Morgunblaðið - 14.04.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.04.1959, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 14. apríl 1959 MORCVNBLAÐIÐ 13 Sr. Jóhann Hannesson: Tíbet og Tíbetþjóðin LÖNGUM hafa menn talið Tíbet lokað land og er þetta sannmæli í fleiri en einni merkingu. En eftir þá viðburði, sem gerðust í maí mánuði 1951, má segja að því hafi verið lokað með tvöfaldri læsingu og hengilás settur á til öryggis. Mikill hluti landsins var ókunnur vestrænum mönnum þar til seint á 19. öld. Voru þá stórir hvítir blettir á iandabréfi Asíu, er sýndu að Tíbet var lítt kannað land. En þessu breytti hinn mikli sænski landkönnuður, Sven Hed- ín. Síðar hafa aðrir fetað í fót- spor þessa afreksmanns og nú er árangurinn sá að mikið má vita um Tíbet. Þrátt fyrir það koma út bækur og greinar allt fram á vora daga með ýmsum sögulegum og landfræðilegum villum um landið. Tunga og bókmenntir. Margt í bókmenntaheimi Tíbet- þjóðarinnar og menningu er lítt rannsakað fram til þessa. En tungumálið er hins vegar ekki neinn leyndardómur. Snemma á 17. öld tókst kaþólskum kristni- boðum (Jesúingjum) að komast inn í landið og lærðu þeir mikið í málinu. Mótmælendur hófu kristniboð sitt meðal Tíbetmanna um miðja 19. öld, þó að mestu meðal þeirra, sem ekki áttu heima í Tíbet. Orðabækur og mál fræði í Tíbetmálunum eru upp- haflega frá kristniboðum komn- ar. Þýðingu Nýja Testamentisins og prentun á Tíbetmáli var lokið 1903. Segir í kristniboðsfræðum af einum kristniboða er dvaldist meðal Tíbetmanna í rúm 50 ár og kunni tungu þeirra betur en móð- urmál sitt. Þá hafa kristniboðar fengið yfirlit yfir helztu trúar- bækur Tíbetmanna og megin- þættiná í sögu þeirra. Ýmsir aðrir fræðimenn hafa varið mörgum árum til rann- sókna á trúarlegri menningu Tí- betmanna. Má hér nefna guðspek- inga og aðra aðdáendur Búddha- dómsins og hafa sum rit þeirra náð allmikilli útbreiðslu. Þótt þar sé margt rétt og merkilegt, þá verða þessar bókmenntir að teljast mjög einhliða. Blaðamenn hafa einnig komizt til Tíbet og gefið út ferðasögur sínar, oft myndum prýddar og gefa þær góð ar hugmyndir um margt, sem er í þessu sérkennilega landi. Af vestrænum þjóðum vita Bretar sennilega einna mest um Tíbet. í Austurheimi hittir maður Tíbet- menn hér og þar í Kína og N- Indlandi. Þrátt fyrir þetta hefir Tíbet jafnan verið mjög óaðgengilegt land. Það hefir jafnan verið dýrt, hættulegt og erfitt að fara þangað af mörgum ástæðum, sem við skulum tala um síðar. En eins og nú standa sakir virðist landið gjörsamlega lokað Vestur-Evrópu Og Ameríkumönnum, og þeir fáu Indverjar, sem þar voru, hafa ílestir orðið að fara þaðan. Kínverjum og Tíbetmönnum hefir sjaldan komið vel saman nema um eitt mikilvægt atriði, en það er að halda Tíbet eins lok- uðu og mest mátti verða. Þessi hugsunarháttur var þó nokkuð tekin að breytast meðal Tíbet- manna sjálfra síðustu áratugina, en nú verða þeir að einangra sig á ný hvort sem þeim líkar það betur cða ver. Landið Hvað geta menn þá vitað um landið með vissu? Ekki er t. d. auðvelt að segja hve stórt landið er að flatarmáli. Um það ber heim ildum nálega aldrei saman. En það kemur meðal annars af því að síðustu áratugina hafa Kín- verjar verið að sundurlima landið og búa til ný kínversk fylki úr austurhéruðum þess. Þegar Kín- verjar hafa nú sneitt þessarar stóru sneiðar af landinu, þá segja þeir að Tíbet sé að flatarmáli 1.215.788 