Morgunblaðið - 26.04.1959, Qupperneq 12
12
Ai ORGZJNBLAÐIÐ
Sunnudagur 26. apríl 1959
TJtg.: H.f. Arvakur. Reykjavllt.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
SKUGGI VINSTRI STJÓRNARINNAR
IlNGUM viti bornum fslend-
í ingi getur blandazt hug-
ur um það, að skuggi
vinstri stjórnarinnar grúfir enn
yfir íslenzku efnahagslífi.
Þetta verður ekki hvað sízt ljóst
í sambandi við lokaafgreiðslu
fjárlaga fyrir yfirstandandi ár,
sem nú stendur yfir. Fjármál ríkis
ins voru, er vinstri stjórninhrökkl
aðist frá völdum, komin í algera
sjálfheldu. Þrátt fyrir það að
stjórnin lagði á rúmiega 1200
millj. kr. í nýjum sköttum og
tollum á almenning um leið og
hún tók 6—700 millj. kr. erlend
lán, var svo komið fyrir síðustu
áramót, að vinstri stjórnarflokk-
arnir sjálfir sáu engin úrræði til
þess að koma saman fjárlögum á
skaplegan hátt og tryggja rekstur
framleiðslutækjanna. Gjaldgeta
almennings hafði verið pínd til
hins ítrasta. Ómögulegt var að
leggja á nýja skatta svo nokkru
næmi, til þess að fleyta þjóðar-
búinu áfram yfir erfiðleikanna.
Þegar þannig var komið, gafst
stjórnin hreinlega upp, og Her-
mann Jónasson lýsti því yfir, að
ný verðbólgu-alda væri risin og
flokkar vinstri stjórnarinnar
ættu engin sameiginleg úrræði til
þess að bægja þeirri hættu frá
sem við blasti.
Eftirminnileg
gjaldþrotayfirlýsing
Þetta er vissulega eftirminni-
legasta gjaldþrotayfirlýsing, sem
nokkur íslenzkur forsætisráð-
herra hefur nokkru sinni gefið
fyrir hönd stjórnar sinnar. En
Hermann Jónasson komst þó ekki
hjá að gefa hana. Hann varð að
gefa þjóðinni einhverja skýringu
á því, hvers vegna vinstri stjórnin
gafst upp eftir 2% árs valda-
skeið. Má að því leyti segja, að
hann hafi dregið réttar ályktanir
af þeim staðreyndum, sem blöstú
við augum alþjóðar.
En á sama hátt og forsætisráð-
herra vinstri stjórnarinnar gerði
aér það ljóst, að dagar vinstri
stjórnarinnar voru taldir, vegna
getuleysis hennar og brigðmæla,
hlýtur íslenzka þjóðin í næstu
kosningum að miða afstöðu sína
við reynsluna af stjórnarstefnu
vinstri stjórnarinnar. Allur al-
menningur í landinu er þess minn
ugur, að þessi ríkisstjórn lofaði
að leysa vandamál efnahagslífs-
ins með „nýjum leiðum“ og „var-
anlegum úrræðum". Þjóðin man
það jafnframt, að í staðinn fyrir
að framkvæma þetta fyrirheit,
stýrði stjórnin þjóðarbúinu út. í
algjört fjármálaöngþveiti, hellti
yfir hana nýju verðbólguflóði,
lagði á hana sligandi skatta og
torveldaði nauðsynlega uppbygg-
ingu á mörgum sviðum.
Því má enginn íslending-
ur gleyma
Þessum staðreyndum getur
enginn fslendingur gleymt og
þeim má heldur enginn
gleyma. Kosningarnar í sumar
hljóta ekki aðeins að skera úr
um það, hvort þjóðin vill
treysta grundvöll lýðræðisins
og þingræðisins og eyða gömlu
og herfilegu misrétti, heldur
hljóta þær fyrst og fremst að
fela í sér dóm yfir vinstri
stjórninni og sýna ábyrga við-
leitni þjóðarinnar til þess að
tryggja sér heilbrigt stjórnar.
far á komandi árum.
Framsóknarmenn leggja nú
höfuðkapp á það að fá íslenzkan
almenning til þess að gleyma
gjaldþroti vinstri stjórnar Her-
manns Jónassonar. En þeim mun
ekki takast það. Vinstri stjórnin
var óvinsælasta stjórn, sem setið
hefur á fslandi. Slíkri stjórn
munu kjósendur ekki gleyma á
kjördegi. Þeir munu kveða upp
yfir henni verðugan áfellisdóm
á sama hátt og í bæjar- og sveita-
stjórnarkosningunum veturinn
1958, þegar þúsundir kjósenda
fordæmdu hið ábyrgðarlausa
brask Hermanns Jónassonar og
algjöra uppgjöf vinstri stjórnar
hans.
FÓLKIÐ A SAMEIGINLEGRA
HAGSMUNA AÐ GÆTA
ItNGUR S j álf s tæðismaður
vestur á ísafirði, Högni
' Þórðarson bæjarfulltrúi,
ritaði fyrir skömmu grein umkjör
dæmamálið í Vesturland, blað
vestfirzkra Sjálfstæðismanna.
