Morgunblaðið - 26.04.1959, Síða 24
VEÐRIÐ
AUhvass, en síðan hægari
og léttskýjaff.
drgitulrilaíiiíi)
93. tbl. — Sunnudagur 26. apríl 1959
Reykjavíkurbréf
Sjá bls. 13
Engir berklar hafa kom-
/ð fram í fólki
Rarinsókn lœkna á Hólabúi
AKUREYRI, 25. apríl. — í dag
átti blaðið tal við héraðsdýra-
læknirinn á Sauðárkróki Guð-
brand Hlíðar vegna rannsóknar
þeirrar er nú fer fram út af
berklaprófum, sem gerð hafa ver
ið á nautgripum búsins á Hólum
í Hjaltadal.
Eins og skýrt var frá í frétt
í blaðinu þann 17. þ.m. reyndust
12 gripir í Hólafjósinu jákvæðir
við berklaprófun. Var prófun sú
gerð samkvæmt ósk héraðslækn-
isins í Hofsósi.
Maður lærbrotnar
á hestbaki
á Akranesi
AKRANESI, 25. apríl. — Það
slys varð um kl. 10 í fyrrakvöld
að Halldór Magnússon, Suður-
götu 118, varð fyrir bíl og lær-
brotnaði.
I Halldór var á hesti sínum og
1 kom ríðandi eftir götunni á móts
við bifreiðaverkstæði á vegamót
um Skagabrautar og þjóðvegar-
ins. Kom þá vörubíll aðvífandi,
en um leið og þeir mættust, snar
beygði bíllinn og lenti bílpall-
urinn á læri Halldórs og braut
lærlegginn illa. Halldór datt af
baki við höggið og hesturinn dró
hann dálítinn spöl. -
Halldór, sem er 44 ára, fjöl-
skyldumaður, var svo fluttur á
sjúkrahúsið og gert að sárum
hans. Líður honum eftir öllum
vonum. — Oddur.
Jón E. Gunnnrs-
son
Um þessa helgi hófst sýning á
málverkum eftir Jón E. Gunn-
arsson listmálara á vegum list-
kynningar Morgunblaffsins.
Jón er fæddur og uppalinn i
Hafnarfirffi, rúmlega þrítugur að
aldri. Hann hóf myndlistarnám
i Handíða og myndlistarskólan-
um hér í Reykjavík á árunum
1947—49, en hefur siðan unnið
jöfnum höndum að listastörfum
og sjómennsku. Er þetta því
fyrsta sjálfstæða sýningin á mál-
verkum hans. Jón Gunnarsson
sýnir nú 9 olíumálverk á vegum
listkynningar Morgunblaðsins.
Eru flest þeirra til sölu hjá
afgreiðslu biaðsins eða lista-
^naenxunum
sjálfum.
Berklayfirlæknir, Sigurður Sig
urðsson og yfirdýralæknir, Páll
Agnar Pálsson, hafa að undan-
förnu framkvæmt rannsókn norð
ur á Hólum vegna þessa máls.
Komu þeir þangað s.l. fimmtu-
dag, en héldu suður í gær.
Alls voru 70 manns gegnum-
lýstir á Hólum, Jp.e. allir nem-
endur og heimilisfólk á staðnum.
Við þá athugun kom ekkert nýtt
fram. Er því sýnilegt að um
hættulega smitun í fólki getur
ekki verið að ræða.
Rannsókn yfirdýralæknis á
fyrrgreindum 12 gripum gaf
sömu niðurstöðu og hjá héraðs-
dýralækni. Lógað var 3 gripum
af hinum sýktu og verða innyfli
þeirra og blóð rannsökuð nánar
fyrir sunnan. Einn þessara gripa
Fundi frestað
VEGNA veikinda fyrirlesarans
verður samkomu Hins íslenzka
náttúrufræðifélags, sem auglýst
var mánudaginn 27. þ.m. frest-
að til mánudagsins 4. maí n.k.
reyndist jákvæður við garna-
veikiblóðprófun, sem ekki hafði
komið fram við fyrri rannsókn,
Nokkrir þeirra gripa sem já-
kvæðir hafa reynzt við fyrri rann
sókn, eru mjólkandi og er mjólk-
in úr þeim öll eyðilögð, þar til
frekar verður ákveðið um hvað
gert verður við þá. — vig.
