Morgunblaðið - 26.04.1959, Síða 2

Morgunblaðið - 26.04.1959, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnildagur 26. apríl 1959 - Vegur Alþingis Framh. af bls. 1. hlutfallskosningum. En Fram- sókn var ekki til viðræðu um þetta. Síðan ætluðu vinstri-flokkarn- ir þrír, „að víkja Sjálfstæðis- flokknum til hliðar“ í þessu máli sem öðrum og ákveða sín á milli um lausn kjördæmamálsins. En nú höfum við heyrt í útvarpsum- ræðum skýrslu um það, hvers- vegna það fór út um þúfur. Þar strandaði líka allt á Framsókn, sem var ófáanleg til að semja um nokkra lausn. Hún vildi að- eins draga málið á langinn. Bjarni ræddi um þau ummæli Framsóknarmanna, að með af- greiðslu kjördæmamálsins væri verið að svíkjast aftan að kjós- endum, þvi að ekki hefði verið greidd atkvæði um þetta mál í síðustu kosningum. Þessa ásökun taldi Bjarni eins og hverja aðra firru, því að samkvæmt lands- löngum á nú að rjúfa þing og bera einmitt þessa breytingu undir kjósendur. Framsókn gerði umbætur nú óhjákvæmilegar Síðan vék Bjarni Benediktsson að því hver væri í rauninni f rum- orsök þess að kjördæmamálið er núna borið fram á Alþingi. Eng- ir ættu meiri þátt í því, en ein- mitt Framsóknarmenn, sem beittu sér fyrir því að Hræðslu- bandálagið var stofnað til kosn- ingaklækja við síðustu kosning- ar. Það var alveg ljóst, að það bandalag hlaut að leiða til þess, að stjórnarskrármálið allt yrði tekið upp til nýrrar athugunar. Bjarni kvað það athyglisvert, að nú sendu Framsóknarmenn Alþýðuflokknum tóninn fyrir að slíta þessu bandalagi og segja að hann hefði átt að sýna Fram- sókn meiri þægð og þakklæti. En það hefur komið fram, að það var einmitt útilokað fyrir Al- þýðuflokkinn að eiga allt sitt Sigurjón Jónsson fimmtugur í dag Sigurjón Jónsson járnsmiður er fimmtugur í dag. Hann hefur um áratuga skeið starfað mikið í félagsmálum og á fjölmennan hóp vina, sem í dag munu senda honum hlýjar kveðjur. Um langt árabil var Sigurjón einn af forystumönnum járn- smiða í Reykjavík og m.a. for- maður félagsskapar þeirra. Hann hefur unnið að fram- gangi íþróttamála, einkum knatt spyrnunnar. Var hann um skeið formaður KSÍ æðsta ráðs um knattspyrnumál á íslandi. í röð- um iþróttamanna er Siguirjón vinsæll maður og vel látinn og ná þær vinsældir langt út fyrir rað- ir hans félags, „hins gamla góða KR“. undir jafn hæpnu bandalagi. Og sá húsbóndaréttur, sem Fram- sókn tók sér yfir Alþýðuflokkn- um gerði enn sjálfsagðara að gangskör yrði nú gerð að þess- um breytingum. Ræðumaður benti einnig á það, að Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalagið ættu mikið undir því að úthlutun uppbótarsæta væri gerð rétt- látlega. Það væri því eðlilegt að þessir flokkar vildu tryggja að þvílíkt misferli í sambandi við úthlutun uppbótarþingsæta gæti ekki komið fyrir aftur, sem gerð- ist við síðustu kosningar. Það er því óumdeilanlegt, að Framsókn getur fyrst og fremst þakkað sjálfri sér hvemig nú er komið. Hún átti allan kost að semja málefnalega við aðra flokka um málið og hún gerði Hræðslubandalagið, sem hlaut að leiða til þess, að málið allt yrði endurskoðað. Frambjóðendur úr litlu kjör- dæmunum. Næst vék Bjarni Benediktsson að þeim röksemdum Framsóknar, að eftir hinni nýju skipan myndu lítil kjördæmi missa þingmenn