Morgunblaðið - 26.04.1959, Side 3

Morgunblaðið - 26.04.1959, Side 3
Sunnudagur 26. apríl 1959 MORGUNBLAÐIÐ 3 Úr verinu --Eftir Einar Sigurðsson- Togararnir Síðasta hálfan mánuð hefur tíð in skipzts í tvö horn. Fyrri vikan var erfið til sjávarins, austan- og norðaustanátt og oft mjög hvasst, svo áð ekki var einu sinni togveð- ur hér út af Flóanum. Síðari vik- an var hins vegar einstök hvað gæftir snerti, blíðuveður svo að segja hvern dag. Fyrri vikuna voru skipin eins og áður aðallega á 3 stöðum, Sel- vogsbanka, fyrir Vestfjörðum og við Austur-Grænland. En síðari vikuna fóru skipin að færa sig af Selvogsbankanum ýmisi vest- ur eða til Grænlands. í vetur hefur aldrei verið afli neitt að ráði á Selvogsbankan- um, og nú er þar ekkert að hafa í troll. Hins vegar fengu margir togarar góða glefsu v.n.v. af Garðskaga, en fljótt dreif þar að mikill fjöldi togara, og þá var þetta búið. Við Austur-Grænland hefur verið góður afli, en þó misjafn. Aflinn þar er nær eingöngu þorskur. Heldur tregt hefur ver- ið fyrir vestan. rýrt hjá minni bátunum, sem hafa haldið sig grynnra. Fiskurinn er smár miðað við það, sem menn eiga að venjast, þegar um netjafisk er að ræða, er hann líkastur venjulegum línufiski. Fara 150—160 fiskar í lestina ósl. sumir ágætan, eða 700—1000 lest- ir, þeir hæstu. Handfærabátarnir öfluðu yfir- leitt lítið í vikunni, en þó voru alltaf nokkrir með sæmilegan afla, komust upp í 10—12 lestir yfir daginn. Um 80 netabátar stunda nú veið ar og 30 handfærabátar auk að- komubáta, sem landa fiski dag og dag. Lifrarsamlag Vestmannaeyja hafði fram að gærdeginum tekið á móti 3361 lest af lifur á móti 2976 lestum í fyrra. Er það 385 lestum meira nú og svarar það til að nú séu komnar á land við 5000 lestir meira af fiski en á sama Fisklandanir sl. hálfan mánuð: Skúli Magnússon 156 t. 20 d. saltfiskur 93 - Þorkell máni 33 - 9 - saltfiskur 47 - Marz 242 - 9 - Egill Skallagrímsson 227 - 12 - Jón forseti 287 - 11 - Fylkir 146 - 13 - Pétur Halldórsson 90- 12 - saltfiskur 19 - Úranus 216 - 14 - Ing. Arnarson 140 - 13 - saltfiskur 45 - Hvalfell 137 - 10 - Geir 178- 8 - Neptúnus 228 - 12 - Karlsefni 228 - 12 - Hallveig Fróðadóttir 242 - 12 - Þorsteinn Ingólfsson 7 - 12 - saltfiskur 87 - Marz 130- 7 - Askur 306 - 13 - Að undanförnu hafa bátasjómmenn getað landað miklum afla. Reykjavík Góðar gæftir voru síðustu viku þar til á föstudag, að hann gekk í hvassa norðaustanátt. Gekk þá netjabátunum illa að draga, og komu sumir með lítinn sem eng an afla. f gær var almenn land- lega vegna n. a. storms. Afli hefur verið mjög misjafn. Hjá minni bátunum mjög tregur, algengast 4—6 lestir, þótt ein- staka bátur hafi fengið meira róður og róður. Stærri bátarnir hafa hins vegar yfirleitt fiskað ágætlega og nokkrir fádæmavel. Hjá þeim hefur aflinn leikið á 20—60 lestum. Aflahæstu bátarnir eru: Hafþór ......... 806 t. sl. og ósl. Helga .......... 708 -----— Guðm. Þórðarson 660 -----— Smálestatalan gefur ekki alveg rétta mynd af aflamagninu, þvi að bátarnir eru með misjafnlega mikið af sl. fiski. Sjómenn segja nú mikið meira af svilfiski í aflanum en áður. Stærri bátarnir hafa verið mest út í kanti sem kallað er á Eld- eyjarbankanum. 