Morgunblaðið - 26.04.1959, Page 22
22
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 26. april 1959
Eitt bezta handknattleikslið
Þýzkalands kemur i dag
Leikur hér 6 leikkvöld á vegum
Armanns
í DAG kemur hingað til landsins
hópur lögreglumanna frá Ham-
borg. Lögreglumennimir koma
ekki í embættiserindum — ekki
beint, en munu hér verja heiður
félagsskapar síns í handknattleik.
Þessi hópur er eitt af beztu hand-
knattleiksliðum Þýzkalands en
ber heitið „Sportvereinigung
Folizein Hamburg“. Liðið kemur
hingað á vegum Ármanns og leik
ur hér í tilefni 70 ára afmælis Ár-
manns. Alls leika Þjóðverjarnir
6 leikkvöld að Hálogalandi.
Eitt bezta lið Þýzkalands
Þetta þýzka lið sem upphaf-
lega var einungis skipað lögreglu
mönnum, en hefur nú blandast
nokkuð annara greina mönnum,
sigraði í keppninni á Hamborg-
arsvæðinu og komst þar með í
úrslitakeppni um Þýzkalandstit-
ilinn. Þar tapaði liðið en í þeirri
keppni tóku þátt 4 lið frá 4 svæð-
um í Þýzkalandi.
Árni Árnason fyrrv. form.
HKRR hafði milligöngu um út-
vegun þessa liðs til Ármanns.
Er svo um samið að Ármann fari
síðan út til Hamborgar. Hvort
það verður í haust eða vor er ó-
ákveðið. Árni kvaðst mundu ætla
að þetta lið væri eitt af 5—7
sterkustu liðum Þýzkalands.
Frægasti leikmaður þjóðverja
Meðal manna í liðinu er
Otto Maychrzak einhver fræg-
asti handknattlelksmaður
Þýzkalands fyrr og síðar.
Hann gengur undir nafninu
„Atomottó“ og liefur leikið
yfir 30 landsleiki fyrir Þjóð-
verja. Hann lék m.a. með
Iandsliði Þjóðverja á heims-
meistarakeppninni í A- Þýzka
landi.
Auk hans eru í liðinu 2 aðr-
ir er leikið hafa í landsliði og
„Atómótto" frægasti leikmaður
Þýzkalands.
4 sem Ieikið hafa í úrvals-
liði Hamborgar.
Leikir Þjóðverjanna hér
Leikir Þjóðverjanna verða n.k.
þriðjudag gegn Ármanni sem
styrkir lið sitt með Gunnlaugi
Hjálmarssyni og Hermanni Sam-
úelssyni báðum úr ÍR og e.t.v.
fleirum.
Á fimmtudag leika þeir gegn
íslandsmeisturum KR og það
sama kvöld hefst hraðkeppni í
kvennahandknattleik (2x7 mín).
Á laugardag hefst hraðkeppn-
ismót karla, sem er opið öllum
liðum (2x10 mín á mark) og báð-
um hraðkeppnunum lýkur á
sunnudaginn.
Á miðvikudag 6. maí leika
Þjóðverjarnir við FH og á föstu-
dag leika þeir sinn síðasta leik
hér gegn úrvalsliði Reykjavíkur.
Sundmeistaramót Islands
á morgun og þriðjudag
Firmakeppni
i Bridge
FYRSTA umferð firmakeppni
Bridgesambands fslands fór fram
í Skátaheimilinu við Snorrabraut
s. 1. þriðjudagskvöld. 160 fyrir-
tæki taka þátt í keppninni.
Eftir fyrstu umferð stendur
keppnin þannig:
1. Trygging h.f. — Eiríkur
Baldvinsson 118 st.
2. Þjóðviljinn — Marbjörn
Björnsson 117 st.
3. Málaflutningsskrifst. Einars
B. Guðmundssonar o. fl. —
Laufey Þorgeirsdóttir 112 st
4. Mjólkursamsalan — Jóhann
Jónsson 112 st.
5. Þóroddur E. Jónsson —
Benedikt Jóhannsson 112 st.
6. Síld & Fiskur — Ósk
Kristjánsdóttir 111 st.
7. Markaðurinn — Marinó
Erlendsson 111 st.
8. Steindórsprent — Ásgerður
Einarsdóttir 111 st.
9. Helgafell — Þorbjörn Þórð-
arson 110 st.
10. Útvegsbankinn — Gunnar
Guðmundsson 110 st.
11. Kr. Þorvaldsson & Co. —
Kristinn Bergþórsson 110 st.
