði. Flugumenn Hermanns reyndu að magna hvern erfiðleika, sem á vegi varð, í þeirri von, að hann yrði málinu að falli. Lítillækka átti ríkisstjórnina svo, að Al- þýðuflokkurinn missti þolin- mæði og greiddi á þann veg götu skemmdarverkamanna Her- manns. Alþýðuflokksmenn létu ekki ginna sig í þá gildru, held- ur sáu að mest var um vert að koma miklu máli fram. Er sannast sagt merkiiegt, að kommúnistar skuli eftir á rifja upp þessa sögu, því að það er þeim sízt til sæmdar að hafa viljað láta kaupa sig til fylgis við gott mál. öll þessi smáatriði gleymast hins vegar von bráðar. Eftir stendur það, sem öllu máli skipt- ir, að samkomulag náðist um mikla réttarbót. Flokkarnir þrír munu fylgja henni á Alþingi nú, 1 kosningum í vor og á Alþingi að þeim kosningum loknum. Ef enginn þeirra bregzt, sem ástæðulaust er að ætla að verði um nokkurn þann, sem þýðingu hefur, eru þess vegna allar lík- ur til þess að málið muni hljóta samþykki svo að kosningar skv. hinni nýju skipan geti orðið áður «n sumri lýkur. Auðvitað geta flokkarnir ekki bundið kjósendur. Á íslandi rík- ir lýðræði og kjósendur þurfa sem betur fer ekki að taka nein- um skipunum frá æðri valdhöf- um. Þeir hafa sjálfir úrslita- valdið. En forystumenn flokkanna hafa nú farið að vilja megin- þorra kjósenda sinna. Nýlokið er hinum fjölmennasta lands- fundi Sjálfstæðismanna. Þar var ályktun um málið gerð í einu hljóði. Er ýkjulaust, að fundar- menn voru allir sem einn sam- huga um nauðsyn breytingar- innar. Svipað kom í ljós á flokks þingi Alþýðuflokksins seint é sl. ári. Alþýðusambandsþing gerði og í nóvember skelegga ályktun um nauðsyn endurbóta kjördæmaskipunarinnar. Hér er því ekki um að ræða mál, sem tekið hefur verið upp af fáum forystumönnum og samið um af þeim í forboði stuðningsmanna sinna. Þvert á móti er fylgt eftir eindregnum og endurteknum kröfum kjósenda úr ollum þess- um þremur flokkum. Engir vita betur en Fram- sóknarmenn ,að barátta þeirra er nú orðin vonlaus. Þeir munu þó halda áfram að fjölyrða um „þjóðarvakningu“ um leið og upp úr þeim skýtzt, að „vakn- ingin“ sé ekki nógu almenn. Sannleikurinn er sá, að það er einmitt þjóðin sjálf, sem nú krefst kjördæmabreytingar í réttlætisátt svo sem hún hefur ætíð gert, þegar málið hefur ver- ið undir hana borið. f dag eru rétt 28 ár liðin frá því, að Framsókn lét rjúfa Al- þingi, m. a. vegna þess að í and- stöðu við hana hafði fengizt meirihluti á Alþingi um kjör- dæmabreytingu. Það var hinn 14. apríl 1931, sem forsætisráð- herrann þáverandi las þingrofs- boðskapinn upp, og hindraði þannig meirihluta Alþingis í því að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni. Segja má, að þar með hafi byrjað baráttan um bætta kjördæmaskipun, barátta, sem enn er ekki lokið og einnig að þessu sinni verður tengd við hinn 14. apríl. 