Morgunblaðið - 14.04.1959, Page 16
16
MOKCVNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 14. april 1959
Moskvitch 1956
ekinn tæpa 20.000 km, ný málaðiw til
sýnis og sölu á Smurstöð Skeljungs h/f.
við Suðurlandsbraut. Ennfremur er til
sýnis og sölu á sama stað N.S.U. bifhjól
í góðu standi.
TÖLUR
HIMAPPAR
SKiELPLATA
FJÖLBREYTT ÚRVAL, fyrirliggjandi
Fatatölur
Úlputölur
Skelplötutölur
Plast-skyrtutölur
Káputöluo*
Kjólatölur
Peysutölur
Arnbjörg Císladóttir
Minningarorb
F. 2. ág. 1880. D. 4. marz 1958.
ÞAÐ má ekki seinna vera, að þú
fáir kveðjuorð Adda mín.
Ég vissi um marga vini þína,
miklu færari en ég er, ti. að skrifa
um þig, og hefi ég því ekki látið
verða af því fyrr en nú.
Þegar ég las bréf frú Guðnýj-
ar Frandsen vildi ég ekki, að
ógert væri, að þín væri minnzt
hér heima á Fróni. Frú Guðný
segir: „Ég sá Öddu seinast í kist-
unni, og hafði hún þá lítiö breytzt.
Kom mér þá í hug, að ekki hafi
hún dansað á rósum um ævina,
alltaf þrælað, en aldrei kvartað,
nú er þetta búið og aldrei hægt
að heimsækja há¥fa meira í Hede-
mannsgade 3“.
Já, þú varst hetja, Adda mín,
og oft minnist ég þín með þakk-
læti og gleði. Vissulega er það
hlutskipti okkar ailra að standa
ein ábyrgð á lífi okkar, og þann
dag, er mest á reynir, hljótum
við ávallt sjálf að greiða úr vanda
málum lifsins. En það, sem skiptir
máli á hinum bratta og þyrnum
stráða vegi, er að hafa vilja, vit
og getu t- að komast áfram. Geig-
lausa hugrekkið þitt, sigraði allar
þrautir, og í þrekraununum sjá-
um við stundum drauma okkar
rætast. — Að vísu erum við oft
vakin af þeim sæludraumi, með
sjálfsafneitun og aga þeim, sem
heitir að duga eða drepast. Kjör
þín, Adda, voru oft þannig, en
þú hlóst þá við og sagðir: Að úr
vandanum skyldi rætast.
Þú varst ein af þeim konum,
sem hægt var að fyrirgefa stóra
bresti, því að hlýhugur þinn og
hjálpsemi máttu sín miklu meira,
og þess vegna veit ég, að við öll,
sem minnumst þín, þökkum þér
einlæglega. .
Oft koma mér í hug átök þín við
Johanson þinn, þennan fræga
klæðskera frá Illum, sem var
prýðiskarl um margt, en hafði
þann stóra galla, að drekka um
of. Eitt sinn er hann varilla drukk
inn og þér mjög erfiður, léztu
hann fara niður hinar þrjár
tröppur út úr íbúð þinni og fór
hann þá að gráta. Ekki gat þitt
stóra hjarta hlustað lengi á það,
heldur tókst þú hann í fang þér
og barst hann inn til þín og sagð-
ir: „Það er bezt að é0 hjálpi þér,
ég get varla lifað án þín, hvort
sem er“. Svona átök gerast ekki
nema hjá hetju eins og þér. Fáir
i eru algerir snillingar, heldur er
nm
M
Vélsmiðjan LOSI Akranesi
er til sölu, ef viðunandi tilboð fæst. Tilboðum sé
skilað íyrir 20. þ.m. til Daniels Vestmann, Merki-
gerði 8, Akranesi, sem gefur allar frekari upplýsing-
ar. Símar 6 og 251.
líf þeirra sambland sigra og mis-
taka. Samt sem áður getur skinið
á gull, sem aldrei gleymist í sál
þessara manna, á gull, sem varp-
ar birtu á veg samferðamann-
anna.
Ég man mörg handtök og snjöll,
sem þú komst í verk, er þú
hjálpaðir um húsaskjól og mat.
Hressileg varstu og djörf, og lézt
þig ekki muna um neitt, er gat
glatt og aukið fögi.uð vina þinna.