sina. Höfðu Framsóknarmenn nefnt sem helztu dæmin um þetta V-Skaftafellssýslu og N-Þingeyj- arsýslu. En við skulum athuga málið betur, sagði Bjarni. Hér sit ur sr. Sveinbjörn Högnason sem um tíma var þingmaður fæðing- arhérað síns, Vestur Skaftárfells- sýslu. Dettur nú nokkrum manni í hug að Framsóknarflökkurinn myndi bola sr. Sveihbirni út, einum helzta þingskörungi sínum, eða að hann yrði eittíhvað verri fulltrúi fæðingarsveitar sinnar, þótt hann yrði þingmaður stærra kjördæmis. Eða dettur nökkrum í hug, að Framsókn myndi láta Gísla Guð- mundsson leggja niður þing- mennsku, þennan foringja sinn, sem hún líkir við Njál á Bergþórs hvoli, þótt hann sé nú frá litlu kjördæmi. Eða yrði hann nokkuð verri fulltrúi fyrir sitt fæðingar- hérað, þótt hann yrði kosinn í stærra kjördæmi? Og alveg sama er að segja um txi. S'kúla Guð- mundsson, sem er að vísu ekki eins mikill þingskörungur og hinir tveir, engum dettur í hug að Fram sókn myndi launa honum dygga þjónustu og troða honum á bak við vegg eða að hann yrði verri full trúi sveitar sinnar við hina nýju k j ördæmaskipun Framsókn og flokkavaidið Bjarni Benediktsson sagði, að út yfir tæki þó, þegar Framsókn armenn væru að tala um hætt- una af flokksvaldi í sambandi við nýju kjördæmaskipunina. Væri vart hægt að hugsa sér meiri hræsni, heldur en þegar Fram- sókn væri að býsnast yfir flokks valdi annarra því að í sömu um- ræðum væru þeir að hæla sér af því að hafalánað Alþýðuflokkn um mörg þúsund atkvæði. Bjarni spurði, hvenær flokksvald hefði komið skýrar í Ijós en einmitt í síðustu kosningum, þegar Fram- sóknarflokkurinn „lánaði“ Al- þýðuflokknum verulegan hluta af fylgi sínu og Hermann Jónas- son beinlínis hælir sér af því að það hafi ekki verið Framsókn sem hafi brugðizt heldur Alþýðu- flokkurinn, hans atkvæði hefðu ekki komið eins vel til skila. Flokksviðjar Framsóknar e*u svo miklar, að þess eru engin dæmi, hvorki fyrr né síðar í stjórnmálasögu íslands. Þegar kjördæmamálið kemur nú á dagskrá, er aðallega um það að ræða, hvort Framsókn- arflokknum eigi að haldast uppi að misnota úrelta skipan með þeim hætti sem hann hefur gert að undanförnu, hélt Bjarni Bene- diktsson áfram. Það er Ijóst, að yfirgnæfandi meirihluti þjóðar- innar krefst þess, að á þessu verði gerð breyting. Engar tillögur eru uppi um það, að Reykjavík eigi að fá full- trúa í hlutfalli við mannfjölda, en það er ekki hægt að bæta ofan á misjafnt hlutfall, að kosning sé með sitt hvoru mótinu þar sem Framsókn hefur meirihluta og þar sem hún hefur minnihluta. Breyttir þjóðhættir Bjarni Benediktsson benti á það í ræðu sinni, að gerbreyting hefði orðið á samgönguháttum á síðustu áratugum. Nú væri fljót- legra fyrir frambjóðanda að fara um allt stóra kjördæmið frá Eyja firði til Langaness, heldur en ver- ið hefði fyrir 30 árum að fara um Norður Þingeyjarsýslu eina frá Kelduhverfi til Langaness. Fólkið hefur líka verið að leita eftir stærri félagsheildum, eins og glöggt hefur komið fram í fjórðungahreyfingu Austfirðinga og Norðlendinga. Þetta kvað Bjarni eðlilegt, því að ýmsar fram kvæmdir, sem héruðin þyrftu að gera væru orðnar óframkvæman- legar nema með samtökum og sam starfi fleiri héraða. Þannig væri t. d. í raiforkumálunum. Nú þýddi ekki að leysa þau