1 fyrstu lotu fór svo, að af 36 kjördæmakosnum þingmönn- um hlaut Framsókn 21, Sjálf- stæðisflokkur 12 og Alþýðu- flokkur 3. Þetta var hinn mesti sigur, sem Framsóknarflokkur- inn nokkru sinni hefur unnið. Þó er á það að líta, að við næstu kjördæmakosningar á undan fengu Framsóknarmenn 17 þingmenn og íhaldsmenn og frjálslyndir samanlagt 14. Fram- sókn var þess vegna þegar fyrir kosningarnar mun fjölmennari á þingi en Sjálfstæðisflokkurinn. Á meðal kjósenda leit þetta nokkuð öðru vísi út. Við kjör- dæmakosningarnar 1927 fékk Framsóknarflokurinn 29,8% kjós enda. Við landskjör 1930 fékk Framsókn 31,4% kjósenda og við þingrofskosningarnar 1931 fékk hún 35,9% kjósenda. Þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar með sína 12 þingmenn 43,8% kjósenda eða miklu meira en Framsókn, þó að hann hefði miklu færri þingmenn. Við þær kosningar voru um 64% lands- manna fylgjandi þeim flokkum, sem vildu nýja kjördæmabreyt- ingu. Framsókn fékk þingmanna fjölda sinn aðeins út á rúman þriðjung allra kjósenda. Úrskurður að réttum lýðræðis- reglum gekk því raunverulega á móti Framsókn. Fátt hefur orð- ið henni frekar til ógæfu, held- ur en þessi sigur. Hann var upp- haf þess að hún klofnaði. Úr flokknum hrökktust margir hinna beztu manna og kjördæma- breyting náði fam að ganga, meira að segja méð samþykki Framsóknar sjálfrar, eftir rúm- lega 2 ár. Fylgi Framsóknar minnkaði svo, að það er nú kring um 20% í stað kringum 30% um 1930. Henni hefur hins vegar tekizt að halda í svo mikið af gamla ranglætinuí að völd henn- ar hafa haldizt langt um fram fylgi. Þá óhæfu mun þjóðin nú ekki lengur þola. ÞAÐ er löngum á orði haft, að verk þeirra rithöfunda, sem eru mikils virði, séu aldrei metin að verðleikum fyrr en eftir að þeir eru komnir í gröfina. í bók- menntasögunni eru þó einnig mý mörg dæmi um rithöfunda, sem hafa verið hafnir til skýjanna af samtíð sinni, en hafa gleymzt fljótlega eftir að þeir voru látnir. í hópi hinna fyrrnefndu er rit- höfundurinn George Orwell. Að vísu hlaut skáldsaga hans, Félagi Napóleon, sem kom út 1945, við- urkenningu, og hin óhugnanlega framtíðarsatíra hans „1984“ afl- aði honum heimsfrægðar. „1984“ kom út 1949, og Orwell lézt skömmu síðar. Aðrar bækur hans urðu ekki almennt þekktar og metnar að verðleikum fyrr en ný lega á sjötta tug aldarinnar. Sem dæmi má nefna, að fyrst nú fyrir skömmu var gefin út í Bandaríkjunum hin áhrifamikla lýsing hans á lífi enskra námu- verkamanna á fjórða tug aldar- innar, „Leiðin til Wigan-námunn ar“. Hún kom út í Englandi 1937, og það hefir sem sé tekið hana meira en 20 ár að „ná yfir“ At- lantsafið. Það má teljast athyglis vert, að hún skuli vera gefin út núna, þar sem hún fjallar um að- stæður, sem ekki eru lengur fyrir hendi og hefir því misst gildi sitt sem pólitísk ádeila. Á undanförn um 20 árum hefir Englendingum tekizt að lagfæra til mikilla muna allan aðbúnað verkamanna í námubæjunum og bæta vinnu- skilyrðin svo mikið, að segja má, að ekkert sé nú eftir í Englandi af þeim ófögnuði, sem Orwell lýs ir. Hvers vegna á þá að vera gefa bókina út nú? Af því að Orwell er samvizka okkar tíma. Burtséð frá því að Leiðin til Wigan námunnar er nú framar öllu sögu leg bók, gefur hún svo eftirminni lega mynd af viðbrögðum manna við ómannlegu umhverfi, að við hljótum að einbeita huganum að lestri bókarinnar svo lengi sem við höfum þörf fyrir samvizku í þjóðfélaginu. Og