ferkílómetrar. En þessi fylki, sem af Tíbet hafa verið sneidd, eru meira en ein milljón ferkílómetrar. En ef menn segja að Tíbet sé rúmlega 2 milljónir ferkílómetra að stærð, þá eru þessi fylki talin með og svo er í ýmsum vestrænum heimildum, það er bráðum liðin heil öld síð- an Kínverjar byrjuðu þennan niðurskurð á landinu og þeir hafa hægt og bítandi verið að veikja þessa litlu nágrannaþjóð sína, sem er þó mjög meinlaus og áhrifalítil og virðist vera að deyja út. En hvað hefir þá gert garðinn frægan í Tíbet? Fyrst og fremst eru það fjöllin, hæstu fjöll jarð- ar, Himalaya fjöllin og þau er Sven Hedin nefndi Transhima- laya, sem eru hér um bil eins há og jafnvel enn erfiðari yfirferðar. En norðan til í landinu og á norð- urlandamærum þess eru Kvenlun fjöll, einn mesti fjallabálkur jarð víðast miklu minni. Þessu valda Himalayja fjöllin. Fyrir sunnan þau rignir afar mikið, sums staðar um 12.000 millímetra, og mest af þessari rigningu er á sumrin. Svo Tíbet er einnig ná- lega lokað land hvað úrkomu snertir. Sunnan til í landinu, milli Him- alaya og Transhimalaya fjall- anna, er mikill dalur, meir en 2000 km á lengd. Þann dal hefir Tsangpo fljótið grafið frá vestri til austurs. Þetta fljót hefir brot- ið sér farveg gegn um fjöllin og rennur suður á Indland og bar heitir það Brahamapútra. Flestir Tíbetmenn eiga heima í þessum dal og þar eru líka merkustu borgirnar og menningarsetur þjóð arinnar. Vötn eru afar mörg í Tíbet, en þeirra frægust er Mana- Sarowar vatn. Það er talið heil- agt og fara þangað margir menn til þess að baða sig í því þó það sé afar kalt. Betra væri að baða sig í laugum, sem eru sunnan til í landinu og það gera sumir. En Tíbetmenn baða sig helzt af trú- rænum ástæðum. — Annars eru flest vötnin saltvötn. Henna ár og lækir í þessi saltvötn, en ekk- Þorpið Þuna á leiðinni frá Jangtse til Indlands. Bænaveifur eru testar á húsþökin. arinnar. Mestur hluti landsins norðan til er öræfa-háslétta, ó- byggð, köld og jafnvel hrjóstrugri en íslenzk öræfi. Vikum saman má þar ferðast án þess að sjá nokkra mannabústaði, enda er þar lítill gróður nema gras í mýr- um, dölum og dældum. Ef Tíbet væri eins norðarlega og Svíþjóð eða ísland, þá væri þar engin lifandi vera, heldur væri allt einn samfelldur jökull. En nú er Tíbet sunnar á hnettin- um en Spánn og Portúgal, það er jafn sunnarlega og Alsír í Norður-Afríku, en það land er, eins og vér vitum, mjög heitt. En sökum hinnar miklu hæðar yfir hafið er Tíbet mjög kalt land, nema þar sem dalir eru djúpir. Þar er talsverður gróður á undir- lendi og í hlíðum. En jafnvel dal- irnir eru svo hátt yfir hafið að óvíða á hnettinum eru mannabú- staðir í annarri eins hæð. Hugsum okkur að við íslendingar ætluð- um að klifra eins hátt upp í fjöll- in og lægstu dalirnir í Tíbet. Til 'þess yrðum við að hafa 1400 metra háan stiga ofan á efsta tindinum á Öræfajökli. Þá mund- um við á efstu þrepunum í slíkum stiga ná álíka hátt og upp að gólfunum í lægstu húsunum í Tíbet. Landið er að meðaltali yfir 4000 metra yfir sjávarmál, en frjósömustu héruðin um 3.500— 3.700 metra. Auk þess rignir mjög lítið í landinu og þar af leiðandi verður það enn hrjóstrugra en ætla mætti. Aðeins syðst í landinu er ársúrkoma um 500 millímetra, sn ert rennur úr þeim, því vatns- magnið er svo lítið og allt af er að minnka í þeim. Með ströndum vatnanna safna menn salti, bór- axi og ýmsum efnum, sem eftir verða