Morgunblaðið - 21.04.1959, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 21.04.1959, Qupperneq 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. april 1959 Æ Ræða Magn- úsar Jónssonar Framh. af bls. 14. Íing okkar, að þjóðinni sé svo ljós sú hætta, sem yfir henni vof- ir, ef ekki er hægt að taka upp j nýja stefnu í efnahags- og fjár- i málum þjóðarinnar, að ábyrgðar i lausum lýðskrumurum takist í ekki að villa henni sýn um nauð_ i syn þeirra neyðarráðstafana, sem i nú verður að gera eftir uppgjöf i vinstri stjórnarinnar, enda er I sannleikur málsins sá, að ráð- í stafanir þessar eru alls ekki til- j finnanlegar sem bráðabirgðaráð- stafanir. , Mikil útgjaldalækkun Við í 1. minni hl. n. leggjum ' til að lækka ýmsa útgjaldaliði i fjárlagafrv. um rúmar 49 millj. kr. Mun ég nú í stuttu máli gera grein fyrir þessum tillögum. ! Lagt er til að lækka um 5% iýmsa fjárfestingarliði frv. Nær 1 þessi lækkun til liða, sem sam- 1 tals nema tæpum 166 millj. kr. og sparar ríkissjóði 8,3 millj. kr. I Undanþegnar þessari lækkun eru ! fjárveitingar til hafnargerða, brú ! argerða, nýbygginga vega og endurbyggingar vega. Lækkunin ; nær til skólabyggingafjár, en ! þær fjárveitingar hafa hins veg- ar verið hækkaðar meira en þess- ari skerðingu nemur. Skerðingin nær ekki til fjárlagaliða, sem sér- stakar lækkunartillögur eru gerð ar um. í nefndaráliti okkar eru þess- ir fjárlagaliðir taldir upp og xnun ég ekki eyða tíma í að ræða hvern einstakan þeirra nema sér stakt tilefni gefist til. Varðandi jarðræktarframlögin, sem eru lögbundin, vil ég þó taka það fram, að lækkunin byggist á upp lýsingum um það, að jarðræktar- framkvæmdir á sl. ári hafi eigi verið meiri en árið áður, en jarð- ræktarstyrkurinn er i fjárlaga- frv. nú áætlaður 2 millj. kr. hærri en í fjárlögum ársins 1958. Stærsti liðurinn, se'm skerð- ingin nær til, er viðhald þjóð- vega. Rétt er að vekja athygli á því, að þrátt fyrir þessa skerð- ingu, er fjárveiting til viðhalds þjóðvega 9 millj. kr. hærri en í fjárlögum sl. árs. Vitanlega væri full þörf fyrir óskerta fjárveit- ingu og miklu meira en það, en miðað við það aðhald, sem nú er óumflýjanlegt og einnig það, að þrátt fyrir skerðinguna er við haldsféð nú í fyrsta sinn um langt skeið áætlað sómasamlegt, þykir mega takmarka fjárveit- inguna við 9 millj. kr. hækkun. Viðhald þjóðveganna sl. ár kost- aði ríkissjóð 41 millj. kr. og í vetur mun kostnaður við snjó- mokstur hafa verið allmiklu minni en undanfarna vetur. Alþingi og stjórnarráð gefi fordæmi f Lagt er til að lækka Alþingis- kostnað um 500 þús. kr. Er sú tillaga við það miðuð, að þing- hald verði í ár að minnsta kosti hálfum mánuði styttra en í fyrra. Er þá gert ráð fyrir því, að þing- ið verði nú um það bil þremur vikum styttra en í fyrra og þing hefjist síðar í haust en vant er. Ef svo reynist ætti sú stytting að gefa umræddan sparnað, enda þótt stutt sumarþing verði. Mun enda alþingiskostnaður ríflega á- ætlaður í frv. 9 millj. kr., sem er 2 millj. kr. hærra en í fjár- lögum sl. árs. I Þá er lagt til að lækka fjár- veitingu til stjórnarráðsins um sömu fjárhæð, 500 þús. kr. Hvort tveggja er, að fækkun ráðherra og þar af leiðandi minni ýms I kostnaður, svo sem bílakostnað- ur, ætti að valda töluverðum | sparnaði, og ennfremur hitt, að I í fjárlagafrv. er liðurinn „Ann- ■ ar kostnaður ráðuneytanna“ ! hækkaður um 900 þús. kr. frá i fjárlögum sl. árs og má ótvírætt ætla, að draga megi úr þeim kostnaði. Ég er í engum efa um, að með skynsamlegri vinnubrögð um er auðið að lækka kostnaðinn við stjórnarráðið um 500 