Morgunblaðið - 21.04.1959, Qupperneq 23
Þriðjudagur 21. apríl 1959
23
MORCU1VBLAÐ1Ð
Þetta eru norsku skipbrotsmennirnir af selveið aranum Selfisken, sem fórst í ísnum miðja vega
milli Grænlands og Jan Mayen 7. apríl. Er myndin tekin af mönnunum er þeir komu hing-
að síðdegis á laugardaginn norðan frá Akureyri, og er fremsti maðurinn á myndinni Kaare
Pedersen skipstjóri. Hann sagði að skip sitt hefði brotnað í spón, líkast því sem það hefði verið
eldspýtustokkur, er ís lagðist að skipinu að báðum hliðum þess.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem heiðruðu mig
með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á
' ttræðisELfmæli mínu 10. þ.m.
Guð blessi ykkur öll.
Júlianna Jónsdóttir, Blönduhlíð 6.
Innilega þakka ég heimsóknir, heillaskeyti, gjafir og
stórmannlega veizlu Keldna hióna á 60 ára afmæli mínu
18. apríl.
Guðmundur Skúlason
Innilegar þakkir færi ég öllum, sem minntust mín með
heimsóknum, viðtölum, skeytum og gjöfum á 70 ára
afmæli mínu 10. apríl 1959.
Halldór Guðmundsson, Æðey
Maðurinn minn
kristjAn fr. jónsson
frá Bræðraborg, Seyðisfirði,
andaðist í St. Josefsspítala Hafnarfirði, laugardaginn
18. apríl.
Fyrir mína hönd og barna okkar.
Guðrún Arnþórsdóttir
Eiginkona mín, dóttir og stjúpdóttir
IÐA NIKULÁSDÓTTIR
verði 981.5 millj. kr. Hefir þá
verið fellt niður 20 millj. kr.
framlag útflutningssjóðs til
ríkissjóðs, en á móti kemur tekju-
auki vegna nýlegra vferðhækkana
áfengis og tóbaks, sem er áætl-
aður 25 millj. kr.
Nú hefir það að vísu verið
venjan undanfarin ár að áætla
tekjur ríkissjóðs í fjárlögum það
lágt, að fjármálaráðherra gæti
haft allrúmar hendur um um-
framgreiðslur. Þann hátt er ekki
hægt að hafa nú, þegar verið er
að forðast nýjar skattálögur. Er
því lagt til, að tekjurnar verði
áætlaðar 966.5 millj. kr. og er
það 68.6 millj. kr. hækkun frá
frumv.
Vafalaust mun því verða hald-
ið fram af talsmönnum fyrrv.
hæstv. fjármálaráðherra, að það
nái ekki nokkurri átt að áætla
aðeins 15 millj. kr. til að mæta
umframgreiðslum. Þetta er vissu-
lega lítil fjárhæð, miðað við
umframeyðsluna undanfarin ár,
en ætlunin er líka sú, að mikið
hóf verði haft á þeim greiðslum,
og þær því aðeins inntar af
hendi, að óumflýjanlegt sé.
Um innflutningsáætlun þá,
sem tekjuáætlunin er byggð á,
er það að segja, að hún er miðuð
við 1.094 millj. kr. útflutning.
Útflutningur 1958 varð 1069
millj. kr., en að auki varð birgða-
aukning, sem nam 70 millj. kr.
Miðað við það, að síldveiði verði
svipuð og í fyrra og vetrarvertíð
bregðist ekki, telur efnahagsmála
ráðunautur ríkisstjórnarinnar, að
gera megi ráð fyrir, að útflutn-
ingur í ár geti numið allt að
1140 millj. kr. Ljóst er, að vetrar-
vertíð ætlar jafnvel að verða
betri nú en í fyrra, og virðist
þessi áætlun því ekki óvarleg.
Innflutningsáætlunin er hins
vegar höfð það varleg, að miðað
er við gjaldeyristekjur lítið eitt
hærri en meðaltalstekjur tveggja
síðustu ára, en árið 1957 var all-
miklu lakara en árið 1958, sem
er okkar bezta tekjuár. Er miðað
við, að reynt verði að greiða á
árinu þann 100 millj. kr. gjald-
eyrisyfirdrátt við útlönd, sem
var um síðustu áramót. Er því
hér um mjög raunhæfa áætlun
að ræða.