Leggur hann þar megináherzlu á
að fólkið um land allt eigi sam-
eiginlegara hagsmuna að gæta.
Stækkun kjördæmanna skapi
aukinn samtakamátt og bætt skil-
yrði til þess að koma hagsmuna-
málum þess fram. Kemst Högni
Þórðarson m. a. að orði á þessa
leið um afstöðu fólks á Vest-
fjörðum:
„f hverju liggur sú hætta fólg-
in, að Vestfirðingar, sem að und-
anförnu hafa kosið 5 þingmenn í
5 kjördæmum, kjósi í framtíðinni
5 þingmenn í einu sameiginlegu
kjördæmi?
| Fara ekki hagsmunir okkar
aaman í flestum málum?
Sjómenn og verkamenn á fsa-
firði eiga sömu hagsmuna að
gæta og starfsbræður þeirra á Pat
reksfirði eða í öðrum kauptún-
um á Vestfjörðum.
Lífsbarátta bændanna er svip-
uð, hvar sem er á Vestfjörðum.
Aukin útgerð og bætt atvinnu-
skilyrði eru sameiginlegt áhuga-
mál okkar. Við verðum að gæta
sameiginlegrar sérstöðu okkar í
landhelgismálinu. Samgöngumál
Vestfjarða verða aldrei leyst
nema með sameiginlegum kröf-
um okkar og fullri samstöðu þing
manna Vestfirðinga. Aukin raf-
orka, bætt símasamband og mörg
önnur framfaramál verða leyst
með sameiginlegu átaki 5 Vest-
fjarðaþingmanna á Alþingi. ís-
firðingar munu bjóða aðra Vest-
firðinga velkomna til samstarfs
í sameiginlegu kjördæmi — Vest-
fjarðakjördæmi".
Þetta er vissulega vel og rétti
lega mælt. En hið sama gildir
um fólkið í öllum öðnun lands
hlutum. Það á alls staðar sam-
eiginlegra hagsmuna að gæta,
stækkun kjördæmanna mun
auka samtaka-mátt þess og
bæta aðstöðuna í baráttunni
fyrir hagsmunamálum þess.
>
UTAN UR HEIMI
Brigid og brúðgumi hennar Michael skála fyrir þvi, að hjónaband þeirra verði farsælt. í glasinu
hennar Brigid er hvítöl, en Michael skálar í þ jóðardrykk katlabætaranna, blöndu af dökkbjór
og viskíi.
Irsku kaflabœfararnir giffa dœtur
sínar og syni að þeim fornspurðum
Brúbgumi var keypfur handa 14 ára
brúði fyrir sem svarar 2500 is/. kr.
HÚN er yngsta eiginkona í Bret-
landi, aðeins 14 ára. Eiginmaður
hennar er 24 ára. Foreldrar hehn
ar keyptu hann handa henni fyr-
ir sem svarar 2500 ísl. kr. Kaup-
in voru gerð í mikilli drykkju-
veizlu. Þótt kynlegt megi virð-
ast, er þetta á allan hátt löglegt.
Slíkt er hvergi löglegt í Vestur-
Evrópu nema í Norður-írlandi
meðal þeirra, sem flakka um land
ið. Líf þessara kvenna og karla
er í okkar augum ömurlegt og
hryggilegt.
★
Og sagan um Brigid Mac-
Donagh er sannarlega dapurleg.
Hún er katlabætari, ein úr hópi
7 þús. „útskúfaðra“ manna, sem
eiga hvergi heima nema á þjóð-
vegum írlands. — Þeir búa við
álíka mikið öryggisleysi og sí-
gaunar og eru fyrirlitnir af öll-
um stéttum þjóðfélagsins.
Það er óþekkt fyrirbæri meðal
þessa fólks að giftasf af ást á
væntanlegum maka. Foreldrarn-
ir ráða öllu um giftingarnar, og
venjulega er gert út um kaupin
á brúðgumanum yfir öltunnu í
einhverri veítingakrá. Unga fólk-
ið á ekki annars úrkosta en að
verða við óskum foreldra sinna,
annars eru þau rekin á brott úr
tjaldbúðunum. Þess vegna gekk
Brigid MacDonagh að eiga þann
mann, sem foreldrar hennar
höfðu valið henni.
★
Heimili þessarar ungu brúðar
er lélegt tjald, sem stendur við
skurð meðfram veginum í grennd
við Kilcullen. Henni segist svo
frá:
S.l. haust átti faðir hennar,
Jem MacDonagh, að aðstoða við
að velja brúði handa syni kunn-
ingja síns. Nokkrir meðlimir ætt-
arinnar fóru í veitingakrá til að
gera út um þetta. Að vanda var
það fullorðna fólkið, sem kallað
var saman til skrafs og ráða-
gerða. Þegar málið var útkljáð
höfðu þau drukkið rúmlega hálfa
tunnu af dökkbjór, sem ríflegum
skammti af viskíi hafði verið
blandað í.