þegar vatnið gufar upp. Eins og gefur að skilja er rækt. anlegt land mjög lítið. Þó eru grös og blóm allvíða og stór svæði í austurhluta landsins eru grasi gróin. Skógar eru litlir, en eru þó til í suður- og suðausturhluta landsins. Víðast hvar er enginn skógur, og eru því flest hús byggð úr grjóti, en til eldiviðar nota menn þurrkaða mykju. Kvað reykurinn af henni vera mjög rammur á þef og gera menn rauð- eygða, sér í lagi Evrópumenn, sem eru vanir rafeldavélum eða olíu- og kolaofnum. Dýralíf Mikið er af sérkennilegum dýr- um í Tíbet. Meðal annars er þar villisauðfé, blágrátt að lit, með afar stórum hornum. Þær eru einnig gazellur, villiasnar og sauðnaut, sömuleiðis jak-nautið. Öll eru þessi dýr mönnum nyt- samleg og með því að snjóþyngsli eru lítil á graslendi, þá ganga þau sjálfala á fjöllum og heiðum. Jak-nautið er líka tamið og er eitt mesta nytjadýr Tíbetmanna. Það er notað í langferðir sem áburðardýr; ullin af því er notuð í tjöld eða fatnað og það gefur af sér mjólk, sem menn drekka og búa til smjör úr. Merkilegt er að þesi stóru dýr, sem virðast mjög stirðlega vaxin, eru afar dugleg að komast áfram í brött- Höll Dalai Lamas í Lhasa, liöfuðborg Tibets. Höllin er hvít að lit. í henni eru líkkistur allra stór-Lama geymdar. um fjallahlíðum og sennilega eru eingin dýr notuð í ferðalög yfir hærri fjöll en þau, sem jak-naut- in klifra yfir með allþunga pinkla á bakinu. En til reiðar nota menn þó fremur asna, hesta eða múlasna. Hestakynið í Tíbet er einnig algeng' Vestur-Kína og eru þessir hestfcr fremur litlir, mjög líkir íslenzku hestunum. Svín, hænsni og geitur eru líka al- geng húsdýr og svo mikið er af sauðfé að helzta útflutningsvar- frá Tíbet, er ull. Vilji menn fara í langferð til Tíbet, þá er auðveldast að fara fyrst til Indlands og halda norður á bóginn þar til kemur til Darjerl ing og halda þaðan inn í lítið land, sem 'Sikkím nefnist, en það telst til Indlands nú, þótt áður hafi það verið sjálfstætt. Þaðan liggur bezti vegurinn inn í Tíbet, gegn um skörð í Himalaya fjöllum. Ekki er þó um akveg að ræða, heldur aðeins reiðveg og liggur hann meðfram snarbröttum hengi flugum og er víða afar mjór. Segja langferðamenn að niðri i gljúfrunum, meðfram veginum, séu margar hvítar beinagrindur manna og dýra, sem hrapað hafa út af einstiginu. Þar verður að fara yfir 4000 metra há skörð og komast menn þá inn í Chumbí-dal á suðurlandamærum Tíbet. Dalur inn er fagur mjög og frjósamur. En þá verður að halda ferðinni áfram yfir afar hátt skarð, sem Tang-la nefnist og tekur þá við sjálft Tíbet, það er að segja frjó- samasti hluti þess, Tsangpo dal- urinn og ýmsir minni dalir. A þessu svæði eru líka þrjór helztu borgirnar, Gyangtse við Nyang fljótið, Shigatse við Tsangpo fljót ið og Lhasa, höfuðborgin. ásamt ýmsum helztu kiaustrum lands- ins, í dal, sem liggur norður úr Tsangpo dalnum. Síðustu árin fyrir aðra heims- styrjöld var ýmsum vönum og duglegum ferðamönnum heimilt að fara inn í Suður-Tíbet allt að borginni Gyangtse, en erlendum mönnum var stranglega bannað að fara lengra án leyfis stjórnar- valdanna í Lhasa. En hér ber þess þó að gæta að landið er ekki lok- að frændþjóðunum, því mikill fjöldi pílagríma frá flestum lönd- um Mið-Asíu fer á hverju ári í langferðir til Lhasa. Frá trúar- legu sjónarmiði er þessi borg jafn heilög öllum Lama-trúarmönnum og Mekka er Múhamedstrúar- mönnum eða Róm er kaþólskum mönnum. Við höfum