Samkvæmt öllum þessum til-
lögum okkar í 1. minnihl. nefnd-
arinnar skortir því aðeins nú
tæpar 10 millj. kr. til þess að
auðið sé að brúa hið breiða bil
gjalda og tekna, án þess að
hækka þurfi hina almennu
skatta og tolla á þjóðinni. Munu
við 3. umr. frv. gerðar tillögur
um hversu sá vandi verði leystur,
þannig að auðið verði að af-
greiða fjárlög greiðsluhallalaus.
Varnargarður gegn dýrtíðar-
flóði.
Eins og ég áður gat um, er
með þessari afgreiðslu fjárlaga
og efnahagsráðstöfunum um sl.
áramót reynt að byggja lífsnauð-
synlegan varnargarð gegn því
verðbólguflóði, sem fyrrv. hæstv.
forsætisráðherra sagði að væri að
steypast yfir þjóðina, þegar
hann gafst upp í baráttunni fyr-
ir síðustu áramót. Takist þessar
stöðvunarráðstafanir, þá er
grundvöllur fenginn undir frek-
ari aðgerðir, sem nauðsynlegar
eru til þess að koma á jafnvægi
í fjármálum og efnahagsmálum
þjóðarinnar. Við verðum að gera
okkur ljósa grein fyrir því, að
enn erum við á gjárbarminum
og verðum því að gæta okkar
vel.
Ef undan er skilið, hversu vel
var séð fyrir ríkissjóði með
„bjargráðunum“ svokölluðu í
fyrra, hefir efnahagsmálaráðu-
nautur ríkisstjórnarinnar tjáð
fjárveitinganefnd, að ljóst hafi
verið þá þegar, að rekstur út-
flutningssjóðs gæti því aðeins
staðizt, að gjalaeyristekjur væru
mjög háar og notkun erlends láns
fjár mikil og þar af leiðandi
hægt að halda uppi miklum inn-
flutningi hátollavöru. Árið 1958
er langhagstæðasta tekjuár okk-
ar. Engu að síður var þá auk
mjög mikils erlends lánsfjár eytt
öllum gjaldeyristekjunum og er-
lendar lausaskuldir um sl. ára-
mót 100 millj. kr. Því er ekki
að leyna, að enn er djarft spilað,
þótt að vísu sé nú reiknað með
að reyna að grynna á lausaskuld-
unum. Leggja verður áherzlu á
að koma skipan efnahagsmálanna
í það horf, að hægt sé í fram-
tíðinni að eiga einhvern gjald-
eyrisvarasjóð, því að fjarstætt er
að treysta því, að alltaf verði
góðæri. Áður en fyrrverandi rík-
isstjórn fór frá völdum hafði
hún lagt drög fyrir að fá nýtt
gjaldeyrislán í Bandaríkjunum.
Voru allar áætlanir um afkomu
ríkissjóðs og útflutningssjóðs á
þessu ári við það miðaðar, að
þetta lán fengist. Er því í öllum
þeim áætlunum, sem nú eru lagð-
ar til grundvallar fjárlagaaf-
greiðslunni reiknað með að svo
verði og byggt á upplýsingum
ríkisstjórnarinnar um það efni.
Er ætlunin að verja lánsfé þessu
til raforkuframkvæmda, hafnar-
framkvæmdá og til þess að leysa
fjárhagsörðugleika stofnlána-
sjóða landbúnaðar og sjávarút-
vegs. Því er hins vegar ekki að
leyna, að erlend skuldasöfnun á
undanförnum árum hefir verið
svo mikil, að varlega verður að
fara í frekari erlendar lántökur.
Afborganir og vextir af erlend-
um lánum verða nær 130 millj.,
kr. á þessu ári og erlendar skuld-
ir þjóðarinnar hlutfallslega hærri
en í flestum öðrum löndum og er
nú hlutfallið að verða svipað og
fyrir 1940, þótt aðstaða landsins
til að standa undir skuldunum
sé raunar miklu betri nú.
Segja verður þjóðinni
sannleikann.
Þá má heldur ekki loka augum
fyrir því, að dýrtíðarvandamálið
er ekki leyst, þótt visitölu sé
haldið niðri með stórfelldum
fjárframlögum, heldur er hér að-
eins um óhjákvæmilega neyðar-
ráðstöfun að ræða til að forða
frá því, sem verra er.
