Morgunblaðið - 14.04.1959, Page 20

Morgunblaðið - 14.04.1959, Page 20
20 MORCVNBL4Ð1Ð Þriðjudagur 14. apríl 1959 Hvarvetna í salnuim var hlust- *ð með athyg'li. Aheyrendurnir teygðu fram höfuðin, eins og þeir ▼ildu ekki missa af einu einasta •rði. Aðeins andlit mannsins í blaðamannastúkunni, andlit hins „mikla Morrisons“ hélzt svip- brigðalaust. MÉg bið herra verjandann að takmarka sig við spurningamar", áminnti forsetinn. „Sjálfsagt, yðar náð“. Hr. Tuffy sneri sér að Helen. — „Frú Morrison. — Þér hafið sem sagt séð hinn ákærða í „Café Union". Voru noikkrir aðrir þar viðstadd- ir?“ „Já, þrír eða fjórir". Skrifstofustúlka óskast nú þegar, þarf að vera vön algengri skrif- stofuvinnu, enskukunnátta æskileg. Umsókn sendist Morgunblaðinu fyrir f immtudagskvöld merkt: „5931“. Atvinna Nokkrar duglegar stúlkur óskast strax. Upplýsingar hjá verkstjóranum. Efnalaugin Linriin Skúlagötu 51. „Gæti ekki einhver þeirra hafa fylgzt með hr. Möller?“ „Kklki hafði ég það á tilfinning- unni“. „Þér höfðuð það ekki á tilfinn- ingunnd", sagði verjandinn hæðnis lega. — „Haldið þér kannske að tilfinningar yðar hafi einhverja úrslitaþýðingu hér?“ „Það er ekki mitt að ákvarða neitt im það“. „Ágætt, frú sendiherra". Einnig ávarpið hljómaði eins og kuldalegt háð. — „Það er þó staðreynd, að salkborningurinn gekk á fund yðar undir falska nafninu „Wagner" og mæltist til stefnumóts við yður. Er það líka rétt, að þér hafið gert lögreglunni aðvart um það?“ „Já“. „Gerið þér lögreglunni ávallt aðvart, þegar einhver mælist til stefnumóts við yður?“ Einhver meðal á'heyrendanna flissaði. Fleiri tóku undir. Helen reyndi að hafa stjórn á sér. „Ég hafði ástæðu til að gruna, að hér væri um erlendan erind- reka að ræða“. „Hvaða ástæðu?" Helen leit á forsetann, eins og til að leita hjálpar hjá honum. Á steinrunnu andlitinu sáust engin svipbrigði. „Ég hafði áður verið beitt kúg- nn af erindrekum, sem kölluðu sig „hr. Wagner". „Hafið þér kært þá alla?“ Spuim ingin kom leiftur-snöggt. „Nei“. „Hvers vegna ekki?“ „Á meðan hafði verið framið morð“. „Á einhverjum sem var yður ná- kominn?" „Á manni, sem ég þekkti vel“. Hvað átti þetta að taka langan tíma? hugsaði hún með sér. Nú var það fyrst að byrja. Það leyndi sér ekki, að hr. Tuffy dró siguritnn á langinn, til þess að njóta hans sem lengst. Málafærsluimaðurinn gekk fram og aftur fyrir framan dómarapall- inn. Allt í einu stanzaði hann and- spænis Helen. „Þér vitið að þér hafið unnið eið, frú sendiherra". í fyrsta skipti var rödd hennar hörð og ákveðin, þegar hún svaraði: „Þér þurfið ekki að vekja at- hygli mína á því, hr. Tuffy“. „Ég spyr yður nú — hafið þér — þegar þér kærðuð sakborning- inn fyrir lögreglunni — óttast að grunur um morð kynni að falla á yður sjálfa?“ Helen leit aftur á forsetann. Hikandi sagði hann: „Hvað vitnin hafa hugsað kem- ur ekki þessu máli við, hr. mála- færslumaður". „Þá verð ég að orða spurningu mína á annan hátt, yðar náð“. — Hann brosti kaldhæðnislega og benti með blýantinuim sínum á Helen. „Er það satt að þér hafið gle.ymt hanzkanum yðar í herbergi hins myrta?“ Það heyrðist ekki svo mikið sem andardráttur áheyrendanna í stóra salnum. • „Nei“, svaraði Helen. „En hanzki yðar fannst samt í gistihússherbergi Jan Möller.s. Hvernig komst hann þangað?" „Ég hef sennilega gle.ymt honum í veitingastofunni". „Og Jan Möller tók hann með sér, til þess að afhenda yður hann aftur....“ „Að öllum l‘kindum“. „Þá hafið þér sem sagt ætlað að Hraðritun Viljum ráða sem fyrst stúlku vana bréfaskriftum. Góð kunnátta í íslenzku, ensku og hraðritun nauð- synleg. SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFKYSTIHUSANNA Sími 2-22-80. Verzlunarhúsnœði óskast Tilboð merkt: „Miðbær — 5989“ sendist afgr. blaðsins. Bifreiðastjórar Ökumenn Hjólbarðavinnustofan er opin alla daga, á kvöldin og um helgar. Hjólbarðastöðin Hverfisgötu 61 (Ekið inn frá Frakkastíg) Athugið: Fljót og góð afgreiðsla. — Einkabílastæði a r L * u 1) ,.