Morgunblaðið - 21.04.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.04.1959, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. aprfl 1959 UTAN UR HEIMI Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason fr- 'Ugur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askt-iftargald kr 35,00 á 'mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. FJÁRLÖGIN Á LOKASTIGI AFGREIÐSLA fjárlaga er nú að komast á lokastig. Má segja að það sé ekki vonum fyrr. Þess ber þó að gæta, að viðskilnaður vinstri stjórnar- innar var slíkur, að ekki er ó- eðlilegt að nokkurn tíma hafi tek ið að komast til botns í því öng- þveiti og óreiðu, sem fjármála- stjórn ríkisins var komin í, und- ir forystu Eysteins Jónssonar, og stöðugt vaxandi verðbólgu á valdaskeiði vinstri stjórnarinnar. Þegar vinstri stjórnin gafst upp, lýsti Hermann Jón- asson því yfir, að framundan væri ný dýrtíðaralda og innan stjórnarinnar hefði ekkert samkomulag náðst um nauð- synlegar ráðstafanir gegn þeim háska, sem yfir vofði. Útflutn- > ingsframleiðsla þjóðarinnar var að stöðvast sakir stórauk- ins hallareksturs og ört vax- andi verðbólgu. Enda þótt síðan hafi ekki unn- izt tóm til þess að gera varanleg- ar ráðstafanir til að ráða niður- lögum verðbólgunnar og tryggja rekstur framleiðslutækjanna, hafa þó þegar verið gerðar bráða birgðaráðstafanir til þess að af- stýra þeim voða, sem vofði yfir þjóðinni af völdum þeirrar nýju dýrtíðaröldu, sem vinstri stjórn- in hafði leitt yfir hana, og sem hefði haft í för með séi ennþá geigvænlegri afleiðingar, ef ekki hefði verið að gert. Minnihiuta- stjórn Alþýðuflokksins hefur með stuðningi Sjálfstæðisflokksins framkvæmt stöðvunarráðstafanir, sem forðað hafa frá því hruni, sem við blasti við íall vinstri stjórnarinnar. Kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags hefur ver- ið stöðvað, í senn með nokkurri kauplækkun og með auknum nið urgreiðslum á verðlagi. Haldið í horfi með verk- legar framkvæmdir Þegar vinstri stjórnin fór frá, hafði ekki verið hreyft við und- irbúningi fjárlaga fyrir árið 1959. Alþingi sat fullkomlega auðum höndum, þar til vinstri stjórnin hafði sagt af sér. Þá fyrst er Sjálf stæðisflokkurinn og Alþýðuflokk urinn höfðu markað ákveðna stefnu, gagnvart mest aðkallandi viðfangsefnum, var hægt að hefj ast handa um undirbúning fjár- laga. En fyrst þurfti að tryggja rekstur fiskiskipaflotans á kom- andi vertíð. Það tókst. En síðan þurfti að tryggja greiðsluhalla- laus fjárlög og til þess að standa undir nýjum ráðstöfunum gegn verðbólgunni. Með þeirri fjárlagaafgreiðslu sem nú er að ljúka, imin þetta takast. Með nokkurri niður- færslu á ýmsum útgjaldaliðum fjárlaga og hækkun á nokkr um liðum tekjuáætilana þeirra, tekst að ná endunum saman. En þrátt fyrir niðurfærsluna á nokkrum útgjaldaliðum er meg- instefna fjárlaga þó sú, að hald- ið verði í horfinu með þá þætti verklegra framkvæmda, sem þýð- ingarmestir eru fyrir atvinnulífið og bjargræðisvegi þjóðárinnar. Þannig lækka ekki fjárfraiplög til vega og brúargerða, og framlög til hafnargerða og lendingabóta hækka nokkuð. Hins vegar er lækkun framlaga til raforkufram kvæmda byggð á því, að lán fá- ist til þess að unnt verði að vinna samkvæmt áætlun að lagningu raftauga um sveitir landsins. í þessu sambandi má þó á það benda, að í tíð vinstri stjórnar- innar dróst lagning raforkutauga um sveitir landsins verulega sam- an, miðað við þá 10 ára áætlun, sem gerð var á sínum tíma undir forystu Sjálfstæðismanna. Blekking Fframsóknar- manna Það er þess vegna hrein blekk- ing, þegar Tímamenn hafa haidið því fram undanfarið, að ætlunin sé að skera niður framlög til verklegra framkvæmda og þá fyrst og fremst til þeirra fram- kvæmda, sem sveitirnar varða, vega- og brúargerða. Framlög til þessara þýðingarmiklu fram- kvæmda í þágu landbúnaðarins verða ekki lækkuð um einn eyri. Þvert á móti hafa verið gerðar ráðstafanir til þess með stöðvun verðbólgunnar, að þær fjárveit- ingar, sem veittar eru í þessu skyni, komi að því gagni, sem að er stefnt með þeim. En allir hugs andi menn vita, að hinn gífurlegi vöxtur