Morgunblaðið - 14.04.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.04.1959, Blaðsíða 14
14 Moncvisur. 4ÐIÐ Þriðjudagur 14. april 1959 T'ibet Framh .af bls. 13 máli kvað aðeins eitt blað vera gefið út, og þó ekki í Tíbet, held- ur Indlandi og hefir það ekki nema 140 áskrifendur að því sem kunnugir blaðamenn segja. En sllt þar til Tíbet féll á bak við bambustjaldið í maí-mánuði 1951, voru ensk menningaráhrif smátt ©g smátt að breiðast' út meðal leiðtoga landsins. Nú er almennt gert ráð fjrrir því að lokað verði íyrir þau eins og í Kína, en al- aienn fræðsia í marxisma komi í staðinn. fbúar Ég nefndi áðan að menn greinir á um stærð landsins, en það á ekki siður við um íbúatöluna. Ný- legar heimildir kínverskar gera ráð fyrir að í Tíbet búi alls um 1 milljón manna. i>á Tíbetmenn, sem búa í þeim landshlutum, sem Kínverjar hafa sneitt af Tíbet síðastliðna áratugi, teija þeir auð- vitað ekki tíl Tíbet, heldur Kína. Hvað sem þessu iíður, þá hlýtur Tíbetþjóðin að vera stærri en þessar heimildir gera ráð fyrir, með þvi að Tíbetmenn eru víða aiifjölmennir utan þeirra landa- mæra, sem gilda í landabréfa- bókum i Austurheimi og Vestur. heimi. Mér virðist ekki ósenni- legt að þeir muni vera um 4—5 miJljónir. En hærra má varla á- setla tölu þeirra, með þvi að vitað er að þessari þjóð fer fækkandi ©g sums staðar þar sem hún áður var fjölmenn, er hún að deyja út og víkja fyrir kínversku þjóðinni, eins og Mongólíumenn hafa um langan aJdur verið að deyja út ©g víkja fyrir Kínverjum. Klaustrin Margar ástæður eru fyrir þessu. Þriðji hver karlmaður er prestur eða munkur og þó sumir þessarra klaustramanna séu giftir og eigi börn, þá eru fiestir þeirra ókvænt ir og iifa einlifi. Lengi hefir verið taiið að í landinu séu 5.000 klaust- ur og meir en 400.000 munkar. Þessir munkar eru ekki eins og hinir kristnu munkar í fornöld Og á miðöldunum, sem ruddu skóga, plægðu akra, ræktuðu garða, gróðursettu ávaxtatré og unnu að margvíslegri framleiðslu efnahagslegra verðmæta í þjóð- félaginu. Nei, munkarnir í Tíbet lifa yfirleitt í iðjuieysi. Fáeinir gefa sig að fræðilegum störfum og örlítili hluti þeirra að stjórn- málum, enda hafa þeir völdin í landinu í sínum höndum. Þá eru líka tiltölulega fáir, sem leggja stund á dulspeki og önnur and- leg mál, miklu færri en Evrópu- menn almennt haida. Allur þorri munkanna virðist lifa fremur fá- nýtu lífi. En tekjur klaustranna koma af jarðeignum, sem alþýða manna ræktar. Þó má ekki gleyma því að munkarnir, sér í lagi hinir svokölluðu „Lifandi Búddhar" (Trúlkhus) draga mik- inn auð í þjóðarbúið. með því að þeir eru tignaðir eins og guðir eða hálfguðir af fjölda manns ut- an Tíbet og þeim eru sendar dýr- mætar gjafir, bæði vörur og gull, víðs vegar að. Enginn veit hvílík auðæfi af gulli, gimsteinum, lista- verkum og bókum eru geymd í klaustrum hins lokaða lands. Oft eru óeirðír og verðmætin eru Þetta er flóttafólk frá Tíbet, sem leitað hefur til Indlands. geymd á mjög óaðgengilegum stöðum, stundum í kjöllurum, sem munkarnir verja með vopnum ef á þarf að halda. Þjóðlífið Aðalsmenn í Tíbet eru einnig auðugir, en hafa lítil völd í sam- anburði við munkana. Konur hafa mikið frelsi og jafnrétti við karl- menn, og er þetta mjög ólíkt Kína og Indlandi. En stúlkubörn kváðu oft vera borin út og svein- börn oft send í klaustur. Algengt er fjölgifti í Tíbet, ein kona er gift tveimur, þremur eða fjórum karlmönnum. Hefir