Morgunblaðið - 21.04.1959, Síða 13

Morgunblaðið - 21.04.1959, Síða 13
Þriðjudagur ?1. apríl 1959 MORCUNBLAÐ1Ð 13 230 ini7í/. kr. útgjaldaaukningu verði mœtt án hœkkunar almennra skatta og tolla 49 millj. kr. niðurskurður ríkisútgjalda Rœða Magnúsar Jónssonar við aðra um rœðu fjárlaga í sameinuðu þingi í gœr Herra forseti. Svo sem segir í upphafi nefnd- arálits okkar, sem myndum 1. minnihluta fjárveitinganefndar, náðist ekki samstaða í nefndinni um afgreiðslu fjárlagafrumv. Samkomulag varð að vísu um all ar hækkanir á útgjaldabálki frv., með þeim fyrirvara, að sumir nefndarmanna skildu sér rétt til að styðja breytingartillögur, er fram kynni að verða bornar varð- andi tiltekin atriði. Samkomu- lag varð hinsvegar ekki um úr- ræði til þess að jafna greiðslu- hallann á frv. og leggjum við fultrúar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins í nefndinni fram sérstakar tillögur um það efni, en fulltrúar Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins munu hvor ir fyrir sig skila sérstöku nefnd- aráliti. Samkomulag varð um það í nefndinni, að framsögu- maður 1. minnihl. gerði grein fyrir hinum sameiginlegu tillög- um nefndarinnar. Stjórnarskiptin seinkuðu fjárlögum Afgreiðsla fjárlagafrumv. í fjár veitinganefnd hefir í þetta sinn dregizt meira en undanfarin ár. Liggja til þess skiljanlegar á- stæður. Þegar fyrrv. fjármálaráð- herra lagði fjárlagafrumv. fyrir Alþingi í haust var ljóst, vegna yfirvofandi stórhækkana á kaup- gjaldi og öðrum kostnaði, að miklar fjárhæðir skorti til þess að auðið væri að afgreiða greiðslu- hallalaus fjárlög, og ráðherrann lýsti því yfir, að ekkert sam- komulag hefði þá orðið um úr- ræði í þessu efni. Fjárlagafrumv. var því meira og minna mark- laust plagg og skorti alla undir- stöðu til þess, að fjárveitinga- nefnd gæti afgreitt frv. Leið svo fram til upphafs desembermán- aðar, að ríkisstjórn Hermanns Jónassonar gafst upp við að leysa efnahagsvandamálin og baðst lausnar, án þess að leggja nokkrar tillögur fyrir Alþingi. Stóð síðan í þófi þar til núverandi ríkis- stjórn var mynduð rétt fyrir jól- in. Varð ríkisstjórnin þá þegar í stað að leita úrræða til þess að hindra stöðvun útflutningsfram leiðslunnar. Tók að vonum nokk- urn tíma að leysa þann vanda. Þá fyrst, er ljóst var orðið um fjárþörf vegna aðstoðar við út- flutningsframleiðsluna og áhrif efnahagsráðstafananna að öðru leyti á hag ríkissjóðs, var hægt að finna grundvöll til þess að byggja fjárlagaafgreiðsluna á. Lögð hef- ir verið áherzla á að gera sér raunhæfa grein fyrir ástandi og horfum fjárhagsmálanna og hafa sérfræðingar ríkisstjórnarinnar unnið að ítarlegum áætlunum og álitsgerðum í sambandi við hag ríkissjóðs og útflutningssjóðs á þessu ári í samráði við bankana og Innflutningsskrifstofuna. Þá tók það einnig alllangan tíma að gera sér grein fyrir úrræðum til sparnaðar á útgjöldum ríkisins. ÖU þessi atvik hafa valdið hinni miklu töf á afgreiðslu fjárlaga, en fjárveitinganefnd hefir að sínu leyti hraðað störfum svo sem að- stæður hafa leyft. Þegar hæstv. fyrrv. fjármála- ráðherra lagði fjárlagafrumv. fyrir Alþingi, gerði hann ráð fyr- ir 93 millj. kr. hækkun útgjalda ríkissjóðs frá fjárlögum ársins 1958. Raunveruleg útgjaldaaukn ing var þó enn meiri, því að niður voru felldar úr frv. 40 millj. kr. vegna niðurgreiðslna, sem flutt- ar voru yfir á útflutningssjóð. Þá var og frv. miðað við kaupgjalds vísitölu 183, þótt sýnt væri, að kaupgjaldsvísitalan myndi fyrir árslok 1958 vera orðin miklu hærri. Nýir skattar eða ný stefna Vegna hins bágborna fjármála ástands, var augljóst, að ekki var um nema tvo kosti að ræða: Annaðhvort að ana enn lengra út í fen fjármálaöngþveitisins með nýjum stórfelldum