verðbólgunnar á tímum vinstri stjórnarinnar, hafði í för með sér mikla skerðingu á fram- lögunum til verklegra fram- kvæmda, og þá einnig þeirra framkvæmda, sem snertu sveitirn ar og landbúnaðinn. Sú niðurfærsla, sem nú er gert ráð fyrir á einstökum útgjalda- liðum fjárlaga, kemur einkum fram í lækkun framlaga til ýmis- konar byggingaframkvæmda og kaupa á tækjum. Þá er og lagt til að lækkaðar verði fjárveitingar til ýmissa ríkisstofnana og þann- ig reynt að draga úr hinum hrika lega vexti hins opinbera skrif- stofubákns, sem átt hefur sér stað undir forystu Eysteins Jóns sonar. Fjölgun starfsmanna stjórnarráðsins Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins, nefndi í þing- ræðu sinni um kjördæmamálið eitt dæmi um hina hrikalegu fjölgun ríkisstarfsmanna undir' fjármálastjórn Eysteins Jónsson- ar. Hann benti á það, að síðan 1942 hefði starfsmönnum stjórn- arráðsins að meðtöldum undir- deildum þess, fjölgað úr 70 í 142. Starfsmannahald þessarar einu ríkisstofnunar hefur þannig rúm- lega tvöfaldast sl. 17 ár! Meginsvipur fjárlaga ársins 1959 mun verða sá, að þar er haldið áfram nauðsynlegum stuðningi við atvinnulífið og al- hliða uppbyggingu í landinu. Hins vegar er það ákveðin stefna Sjálfstæðisflokksins að fjárlög verði afgreidd greiðsluhallalaus, og án þess að nýir skattar verði lagðir á almenning. Sem betur fer benda allar líkur til þess að þetta takist, og að þar með verði snúið við af þeirri óheillabraut sem vinstri stjórnin markaði, að ' leggja mörg hundruð milljónir j króna í nýjum sköttum á þjóðina . j á hverju ári. * Lífið í fanga- klefanum var eins og martröð, dag og nótt — og stundum lá henni við sturlun. ,,Ég vil lifa44 Kvikmyndin um harmsögu Barböru Graham — Susan Hayward leikur hina dauðadæmdu konu af mikilli snilld „HIN miskunnarlausa saga, sem þessi kvikmynd segir, er sönn — saga, sem allur heim- urinn þyrfti að kynnast". ham hefði myrt frú Monahan með eigin hendi, slegið hana til bana með skammbyssu, sem hún hélt í hægri hendi. Líf hennar var gleðisnautt, en hömlulaust . . . Leidd til gasklefans. — Var þar framið réttarmorð? Þannig fórust Nóbelsverð- launarithöfundinum Albert Camus orð, er hann hafði séð amerísku kvikmyndina „I want to live“ (Ég vil lifa), þar sem Susan Hayward leikur hlutverk hinnar dauðadæmdu konu, Barböru Graham, en fyrir leik sinn í þessu hlut- verki hlaut Susan Hayward nýlega Óskarsverðlaunin sem bezta leikkona ársins 1958. ★ Líf Barböru Graham, var hömlulaust og fékk dapurlegan endi — í gasklefanum. — Hún var ákærð, ásamt þrem karlmönn um, fyrir að hafa myrt ekkju eina, Mabel Monaham, til fjár, en frú Monahan var talin hafa átt um 250.000 dali í reiðu fé. — Samkvæmt framburði eins af sak borningunum, John True, var talið sannað, að Barbara Gra- Síðar kom það fram. að bana- höggið hafði ekki verið veitt með skammbyssu heldur einhv.ers kon ar staf — og að Barbara hafði verið örvhend. — Þetta, ásamt ýmsu fleiru, sem blaðamaður- inn Edward Montgomery gróf upp, er hann tók að rannsaka þetta mál nokkru eftir aftöku hennar, hefði nægt til þess að fá mái hennar tekið fyrir að nýju. En dauðinn leyfir enga endur- skoðun. ★ Fyrrnefndum John True tókst að koma allri sökinni yfir á hin þrjú og fá sig sýknaðan. Barbara Graham, John Santo og Emmett Perkins voru hins vegar öll dæmd til dauða og tekin af lífi. Barbara var fjórða bandaríska konan, sem tekin var af lífi í gas- klefanum. Réttarhöldin stóðu í sex vikur, Barbara Graham hélt allan tíman fast við þann fram- burð, að hún væri saklaus af þessum glæp. Hún játaði, að líf- erni hennar hefði aldrei verið nein fyrirmynd, en þetta ódæði hefði hún ekki framið. Margir voru frá því fyrsta mjög í vafa um það, að dauðadómurinn yfir Barböru væri réttmætur, og hef- ir hann ávallt síðan verið mjög umdeildur — jafnvel talað um dómsmorð í sambandi við hann. ★ Susan Hayward þykir leika þetta hlutverk snilldarlega — fyrst hamingjusnautt og hömlu- Framh. á bls. 17. Barbara Graham (t. v.) og Susan Hayward í hlutverki hennar ., ikii>yndinni „Ég vil lifa“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.