Morgunblaðið - 21.04.1959, Qupperneq 6
e
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. april 1959
Áburðarverksmiðjan
hefir framleitt 89 þús.
smálestir af Kjarna
Reykjafoss fullfermdur á siglingu undan Svíþjóðarströnd.
Eimskip flutti 225 þús. smá-
lestir síbastlibib ár
12 prósent aukning frá árinu áður
Innanlandsflutningur
Á ÁRINU 1958 fluttu skip Eim-
skipafélagsins samtals 255.073
smálestir af varningi eða um
12% meira en árið 1957.
Innflutningur var 144.474 smá-
lestir 1958, en 140.499 smál. 1957,
útflutningur var 101.015 smál.
(79.569) og innanlandsflutningar
9.584 smál. (7.237).
í nóvember 1958 bættist Sel-
foss við skipastól félagsins en
sjómannaverkfallið í júní dró að
sjálfsögðu nokkuð úr afkasta-
möguleikum skipanna.
Evrópusiglingar
Skip félagsins hafa hér um bil
undantekningarlaust siglt full-
fermd frá Evrópu og oft full-
fermd af íslenzkum afurðum til
Evrópulanda.
Eimskipafélagið hefur ferðir
frá eftirtöldum stöðum:
Englandi: Leith og Hull.
Belgíu: Antwerpen.
Hollandi: Rotterdam.
V-Þýzkalandi: Hamborg.
A-Þýzkalandi: Rostock.
Danmörku: Kaupmannahöfn.
Svíþjóð: Gautaborg.
Póllandi: Gdynia.
Lettlandi: Ventspils eða Riga.
Rússlandi: Leningrad
(á sumrin).
Finnlandi: Kotka eða Helsing-
fors.
íslenzkar afurðir eru affermd-
ar í fyrrnefndum höfnum og þar
að auki á fleiri höfnum, á ír-
landi, Bretlandi, Danmörku, Sví-
þjóð og Frakklandi eða samtals.
á um 35 höfnum í NorðurEvrópu.
Kappkostað hefur verið að
nýta skipsrúm sem bezt. Erfitt er
að fá upplýsingar langt fram í
tímann um flutningsþörfina og
þess vegna hefur verið nauðsyn-
legt að ákveða ferðir skipanna,
annarra en „Gullfoss", með stutt-
um fyrirvara og í mörgum til-
fellum breyta ferðaáætlun
þeirra.
Ameríkusiglingar
Undanfarin ár annaðist Trölla-
foss ásamt frystiskipi flutninga
milli íslands og New York. Það
sem af er þessu ári hefur Trölla-
foss annazt fhjtning milli Evrópu
landa og íslands en tvö frysti-
skip siglt milli íslands og New
York. Ástæðan fyrir þessari
breytingu er sú, að frystiflutn-
ingar hafa aukizt til New York
en flutningar frá New York
minnkað meðal annars sökum
þess að samkvæmt amerískum
lögum eiga amerísk skip kröfu
á að fá 50% af vörum sem keypt-
ar eru samkvæmt sérstökum sér-
samningum milli íslands og
Bandaríkj anna.
Skip félagsins eru tíðir gestir
á hinum ýmsu höfnum úti á
landi til að afferma innfluttar
vörur og ferma útflutningsafurð-
ir. Reynt er eftir fremsta megni
að fyrirbyggja umhleðslu í
Reykjavík, enda er umhleðslan
tafsöm og kostnaðarsöm, þó oft
verði ekki hjá henni komizt. Skip
félagsins koma við eftir þörfum
á um 50 höfnum víðs vegar við
ísland.