Keppnin heldur áfram n. k.
þriðjudagskvöld kl. 8,00 í Skáta-
heimilinu og vill keppnisstjórinn
biðja spilafólk að mæta ekki
síðar en kl. 7,45.
SUNDMEISTARAMÓT íslands
verður að þessu sinni haldið í
Sundhöll Reykjavíkur dagana
27. og 29. apríl. Þátttakendur
verða Glímufélagið Ármann,
íþróttafélag Rvíkur, Knattspyrnu
fél. Rvíkur, Sundfélagið ■>Í£.ir,
fþróttabandalag Akraness, fþrótta
bandalag Keflavíkur, Sundfél.
Hafnarfj. og Sundráð Akureyrar.
Leikstjóri er Einar Hjartarson
og yfirdómari Erlingur Pálsson.
Fyrri daginn (á mánudag) verð
ur keppt í þessum greinum: 100
m skriðsundi karla, 400 m bringu
sundi karla, 50 m bringusundi
telpna, 100 m skriðsundi drengja,
100 m baksundi kvenna, 200 m
baksundi karla, 100 m bringu-
sundi drengja, 200 m bringu-
sundi kvenna 4x100 m fjórsundi
karla.
☆
■Seinni daginn verða þessar
greinar: 400 m skriðsund karla,
50 m skriðsund telpna, 100 m
baksund karla, 100 m baksund
drengja, 100 m skriðsund kvenna,
200 m bringusund karla, 3x50 m
þrísund kvenna og 4x200 m skrið
sund karla.
Að sjálfstögðu taka þátt í mót
inu allir beztu sundmenn lands-
ins, svo sem Helga Haraldsdótt-
ir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
307 á knattleikja-
námskeiði á Sel-
fossi
AXEL Andrésson sendikennari
f.S.Í. og fræðslumálaskrifstofunn
ar, hefur lokið 3 vikna námskeiði
hér á Selfossi frá 1. til 20. apríl.
Þátttakendur voru úr barna- og
miðskólanum og ennfremur frá
U.m.f. Selfoss. Piltar voru 160 og
stúlkur 147.
Síðustu daga námskeiðsins fóru
fram 6 sýningar í íþróttahúsinu
á Axelskerfinu. Voru sýningarn-
ar vel sóttar. Tókust þær allar
prýðilega. Skemmtu áhorfendur
sér með ágætum.
Áhugi nemenda og árangur var
góður á námskeiðinu. Það er ósk
nemenda, að Axel komi sem fyrst
aftur hingað.
Hrafnhildur 'Guðmundsdóttir
ÍR hefur vakið athygli fyrir
góð sundafrek í vetur.
Ágústa Þorsteinsdóttir, Guðm.
Gíslason, Pétur Kristjánsson,
Helgi Sigurðsson og Sig. Sigurðs-
Reykjavíkurmótið:
Valur og Víkingur
leika í dag
REYKJAVÍKURMÓTINU verður
haldið áfram i dag og eigast þá
við Valur og Víkingur. Leikur-
inn fer fram á Melavellinum og
hefst kl. 14.00.
í æfingaleikjum þeim, sem háð
ir hafa verið milli félaganna und
anfarið, hefur liði Vals gengið
vel, sigrað Víking með 4—0,
Fram með 1—0 og K.R. 2—0.
Víkingur hefur teflt fram
mörgum ungum leikmönnum,
sem lofa góðu, en hafa ekki öðl-
ast næga reynslu. Á undanförn-
um Reykjavíkurmótum hefur
Víking gengið bezt í fyrsta leik,
m. a. tvívegis sigrað Val. Hvernig
fer í dag?
„Maðurinn með þúsund
raddirnar" í Camla bíói
BOB VINCENT stælir raddir
margra fremstu dægurlagasöng-
vara heims svo vel, að hann hefur
verið nefndur „Maðurinn með
þúsund raddirnar“. Er hann tal-
inn einn hinn fremsti á sínu sviði
í Evrópu og hefur farið víða um
lönd og sungið. Stælir hann m.a.
Perry Como, Franky Lane, Pat
Boone, Jhonny Ray, Fats Dom-
ino og Elvis Prestley svo nokkrir
séu nefndir.
Bob Vincent mun koma hing-
að til lands í vikunni á vegum
Skemmtikrafta — og syngja í
Gamla Bíói. Fyrstu skemmtan-
irnar verða kl. 7,15 og 11,30 á
föstudagskvöldið og mun hljóm-
sveit Árna Elfars aðstoða, en
kynnir verður Hulda Emilsdóttir.