þús. kr. JEr það mat núverandi fjármála- ráðherra, að þessi lækkun fjár- veitingar til stjórnarráðsins fái staðizt og þegar um það er að ræða að reyna að draga út til- kostnaði við ríkisreksturinn fer vel á því, að bæði Alþingi og stjórnarráð gefi gott fordæmi. Þá er lagt til að lækka fjár- veitingu til tollgæzlu utan Reykjavíkur og Keflavíkurflug- vallar um 500 þús. kr. Okkur er vel ljós nauðsyn þess að halda uppi traustri tollgæzlu en á því sviði sem öðrum verður að reyna að halda kostnaði innan skyn- samlegra takmarka og á ýmsum greinum er hér um algerlega óþarfa fjáreyðslu að ræða. í frv. er gert ráð fyrir 9 millj. kr. kostnaði við tollgæzluna og má áreiðanlega að skaðlausu spara % millj. kr. Lagt er til að lakka fjárveit- ingu til skipaútgerðar ríkisins um 6 millj. kr. í fjárlagafrv. er gert ráð fyrir 16 millj. kr. fjár- veitingu til að greiða halla út- gerðarinnar eins og sl. ár. Rekstr- arhallinn á sl. ári varð hins veg- ar ekki nema 12 millj. kr. Miðað við það, að skipaútgerðin naut ekki taxtahækkunar nema hluta úr því ári, ætti ekki að þurfa að gera ráð fyrir lakari útkomu á þessu ári. Þá er þess ennfremur að gæta, að skip útgerðarinnar voru tekin úr tryggingu um sl. áramót, en tryggingariðgjöld vegna skipanna urðu rúmar 3 millj. kr. sl. ár. Reynslan er sú, að meðaltjón á skipunum er ekki nema um 1 millj. kr. á ári. Þessi lækkun fjárveitingar ætti því að fá staðizt, þótt miðað sé við að útgerðin veiti sömu þjónustu og verið hefir. Rétt er og í þessu sambandi að benda á ítrekaðar ábendíngar sparnaðarnefnda rík isins um það að selja Ésju, sem er orðin mjög dýr í rekstri. Nauð synlegt er og að taka til ræki- legrar athugunar hvort ekki er í framtíðinni hægt að haga strandsiglingum á þann veg að kostnaðarminna sé fyrir ríkið. Þyrfti að taka upp samninga við önnur skipafélög í því sambandi. Lagt er til að lækka fjárveit- ingu til bygginga í Skáholti um 500 þús. kr. Það er af mörgum ástæðum nauðsynlegt að taka sem fyrst ákvörðun um það, hvaða hlutverki þessi sögufrægi staður eigi að gegna í fram tíð- inni, en meðan ekki er vitað til hverra þarfa nota eigi bygging- ar í Skálholti ætti ekki að koma að sök, þótt aðeins sé varið 500 þús. til framkvæmda þar á þessu ári. Um nokkurra ára bil hefir rík- issjóður lagt árlega fram 2 millj. kr. til kaupa á stórum jarðrækt arvélum, samkv. ákvæði laga um jarðræktar- og húsagerðarsam- þykktir í sveitunT. Þessari laga- skyldu var fullnægt á s.l. ári, og eru enn ónotaðar 1,2 millj. kr. af þeirri fjárveitingu. Sú fjár- hæð er því til ráðstöfunar á þessu ári. Ætti því að skaðlausu að mega fella niður þessa fjár- veitingu. Þeirri venju hefir verið fylgt að veita ekki fé til byggingar skóla, sem ekki hafa notað til fulls fengnar fjárveitingar. A þeirri forsendu, að Iðnskólinn í Reykjavík á enn óhafið 628 þús. kr. af fjárveitingu áranna 1957 og 1958 er lagt til að fella niður fjárveitingu til skólans á þessu ári. Eftir upplýsingum, sem mér hafa borizt eftir að gengið var frá tillögum okkar, virðist þetta mál þarfnast nánari athugunar og verður því þessi tillaga tekin aftur til 3. umr. Lagt er til ,að kostnaður vegna framkvæmdar orlofslaga lækki fyrir því, að hætt verði notkun orlofsmerkja, enda orlofsfé í æ um 500 þús. kr. Er þá gert ráð fleiri tilfellum nú greitt 1 pen- ingum. Virðist ástæðulaust að setja mönnum ákveðnar reglur um það, hvernig þeir ráðstafa or lofsfé sínu. Þar sem nokkuð er nú liðið á árið, er ekki auðið að fella fjárveitinguna alveg niður. Raforkuframkvæmdir óskertar Lagt er til, að 10 millj. kr. fjárveiting til nýrra