2 bátar eru komnir vestur undir Jökul og hafa fengið þar sæmilegan afla. Á vorin hafa menn oft lengt netjavertíðina með því að færa sig þangað, því að fiskur gengur þar oftast um mánaðamótin apríl, maí. Keflavík Ágæt sjóveður voru fram á föstudag, en þá hvessti hann upp á norðan, og gátu bátar lítið dreg ið, og fór aflinn eftir því. Algjör landlega var í gær. Afli var góður fram að föstu- degi og þó sérstaklega framan af vikunni. Á mánudaginn kom- ust t.d. 3 bátar yfir 50 lestir hver En aflinn hefur verið mjög mis- jafn, sérstaklega hefur verið 3 bátar róa með línu og afla sæmilega, algengast 6—10 lestir í róðri, og hefur aflinn komizt upp í 12—13 lestir. Nokkrar trillur, sem stunda handfæraveiðar, hafa aflað sæmi lega, þegar gott hefur verið. Hæsti bátur er Ólafur Magnús- son með tæpar 700 lestir. Akranes Afli hefur verið mjög misjafn síðustu viku, yfirleitt góður. Framan af vikunni var meðalafl inn daglega oft við 15 lestir. Stærsti róðurinn í vikunni var á mánudaginn hjá Sigrúnu, 37 Vz lest. En margir hafa líka orðið út úr því. Á föstudaginn var lítill afli, ekki nema 4 lestir að meðaltali á bát, enda slæmt sjóveður. 7 bátar voru á sjó í gær, voru það bátar, sem voru komnir með net sín vestur undir Jökul. 3 aflahæstu bátarnir. Sigrún ...... 806 1. ósl. Sigurvon .... 732 - — Sæfari ...... 634 - — Handfærabátar afla ágætlega, þegar gefur. Eru þeir nú orðnir 35 talsins. Auðbjörg, sem er við síldar- merkingar, hefur komið þrisvar inn, eitt skiptið með 20 tunnur og tvö skipti með 6 tunnur. Hafa þeir nú merkt 3000 síldar. Eru þeir með 3 tegundir af netum, stórriðin norðanlandsnet, nælon- net og venjuleg Faxaflóa-hamp- net. Hefur staðið bezt í nælon- ■netunum. Síldin er stór, en horuð. Jakob Jakobsson fiskifræðing- ur stjórnar þessum rannsóknum. Vestmannaeyjar Róið var hvern dag vikunnar, og fór saman góð tíð og mikill afli. Fyrstu 3 daga vikunnar var landburður af fiski, komst dags- aflinn upp í 1900 lestir. Á fimmtu daginnn dró úr aflanum og var síðari hluta vikunnar 700—900 lestir á dag. Er nú méirihluti netabátanna kominn með sæmilegan afla og tíma í fyrra. Það er þó athugandi að nokkru fleiri bátar stunda nú veiðar en í fyrra, 16 bátar hafa nú fengið yfir 700 lestir af fiski: Gullborg ......... 1030 t. ósl. Stígandi .......... 918 - — Ófeigur III........ 838 - — Sig. Pétur ........ 808 - — Reynir ............ 807 - — Gjafar ............ 798 - — Kristbjörg ........ 784 - — Kári .............. 780 - — Hannes lóðs....... 762 - — Baldur ............ 758 - — Gullfaxi NK .... 732 - — Björg SU........... 726 - — Sidon ............. 726 - — Ágústa ............ 724 - — Leó................ 716 - — Sigurfari ......... 707 - — Freðfiskinnflutningur U.S.A. 1958 1957 Kanada .. 46.000 t. 49.000 t. ísland .... .. 13.000 - 10.000 - Danmörk .. .. 4.400 - 1.400 - Noregur .. 2.800- 2.000 - V.-Þýzkal. .. 