Flutningsþörfin fer eftir árs-
tíðum, verzlunarsamningum milli
íslands og hinna ýmsu landa og
markaðsmöguleikum fyrir ís-
lenzkar afurðir. Allt þetta er
miklum breytingum háð. Eins og
STOKKHÓLMI, 17. apríl. — Allir
helztu leiðtogar jafnaðarmanna i
Vestur-Evrópu eru nú saman
komnir í Stokkhólmi til að halda
hátíðlegt 70 ára afmæli sænska
Jafnaðarmannaflokksins. Meðal
annarra eru þar staddir forsætis-
ráðherrar Noregs, Danmerkur og
Finnlands, Gaiskell leiðtogi
brezka Verkamannaflokksins og
Ollenhauer leiðtogi vestur-þýzkra
jafnaðarmanna.
hingað til, mun Eimskipafélagið
leitast við að samræma þarfir
innflutnings, útflutnings og
strandflutnings, en jafnframt
nýta skipsrúm sem bezt þannig
að skipin sigli helzt fullfermd til
og frá landinu.
AÐALFUNDUR Aburðarverk
smiðjunnar hf. var haldinn í Gufu
nesi þriðjudaginn 14. apríl sl.
Fundarstjóri var kjörinn for-
maður stjórnar Áburðarverk-
smiðjunnar hf. Vilhjálmur Þór,
aðalbankastjóri, en fundarritari
Jón ívarsson, forstjóri.
Fundurinn var vel sóttur.
Mættu fulltrúar fyrir um 99% af
hlutafé verksmiðjunnar. Iðnaðar-
málaráðherra, sem fer með mál-
efni verksmiðjunnar, Gylfi Þ.
Gíslason, mætti á fundinum fyrir
hönd ríkisstjórnarinnar.
Formaður verksmiðjustjórnar-
innar, Vilhjálmur Þór, flutti
skýrslu stjórnarinnar um rekstur
og afkomu fyrirtækisins fyrir ér-
ið 1958.
Framleiðsla Kjarnaáburðar á
árinu nam 17646 smálestum, og
var það 2325 smálestum minna en
næsta ár á undan. Ljóst var þegar
á árunum 1955—56, að til
verulegrar framleiðsluskerðing-
ar mundi koma á árunum 1958 og
Svona var það og er það enn
ÞEGAR ég var að hlusta á út-
varpsræðu Jóns frá Reynistað
um þær hörðu og persónulegu
deilur, sem oft fylgdu alþingis-
kosningum í einmenningskjör-
dæmum, þá kom mér í hug löngu
liðið atvik, sem styður það mál.
Ég var leiðsögumaður fjöl-
skyldu frá Vesturheimi, sem
aldrei hafði áður ísland séð, þótt
hún væri af alíslenzkum ættum.
Oft var staðar numið, þar sem
útsýni var gott. Á einum bænum,
þar sem við komum, var óvenju-
lega gott útsýni rétt við túnið.
Ég þekkti hvern bæ, sem sást frá
þessari hæð, og sagði meðal ann-
ars við bóndann, sem með oss
var: „Þarna býr þingmaðurinn
ykkar“, og benti um leið á heim-
ili hans. En þá brá svo við að
bóndinn fór að formæla þing-
manninum og flokki hans. Hjón-
in að vestan litu forviða hvort á
annað og sögðu við mig á ensku:
„Nú þykir okkur vænt um að
börnin okkar skilja ekki ís-
lenzku1.
Ég sagði við bóndann að mig
furðaði á, hvað hann væri ill-
yrtur. Ég hefði heyrt margt gott
um þingmanninn, enda þótt ég
teldi mig ekki í sama stjórnmála-
flokki og hann. Svarið, sem ég
fékk, var á þessa leið: „Þið Reyk-
víkingar vitið lítið um hvernig
vér, sem erum í minnihluta við
kosningar í sveitunum, erum sví-
virtir og ofsóttir í smáu og stóru,
í hreppsmálum, verzlunarmálum
og almennum héraðsmálum. Ef
þið byggjuð við svipuð kjör,
mynduð þið líklega verða jafn-
stórorðir og ég um forgöngumann
meiri hlutans“.
Þarna gat ég engu svarað, því
þessi hlið málanna var mér alveg
ókunn. — Enn seinna hef ég rek-
ið mig á mér til leiðinda, að það
voru fleiri en gestgjafi okkar,
sem höfðu svipaða sögu að segja.
Þess vegna er ég þeim sammála,
sem telja einmenningskjördæmin
enga þjóðarheill.