Látbragð þitt og tilsvör er hægt
að muna t. d. þegar þú tókst á
móti Lúðvík Guðmundssyni skóla
stjóra, sem hafði jafnan reynzt
þér prýðilegur í veikindum þín-
um og erfiðleikum, á Hafnarárum
sínum. Seinna, er Lúðvík kom til
þín með konu sína, og þú vildir
taka honum tveim höndum, eins
og þú gerðir, varð þér að Drði:
„Mikið andsk .. . ertu orðinn fall-
egur Lúðvík, ertu orðinn próf-
essor?“ Ekki efast ég um að þú
hafir vakið bros vina þinna þá,
eips og þér var svo oft lagið.
Hjá þér var engan klökkva að
finna á gleðistundum.
Fyrir ótal margtvil ég þakkaþér,
fyrir bros þitt og tárin, er þú
I kvaddir mig í Höfn síðast. Ég veit
■ að þú vildir þakka frú Þóreyju
J og Jóni Heiðberg ástúðina við þig,
i en þau þakka þér ekki síður
j rausn þína og góðvild, og þannig
er um alla vini þína.
Stundum minntist þú á Grund
í Svarfaðardal, þar sem þú
fæddist um leið og móðir þín dó,
frá mörgum börnum. Hlýhug þinn
til hinna mörgu og góðu frænda
mætti vel heyra og skilja, en of
langt mál væri að rekja það hér.
Eyjafjörður er allur fagur, og
þú varst þróttmikil og úrræðagóð
í dalnum þínum, þó að snemma
færir þú að heiman og dveldist
yfir 40 ár í Höfn, til æviloka.
Hlýr hugur okkar landa þinna
gefi þér frið og blessun Guðs.
Hverabökkum, 1. marz 1959.
Árný Filippusdóttir.
Segulbandstækja-
skatturinn ræddur
í ef ri deild
Einangrið hus yðar með
WELLIT einangrunarplötum
Sími 1-7373 — Klapparstíg 20
Lekur þakið
á húseign yðar ?
BATTLESHIP MIGTYPLATE þéttir hvaða ytra
borð, sem er á húsi yðar.
BATTLESHIP MIGHTYPLATE hefur þann eigin-
„leika, að raki kemst út en ekki inn. Það andar“
líkt og hörund mannslíkarnans. Er teygjanlegt
og bindur sig mjög vel við járn, stein (steypt þök
og veggi), pappa o. fl.
BATTELSHIP MIGHTYPLATE þolir bæði hita og
kulda, springur ekki við samdrátt eða útþenslu.
Verjið eignir yðar gegn raka og leka með því að
nota hið óviðjafnanlega þéttiefni BATTLESHIP
MIGTHYPLATE ASFALT/ASBEST.
jyjpmRÍHN
Bankastræti 7A.
FRUMVARPIÐ um afnám segul-
bandstækjaskatts Stefs var tekið
til fyrstu umræðu í efri deild Al-
þingis sl. föstud. Frv. var lengi í
neðri deild þvi það kom fram
snemma á þinginu og var ekki af
greitt þaðan fyrr en fyrir nokkr-
um dögum.
Alfreð Gíslason tók til máls um
frumvarpið. Kvað hann það hafa
vakið almenna athygli og eigi
litla hneykslun, er Stef hefði kraf
izt árgjalds af seguibahdstækj-
unum. Þætti sér ekki ólíklegt að
Stef hefði verið óheppið í þess-
um málflutningi. því þó það hefði
farið harkalega í málið væri þó
ekki þar með sagt, að krafa þess
ætti engan rétt á sér.
Kvaðst ræðumaður líta svo á,
að bezt væri að láta frv. sofna
í efri deild. Hefði verið nær að
láta kröfur Stefs fara fyrir dóm-
stóla og útkljá þetta mál þar en
koma með það á Alþingi beint af
göíunni. Stef ynni þarft verk og
bæri því að taka því með þolin-
mæði, að áhugamenn samtak-
anna færu stundum of geyst í sak
irnar.
Fleiri tóku ekki til máls og
var frv. vísað til 2. umr. með níu
samhljóða atkvæðum.
Krabbaraein
fer í vöxt
LONDON, 11. apríl. — Sam-
kvæmt nýjustu skýrslum hefur
tala þeirra, sem iátizt hafa af
lungnakrabba í Bretlandi, farið
stöðugt vaxandi siðustu árin —
og um aukningu er að ræða á
síðasta ári miðað við 1957. Fleiri
karlar en konur deyja úr krabba-
meini, eða 17.030 karlar á síðasta
ári. Tala þeirra, sem deyja úr
berklum, er hins vegar hnðlækk
andi.