1.800- 600 - Það er eftirtektarvert, hve hlut ur íslands hefur vaxið á árinu, eða um jafnmikið (3000 tonn) og hlutur Kanada hefur dregizt sam an. Það er líka eftirtektarvert, hversu önnur lönd í Evrópu hafa aukið hlut sinn á árinu á þessum nú bezta markaði fyrir freðfisk. Boston fær nýja togara Útgerðarmenn í Boston í Banda ríkjunum hafa ákveðið að láta smíða næstu 10 árin 20 litla tog- ara. Það segir sig sjálft, hver áhrif það hefur, að allar þjóðir stækka nú fiskiskipaflota sinn, og Rússar þó mest. Fiskafli Norðmanna var um miðjan mánuðinn við 10% meiri en á sama tíma í fyrra, 88.000 lestir á móti 80.00 í fyrra. Meiri áherzla hefur í ár verið lögð á frystingu og herzlu, en dregið úr saltfiskframleiðslunni um helming. Sr. Óskar J. Þoríáksson: Sumri fagnað „Gefið gaum að liljum vallarins". (Matt:6.28). I. f DAG er fyrsti sunnudagurinn í sumri, og það er eðlilegt að á þessum helgidegi sé hugsað um sumarið og framtíðina í ljósi trú- arinnar og í trausti til Guðs ei- lífu handleiðslu. Veturinn, sem nú er liðinn, hefur flutt oss bæði blítt og strítt og í hugum margra geym- ast sárar og viðkvæmar minning- ar frá liðnum vetri, því eins og kunnugt er, var hann mikill slysavetur. En þess má einnig geta, að margir eiga líka sínar björtu minningár um veturinn og hann hefur eins og áður gefið mörgum tækifæri til þess að menntast og auðga anda sinn, og öðrum hef- ur hann flutt mikla gæfu. En það er oss öllum sameigin- legt, að þegar sumarið kemur, er sem hlýir straumar fari um sálir vor mannanna og vér finn- um, að Guð er oss nálægur í hverjum sólargeisla. Nýr orgelleikari Ragnar Björnsson efnir til fyrstu orgeltónleika sinna í Dómkirkjunni, næstkomandi mánudag og þriðjudag á vegum Tónlistarfélagsins. Ragnar Björns son lauk burtfararprófi í orgel- leik við Tónlistarskólann fyrir nokkrum árum. Síðan hefir hann að mestu helgað sig kór og hljóm- sveitarstjórn, meðal annars nú í nokkur ár verið söngstjóri karla- kórsins „Fóstbræður", og getið sér þar mjög góðan orðstír sem duglegur og nákvæmur stjórn- andi. Hann hefir einnig lagt stund á hljómsveitarstjórn bæði hér og erlendis. Nú hefir Ragn- ar snúið sér á ný að drottningu hljóðfæranna, orgelinu, og æft af miklu kappi. Mun hann á þessum tónleikum Tónlistarfélagsins ein- ungis leika verk eftir Bach: Þrjár prelúdíur og fúgur í C-dúr, G- dúr og Ed-dúr, tvo orgelkonserta, sem Bach umsamdi úr hljómsveit arkonsertum eftir Vivaldi, org- elsónötu í Es-dúr, eina af sex sónötum, sem Bach samdi handa syni sínum Friedeman. Öll eru þessi verk hins mikla meistara vel valin og stórfengleg og gera miklar kröfur til túlkunarhæfi- leika og kunnáttu orgelleikarans, Ragnar Björnsson er nú aðstoðar- orgelleikari við Dómkirkjuna. Stærri möskvar 12 aðalfiskveiðiþjóðir Atlants- hafsins hafa orðið ásáttar um, að hvers konar net verði að vera með það stórum möskvum, að minsti fiskurinn geti sloppið í gegn og fengið að vaxa, og verði hann þá vonandi veiddur seinna sem stór fiskur. Frá 1. marz í ár mega möskv- arnir ekki vera minni en 4% þumlungur, og á allra nyrsta svæðinu, sem þetta tekur til, 4 þumlungar, en svæði þetta nær frá