Forsala aðgöngumiða hefst á
sama stað á þriðjudag.
— Úr verinu
Framhald af bls. 3
Grænl. og þannig til Nýfundnal,-
miða og V-Grænlands. Þetta nær
til svæðis, sem árlega er aflað á
2 millj. lesta af fiski eða fjórum
sinnum meira en ársafli íslend-
inga.
ísland er aðili að þessu sam-
komulagi.
60 skip til Grænlands
Um 60 norsk fiskiskip eru nú
við það að leggja af stað til Vest-
ur-Grænlands. Einstaka skip,
sem eru vön að fara vestur, ætla
nú fyrst á snurpuveiði við ísland
og sigla með síldina í bræðslu
í Noregi. Er ætlunin að fara svo
seinna til Grænlands.
Sama vandamálið hjá
Englendingum
Englendingar leitast nú við að
fá danska sjómenn á dragnóta-
flota sinn, sem hefur aukizt mjög
seinni árin. Fyrst og fremst er
mikill skortur á brezkum sjó-
mönnum, og í öðru lagi hefur
það komið í ljós, að danskir sjó-
menn, sem starfað hafa á brezk-
um dragnótabátum, hafa borið
af Bretunum með aflabrögð.
Bretar fá 60 nýja dragnótabáta
í ár, svo að ekki er smár vaxtar-
broddurinn hjá Bretum í þessari
útgerð. Hér er keppzt við að
friða kolann, líklega sem agn
fyrir Bretann!
Hér er haldið uppi áróðri gegn
því, að útgerðin fái erlenda sjó-
menn, enda þótt þeir skili marg-
földu kaupi sínu í erlendum gjald
eyri, sem allir njóta góðs af, en
Englendingar og margar aðrar
þjóðir veigra sér ekki við slíku.
Hitt er svo annað mál að búa þarf
þannig að útgerðinni, að hún
geti gre!V laun, svo að sjó-
mennska sé eftirsóttari en land-
vinna.
Gimsteinar atvinnulífsins
Ekki er sama, hvar veiðiskap-
ur er stundaður á vissum tímum
árs. Þorskurinn gengur t.d. upp
að suður og suðvesturströndinni
til þess að hrygna á hinni svo-
kölluðu vetrarvertíð. Þá getur
verið landburður af fiski í ver-
stöðvum á þessu svæði dag eftir
dag. Bátarnir komið með 25—50
lesta afla eftir daginn, minna eða
meira eftir ástæðum. Alveg það
sama er að segja um síldina að
sumrinu, er hún gengur í stórum
göngum upp að norður og aust-
urströnd landsins. Þetta eru stað
reyndir, sem erfitt er að breyta,
hversu gjarnan sem menn vildu.
Það er því skiljanlegt, að atvinnu
vegur, sem byggir sitt á sjávar-
útveginum, hvort heldur útgerð
eða fiskvinnslu, eigi erfitt og lít-
ið sé um atvinnu þann tíma, sem
sjórinn er svo til þurr.
Ekkert er eins heppilegt til að
brúa bil dauða tímans og togarar.
Þeir eru ekki jafnbundnir við
verstöðvarnar, þar sem fiskurinn
er hverju sinni, eins og bátarn-
ir. Kemur þar til meiri hraði og
betra rúm til að geyma aflann.
Þau byggðarlög, sem hafa tog-
ara og sæmilega aðstöðu til fisk-
vinnslu, hafa tryggt sig nokkuð
fyrir böli atvinnuleysisins, þegar
fiskur er ekki á heimamiðum.
Þetta er ómetanlegt, og það er
vafasamt, að á næstunni fáist
aðstaða til að ná aftur í togara,
ef þeir eru látnir af hendi. Togar
arnir eru gimsteinar fyrir hvaða
bæjarfélag sem er, og ekki einu
sinni þau meðal þeirra ríkustu,
eins og Vestmannaeyjar og Kefla
vík, hafa efni á að missa þá úr
efnahags- og atvinnulífinu. Það
er ekki þar með sagt að halda
eigi dauðahaldi í bæjarrekstur á
þeim, þvert á móti.
Ársháfíð
NEMENDASAMBAND VERZLUNARSKÖLA
ISLANDS
verður haklin á skólaslitadaginn 30. apríl
1959, þ.e. n.k. fimmtudag í LIDO og hefst
hún með borðhaldi kl. 18,30.
Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu V.R.
Vonarstræti 4, fram til 30. apríl á venju-
legum skrifstofutíma, 9—12 og 1—5.
STJÖRNIN
~~