jafnan verið Jitið svo á að þetta sé gert til þess að halda fólksfjöldanum í skefj- um. En það er mikið vafamál hvort það er rétt. MikJu senni- legra virðist mér að þetta séu leifar af gamalli mæðraréttar- menningu, sem er ekki liðin undir lok ennþá. Klaustramenningin er miklu yngri og er komin inn í landið frá Indlandi, með Búddaha dóminum, sem hafði geysileg á- hrif í allri Austur-Asíu meðan hann var í fullum blóma. Fjölkvæni á sér einnig stað í Tíbet. Virðist vera litið á hjóna- bandið fremur sem samband milli ætta og einstaklinga. Mikil lausung er á kynferðismálum og kynsjókdómar tíðir, ekki síður en í Mongólíu. Kínverjar eru miklu strangari hvað fjölskyldusiðferði snertir en Tíbetmenn og Mongól- íumenn, sem fræðimenn eru sann færðir um að fari fækkandi ári frá ári. í fornum kinverskum heimild- um segir að Tibetmenn séu mjög villimannslegir hirðingjar sem tíðka mannblót. Langt mun liðið, síðan Tíbetmenn gerðu það, en þeir hafa enn í dag einkennilega jarðarfararsiði, sem ef til vill eru leifar frá þeim tímum. Þeir hluta líkin í sundur og leggja þau á steina undir berum himni til ætis ránfuglum. Er þetta ekki ólíkt siðum siðum Forn-Persa og þeirra, sem halda fast við trúar- brögð Zaraþústra. Fornfræðingar telja að Tíbet- menningin hafi til forna náð Skrifstofastúlka óskast strax, hálfan eða allan daginn. Þarf að kunna vélritun. Tilboð merkt: „Siðprúð — 5995" sendist afgr. Mbl. fyrir 16. apríl n.k. Jörð til sölu Húnkubakkar á Síðu Vestur-Skaftafellssýslu til sölu og ábúðar 14. maí. Mjög góð fjárjörð. Semja ber við eiganda og ábúanda jarðarinnar, sími um Kirkju- bæjarklaustur og Hannes Pálsson, sími 11159. miklu lengra inn i Kína en nú og yfirleitt verið hirðingjamenn- ing.Síðar mun þessi menning hafa orðið að víkja fyrir akuryrkju menningu Kínverja. Nú eru að vísu margir hirðingjar og veiði- menn í Tíbet, en meiri hluti þjóð- arinnar hefur fasta bústaði og ræktar ýmsar korntegundir, mest bygg, en einnig hrísgrjón sunnan til í dölunum. Sums staðar eru til afar vel gerð áveitukerfi. Tré- brýr yfir sumar stórár og stórfeng legar klaustrabyggingar uppi á hæðum og hólum í dölunum bera vott um mikla verklega menníngu til forna. Smákonungar og aðals- menn virðast hafa ráðið yfir ýms um landshlutum þar til Búddha- dómurinn náði völdum í landinu og múnkarnir tóku æðstu völd í sínar hendur. Um leið hefst rit- öld og það letur, sem Tíbetmenn nota, er ekki að neinu leyti skylt kínverska letrinu, heldur er það búið til eftir indverskum fyrir- myndum. En þótt Tíbetmálið og kínverskan séu al-ólík hvað gerð ritmálsins snertir, þá eru tungu- málin náskyld engu að síður, en þau eru þó svo fjarskyld og ólík að þjóðirnar skylja ekki hvor aðra. En hvað menningaráhrifin snertir, þá hafa áhrifin að sunnan þ. e. frá Indlandi, Nepal og Bút- han verið miklu dýpri en áhrifin frá Kína. Sézt þetta undir eins og menn virða fyrir sér bókmenntir og trúarbrögð Tíbet-manna. Aftur á móti hafa þeir margar venjur og siðí sem líkjast siðum Kín- verja eins og þeir voru meðan keisararnir fóru með völd. En svo margt í menningu Tíbet-þjóðar- innar er sérkennilegt og sjálf- stætt að ekki verður hjá því kom- izt að telja Tíbetþjóðina meðal hinna fornu og merkilegu menn- ingarþjóða. Enginn vafi leikur á því, að Tíbetþjóðin tilheyrir mongólóída kynflokknum, eins og Kínverjar og Japanar. Indó-evrópeiski kynflokkurinn er fyrir sunnan Tíbet og nágranna þess á Ind- Iandi, fyrir