raforku- framkvæmda falli niður á þessu ári. Með þessari ráðstöfun er ekki ætlunin að draga á neinn hátt úr framkvæmd rafvæðingar áætlunar strjálbýlisins, sem gerð var í tíð ríkisstjórnar Ólafs Thors. Mjög tilfinnanlegur sam- dráttur varð á síðastliðnu ári í lagningu þeirra dreifiveitna um sveitirnar, sem 10 ára áætlunin gerði ráð fyrir á því ári. Til árs ins 1957 var þeirri áætlun fylgt og vel það, en á því ári var frest að lagningu nokkurra héraðs- veitna til næsta árs og í fyrra keyrði um þverbak, því að þá var frestað lagningu helmings þeirra dreifiveitna, sem leggja átti á því ári. Nauðsynlegt er því að koma í veg fyrir áfram- haldandi samdrátt þessara mik- ilvægu framkvæmda, og var ekki ákveðið að taka þessa fjár- veitingu út úr fjárlagafrv. fyrr en sýnt þótti, að auðið væri að tryggja nægilegt lánsfé til fram kvæmdanna. Við 1. umræðu fjárlagafrv. í haust benti ég á hina geigvæn- legu aukningu vanskila á ábyrgð- arlánum ríkissjóðs. Er í frv. lagt til að hækka fjárveitingu vegna þessara vanskila um þriðjung frá fyrra ári eða um 10 millj. kr. í þessu efni er ekki hægt að láta reka svo á reiðanum sem gert hefur verið að undanförnu. Eftir tillögu minni samþykkti Alþingi fyrir nokkru þingsályktun um undirbúning löggjafar um ríkis- ábyrgðir. Verður að leggja kapp á að koma þeim málum í betra horf. Það er auðvitað engum efa bundið, að í flestum tilfellum gera menn það ekki að gamni sínu að láta ábyrgðir falla á ríkissjóð, og hér er í mörgum til- fellum um svipaðan vanda að ræða og reynt hefur verið að mæta með fjárveitingum til at- vinnuaukningar. Er því mjög at- hugandi, hvort ekki ætti að láta atvinnuaukningarsjóðinn, sem tvímælalaus nauðsyn er að setja sem fyrst löggjöf um, fá mun meira fé til ráðstöfunar og láta hann þá jafnframt fá í hendur eftirlit með ríkisábyrgðarlánun- um. Það er mat núverandi fjár- málaráðherra, að lækka megi þessa fjárveitingu um 10 millj. kr., þannig að veittar verði 20 milljónir kr. til að standa straum af vanskilalánum eins og á sl. ári. Yfirvofandi voru alvarleg áföll vegna ríkisábyrgðanna, þegar fjárlagafrv. var undirbúið, og hefur upphæðin vafalaust verið hækkuð m. a. með hliðsjón af því, en bjargað hefur nú verið frá þeim áföllum á þessu árí að minnsta kosti að verulegu leyti. Lagt er til að framlag til bygg- inga á ríkisjörðum lækki á þessu ári um 500 þús. kr. Hér er senni- lega um alltilfinnanlega lækkun að ræða, en ekki þykir verða hjá henni komizt. Óbreytt framlag til flugvalla 1 fjárlagafrumv. er lagt til að hækka fjárveitingu til flugvalla- gerða um 2 millj. kr. Vissulega er hér um brýna þörf að ræða, en ekki er þó talið verða hjá því komizt að láta sömu reglu gilda um flugvelli og vegi, að veitt sé sama fjárveiting til þess- ara framkvæmda og sl. ár. Nú hefir í fyrsta sinn framkvæmda- fénu verið skipt milli einstakra flugvalla. Var um þá skiptingu leitað tillagna flugráðs. Áfram er lagt til að gildi sú heimild að verja umframtekjum af flug- völlum til flugvallagerða. Lagt er til að lækka ýmsar fjárveitingar til bygginga á veg- um ríkisins, svo sem Sjómanna- skólans og Menntaskólans á Ak- ureyri og lagt er til að fella al- veg niður í ár fjárveitingu til byggingar nýs menntaskólahúss í Reykjavik og nýs stjórnarráðs- húss, þar eð ekki er byrjað á þeim byggingum. Lagt er til að lækka fjárveitingu til byggingar lögreglustöðvar á Keflavíkur- flugvelli um 100 þús. kr. og fjár- veitingu til dieselrafstöðva í kauptúnum um 200 þús. kr. Þeim stöðvum fækkar nú stöðugt eftir því sem fleiri kauptún fá orku frá samveitum. Verði þörf ó- skertrar