eins og Eysteinn hefði gert með Grímsárvinkjun- inni Þar hefði þunft stærra átak og samtök alls Austurlands. Sama væri að segja um nýtízku vegi, og skólabyggingar, sem ékki væri hægt að binda við sýsluskiptingu, heldur yrði að fara eftir því sem nú hentar. Nú eru komnir nýir viðskipta- hættir, samgönguhættir og þjóð- hættir, sem krefjast sterkari sam taka, fremur en að menn bindi sig við skatthéraðaskiptingu Danakonunga. Bjarni Benediktsson vék að ein stökum ræðum, sem haldnar höfðu verið. Hann sagði, að ræða sú, sem Eiríkur Þorsteinsson hefði flutt fyrr um daginn væri furðu- legt og merkilegt plagg og yrði lengi vitnað til hennar, sem slíkr- ar í málflutningi á Alþingi. Sama væri að segja um ýmis atriði í ræðu Skúla Guðmundssonar, þar sem hann var að tala um að strjál býlinu hefði verið rétt bróður- hönd með því að lækka framlög til rafvæðingarinnar um 10 millj. Þetta kvað Bjarni einstakt dæmi um ómerkilegan málflutn- ing, því að Skúla Guðmundssyni hefði verið fullkunnugt um, er hann mælti þessi orð, að það á að taka lán sem þessari upphæð nem ur en ekki að draga úr fram- kvæmdum. Þessi breyting var nauðsynleg vegna þess að ríkis- sjóður er nú hrapallega staddur eftir viðskilnað Eysteins Jónsson ar. Hættan á valdamissi Alþingis. Með þessu frv. er ekki hallað á fólkið í strjálbýlinu. Ef nokkrir hafa ástæðu til að kvarta eru það íbúar þéttbýlisins og þá einkum Reykjavíkur. Þeir eru vissulega jafngóðir íslendingar og aðrir. Þjóðin er öll ein heild. Reykvík- ingar vilja una því að kjósa hlut fallslega færri þingmenn en aðr ir, ef kosningaraðferðin er hvar- vetna hin sama, svo að magnað ranglæti skapizt ekki. Að lokum sagði Bjarni Bene- diktsson: — Hermann Jónasson hældi sér af því á s. 1. hausti, að V-stjórnin hefði vikið Sjálfstæð- isflokknum, nær helmingi þjóð- arinnar til hliðar í íslenzku þjóð lífi. En menn ættu að taka eftir því, að ef víkja ætti helmingi þjóðarinnar til hliðar, er hætt við að Alþingi fslendinga hætti að vera úrslitaaðili í íslenzkum stjórnmálum. Þá er líklegra að aðrir aðiljar, svo sem allskonar félagasamtök hrifsi til sín völd in. Og upp á síðkastið hefur ískyggilega sótt í þessa átt, að aðrir aðiljar hafi viljað taka til sín vald Alþingis. Þetta stafar m. a. af því, að Alþingi hefur ekki verið rétt mynd af þjóðar- viljanum. Myndin hefur verið stórlega skekkt, ekki til hags- bóta fyrir strjálbýlið, heldur fyrst og fremst til hags tilteknum ævin týramönnum í hópi islenzkra stjórnmálamanna. Það er þessi skekking á þjóðarviljanum, sem hefur valdið miklu um hættuna á því að Alþingi missi úr höndum sér stjórn þjóðmálanna. En með frumvarpínu um breyt- ingu á kjördæmaskipuninni, er vegur Alþingis réttur við með Nýstárlegir tónleikar V E G N A sextugsafmælis Jóns Leifs 1. maí næstkomandi, kaus aðalfundur Tónskáldafélags fs- lands á seinasta ári undirbúnings nefnd til að athuga og sjá um framkvæmd hátíðahalda og hljómleika í sambandi við afmæl ið. í nefndina voru kjörnir þeir Skúli Halldórsson, sem er for- maður nefndarinnar, Páll ísólfs- son og Sigurður Þórðarson. Verk- in eftir Jón Leifs eru, sem kunn- ugt er, mörg erfið til flutnings og heimta oft mannmargar hljóm sveitir og söngflokka. Fyrir forgöngu Ragnars Jóns- sonar, forstjóra, tóku síðan