sköttum og æ hraðari snúningi dýrtíðarhjóls- ins í beinu framhaldi af stefnu fráfarandi ríkisstjórnar eða þá að freista að stöðva skriðu dýr- tíðarinnar og reyna að leiða þró- un efnahagsmálanna í jafnvægis átt. Samkomulag varð um stöðv- unarleiðina milli Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins og efnahagsmálaráðstafanirnar nú eftir áramótin mörkuðust af þess- ari nýju stefnu. Að sjálfsögðu hlaut þá einnig viðhorf þessara flokka til fjárlagaafgreiðslunnar að verða í samræmi við þetta. Ég hefi hvað eftir annað lagt á það áherzlu, andstætt skoðun fv. hæstv. fjárh., að fjárlög ríkisins og þróun efnahagsmála þjóðarinnar væru greinar á sama stofni, sem ekki gætu lifað sjálf- stæðu lífi hver út af fyrir sig. Fer því nú sem fyrr, að efnahagsráð- stafanir þær, sem gerðar hafa verið, hafa víðtæk áhrif á hag ríkissjóðs. Ráðstafanirnar valda auknum útgjöldum, svo sem síð- ar mun að vikið, en þau útgjöld eru þó aðeins svipur hjá sjón í samanburði við þá stórkostlegu gjaldahækkun, sem orðið hefði, ef óbreyttri stefnu hefði verið fylgt. Það er hins vegar ljóst af þeim brtill. fulltrúa Framsóknar- fl. í fjárveitinganefnd, að þeir eru sammála þeirri kenningu for- ingja síns, að hagur útflutnings- framleiðslunnar komi ríkissjóði ekki við. Það er skoðun Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins, að ekki sé lengur auðið að fara þá braut að fleyta atvinnuvegunum áfram með sífellt nýjum skatta- álögum á þjóðina, sem síðan magna dýrtíðina enn meir. Efna- hagsráðstafanirnar um áramótin 1955—1956 leiddu af sér um 150 millj. kr. nýja skatta. Framsókn- arflokkurinn rauf þá stjórnar- samstarfið við Sjálfstæðisflokk. inn á þeim grundvelli, að grípa yrði til nýrra úrræða. Útkoman varð sú, að um næstu áramót leiddu efnahagsráðstafanir r.kis- stjórnar Hermanns Jónassonar af sér 250 millj. kr. nýja skattlagn- ingu og loks komu bjargráðin á sl. ári með 790 millj. kr. nýjan bagga. Eftir þessar síðustu ráð- stafanir lýsti svo Hermann Jónas- son því yfir, er hann gafst upp í byrjun desembermánaðar, að nýtt verðbólguflóð væri að skeiia yfir, og efnahagsmálaráðunautur ríkisstjórnarinnar lýsti því yfir um sama leyti, að þjóðin væri að ganga fram af brúninni á efna- hagssviðinu. Þótt hér sé ekki vettvangur fyrir almennar umræður um efna hagsmálin, þá verður ekki hjá því komizt að draga fram þessar stað- reyndir til þess að skýra afstöðu okkar í 1. minni hluta nefndarinn ar til afgreiðslu þessa fjárlaga- frv. því að við leggjum til að af- greiða fjárlög nú með öðrum hætti í veigamiklum atriðum en gert hefir verið að undanförnu. Fast staðið gegn nýjum útgjöld- um Það er óhjákvæmilegur þáttur í baráttunni gegn verðbólguflóð- inu að leysa nú fjárþörf ríkis- Magnús Jónsson flytur ræðu sína á Alþingi í gær sjóðs og útflutningssjóðs með öðru móti en hækka almenna skatta og tolla. í því sambandi hlaut því fyrst og fremst að verða við afgreiðslu fjárlaga að spyrna gegn öllum nýjum út- gjöldum ríkissjóðs, sem ekki væru algerlega óumflýjanleg. Ég tel, að þær útgjaldatillögur, sem nefndin flytur sameiginlega á þskj. 391 markist af þessari brýnu nauðsyn og sé þar svo hóf- samlega í sakir farið, sem frek- ast var unnt. Afleiðingin er að sjálfsögðu sú, að ekki hefir verið auðið að sinna fjölda beiðna um fjárveitingar til ýmissa nauð- synjamála sem allir nefndarmenn hefðu gjarnan viljað veita lið- sinni. Vitanlega verður það ætíð álitamál í ýmsum tilfellum, hvað taka skuli og hverju hafna, en ég tel mig geta fullyrt það, að allir nefndarmenn hafi haft fullan hug á að meta l:::iar ýmsu fjárbeiðnir af fullri sanngirni innan þess þrönga stakks, sem skorinn var. Veit ég enda, að flestir lands- menn muni gera sér fulla grein fyrir