Blaðið gat í gær ekki haft sam
band við yfirdýralæknir eða
berklayfirlækni, þar sem þeir
voru ókomnir til bæjarins er blað
ið fór í prentun.
2. tónleikar
kammenuúsik-
klúbbsins
KAMERMÚSIKKLÚBBUR-
INN 1959 heldur aðra tónleika
sína í samkomusal Melaskólans
í kvöld kl. 21. Á efnisskránni
eru verk eftir Andrea Gabrieli
(1510—1586), W. A. Mozart,
Pauline Hall, Frantizek Bartos
og Vaclav Trojan. Síðaisttalda
verkið leikur kvintett, Ernst
Norman á flautu, Hubert Taube á
Oboe, Egill Jónsson á Clarinett,
Herbert Hriberschek á horn og
Hans Ploder á fagott.
Walter Klien
Stúdentar í Frakk-
landi ræða land-
helgismálið
Á MÁNUDAGINN var fjölluðu
lögfræðistúdentar við háskóla
nokkurn í Frakklandi um land-
helgismálið. Voru umræður þess
ar, eða réttara sagt dómstóll, þátt
ur í alþjóðlegu námskeiði laga-
stúdenta. Var franskur kven-
stúdent í dómarasæti, en íslenzk
ur stúdent flutti málið af hálfu
íslands og enskur kvensúdent af
hálfu Breta.
Málinu lyktaði svo, að dóm-
arinn sýknaði íslendinga með
öllu af þeirri ákæru að hafa
brotið alþjóðalög, og komst að
þeirri niðurstöðu að útfærsla fisk
veiðilögsögunnar við íslands úr 3
sjóm. í 12, væri í alla staði rétt-
mæt.
Fíonóleikarinn Wnlter Klien
heldur hér tónleiku ú vegum
ntvurpsins
HINGAÐ er kominn á vegum
Ríkisútvarpsins austurríski píanó
leikarinn Walter Klien, og mun
Skipstjórinn á Lord Montgomery er George Harrison, sá sami sem var með togarann Lord
Plender, síffasta brezka togarann sem tekinn var aff ólöglegum veiffum innan landhelgi, áffur
en nýja reglugerffin gekk í gildi, 1. sept. og komiff var meff til Reykjavíkur. — Myndina tók
ljósmyndari blaffsins af honum og ræffismanni Breta, Brian Holt, viff þaff tækifæri. — George
Harrison er 44 ára gamall og hefur veitt á íslandsmiffum í 20 ár.
Sjóprófin yfir landhelgisbrjótnum
áttu að hefjast kl. 4 í gærdag
Embættismenn og fulltrúi togara-
eigenda komnir á vettvang
Frá fréttaritara MblSverri
Þórðarsyni, stöddum í Vest-
mannaeyjum, laust fyrir kl.
4 í gœrdag. —
Brezki togarinn, Lord
Montgomery, sem Ægir stóð
að ólöglegum veiðum s.I.
fimmtudag, kom til Vest-
mannaeyja undir morgun í
gær og liggur utan á vöru-
flutningaskipinu Kötlu við
bryggju í Friðarhöfn. Skip-
stjórinn er um borð í togar-
anum, og mun hann verða
þar þangað til réttur verður
settur kl. 4. Tveir lögreglu-
menn, Sveinn Maguússon
og Jóhannes Albertsson,
standa vörð í brúnni.
Laust fyrir kl. 2,30 í dag kom
varðskipið Ægir til Vestmanna-
eyja og með skipinu komu frá
Þorlákshöfn, Valdemar Stefáns-
son, sakadómari, sem verður full-
trúi dómsmálaráðuneytisins við
sjóprófin yfir bezka skipstjór-
anum, Geir Zoega, umboðsmað-
ur brezkra togaraeigenda, Mr.