vestan það í Persiu og Kashmír og hefir einnig kom- izt inn í Austur-Túrkestan, fyrir norðan Tíbet. En eins langt og menn vita, hefur sama þjóðin verið I landinu, þó sagan nefni hana ýmsum nöfnum. Og Tíbet- þjóðinni hefur tekizt að halda sjálfstæði sínu afar lengi. Mikinn hluta þess tíma, sem landið var að nafninu til undir kínversku keisurunum, var það í raun og veru sjálfstætt og Kinverjar höfðu þar afar lítið að segja. Sú stefna, sem Kínverjar hafa fylgt í nokkra áratugi, að skipta landinu í sundur og búa til úr því ný kínverk fylki, er frá síðustu áratugum keisaranna og lýðveld- istímabilinu. Meðan vald múnk- anna helzt í Tíbet, skiptir þetta ef til vill ekki miklu máli, með því að þeir hugsa meir um sitt andlega en um sitt veraldlega vald. Þeir segja enga hættu á ferðum meðan menn aðhyllast Lama-trúna og hafa engan áhugi fyrir bættum lífskjörum í þess- um heimi. Þeir eru öreigar hvort Trúarbrögð. En það, sem gerir þessa menn svo volduga, er ekki fyrst og fremst einangrunin, heldur sú bókstaflega og bjargfasta trú sem menn hafa á endurholdgunarkenn ingunni. Þegar einhver Lama, þ. e. hátt settur andlegur leiðtogi meðal Tíbetmanna, deyr, þá er litið svo á, að sjálfur persónu- leikinn flytji aðeins búferlum í annan likama, það er að segja líkamana einhvers sveinbarns, sveinbarns sem fæðist um þær mundir sem hinn gamli líkami leiðtogans var orðinn að óhæfum umbúðum fyrir sálina. — Svo fara sendimenn frá klaustrunum í leið angra til að leita að leiðtoga sínum. Verður þá að gera margar tilraunir til þess að ganga úr skugga um það í hvaða sveinbarni hinn lifandi Búddha hafi sezt að. Meðal annars eru lagðar spurn- ingar fyrir sveininn, þegar hann er orðinn nógu gamall til að svara þeim. Honum eru sýndir hlutir hins gamla leiðtoga, og e. árang- urinn af þessum og öðrum tilraun um er talinn jákvæður, þá eru öll tvímæli tekin af og farið er með sveininn í klaustur og hann fær tign hins framliðna leiðtoga, en verður þó að vera undir stjórn ráðgjafa þar til hann nær fullum aldri. — Eftir þessari reglu er æðsti maður þjóðarinnar, þ. e. Dalai Lama, fundinn, og sama aðferð er líka notuð til að endur- finna aðra tignarmenn, sem hafa flutt búferlum úr sínum gamla líkama af einhverjum ástæðum. Dalai Lama hefur haft æðsta vald í málum Tibet-þjóðarinnar um nokltrar aldir. En hann hefur að vísu keppinaut í öðrum vold ugum leiðtoga, sem nefnist Panc- hen Lama. Að réttu lagi á þessi Panchen Lama að dvelja í hinni miklu klaustraborg Shigatse, en af ósamkomulagi milli múnk- anna þar og í Lhasa, flúði hans hágöfgi Panchen Lama til Kína skömmu eftir fyrri heimsstyrj- öldina og dó þar 1937. En hann hefur verið fundinn á ný, endur- holdgaður af ungum manni, sem um þessar mundir er rúmlega tví tugur og hefur hann dvalið lang- dvölum í Kina og er rótfestur orð inn í kínverskum hugsunarhætti. Dalai Lama er litlu eldri, um 25 ára gamall. (Þegar hér er talað um aldur, er aðeins átt við hinn líkamlega aldur piltanna frá fæð ingu, en sál þeirra munu Tíbet- menn telja miklu eldri). Að baki þessum ungu mönnum eru miklir flokkar munka og and legra leiðtoga, sem eru sannfærðir um að í þeim búi guðdómlegar verur. Nánara tiltekið býr guðinn Chen Re-Zí i Dabd Lama, en þessi guð er faðir og verndari Tíbetþjóðarinnar, sem öðrum orð um, þjóðlegur guð. En í Panchen Lama býr guðinn Amítaba (kínv. O-mí-to fú), en þessi guð er einn æðsti guðinn í Mahayana Búddha