því, að í þetta sinn er engra góðra kosta völ á sviði fjárveit- inga, ef koma á í veg fyrir það fjármálaöngþveiti, sem framund- an er, ef menn ekki láta raunsætt mat staðreynda ráða gerðum sín- um. í nefndarálitinu á þskj. 397 er að finna svo rækilegar skýringar á hinum einstöku útgjaldatillög- um á þskj. 391, sem nefndin stend ur öll að, að ég tel ekki þörf á að teija tímann með að útskýra í framsöguræðu hverja einstaka brtll., en mun að sjálfsögðu svara fyrirspurnum, ef menn óska nán- ari skýringa. Mun ég nú aðeins drepa á nokkur atriði, sem ég tel nauðsynlegt að vekja sérstaka at- hygli á. Launahækkanir við leiðarlok Nefndinni barst um það tilkynn- ing frá fjármálaráðuneytinu, að skömmu áður en fyrrv. fjármála. ráðherra lét af störfum hefði hann hækkað í launum allmargra starfs menn í stjórnarráðinu og skatt- stofunni og skipað nokkra nýja starfsmenn, sem sumir höfðu áð- ur verið lausráðnir. Hvaða nauð- ur hefir rekið til þessara ráðstaf- ana skal hér ekki um dæmt, en ekki verður hjá því komizt að áætla fjárveitingar i viðkomandi stofnunum til að mæta þessum hækkunum. Nefndin sjálf leggur ekki tii neina aukningu á starfs- mannahaldi ríkisins, en hefir auk áðurgreindra launabreytinga talið cumflýjanlegt að fallast á þá til- lögu atvinnumálaráðuneytisins að heimila nokkra launauppbót til fiskmatsmanna, þar eð þeir búa við mjög léleg launakjör miðað við hvað störf þeirra hafa aukizt. Óskert framlög til vega og brúa í sambandi við fjárveitingar til brúa hafna og vega skal eftir- farandi tekið fram: Fjárveiting til nýrra akvega er áætluð sú sama og í fjárlögum ársins 1958. Hefði raunar verið nauðsynlegt að hækka þessa fjár- veitingu vegna áhrifa bjargráð- anna og kauphækkana á sl. ári, en þess er því miður enginn kost- ur vegna þeirra neyðarráðstafana, sem óumflýjanlegar eru. Vegur enda nokkuð á móti lækkun kaup gjalds nú eftir áramótin og enn- fremur hækkun sú á vegaskatti af benzíni, sem gerð var á sl. ári. Rennur sem kunnugt er hluti benzíngjalds til svokallaðra milli- byggðavega og annar hluti til brúasjóðs. Sömu rök gilda varð- andi brúargerðir, en til þeirra er varið 115 þús. kr. meira en á sl. ári. Samkomulag varð um það í nefndinni að leggja til að skipta benzíngjaldi til millibyggðavega í fjárlögum svo sem öðru vega- fé. Er áætlað að það fé nemi um 5.2 millj. kr. á þessu ári og er á allan hátt óeðlilegt, að ráðherra sé fengið sjálfdæmi um að skipta þessum hluta vegafjárins, þótt hins vegar verði að reyna að varast það að búta þetta fé niður í litlar fjárveitingar á hvern stað, því að gjald þetta var ein- mitt hugsað til að auðið væri að hrinda áleiðis ýmsum mikilvæg- um framkvæmdum á stofnæð- um vegakerfisins, sem erfitt hef- ur reynzt að fá fé til. Um brúasjóð er það að segja, að á sl. ári var lokið byggingu og greiðslu kostnaðar við fjórar stórbrýr, sem verið hafa í smíð- um undanfarin ár. Til ráðstöf- unar verða á þessu ári til fram- kvæmda á vegum brúasjóðs um 7.5 millj. kr. Ákvað samgöngu- málaráðherra á sl. ári, að næstu j þrjú ár skyldi fé brúarsjóðs var- ið til að byggja brýr yfir Horna- fjarðarfljót, Mjósund í Eyrar- sveit og Ytri-Rangá. Með bréfi dags. 20. des. sl. lagði svo sami ráðherra ennfremur fyrir, að þegar lokið væri byggingu þess- ara brúa skyldi fyrir fé brúar- sjóðs byggð brú á Hofsá í Vopna- firði. Hér er vafalaust um mikla þörf að ræða, en það er vægast sagt mjög hæpið, að ráðherrar taki ákvarðanir um framkvæmd- ir svo langt fram í tímann. Kem- ur það enda mjög til athugunar, hvort ekki eigi í fjárlögum að ákveða hvaða brýr skuli byggðar fyrir fé brúarsjóðs. Hækkuð framlög til hafnar- gerða. Á undanförixum árum hefur ekki verið unnt að halda í horf- inu með framlög