þó að enskum námaverkamönnum hafi verið bú in sómasamleg lífsskilyrði, þurf- um við ekki að leita langt til að finna aðstæður, sem ekki eru í því minnsta frábrugðin helvíti Wigannámunnar. Það þarf ekki að fara lengra en til afskekktra námuhérða í Ruhr, Austur-Þýzka landi, á Suður-ltalíu eða Spáni til að sjá, að ádeila Orwells er enn tímabær. •—★—• í námubænum, sem Orwell lýs ir, er ekki baðherbergi í neinu húsi, þó að verkamennirnir komi heim svartari af kolaryki en sót- arar. Þeir eru í átta klukkustund- ir niðri í námugöngunum, en raunverulega er vinnutími þeirra nokkrum klukkustundum lengri, því að gangan frá námulyftunni að þeim stað, þar sem kolin eru brotin, getur tekið allt að tvær klukkustundir í raka og myrkri. Nokkurn hluta leiðarinnar verða þeir að skríða. Það koma sprung ur í veggina í húsunum vegna kolavinnslunnar neðanjarðar. Það er ekki hægt að opna glugg- ana og loka verður dyrunum með því að binda þær aftur. Mjög sjaldan eru herbergin fleiri en tvö eða þrjú í hverju húsi, og launin eru svo lítil, að engin efni voru til þess að hafa rúm handa öllum. Sótug húsin liggja í löngum röðum, og það er einn kamar fyrir hverja röð. Alltaf er biðröð fyrir framan dyrnar með hjartalaga gatinu. Það er engin sorphreinsun — sorpföturnar eru tæmdar á göt- unni. Það ríkur úr sorphrúgun- um allan sólarhringinn, og loftið er mettað af römmum fnyk. George Orwell Hann var kominn af lítilsmeg- andi fólki í millistétt, en það jafn gilti því, að fjölskyldan reyndi að lifa eins og árstekjurnar væru fimm sinnum hærri en þær raun- verulega voru. Fátt er það, sem eiur eins rækilega á uppsafnings hætti og slíkt, og Orwell heldur því fram, að þegar hann var brautskráður frá hinum fræga Eton-heimavistarskóla, hafi hann verið „andstyggilegur" lítill upp- skafningur". Það leið ekki á löngu, áður en hann læknaðist. Hann gerðist löggæzlumaður í Burma, og umbar starfið í fimm ár. Þá sagði hann því upp og var þá orðinn eldheitur andheims- veldissinni. Hann segir frá hin- um ógeðfelldu endurminningum sínum um dvölin í Burma í skáld sögunni „Dagar í Burma", Árið 1927 kom Orwell aftur til Evrópu. Hann vann annað veifið við að þvo upp á veitingahúsum, en annars flæktist hann um og málaði gangstéttir í London og París. Hann var sísoltinn, og hon um var alltaf kalt, og mun það hafa orðið til þess, að hann veikt ist af berklum. Þessi sjúkdómur dró hann síðar til dauða. í fyrstu bók sinni „Lundúnir og París eymdarinnar“ segir hann frá þess ari reynslu sinni með mestu ró- semi, sem er í æpandi mótsögn við þær skelfilegu staðreyndir, sem hann lýsir. Eftir lestur bók- arinnar furðar enginn sig á því, að hann skyldi verða sósíailsti og að hann skyldi fara til Spánar og gerast sjálfboðaliði í baráttunni gegn Franco. •—★—• En hann var ekki góður sósíal- isti, því að það leið ekki á löngu, áður en hann uppgötvaði, að einnig þeim megin þreifst ein- ræði og niðurlæging mannsins. í augum enskra lesenda var Or- well að sjálfsögðu í liði verka- mannanna, en í „Leiðin til Wig- an-námunnar“ gerir hann misk- unnarlausa árás á sósíalismann sem stefnu og lýsir