Rík- isútvarpið og Sinfóníuhljómsveit in höndum saman um að halda hljómsveitar- og kórtónleika með verkum tónskáldsins 30. þ.m. ásamt hófi honum til heiðurs, en Tónlistarfélagið hyggst að efna til sérstakra kammertón- leika síðar. Jón Leifs hefir fallizt á að stjórna nú sjálfur nokkrum hljómsveitarverkum eftir sig, bæði áður kunnum tónverkum og vinsælum og einnig nýstár- legu verki, sem aldrei hefir heyrzt hér fyrr. Dr. Hallgrímur Helgason tók og til óspilltra málanna við að æfa veigamikið ókunnugt kór- verk eftir Jón Leifs, og mun dr. Hallgrímur stjórna þessu verki með hljómsveitinni í lok hljóm- leikanna, en til þess hefir hann þegar æft um fimmtíu sinnum stóran söngflokk með Söngfélagi verkalýðssamtakanna og félögum úr Samkór Reykjavíkur. því að gera það að réttri og sannri mynd þjóðarviljans. Eysteinn segir gæzlumenn í hverju húsi Að lokinni ræðu Bjama Bene- diktssonar, tók til máls Eysteinn Jónson, fyrri þingmaður Sunnmýl- inga Fyrst talaði hann um það, að flutningsmenn frumvarpsins sýndu Alþingi áberandi virðingarleysi með þvi að vera fjarverandi úr þingsalnum meðan slfkt stórmál væri rætt. Fylgismenn þríflokik- anna sem bera frumvarpið fram hefðu varla látið sjá sig á þing- bekkjum við þessar umræður. Eysteinn kvaðst vilja minna á aðaltillögu Framsóknar, að fresta þessu máli í eitt ár til þess að stjómarskrárnefnd gæti tekið mál ið thl atíhugunar. Hann sagði, að Framsóknarmönnum. þætti líka sérstaklega eðlilegt, að um þetta mál yrði fjallað á sérstöku stjóm lagaþingi. Ástæðan til þess væri sú, að fjöldi fólks sem kosið heifði þrífloikkana væri þeim alveg ó- sammála í kjördæmamálinu. Þá sagði Eysteinn, að þríflokfc- amir ætluðu að nota fiokksböndin til að fá flokksfólk til að kjósa með þessu. Þeir töluðu urn það hér á Alþingi, að fólki myndi gefast tækifæri til að kjósa ur.i þetta mál í næstu þingkosningum. Hins- vegar myndu þeir segja annað, þegar út í kosningabaráttuna væri komið, þá ættu kosningarnar að fjalla um allt annað en kjördæma málið. , Eysteinn Jónsson talaði mjög um það, að með þessu frumvarpi væri verið að styrkja flokksvaldið Sagði hann í því sambandi, að hvergi væri flobksvaldið sterkara. en einmitt í hlutfallskjördæminu Reykjavík. Þar léti nærri að Sjálf- stæðisflobkurinn hefði pólitíska gæzlumenn um hvert einasta hús. Og flokksvaldið í Reykjavík byggð ist á valdi um 100 fyrirtækja. Ræðu Eysteins lauk rétt fyrir miðnætti og var fundi þá frestað. — Framboð Framh. af bls. 1. á síldarverkun, ennfremur til- raunum með bættar síldveiðiað- ferðir. Þá hefir Vésteinn gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, verið í hreppsnefnd og skattanefnd Arnarnesshrepps frá 1946 og hreppstjóri nú um nokkurt árabil. Þorgils Gunnlaugsson bóndi að Sökku í Svarfaðardal er ungur maður, fæddur 6. janúar 1932, sonur hjónanna Rósu Þorgilsdótt- ur og Gunnlaugs Gíslasonar bónda í Sökku. Þorgils stundaði nóm í Búnaðarskólanum á Hvann eyri og lauk búfræðikandidats- prófi frá framhaldsdeildinni þar. Hann hefir síðan stundað búskap á ættleifð sinni með föður sín- um. Þorgils er glæsilegur fulltrúi unga fólksins í sveitum Eyjafjarð ar, og fagna Sjálfstæðismenn því að hafa hann sem fulltrúa á lista sínum. — vig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.