ríkissjóðs til hafnarframkvæmda, og hafa því skuldir ríkissjóðs við sveitarfé. lögin af þessum sökum farið vax andi. í árslok 1957 var vangreitt ríkissjóðsframlag til hafnargerða 13.9 millj. kr., en 14.3 millj. í árslok 1958. Áætlaður ríkissjóðs- hluti af framkvæmdum' 1959 er 32.5 millj. Að vísu eru litlar lík- ur til að auðið verði af fjárhags- ástæðum að ráðast í : llar þær framkvæmdir sem ráðgeiðar eru í ár, fremur en verið hefur á und anförnum árum, en þrátt fyrir hina brýnu nauðsyn þess að draga úr útgjöldum ríkissjóðs, hefur nefndin ekki talið annað fært en hækka framlag til hafnarmann- virkja og lendingarbóta um 1.330 þús. kr. Sú breyting er um leið gerð á fyrri úthlutunarregl- um þessa fjár, að ein höfn er nú tekin út úr með mun hærri fjár- veitingu en allar aðrar hafnir. Er það Akraneshöfn, en sú höfn hefur nú algera sérstöðu, því að vangreitt ríkissjóðsframlag til hennar var um síðustu áramót 7.3 millj. kr., en skuld ríkissjóðs við þá höfn, er næst kom, var 2.3 millj. kr. Afkoma útgerðarinnar og sjáv- arplássanna umhverfis allt land- ið er háð hafnarskilyrðum flest- um öðrum framkvæmdum frem- ur. Vegna erfiðleika á öflun láns fjár hefur þessum framkvæmd- um að undanförnu verið þröngur stakkur skorinn, ef undan eru skildar örfáar hafnir, er notið hafa erlends lánsfjár. Þetta vanda mál getur ekki nema að takmörk uðu leyti orðið leyst með hinum árlegu framlögum úr ríkissjóði. Það er því hin mesta nauðsyn að ríkið hafi forgöngu um lán- töku til þess að greiða fyrir mik- ilvægum hafnarframkvæmdum. Munu nú loks líkur til að slíkt lán fáist. Svo sem fram kemur í nefndar- aráliti 1. minni hl., mun sam- vinnunefnd samgöngumála að venju að gera tillögur um skipt- ingu fjár til reksturs flóabáta. Samvinnunefndin . óskaði hins vegar þess, að fjárveitinganefnd tæki til afgreiðslu beiðni um 500 þús. kr. byggingarstyrk vegna nýs flóabáts fyrir Eyjafjarðar- og Skagafjarðarhafnir. Háskalegt er talið, að nota áfram núverandi flóabát, og hefur því eigandi þess báts, Steindór Jónsson, hafizt handa um smíði nýs báts sem gert er ráð fyrir að veiði tilbúinn fyrir næsta vetur. Lagt er til í 22. gr. fjárlaga að veita ríkisábyrgð fyrir allt að 80% af andvirði hins nýja báts, en þar sem hér er um allmikið skip að ræða, telur fjár- veitinganefnd ekki annað fært en verða við beiðni um 500 þús. kr. ríkistyrk til byggingar skipsins, en leggur til að fjárveitinging skiptist á tvö ár. Útilokað er að leggja niður þá þjónustu, er flóa- bátur þessi á að annast og er því engum efa bundið, að þessi lausn málsins er miklum mun hagstæð- ari fyrir ríkissjóð en að þurfa sjálfur að gerast beinn aðili að kaupum og rekstri skipsins. 4. millj. hækkun til skóla. Skólabyggingar eru meðal hinna stærri vandamála, sem við er að glíma. Með lögunum um fjármál skóla var föstu skipulagi komið á þessi mál en þá var kom inn langur skuldahali vegna van- greiddra ríkissjóðsframlaga til skólabygginga. Ákveðið var þá, að áfallnar skuldir skyldu greidd ar á fimm árum og hefur siðan verið sérstök fjárveiting í fjár- lögum til þess að greiða þær skuld ir, þótt sú fjárveiting liafi að vjsu aldrei verið nægilega há til þess að auðið væri að greiða skuidirnar á tilsettum tíma. Þá var ennfremur lögfest, að ríkis- sjóði væri skylt að greiða á fimm árum hluta sinn af stófnkostnaði við þá skóla, er byggðir yrðu eft- ir þann tíma. Er þó ekki skylt að greiða árlega jafn háa upphæð af framlagi til hvers skóla. í fjárlögum ársins 1958 voru fjárveitingar til byggingar bama skóla 9.760 þús. kr. í fjárlaga- frv. nú er þessi fjárveiting hækk uð í 11,3 millj. Þrátt fyrir þessa hækkun er svo ástatt, að fjárveit- Framh, á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.