yfir því, að sósíalisminn hafi brugðizt höfuð njarkmiði sínu — sem sé að berj- ast fyrir réttlæti og frelsi, svo að einstaklingurinn fái notið sín. Hann var framar öllu einstakl- ingshyggjumaður, og þó að hann tæki alltaf málstað hinna fátæku og kúguðu, hataði hann kommún ismann eins innilega og kapítal- ismann. í frægustu bók sinni „1984“ lýs ir hann í skáldsöguformi því, sem hlýtur að leiða af þeim sósíal- isma, sem nú tíðkast í Rússlandi. Ótti grúfir yfir öllu, og maðurinn er orðinn vélmenni. Sennilega hefir engin önnur bók okkar tíma verið eins þung á metunum í bar áttunni gegn einræðinu og þessi bók Orwells. •—★—• Orwell lifði á allan hátt í sam- ræmi við skoðanir sínar. Hann sagði upp starfi sínu, af því að hann hafði andstyggð á heims- veldisstefnunni. Hann hafði tæki færi til að lifa þægilegu lífi, en kaus heldur að lifa meðal þeirra, sem höfðu orðið undir í lífsbar- áttunni. Hann barðist í borgara- styrjöldinni á Spáni í stað þess að láta sitja við að skrifa um hana. Þó að hann væri svona al- gjörlega samkvæmur sjálfum sér, var hann ekki ofstækismaður. Öðru nær. Hann var flestum' fremur húmanisti okkar tíma. George Orweli fæddist 1903. Framúrskarandi veðrátta um langt skeið Abeins tveir illviörakaflar á vetrinum BORGARFIRÐI eystra, 1. apríl. — Hér hefir verið framúrskar- andi góð veðrátta allt frá því um miðjan vetur, eða nokkuð á þriðja mánuð. Á þessum tíma hefir ekki fest snjó í byggð, nema eina viku í byrjun góu, að nokkur snjór lá hér yfir og hindraði beit. — Nær alltaf hefir verið frostlaust og oft hlýtt nokk- uð, en stundum allstormasamt. Fénaður hefir, eins og að lík- um lætur, verið mjög léttur á fóðrum, og sums staðar hefir nær ekkert hey verið gefið allan þennan tíma. — Klaki er nú víða farinn úr jörð og tún tekin að grænka, og víðar vottar fyrir gróðri. — Ekki er almennt farið að sleppa fé, en nokkuð af fé, hefir legið úti í Brúnavik upp undir mánuð, bæði fé, sem hefir verið rekið þangað, og kindur, sem strokið hafa. I Húsavík er búið að sleppa fé fyrir nokkru. Tveir bátar héðan hafa leitað fiskjar, en ekki orðið varir, og virðist enginn fiskur hafa geng- ið á miðin hér í kring enn. Aftur á móti hefir hrognkelsaveiði ver- ið sæmileg, eftir því sem hér gerist. Margir óttuðust, að veðrátta mundi spillast upp úr páskum, en þar sem ekki ber á því enn, hafa menn nú gerzt bjartsýnir og búast við, að gott haldist til sumarmála í það minnsta, og að þessi vetur verði einhver sá bezti, sem elztu menn muna. —. Ekki hafa komið hér nema tveir illviðriskaflar á vetrinum, ann- ar frá 8. des. til jóla, hinn frá áramótum til þorrakomu. I. L Indverjar mótmæla NÝJU DEHLI, 11. apríl. — Nehru lét svo um mælt í dag, að hann teldi mjög alvarlegan atburð þann yfir Pakistan, sem leiddi til þess að indversk sprengjuþota af Camberra-gerð var skotin niður af orrustuþotum Pakistan. Hafa Indverjar mótmælt harðlega. Tveggj j -ianna áhöfn var á ind- versku þotunni og björguðust bá8 ir flugmennirnir í fallhlíl Sprengjuþotan var í 50.000 feta hæð, þegar orrustuþotan skaut á hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.