Þá nefndi einhver Brigid litlu
á nafn. Annar í hópnum spurði,
hvort ekki væri kominn tími til
þess, að hún giftist. Jú, það þótti
foreldrum hennar líka. í írlandi
mega stúlkur giftast, þegar þær
eru 12 ára. og Brigid var orðin
14 ára.
Síðan var pöntuð önnur hálf-
tunn'a af dökkbjór og viskíi, og
eftir skamma stund hafði verið
gengið endanlega frá þessu lítil-
ræði. Það var ákveðið, að Michael
MacDonagh, bróðir unga manns-
ins, sem hópurinn var að enda
við að ráðstafa til hjónabands,
skyldi verða eiginmaður Brigid.
Þó að hann beri sama nafn og
Brigid tilheyrir hann annarri ætt
meðal katlabætaranna.
Foreldrum Michaels fannst
það sanngjarnt, að faðir Brigid
greiddi sem svaraði 2500 ísl. kr.
fyrir brúðgumann. Foreldrar
Michaels urðu að „sjá aí“ syni
sínum, og allir voru sammála
um, að þessi upphæð mætti telj-
ast sanngjarnar sárabætur.
★
Ég gat ekkert sofið um nóttina,
eftir að foreldrar mínir voru
komnir heim og höfðu sagt mér,
hvað byði mín, sagði Brigid. Ég
grét lengi. Strámottan, sem ég
hafði undir höfðinu var rennvot
næsta morgun. Ástæðan var samt
alls ekki sú, að mér geðjaðist
ekki vel að Michael. Ég hafði
þekkt hann árum saman. En mér
fannst eins og endaskipti hefðu
verið höfð á öllu. Ég hafði aldrei
haft nein kynni af piltum, og
allt þetta tal um hjónaband olli
mér miklum ótta.
Daginn eftir kom Michael í
heimsókn, og faðir minn sagði
mér frá öllum peningunum, sem
hann hefði orðið að borga. Þá lét
ég undan. Við gistum á hóteli á
brúðkaupsnóttina. Þetta var í
fyrsta skipti á ævinni, sem ég
svaf í rúmi.
★
Elskar þú Michael?
— Ég veit það ekki, svaraði
hún. Ég veit ekki, hvað ást er.
En við dætur katlabætaranna
þurfum heldur ekki að vita það.
Þegar kaupin hafa verið gerð, er
ekki um annað að ræða en gift-
ast. Ef stúlkan neitar að gift-
ast, verður hún að fara burtu úr
tjaldbúðunum — ef hún verður
kyrr, eru allir ónotalegir við
hana, og hún er jafnvel barin ...
— Heldur þú, að hjónabandið
muni blessast?
Ég mun gera allt, sem ég
get til að vera Michael góð og
gera hann hamingjusaman. Á
hverjum degi bið ég þeirrar bæn-
ar, að hann fái sér fasta vinnu,
svo að við getum búið í almenni-
legu húsi. Það er mín æðsta ósk
að búa í litlu húsi, sem við eig-
um sjálf. En með sjálfri mér,
hefi ég ekki trú á, að sú ósk
rætist. Karlmennirnir vilja ekki
sjá af þessu frjálsa lífi. Við kon-
urnar værum mjög fúsar til þess
að hætta að lifa þessu lífi, ef
við hefðum nokkra minnstu
möguleika á því.
Við viljum ekki, að börnin
okkar alist upp án þess að læra
að lesa eða skrifa eins og við hin.
Svo lengi sem við erum á flakki,
geta börnin ekki gengið í skóla.
En eitt er ég ákveðin í að gera.
Ég mun leggja mig alla fram til
að koma í veg fyrir, að börnin
mín leggist í drykkjuskap. Það
er mesta bölið, sem jafnan hefir
fylgt katlabæturunum.
Allir karlmennirnir drekka
mikið. Margar af konunum
drekka líka. Ég verð að reyna að
fá Michael til að hætta að drekka.
★
Michael talar heldur ekki um
brúðkaupið sem gleðilegan at-
burð. Hann sagði: .
— Áður en kaupin voru gerð,
hafði mér aldrei komið til hug-
ar að kvænast Brigid fremur en
það hafði hvarflað að henni að
giftast mér. En þannig höfðu
bræður mínir og allir ættingjar
mínir gengið í hjónaband. Ég
vil ekki hafa óskir foreldra
minna að angu.
Ég mun gera mitt bezta til að
sjá vel um Brigid og þau börn,
sem við eignumst ef til vill . . ,
AKRANESI, 25. apríl. — 66 lest-
um var landað hér í gær af 14
bátum. Notaðist illa að róðrinum
vegna norðaustan storms og var
háarok til djúpanna. Mestan afla
höfðu Sigrún og Ólafur Magnús-
son með 11,7 lestir hvor, en
minnst var 170 kg. á bát. Nokkr-
ar trillur reru í gærmorgun en
sneru strax aftur vegna storms-
ins. í dag eru 8 bátar á sjó.
— Oddur.