gert ráð fyrir mönn- um, sem vilja heimsækja Tíbet á sem allra auðveldastan hátt, það er að segja með því að fara um Indland og inn í Tíbet að sunnan. En að austan eru tveir vegir, sem tengja Tíbet og Kína. Nær annar inn í Vestur-Kína, en hinn í Norð vestur-Kína og eru báðir þessir vegir mjög erfiðir ferðamönnum. Talið var að meðan keisararnir réðu ríkjum í Kína. hafi þeir haft sendiboða, sem ferðuðust með skjöl milli Peking og Lhasa. Var ferðin frá Peking talin hálfnuð í borginni Tatsjenlú í Vestur- Kína og fóru hraðboðarnir þaðan á 19 dögum til Lhasa með því að ferðast dag og nótt og skipta um menn og reiðhesta oft á sólar. hring. En hæfilegt mundi að á- ætla þrjá mánuði til ferðarinnar aðra leiðina, því vegurinn er sums staðar ófær öllum skepnum og verða menn að bera allan varn ing á bakinu í snarbröttum fjalla- hlíðum. Þannig er árlega flutt allmikið af te og tóbaki frá V- Kína inn í Tíbet, og verður teið svo dýrt með þessu móti að það er notað í stað peninga og kvað þó mikið af gulli vera til í Tíbet. Þá liggur einnig vegur vestur úr landinu, vestur eftir Tsangpo dalnum og þaðan inn í Ladak, sem er liluti af Kashmír. En með I því að íbúarnir í Ladak eru ná- skyldir Tíbetþjóðinni og tala mjög skylda tungu, þá er Ladak stundum kallað „Litla Tíbet“ og ber líka það nafn með réttu, með því að þar eru fjöllin engu lægri en í Tíbet. En norður úr Ladak liggur vegur inn í Túrkestan yfir skörð í Karakórum fjöllum. Til er einnig annar vegur norður úr Tíbet inn í Túrkestan, en hann liggur yfir hina hrjóstrugu há- sléttu, sem við höfum áður talað um, og er sjaldan farinn nema þegar mikið liggur við. Enginn af þessum vegum er akfær bifreiðum að jafnaði, en kerrur má sums staðar nota. Tsangpo fljótið er ekki skipgengt, en þó nota menn flatbotnaða skinnfleka og smábáta á því og flytja þannig menn og vörur und- an straumi. En sterkar ferjur, smíðaðar út úr tré, eru notaðar til að flytja menn og skeppnur yfir fljótið. Það tekur flesta Tíbetmenn 2-3 mánuði að komast til annarra landa, nema til Indlands. Þar af leiðandi ferðast þeir ekki mikið nema í verzlunarerindum og í trúarlegum tilgangi milli klaustra og annarra helgra staða. Ferðalög í slíku landi eru mjög dýr skemmt un. Og hvað okkur Evrópumenn snertir, þá er mjög erfitt að venj- ast loftslaginu þannig að menn getið notið sín og þeim líði vel. Verða vestrænir menn að fara sér hægt, hvíla sig áður en lagt er á hæstu skörðin og eftir að komið er niður af þeim. Flestum hvítum mönnum líður illa í 5000 metra hæð ef þeir verða eitthvað á sig að reyna. Verða menn að venjast hinum lága loftþrýstingi háfjallanna smátt og smátt. Einangrunin og orsakir hennar Það er fyrst og fremst lega landsins inni milli hæstu fjalla jarðarinnar, sem hefir valdið ein- angruninni. En þar við bætist fá- fræði alþýðunnar og ofstæki hinna trúarlegu leiðtoga í land- inu, og síðast, en ekki sízt, áhrif Kínverja síðast liðnar aldir. Allur þorri manna er sannfærður um að hvítir menn hljóti að hafa skað- leg áhrif, og hvað handan fjall- anna er, hafa landsmenn litla hug mynd um. Mjög fáir Tíbetmanna hafa farið til annarra landa og flestir hafa alls enga hugmynd um Evrópu eða Ameríku. Þetta hefir þó breytzt lítið eitt síðasá liðna áratugi. Símasamband hefir verið við Indland og einstak* menn í höfuðborginni geta lesið enskar bækur og blöð. En á Tibet-i Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.