fjárveitingar á þessu ári, mun fyrir því séð af því lánsfé, sem til ráðstöfunar verður. Lagt er til að lækka fjárveit- ingu vegna atvinnuaukningar um 3.5 millj. kr. og verður þá fjár- veitingin í ár 10 millj. kr. Full þörf hefði að vísu verið á óskertri fjárveitingu, en auðið þótti þó að lækka fjárveitinguna með hlið- sjón af auknum lánveitingum at- vinnuleysistryggingasjóðs til þess ara þarfa. Hlýtur það enda að vera fyrsta skylda hans að verja fé sínu til þess að reyna hvar- vetna að koma í veg fyrir at- vinnuleysi. Ráðstöfun atvinnuaukningar- fjár hefir oft þótt næsta handa- hófskennd. Sjálfstæðismenn hafa á undanförnum þingum flutt frv. um að koma föstu skipulagi á þessa starfsemi ríkisins. Því mið- ur hefir ekki náðst samstaða um að samþykkja þá löggjöf, en við munum leggja áherzlu á að það verði gert. í því frv. er lagt til að Alþingi kjósi 5 menn með hlutfallskosningu til þess að ráð- stafa atvinnuaukningarfénu. Hef- ir orðið samkomulag um það að leggja til, að sú skipan verði nú upp tekin varðandi ráðstöfun atvinnuaukningarfjárins á þessu ári. Lagt er til að lækka fjárveit- ingu til afurðamatsins um 500 þús. kr. og að fella niður fjár- veitingu til skipaskoðunar ríkis- ins. Telur ríkisstjórnin auðið að mæta þessum lækkunum með til- svarandi gjaldahækkun, sem á engan hátt verði tilfinnanleg, enda er óeðlilegt, að skipaskoð- unin getj t. d. ekki verið rekin hallalaus eins og bifreiðaeftir- litið. Mun ríkisstjórnin gera ráð- stafanir til þess að gera nauð- synlegar skipulagsbreytingar, ef Alþingi fellst á tillögur þessar. Undirbúa þarf lækkun rekstrarútgjalda Sennilega munu ýmsir segja sem svo ,að leggja hefði mátt meiri áherzlu á að lækka rekstr- arútgjöld ríkissjóðs en að draga úr fjárveitingum til ýmissa fjár- festingarframkvæmda svo mikið, sem hér er lagt til. Við í 1. minni hluta nefndarinnar hefðum gjarn an einnig viljað höggva meir í ýmsa rekstrarliði, en í því sam- bandi verður að hafa í huga, að mjög stór hluti af útgjöldum ríkissjóðs er lögboðinn og breyt- ingar á ríkisstofnunum verða ekki gerðar fyrirvaralaust. Við teljum t. d. sjálfsagt að fækka sendiráðum íslands erlendis, en það getur naumast komið til framkvæmda fyrr en um næstu áramót og myndi því ekki spara útgjöld á þessu ári svo neinu næmi. Bæði þetta og ýms önnur atriði er nauðsynlegt að undirbúa í sambandi við samningu næstu fjárlaga. Varðandi fjárfesting- una er og þess að gæta, að ýms- ir hinna veigamestu fjárfest- ingarliða eru óskertir eða jafnvel hækkaðir og á hinn bóginn nauð- synlegt að hafa í huga, að of mikil fjárfesting er talin ein af meinsemdum efnahagskerfisins og m. a. taki ríkissjóður of mikið fé frá almenningi til opinberrar fjárfestingar. Er hér sem á öðr- um sviðum vandratað meðal- hófið. í ræðu minni við 1. umræðu fjárlaga í haust fann ég að því, að ekki skyldi hafa þótt ómaks- ins vert að gera sér grein fyrir því í sambandi við ríkisbúskap- inn, hver mætti vera árleg hækkun fjárlaga til þess að ekki þyrfti árlega að hækka skatta, ef gengið væri út frá því að jafn- vægi væri náð, þannig að kaup og verðlag væri óbreytt að mestu frá ári til árs. Hér er um mjög veigamikið atriði að ræða, sem láðst hefir að athuga vegna verð- bólguþróunarinnar. Nú hefir þessi athugun verið gerð á út- gjaldahlið fjárlaga síðustu fimm árin og fæst þá sú eftirtektar- verða niðurstaða, að meðalhækk- un ríkisútgjalda ,umfram hækk- anir vegna dýrtíðar, nema tæpum 10% á ári. Því miður hefi ég ekki enn fengið í hendur niður- stöður varðandi meðalhækkun tekna ríkissjóðs umfram áhrif verðbólgunnar, en mér