Brian Holt, ræðismaður, og Gísli
ísleifsson, lögfræðingur, sem
mun verða verjandi skipstjórans
á brezka togaranum.
Ægir fékk storm á leiðinni frá
Þorlákshöfn og var nær 4 klst. á
leiðinni. En er komið var inn á
Vestmannaeyjahöfn var þar
sléttur sjór. Reyk lagði yfir höfn-
ina frá Fiskiðjuverunum og var
sýnilega mikið að gera. Þegar
Ægir lagðist að Nausthamar-
bryggju, var á bryggjunni Torfi
bæjarfógeti Jóhannsson og yfir-
lögregluþjónninn í Vestmanna-
eyjum, Stefán Árnason. Voru
sumir komumenn æði guggnir
eftir sjóvolkið, er þeir gengu upp
bryggjuna.
Sjóprófin eiga aff hefjast kl.
4 í réttarsal Vestmannaeyja-
bæjar, en í því sama húsi er
fangageymsla lögreglunnar.
Meffdómendur bæjarfógeta í
málinu, verffa Páll Þorbjarnar-
son, fyrrum alþingismaður og
Þorsteinn Jónsson útvegsbóndi
og rithöfundur i Laufási. Dóm-
túlkur verffur Axel Bjarnason,
innheimtumaffur.
hann halda hér tvenna tón-
leika. í kvöld heldur hann
sjálfstæða tónleika í Þjóð-
leikhúsinu og leikur verk
eftir Bach, Brahms, Strawinsky
og Beethoven, á þriðjudaginn
mun hann leika með hljótnsveit
Ríkisútvarpsins píanókonsert í
a-moll eftir Robert Schumann í
Þj óðleikhúsinu.
Walter Klien er mjög vel þekkt
ur píanóleikari og hefur haldið
tónleika víða um lönd og leikið
með sinfóníuhljómsveitum m. a.
undir stjórn von Karajan,
Schercher, Savallisch. Andreau
o. fl. Á seinni árum hefur hann
farið margar tónleikaferðir um
meginland Evrópu, til Suður-
Ameríku og Suður-Afríku.
★
Hefur Klien hvarvetna þótt
aufúsugestur og verið borið á
hann mikið lof, tækni hans við
brugðið og leikur hans þykir
blæbrigðaríkur og fágaður. Héð-
an heldur hann til Vínarborgar,
en þar bíða hans ný verkefni-
við „Wiener Festwochen“. Einn-
ig mun hann koma fram á tón-
listarhátíðinni í Prag, í London
og í París.
Gjafir til Háskóla-
bókasafns
SÍÐARI hluta vetrar bárust Há-
skólabókasafni 70—80 bindi
þýzkra fjölbreyttra bóka að gjöf
frá háskólanum í Greifswald.
Voru þar bæði nýjar bókmenntir
og nýjar útgáfur eldri merkisrita.
Stækkunarlestæki hefur safnið
eignazt. Á undanförnum árum
hefur það auðgazt um býsna marg
ar tugþúsundir af svonefndum
„microcards". Er þar mikið les-
mál í raunvísindum á spjöldum,
sem verða eigi lesin nema með
mikilli stækkun, og er þetta eink-
um í þeirri safndeild, sem er
USAE-depository library. Hbs.
hefur ekkert þvílíkt lestæki átt,
og þau kosta nokkuð. Nú hefur
fræðsludeild USAEC, Technical
Information Service Extension,
Oak Ridge, bætt úr vanda og
sent Hbs. vandað Kodak-lestæki.
(frétt frá bókaverði)
Fundur Flohhsrúðs Sjólfstæðis
flohhsins í Gullbringusýslu
FLOKKSRÁÐ Sjálfstæffisflokksins í Gullbringusýslu heldur fund
í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík n.k. þriffjudag 28. þ.m. kl. 8,30
Jóhann Hafstein, alþm. flytur ræffu um kjördæmamáliff. Einnig
verður rætt um kosningarnar og undirbúning þeirra.