Gamall ferðamaður.
skrifar úr
daglega iifinu
mu;
Ferðalangur
í borginni
NIÐ þið eftir litlu hagamús-
inni, sem trítlaði inn í bæ-
inn ekki alls fyrir löngu? Síðan
hefur hún verið að skoða sig um
í höfuðborginni, enda var leik-
urinn til þess gerður.
f fyrstu átti hún í ýmsum erfið-
leikum, enda voru sum ráðin
hennar músamömmu nokkuð gam
aldags, því margt hefur breyzt
í höfuðborginni síðan hún var þar.
Það var t. d. þetta með mat-
föngin. Hér áður fyrr gat hvert
nagdýr spásserað niður í Iðnó og
fengið fylli sína af gómsætasta
„sminki“. Nú hafa aftur á móti
orðið þar þvílíkar framfarir, að
því er leikararnir segja stundum
í afmælisviðtölum að búnings-
klefarnir eru orðnir alveg músar-
heldir og meira að segja vatns-
heldir. þar er nú aðeins andlegt
fóður að fá.
Þá voru öskuhaugarnir á Eiðs-
granda öruggt forðabúr ekki alls
fyrir löngu. Nú eru þeir úr sög-
unni, að sögn, og lítil mús á það
bara á hættu að verða að Skarna
og vera borin á Austurvöll, ef
hún leggur 1 að elta matarleyí-
u*
arnar úr öskutunnunum á sinn
áfangastað. Ef svo færi mundi
sennilega spretta upp af henni
á einhverjum grasfletinum. En
það er engin hætta á því. Mýsla
litla veit um þá hættu, því hún
les blöðin um leið og hún trítlar
yfir þau.
Sárfætt, ung og siðsöm
M þetta var hagamúsin að
hugsa, þegar hún trítlaði eft-
ir Austurstræti eitt góðviðris-
kvöld í síðustu viku. Hún var
orðin sárfætt af öllum þessu trítli
á steyptum gangstéttum, og hún
einblindi niður á asfaltið, því síð-
an þessi stuttu, víðu pils með
gjörðunum innan í komu í tízku
hjá ungu stúlkunum á rúntinum,
getur ung og siðsöm mús ekki
verið þekkt fyrir að líta upp.
Það var einmitt ástæðan til þess
að hún kynntist alveg nýjum lið
í bæjarmenningunni. Hún var
einmitt stödd á gömlu dagblaði,
sem lá þarna fyrir allra fótum,
þegar hún rak augun í það. Þar
stóð stórum stöfum: Gæðasmjör.
Það hlaut að vera einhver munur
á þessu fína kaupstaðasmjöri eða
heimastrokkaða smjörinu hennar
Önnu á Bakka. Og svo las hún
um það hvernig þessu fína gæða-
smjöri væri pakkað í fínar um-
búðir í nýtízku húsakynnum þar
sem sérfræðingar gættu þess að
allt það smjör sem ekki hefði hið
löglega 16% vatnsmagn væri
hnoðað upp.
16% vatn — nei, nú leizt litlu
mýslu ekki á blikuna. Annað
eins smjörgutl mundi hún Anna
á Bakka aldrei láta í sitt búr,
handa sínum hagamúsum að
narta í. En þetta skilyrði varð
smjör líklega að uppfylla, til að
geta fengið hið virðulega heiti
gæðasmjör.
Litla hagamúsin var svo niður-
sokkin í þessar vangaveltur, að
nærri lá að hún fengi einn af
þessum nýmóðins mjóu stálhæl-
um í gegnum sig. Hún hrökk við.
Þetta var þá líka staðurinn til að
gleyma sér — hér á miðju hættu-
svæðinu innan um frumskóg af
oddhvössum hælum. Síðan þessar
mjóu gæjabuxur komu í tízku,
mundi ekki vera nokkra holu að
finna hér, hversu mikið sem á
lægi. Henni væri nær að ná sér
í lögreglusamþykktina og reyna
að kynna sér svolítið umferðar-
reglurnar í bænum.
