Morgunblaðið - 21.04.1959, Síða 15
Þriðjudagur 21. apríl 1951
MORCUNBLAÐIÐ
15
Hlustað á útvarp
HENDRIK BERNDSEN hefur
flutt þrjá þætti um blóm. Þetta
voru vel fróðlegir þættir, og þyk
ist ég vita að margir hafi lært
mikið af þeim. Berndsen, sem er
blómasali er mjög fróður um
blóm og allt sem ræktun blóma
við kemur. Slíkir þættir sem þess
ir eru þarflegir og geta komið
að góðum notum. Auk þess eru
þeir skemmtilegir, eins og Bernd
sen flutti þá. Tíminn, sem þeim
var valinn í útvarpinu, var ekki
vel heppilegur hefði gjarna mátt
flytja þau á betri hlustunartíma
en sleppa einhverju öðru sem
minna gildi hafði.
★
Leikritið Caroline eftir Somm-
erset Maugham í þýðingu Þor-
steins Ö. Stephensen er langt og
fjörlega ritað. Ágætlega var með
það farið af færustu leikurum,
leikstjóri var Lárus Pálsson. Ég
hef ekki heyrt né séð þetta leik-
rit áður og skemmti mér ágæt-
lega að hlusta á það, skáldið lýsir
þar vissri tegund af fólki, sjálf-
sagt allfjölmennri víða um heim,
skopast, góðlátlega þó, að þvi. —
★
Vogum vinnur — vogun tap-
ar, síðasti þáttur var á sunnudag
12. þ.m. Þátturinn endaði ágæt-
lega með því að þrír keppendur
unnu 10 þús. krónur hver með
heiðri og sóma. Þáttur þessi hef-
ur verið skemmtilegur og yfir
höfuð, farið ágætlega fram.
Sveinn Ásgeirsson, hagfræðing-
ur, hefur jafnan skemmt útvarps
hlustendum manna bezt með þátt
um þeim er hann hefur stjórnað
og ekki verið á annað meira
hlustað. Annars hefur Velvakandi
tekið af mér ómakið að skrifa
meira um Vogun vinnur — Vog-
un tapar.
Jónas Sveinsson læknir talaði
Um daginn og veginn 13. þ.m.
Var ræða hans, að mínum dómi
ágæt. Fyrst talaði hann um Torfa
Bjarnason í Ólafsdal. Sagði hann
að Torfi hefði verið töfrandi mað
ur í umgengni, brennandi af á-
huga fyrir öllum framförum.
Hann flutti inn og smíðaði mörg
hin þarflegustu verkfæri, eink-
um til jarðabóta og landbúnaðar,
svo sem hin þekktu ljái, sem
nefndir voru Torfa-ljáir, og voru
notaðir mjög lengi. Hann breytti
kotjörð í höfuðból og skólasetur,
þar kenndi hann fjölda mörgum
ungum mönnum búfræði og
margt fleira, svo sem smíðar
verkfæra auk bóklegra fræða.
Ullarverksmiðju kom hann upp
er gekk fyrir vatnsafli. Þau hjón-
in i Ólafsdal voru framúrskarandi
í ráðdeild, dugnaði og framfara-
hug. Torfi í Ólafsdal skaraði fram
úr flestum eða öllum samtíðar-
mönnum sínum að mörgu leyti.
Hann var einn í hópi þess einvala
liðs er upp kom á 19. öldinni,
skáld, stjórnmálamenn og fram-
faramenn á heimsmælikvarða. —
Því miður virðist meðalmennsk
an meira áberandi á vorri öld að
vísu margt af góðum mönnum og
gegnum en fátt af afreksmönnum.
— Jónas lækir gat þess í máli
sínu, að Danir hefðu nú á 1—2
árum komist úr kreppunni (þ.e.
gjaldeyrisleysi) með því að auka
iðnað sinn og þar með útflutning
af iðnaðarvörum, þegar sala land
búnaðarafurða brást. Það er
greinilegt, að við íslendingar get
um aldrei flutt út mjólk eða
mjólkurduft, við verðum að
breyta mjólkinni í önnur útgengi-
leg efni. Sama er að segja um
kjöt. Það verður aldrei samkeppn
isfært á erlendum markaði. —
Stóriðnaður ei>.sjálfsagður hér,
því fiskveiðar borga sig heldur
ekki nú orðið. Við þurfum ó-
hemju mikið erlent fjármagn til
þess að virkja stórárnar, fyrst
Þjórsá, svo Hvítárnar í Árnes-
sýslu og Borgarfirði og loks norð
lenzku fljótin. Svíar og síðar
Norðmenn notuðu erlent fjár-
magn til virkjana og urðu ríkir
af því. Við íslendingar getum
ekki haldið sjálfstæði okkar með
því að hanga í úreltum atvinnu
greinum eingöngu. Það er aug-
ljóst. Smávirkjanir, eins og
Andakílsverið og Grímsárverið
eystra eru kák eitt, nærri verra
en ekkert. —
Viðtöl vikunnar, sem Sigurð-
ur Benediktsson sér um, eru með
betri þáttum útvarpsins. Hann
talar ætíð við merka menn og
flesta er komnir eru á efri ár og
hafa mikla lífsreynslu. — 16. þ.
m. talaði hann við Skúla Skúla-
son frá Odda, sem er þjóðkunnur
maður fyrir löngu. Skúli er rit-
stjóri og hefur verið blaðamaður
frá því að hann var ungur mað-
ur. Hann býr í Noregi síðan árið
Framh. á bls. 17.