Það verður or«ið bjart | Markús". Já, endurnar geta flog- Iþið tilbúin, Stína og Siggi“. | þær, Siggi. Þær verða á fleygi- innan fárra míMruia , segir | ið hér yfir á hverri stundu. Verið I 2) „Baunaðu nú reglulega á ] ferð“. hitta hinn myrta aftur“. Hann beið ekki eftir svari, en gekk með löngum skre.fum yfir að stólnum sínum. Þegar hann var seztur sneri hann sér að Helen og sagði með hárri röddu yfir salinn: — „Höfðuð þér komið í „Hotel Uni- on“ áður?“ Hulan seig aftur fyrir augun á Helen. En í þetta skipti var hún rauð. Það var eins og hún sæi manneskjur og hluti í gegnunj rauðan eldsbjarma. Þegar eldur logaði umhverfis mann, kallaði maður á hjálp. Hún gat ekki -cali- að á hjálp. Hún varð því að hjálpa sér sjálf. Hún stóð á fætur. „Yðar náð — ég bið um leyfi til þess að mega gefa skýringu“. „Er hún í einhverju sambandi við umræðuefni þessarar sam- komu?“ „Já, yðar náð“. „Gerið þér svo vel“. Hún studdi sig við bakið á stóln um sínum. Hún byrjaði að tala —- hikandi í fyrstu, en svo hærra og greinilegar. Hún var þjálfuð ræðu kona og vissi að það var mjög gott fyrir mann sem hélt ræðu, að velja sér einhvern ákveðinn dep il eða stað, sem augun gátu hvílt á. Hún leit yfir réttarsalinn. — 1 þriðju eða fjórðu röð, kom hún auga á kunnugt andlit, sem hún hafði ekki veitt athygli fyrr. Það var René ábóti. Hann hafði komið til New York — án þess að hún vissi. Samstundis kom yfir hana óhagganleg ró. Hún hélt áfram að tala með festu og stillingu. „Yðar náð! Herra verjandinn mun leggja fyrir mig margar spurningar og ég verð að svara þeim í fullu samræmi við sann- íeikann. En þessar spurningar og svör munu samt aldrei leiða all- an sannleikann í ljós. Aðeins með því að ég segi frá öl'lu því sem hr. verjandinn veit elkki um og getur því ekki spurt um, verður yður mögulegt að kveða upp dóm yfir morðingja Jan Möllers. Ég þakka yður öllum og líka hr. verjandan- um, fyrir þá hlífð og nærgætni sem þér sýnið komu, giftri konu. Sannleikurinn þolir enga slíka hlífð. Ég bið yður að sýna mér þolinmæði. Gefið mér tíma. Ég verð að seilast langt aftur i tím- ann. Ég verð að byrja á september degi árið 1945, þegar stríðsfrétta kona Helen Cuttler að nafni hittd Þjóðverjann Jan Möller í nætur- klúbb einum í hinni tortímdu Ber- lín, samkvæmt fyrirmælum þess blaðs er hún stanfaði við....“ SHlItvarpiö Þriðjudagur 14. april: Fastir liðir eins og venjulega. 18,30 Barnatími: Ömmusögur. — 18,50 Framburðarkennsla í esper- anto. 19,00 Þingfréttir. Tónleikar. 20,15 Útvarp frá Alþingi: Fyrsta umræða um frumvarp til stjórn- skipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins íslands. Tvær umf., samtals 45 mín. til handa hverjum þingflokki. — Röð flokkanna: Sjálfstæðisflokk ur, Framsóknarflokkur, Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag. Dag skrárlok um eða eftir kl. 23,15. Miðviikudagur 15. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna". Tón- leikar af plötum. 18,30 Útvarps- saga barnanna: „Flökkusveinn- inn“ eftir Hektor Malot; X. — (Hannes J. Magnússon skóla stjóri). 18,55 Fmmburðarlkennsla í ensku. 19,00 Þingfréttir. Tónleik ar. 20,20 Á fömum vegi. 20,30 Lest ur fornrita: Dámusta saga; IV. — sögulok (Andrés Bjömsson). 21,00 Úr hljómleikasal: Frá síðustu tón leikum píanósnillingsin,s Dinu Li- patti, höldnum í Besancon í Frakfc landi 16. sept. 1950. — Lipatti leikur valsa eftir Chopin. — 21,25 Viðtal vikunnar (Sigurður Bene- diktsson). 21,45 íslenzkt mál (Ás- geir Blöndal Magnússon kand. mag.). 22,10 Kvöldsaga í leik- formi: „Tíu litlir negrastrákar'* eftir Agöthu Ohristje og Ayton Whitaker; III. þáttur. Leikstjóri og þýðandi: Hildur Kalman. — 22,35 1 léttum tón: Kurt Foss og Reidar Böe syngja létt lög (plöt- I ur). 23,05 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.