Allar þessar staðreyndir, sem
ég hefi hér dregið fram, er nauð-
synlegt ,að þjóðin íhugi rækilega.
Það er kominn tími til að segja
þjóðinni umbúðalaust sannleik-
ann, því að vandamál efnahags-
lífsins verða ekki leyst nema
þjóðin öll geri sér grein fyrir
eðli vandamálanna og sætti sig
við þær ráðstafanir, sem óum-
flýjanlegar eru. Það getur tekið
langan tíma að koma á jafnvægi
í fjárhagsmálunum, ef nauðsyn-
legar ráðstafanir eiga ekki að
valda tilfinnanlegri kjaraskerð-
ingu, en þetta jafnvægi verður
að nást til þess að fjármálaþró-
unnin í landinu geti verið með
eðlilegum hætti. Það er engin
ástæða til svartsýni, því að fram-
leiðslumöguleikar þjóðarinnar
eru miklir og vaxandi. Ef kostað
er kapps um að hagnýta sem bezt
auðlindir landsins og hafsins um-
hverfis það, á þjóðin örugglega
að geta búið við góða afkomu —
ef hún ekki lætur villa sér sýn j
um eðli þeirra vandamála, sem
hún á nú við að glíma, og nægi-
leg samstaða fæst um skynsam-
lega lausn þessara vandamála.
Einn þáttur þess vanda er af-
greiðsla þess fjárlagafrv., sem
hér liggur nú fyrir til 2. umr.
Eg hefi nú, herra forseti, gert |
grein fyrir þeim röksemdum, sem
tillögur okkar í 1. minnihl.'
nefndarinnar byggjast á og leyfi
mér að vænta þess, að háttvirtir
alþingismenn geti á þær fallizt.
Grænuhlíð, Reyðarfirði,
lézt í Farsóttarsjúkrahúsi, Reykjavík, laugardaginn 18.
apríl s.l. Jarðarförin auglýst síðar.
Jóhann Björgvinsson,
Ragnheiður Sölvadóttir, Jóhann Halldórsson.
Móðir mín.
NIELSlNA KRISTJANSDÓTTIR
andaðist í Sjúkrahúsi Sauðárkróks þann 19. þ.m.
Kristján Jónsson, Óslandi.
Okkar hjartkæra systir, mágkona og frænka
Asta pAlína KOLBEINSDÓTTIR
andaðist á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn, laugardaginn
18. þ.m.
Hulda Sigrún Snæbjörnsdóttir, Eyjólfur Kolbeinsson
og börn •
Maðurinn minn og faðir okkar
ERNEST FRIDOLF BACKMANN (eldri)
andaðist að heimili sínu Háaleitisveg 23 19. apríl.
Jónína Helgadóttir og bÖrn
Móðir okkar
VILBORG ÓLAFSDÓTTIR
lézt að Héraðshælinu á Blönduósi 18. þ.m. Jarðarförin
verður auglýst síðar.
Þórhildur Sveinsdóttir, Torfi Sveinsson
Jarðarför móður minnar
INGUNNAR BJÖRNSDÓTTUR
Ljótarstöðum Austur-Landeyjum,
fer fram miðvikudagin 22. þ.m. kl. 1 e.h. Jarðað verður
að Krossi.
Arsæll Jóhannsson
Bróðir okkar
ÓLAFUR A. GUÐJÓNSSON
sem lézt 13. þ.m. verður jarðsunginn frá Fosvogskirkju
á morgun 22. þ.m. kl. 1,30.
Guðbjörg Guðjónsdóttir og bræður
Stykkishólmur
STYKKISHÓLMI, 18. apríl. —
Afli Stykkishólmsbáta var nokk-
uð jafn í gær, frá 10—14 lestir. '
Fiskurinn var tveggja nátta. —■
Einn báturinn fékk 2 lestir, en1
hann tapaði 10 netjum og gat því
ekki dregið þau. Ánnars hefur
verið heldur kalsasamt leiðinda- !
veður, og erfitt um alla netja-!
veiði, en nú í dag er hér gott i
veður og allir bátar á sjó. —Arni.
Innilegt þaklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
KRISTÓFERS HELGASONAR
frá Heggsstöðum
Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði
Bæjarspitalans, hjúkrun og aðhlynningu í veikindum
hans.
Aðstandendur