Allsherjarnefnd. — Sitjandi (frá v.): Bjarni Bentsson, flugvallarstarfsm., Rvík, Árni Helga-
son, símstjóri, Stykkishólmi, Ásgeir Pétursson, deiidarstjóri, Rvík, Axel Guðmundsson, skrif-
stofum., Rvík, Guðmundur Guðmundsson, slökkviliðsstj., Rvík. — Standandi (frá v.): Pétur
Björnsson, erindreki, Siglufirði, Bergur Ólafsson, bifreiðastj., Rvík, Sverrir Jónsson, skrif-
stofum., Rvík, Gunnar Árnason, kaupm., Akureyri, Guðjón Hansson, bifreiðastj., Rvík, Kristó-
fer Þorgeirsson, Varmalandi, Mýr., Jósafat Arngrímsson, fulltrúi, Njarðvík.
Ályktanir landsfundar Sjálfstæðisflokksins um kirkjumál og áfengismá/:
Áherzla lögð á eflingu og sjálfstæði
kirkjunnar
Stuðlað verði að áfengislausu skemmt-
ana- og félagslifi æskunnar
1. Fundurinn lýsir yfir eindregnum stuðningi sínum við
kirkju og kristindóm og telur höfuðnauðsyn að efla kirkjuna
að því marki, að hún ráði sjálf öllum sínum málum.
Fundurinn telur kristna lífsskoðun örugga undirstöðu
lýðræðis, frelsis og mannhelgi og vörn gegn ofheldisstcfn-
um og kúgun.
Fundurinn lætur í ljós ánægju yfir endurreisn Skálholts-
ttaðar, og væntir þess, að hún verði kirkjulífinu til heilla.
Fundurinn fagnar því, að kirkju Islands hefir eignazt
sitt kirkjuþing, skipað prestum og leikmönnum og vonar,
að sú stofnun styðji að sjálfstæði kirkjunnar.
KRISTINDÓMSFRÆÐSLAN
2. Fundurinn leggur áherzlu á það, að sem hezt verði
vandað til uppeldis æskulýðsins og að kristin fræði verði
ætíð meðal höfuðnámsgreina í barnaskólum og unglinga-
skólum. Fagnar hann kristilegu æskulýðsstarfi, sem nú fer
í vöxt með þjóðinni.
Fundurinn telur rétt að stefna að sem nánustu samstarfi
ineð prestum og kennurum að skapgerðarþroska uppvax-
andi kynslóðar.
ÁFENGISMÁL
1. Lundsfundurinn leggur áherzlu á nauðsyn þess, að unn-
ið sé gegn ofnautn áfengis og tóbaks í landinu og hvetur
iil aukinnar bindindisstarfsemi. Fundurinn bendir á nauð-
syn bindindisfræðslu í skólum, jafnframt því sem hann
hvetur æskulýðs- og menningarfélög, sem láta sig bindindi
varða, til að halda uppi fræðslu um skaðsemi áfengis og
tóbaks fyrir andlega og líkamlega heilbrigði manna.
HEIMILI FYRIR ÁFENGISSJÚKLINGA
2. Fundurinn þakkar þeim aðilum, sem unnið hafa að
því að koma á fót tómstundaiðju fyrir unglinga og stuðlað
hafa að áfengislausu félags- og skemmtanalífi ungs fólks.
Hvetur fundurinn eindregið til, að þessi starfsemi sé aukin.
3. Fundurinn lýsir stuðningi við þá stefnu að koma upp
heimilum fyrir áfengissjúklinga. Fundurinn leggur áherzlu
á, að þessum heimilum verði fjölgað, eftir því sem við
verður komið og vill í því efni sérstaklega benda á nauðsyn
á vistheimili fyrir áfengissjúkar konur. Fundurinn telur
eðlilegt, að ríkissjóður styrki eða standi undir kostnaði við
rekstur slíkra heimila.
VINNUHEIMILI
4. Fundurinn telur, að nauðsynlegt sé að stofna og starf-
rækja vinnuheimili fyrir drykkjusjúkt fólk því til athvarfs
eftir sjúkrahúsvist.
5. Fundurinn samþykkir, að athugað sé, hvort ekki só
rímabært að endurskoða núverandi áfcngislöggjöf og reglu-
gerðir um áfengismál með hliðsjón af þeirri reynslu, sem
íengizt hefur síðan áfengislögin voru sett.
nýir ítœgurfagaAöncývcircir
Á hljómleikum í Austurbœjarbíói
í kvöld kl. 11.15 e. h.
Mjöll Hóhrt - Garöar Guómundsson
Ásbjörn Egilsson - Kristín Teitsdóttir
Sandra Róberlsdóttir - Hilmar Hilmarsson
Stefán Jónsson - SigríGur Kristófersdóttir
Donald Rader - Jónina Krislófersdóttir
Geröur Benediktsdóttir - Erlendur Svavarsson
Siguröur Elísson - Sturla Már Jónsson
Sigríöur Anna Þorgrímsdótlir
Soffía Árnadóttir
Hljómsveit Ártia fsleifs aöstoöar
Kynnir: Svavar Gests
Aögöngumiöar og miöapantanir i ■
Austurbæjarbíói frá kt. 2 í dag, sími 1 13 8»
£
*