austurströnd Bandaríkjanna austur á móts við suðurodda Framh. á bls. 22. „f sannleik, hvar sem sólin skín er sjálfur Guð að leita þín“. Sumardagurinn fyrsti var mild ur og fagur, að þessu sinni, meS hlýjum gróðrarskúrum. Það er; táknrænt fyrir vorið og sumarið, hinn blessaða gróðrartíma árs- ins, þegar allt vaknar af dvala og klæðist sínu fegursta skrúði. Þessi dagur var eins og áður há- tíðisdagur æskunnar. Skátafélögin héldu sínar guðs- þjónustur, og skrúðgöngur barn- anna settu svip sinn á þennan dag, og hinir fullorðnu urðu létt- ari í lund, þegar þeir virtu fyrir sér hinn lífsglaða barnaskara. Það er gott að nota sumardag- inn fyrsta til þess að minna böm in og unglingana á skyldur sínar við Guð og ættjörðina. Gæfa mannsins veltur á því, hvaða lífs viðhorf hann tileinkar sér, og hvernig hann hagar störfum og þjónustu sinni í lífinu. Vér viljum fí>gna sumrinu í Jesú nafni og biðja Guð að blessa sumarstörf allra, bæði yngri og eldri. II Þegar vér fögnum sumri, þá er eðlilegt, að vér hugsum um dá- semdir náttúrunnar, sem hvar- vetna blasa við oss. Himinn, jörð og haf, allt ber þetta vott um mátt og alvizku skaparans, jafn- vel hið minnsta blóm er oss hin undursamlegasta opinberun um herra lífsins. Guð allur heimur, eins í lágu og háu, er opin bók, um þig er fræðir mig, já, hvert eitt blað á blómi jarðar smáu er blað, sem margt er skrifað á um þig“. (V.B.). Já, það má vissulega lesa margt undursamlegt á blöðum náttúrunnar, og því betur sem vér lesum og athugum því meiri lotningu fyllist hugur vor fyrir skapara alheimsins. En um leið og vér virðum fyrir oss dásemdir sköpunarverksins í dýrð vors og sumars, þá hugs- um vér mannlífið, hvernig Guð hefur kallað oss í sína þjónustu, og hvernig vér getum orðið sem beztir samverkamenn hans, að skapa fegurra og betra mannlíf. Er ekki hver dagur sem vér lifum dásamleg gjöf frá hon- um? Og ef vér notum þá gjöf réttilega, þá getum vér áreiðan- lega komið mörgu góðu til veg- ar. Jesús Kristur líkti sér við ljós og birtu: „Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins.“ Á hinum björtu vor- og sum- arnóttum, sem framundan eru skulum vér hugsa um hann, sem er lifsins ljós. í samfélaginu við Krist verður birtan meiri, lífið fegurra og sumarið yndislegra. Margt af böli Ixfsins myndi hverfa, eins og klakinn þiðnar fyrir hækkandi sól, ef Krist- ur og lífsstefna hans fengi að ráða í lífi vor mannanna. Þegar ég heyri um hin mörgu vandamál fólksins, þá hugsa ég oft með sjálfum mér: „Þetta hefði aldrei þurft að vera svona, ef Kristur hefði fengið að vera með í ráðum“. En minnumst þess, að Kristur kom ekki til þess að dæma heim- inn, heldur til þess að frelsa menn ina, skapa vor og sumar og heil- aga birtu í sálum vorum. Þú, sem lest þessar línur í dag og gefur þér ef til vill svolítinn tíma til þess að hugsa um efni þeirra, minnstu þessa að þetta nýbyrjaða sumar, er gjöf Guðs til þín, og það er á þínu valdi, hvort þessi sumargjöf, verður til böls eða blessunar fyrir þig. Gleðilegt sumar!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.