dómi Kínverja og Japana og einnig mikils metinn í Tíbet, þar sem hann er talinn mjög miskunn samur. Það, sem gerir öll mál miklu flóknari en æskilegt væri, er að þeir guðir, sem í piltunum búa, fylgja gjörólíkum stefnum í ut- anríkismálum. Þessvegna hefur Dalai Lama jafnan reynt að halda fast við sjálfstæðí þjóðarinnar, eða sjálfæði, ef hins fyrra var ekki kostur. En Panchen Lama Jýsti þegar á fermingaraldri yfir því, að Tíbet væri óaðskiljanlegur hluti Kína- veldis og Tíbetþjóðin einnig óað skiljanleg frá kínversku þjóðinni. í raun og veru tryggði hann málstað sínum og stefnu sigur, þegar eftir hernám það, er kín- verski lýðfrelsunarherinn fram- kvæmdi árið 1951 og var þessi sigur staðfestur með sáttmálan- um í Peking, 23. maí þ. á., er kom- múnistar hafa sjálfir gert kunn- ann og hver sem vill, getur lesið í þeirra heimildum. Kjarni han* er á þessa leið: Tíbetmenn játa ótryggð sína gagnvart hinu kín- verska móðurmáli og ósæmileg mök við helmsveldasinnana.Lofa Tíbermenn að greiða fyrir hinum kínverska her í landi sínu, játa yfirveldi Pekingstjórnarinnar, samlaga her sinn her Kínaveldis, fela Pekingstjórninni öll utanrík- ismál, taka við kínverskri stjórn- arnefnd til dvalar í höfuðborginni Lhasa. Tíbetmenn fá hins vegar að velja sér menn til að stjórna innanríkismálum landsins, en þeir fá þó engi:* völd í hendur nema Pekingstjórnin samþykki þá. — Panchen Lama og Dalai Lama skulu fá áð halda sinni andlegu tign. Með þessum skilyrðum og ýmsum öðrum skal Tibet vera sjálfstjórnarsvæði innan kín- verska heimsveldisins. Afskipti Kínverja af nágranna þjóðum, sem lítils máttu sín, hafa í mörgum greinum verið verri en afskipti Dana af vorum málum á einokunaröldinni. Hins vegar hafa Kínverjar ekki skipt um stefnu, eins og Danir gerðu, ailt frá dögum Kristjáns 9. konungs. Og heldur ekki látið einstaka menn hafa góð afskipti af högum þjóðanna, einsog Harboe biskup og Rask, hinn mikli málasnilling- ur, höfðu af vorum málum. Þetta liggur í Asíuhyggiunni, að halda jafnan þvi, sem haldið verður og taka það, sem tekið verður Bót í máli fyrir Tíbetmenn var hve erfitt var að ná tökum á landi þeirra og svo hitt, að þeir áttu yfirleitt góða nágranna í suðrt. Smáríkin, Búthan, Sikkim og Nepal voru yfirleitt góðir ni- grannar þeirra (undantekning var þó, að Gúrkar réðust á Tíbet). Þessi lönd héldu fast við Búdda- dóm, eftir að hann leið undir lok á Indlandi sjálfu og varð að víkja fyrir ofux v eldi Hindúa- dómsins. Vanþroski Tibetmanna sjálfra, einangrunarhyggja og sundrung meðal voldugra lama og munka hefur staðið í vegi fyrir verk- legum framförum og almennri fræðslu þjóðarinnar. Verkleg menning virðist hafa staðið hærra til forna en nú. Höll Dalai Lama, Potala, er ein mesta bygging, er gerð var x heimix.um á 17. öld. Og það féll í hlut kínverskra kom múnista að gera fyrsta bílveginn inn í landið að n„rðan, um Sín- kíang, fyrir örfáum árum. Þeir eiga hægt um vik nú hvað her- og vopnaflutninga snertir. Hefðu Tíbetmenn sjálfir gert akveg suð ur til IndJands, þá hefði sagan e. t. v. orðið allt önnur. Þrátt fyrir þetta telja kunnugir menn að í brjóstum Tíbetmanna búi frelsis og sjálfstæðisfrá, sem erfitt muni að útrýma, nema mönnunum verði útrýmt um leið. En það hefði áður verið talið óvinnandi verk. Nú er öldin önn- ur. Tæknin er komin til sögunn- ar. Með henni má n*ala gull, gx jóí og menn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.