er nær að halda, að tekjuhækkunin, mið- ið við óbreytta tekjustofna, geti ekki verið svona mikil. Hér er um mjög mikilvægt grundvallar- atriði að ræða, sem raunverulega er óumflýjanlegt að hafa hliðsjón af við undirbúning fjárlaga hverju sinni. Eins og ég áður gat um, nema sparnaðartillögur okkar í 1. minnihl. nefndarinnar rúmum 49.2 millj. kr. Kemur þá til at- hugunar hver önnur úrræði séu til að brúa hið breiða bil tekna og gjalda. Óhæfileg skattlagning leiðrétt Það var háttur hæstv. fyrrv. fjármálaráðherra að áætla jafn- an tekjur ríkissjóðs það varlega, að góðar horfur væru á ríflegum greiðsluafgangi. Út af fyrir sig eru það góðir búskaparhættir, en á því búskaparlagi eru þó ýmsir annmarkar. Augljóst er, að mjög rúm tekjuáætlun dregur úr að- haldi fyrir fjármálaráðherra og má sjá þess merki á mörgum sviðum á undanförnum árum. Hitt er þó ef til vill verra, þegar þessari löngun til að hafa jafnan miklar umframtekjur verður að mæta með álögum á almenning, svo sem verið hefur þrjú undan- farin ár, og þessar álögur verða svo aftur til að magna þann vanda, sem við er að glíma. Á sl. ári varð nær 50 millj. kr. greiðsluafgangur hjá ríkissjóði. Lagt er til, að 25 millj. kr. af þessum greiðsluafgangi verði var ið til þess að mæta útgjaldaþörf ríkissjóðs á þessu ári. Fyrrv. fjármálaráðherra lét svo um mælt á þingi fyrr í vetur, að slík ráðstöfun greiðsluafgangs- ins væri óhæfileg, þvi að þann- ig væri þessum sjóði hans „kast- að í dýrtíðarhítina". Þessi greiðsluafgangur er fenginn á þann hátt, að lagðar voru á þjóð- ina með bjargráðunum 50 millj. kr. hærri álögur en þörf var á. Með þeim ráðstöfunum var dýr- tíðin mögnuð, þannig að ný verð- bólgualda var að skella yfir, þeg- ar þessi virðulegi ráðherra varð að gefast upp við stjórn fjármál- anna. Er hægt að hugsa sér skyn- samlegri ráðstöfun en að verja hluta en að verja hluta þessara ofteknu skatta til þess að koma nú í veg fyrir nýjar álögur og reyna þannig að sporna gegn því, að dýrtíðarflóð það, sem Fram- sóknarflokkurinn magnaði, en gafst síðan upp fyrir, verði til þess að drekkja þjóðinni. Þeir, sem flóðinu hafa valdið, ættu að minnsta kosti að láta sem minnst á sér bera. Enn hefir ekkert verið greitt af tollum eða öðrum opinberum gjöldum vegna byggingar hins nýja orkuvers við Sog. Stjórn Sogsvirkjunarinnar og hæstv. fyrrv. fjármálaráðherra höfðu tekið upp samninga við Seðla- bankann um útboð sérstaks inn- anríkisláns Sogsvirkjunarinnar til þess að afla allt að 30 millj. kr. til að greiða upp í þessi gjöld, en þau munu verða töluvert hærri. Frumvarp um þetta efni lagði síðan fyrrv. fjármálaráð- herra fyrir Alþingi og má gera ráð fyrir, að það verði sam- þykkt og Seðlabankinn tryggi sölu bréfa, er nemi áðurnefndri upphæð. Með þessum tekjum er ekki reiknað í áætlun þeirri, sem gerð hefir verið um tekjur ríkis- sjóðs á þessu ári, og er því lagt til, að þessi tekjuauki verði áætl- aður undir sérstökum lið í 2. gr. frumv. Umframgreiðslur verður að takmarka Tekjur ríkissjóðs árið 1958 urðu alls 895.5 millj. kr. samkvæmt bráðabirgðauppgjöri, sem nú liggur fyrir. I fjárlagafrv. eru tekjurnar áætlaðar 897.9 millj. Með efnahagsmálalöggjöfinni á sl. ári bættust ríkissjóði miklar tekjur. Sú gjaldahækkun kom hins vegar ekki til framkvæmda fyrr en fimm mánuðir voru liðn- ir af árinu. Gerð hefir nú verið mjög ítarleg áætlun um væntan- legar tekjur ríkissjóðs á þessu ári, byggð á rækilegri athugun á öllum aðstæðum. Samkvæmt þeirri áætlun er reiknað með því, að tekjur ríkissjóðs á árinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.