1959 vegna raforkuskorts, þar
sem verksmiðjan fær enga af-
gangsorku nema fullnægt hafi
verið áður orkuþörf hinna al-
mennu orkunotenda, eftir því
sem orkuframleiðsla Sogsins frek
ast leyfir. Fékk verksmiðjan því
11,7% minni orku á árinu en
1957.
Von er þó, að afkastageta verk-
smiðjunnar batni á árinu 1960,
eftir að hin nýja virkjun Sogsins
hefir verið tekin í notkun.
Rekstrarútkoma fyrirtækisins
varð því sú, að kr. 81.277,00 skorti
á, að fullum, lögskipuðum af-
skriftum yrði náð, en afskriftir
námu 9,1 milljón króna. Ekki var
unnt að leggja tilskilda upphæð í
varasjóð.
Frá því að verksmiðjan tók til
starfa og til ársloka 1958 hefir
hún framleitt 89.408 smálestir
Kjarna. Verðmæti seldrar fram-
leiðslu fyrirtækisins til síðustu
áramóta nam kr. 151,8 milljón.
Gjaldeyrislega hefði þjóðinni
sparazt og áunnizt tvöföld sú upp-
hæð, sem til verksmiðjunnar
þurfti í upphafi í erlendum gjald-
eyri, en það vóru 75 milljónir
króna.
Þá minnist formaður á þær at-
huganir, sem fram hefðu farið á
undanförnum árum, varðandi
framleiðslu fosfóráburðar eða
blandaðs áburðar. Hefðu tveir
sérfræðingar komið til landsins í
því skyni. Einnig hefði verk-
smiðjustjórinn kannað fram-
leiðsluaðferðir og ý.nsar gerðir
verksmiðja erlendis, og að í fram-
haldi af þeim athugunum og
fengnum upplýsingum hefði verið
gerð áætiun um framleiðslu
blandaðs áburðar, sem allir verk-
fræðingar, sem við fyrirtækið
starfa, væru sammála um, að und
angengnum athugunum, að væri
góð og hagkvæm framkvæmd.
Sagði hann, að mál þetta væri nú
til frekari athugana, en áætlanir
bentu eindregið til þess, að 'kostn.
aðarlega og gjaldeyrislega væri
þjóðarheildinni hagkvæmt, að
málefni þessu yrði hrundið í fram
kvæmd.
Því næst skýrði Hjálmar
Finnsson, framkvæmdastjóri, frá
niðurstöðum ársreikninga fyrir-
tækisins og veitti fundinum upp-
lýsingar um einstök atriði, er
snerta starfsemi fyrirtækisins.
Voru reikningarnir samþykktir í
einu hljóði.
Þá fór fram kosning tveggja
manna í stjórn, og voru endur-
kjörnir þeir Ingólfur Jónsson, al-
þingismaður, og Jón ívarsson,
forstjóri. Halldór H. Jónsson,
arkitekt, var kjörinn varamaður
Ingólfs Jónssonar, og Hjörtur
Hjartar, framkvæmdastjóri, end-
urkjörinn varamaður Jóns ívars-
sonar.
I fundarlok kvaddi iðnaðar-
málaráðherra hr. Gylfi Þ. Gísla-
son sér hljóðs. Flutti hann fyrir-
tækinu sínar beztu árnaðaróskir
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og
þakkir fyrir þanri árangur, sem
fyrirtækið hefði þegar sýnt á
skömmum starfstima fyrir þjóð-
ina í heild. Taldi hann, að með
stofnun og upphafi á starfsemi
þessa fyrirtækis, sem hefði verið
upphaf stóriðju á íslandi, hefði
verið brotið blað í efnahagsþróun
landsins og muni þessa merka á-
fanga ávallt minnzt í efnahags-
sögu þjóðarinnar.
Stjórn Áburðarverksmiðjunnar
hf. skipa nú:
Vilhjálmur Þór, formaður
Ingólfur Jónsson, alþingismaður
Jón ívarsson, forstjóri
Kjartan Ólafsson frá Hafnarfirði
Pétur Gunnarsson, tilraunastjóri.