Morgunblaðið - 03.05.1959, Síða 12

Morgunblaðið - 03.05.1959, Síða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. maí 1959 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavtk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. FJÖRBROT HENTISTEFNU■ FLOKKSINS Atkvæðagreiðslan um fjárlögin fyrir árið 1959 á Alþingi dró upp mjög greinilega mynd af Fram- sóknarflokknum, einstöku á- byrgðarleysi hans og algerri hentistefnu. Einn af leiðtogum flokksins fór með stjórn fjár- málanna í vinstri stjórninni. Við- skilnaður hans var þannig að sjálfur forsætisráðherra stjórnar- innar lýsti því yfir, er hún sagði af sér, að stjórnin hefði hrein- lega gefizt upp. Það leiðir af eðli málsins, að þessir erfiðleikar hlutu mjög að verða á vegi þeirrar ríkisstjórn- ar, sem við tók eftir gjaldþrot vinstri stjórnarinnar og þeirra aðila, sem tóku að sér að ljúka setningu fjárlaga fyrir yfirstand- andi ár. Þegar Eysteinn Jónsson skildi við fjármálastjórnina var málum komið þannig, að óger- legt virtist að afgreiða fjárlög án greiðsluhalla. Þetta viðurkenna Framsóknar- menn sjálfir. Eins og alþjóð er kunnugt lýsti Hermann Jónas- son því yfir, er stjórn hans fór frá að ný verðbólgualda væri risin og flokkár vinstri stjórn- arinnar hefði ekki getað komið sér saman um nein sameiginleg úrræði gegn þeim voða sem að steðjaði. Það var því vissulega mikilð vandaverk að koma fjár- lögum saman, án þess að draga stórkostlega úr fjárframlögum til ýmissa nauðsynlegra fram- kvæmda. En þetta hefur þó tek- izt. Fjárlög hafa verið afgreidd greiðsluhallalaus en þó haldið fyllilega í horfinu um verklegar framkvæmdir I þágu bjargræðis- vega landsmanna. Framlögin til vega og brúagerða í sveitum landsins hafa ekki verið lækk- uð, fjárveitingar til hafnargerða hafa verið hækkaðar og fram- kvæmd rafvæðingaráætlunar- innar verður haldið áfram af fullum hraða og þannig bætt úr stórfelldri vanrækslu vinstri stjórnarinnar, sem vanrækti að koma raforku til 232 sveitabýla, er áttu að hafa fengið rafmagn fyrir árslok 1958. Hins vegar hefur meiri hluti Alþingis reynt að draga úr útgjöldum til ýmissa bygg- ingaframkvæmda og áhalda- kaupa, sem hægt var að fresta án þess að af því leiddi mikið óhagræði. Með þessum niður- færslum og nokkurri hækkun á tekjuáætlun fjárlaganna hefur tekizt að afgreiða fjár- lögin greiðsluhallalaus. Framsókn með öllum hækkunartillögum En framkoma Framsóknar- manna í sambandi við fjárlaga- afgreiðsluna er þess virði, að henni sé gaumur gefinn. Flokk- urinn sem skildi við efnahags- og fjárhagsmálin í algeru öngþveiti og gafst hreinlega upp við að leysa vanda þeirra, greiddi nú atkvæði með svo að segja öllum tillögum sem fram komu til hækkunar á fjárlögum. Hann flutti sjálfur mikinn fjölda til- lagna um útgjaldaaukningu og greiddi þar að auki atkvæði með hverri einustu hækkunartillögu kommúnista. Jafnhliða greiddu Framsóknarmenn atkvæði gegn öllum sparnaðartillögum, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn beittu sér fyrir. Hann greiddi atkvæði á móti því að t. d. að frestað yrði fjá*veiting- um til byggingar nýs stjórnar- ráðshúss, hann var á móti því að reynt yrði að draga úr skrif- finnsku í sambandi við orlofs- merki og hann var mótfallinn því, að alþingiskostnaður og út- gjöld við rekstur stjórnarráðsins yrðu lækkuð. Hann var á móti bókstaflega öllum tilraunum til sparnaðar og samfærslu en lagði engar tillögur fram sjálfur um það, hvernig afgreiða ætti fjár- lög greiðsluhallalaus og ná sam- an endum tekna og gjalda. Hann var á móti því, að smávægileg- ur greiðsluafgangur, sem varð á sl. ári 'væri notaður til þess að hindra greiðsluhalla nú og hann neitaði að eiga þátt í ráðstöfun- um til þess að hindra að hin nýja dýrtíðaralda, sem vinstri stjórn- in skapaði, stöðvaði bjargræðis- vegi landsmanna. Flokkur, sem þannig hagar sér sýnir einstakt ábyrgðar- leysi og dregur upp ófagra mynd af sjálfum sér og leið- togum sínum. Aumleg framkoma Aumust var þó framkoma Ey- steins Jónssonar fyrrverandi fjármálaráðherra. Hann hefur í fjölda ára farið með stjórn fjár- málanna. Á valdatímabili hans hefur rekstur ríkisbáknsins sí- fellt þanizt út. Á árinu 1942 til 1958 fjölgaði t.d. starfsmönnum stjórnarráðsins og deilda þess úr 70 í 142. Þessi leiðtogi Framsókn arflokksins hefur viljað telja sig aðal fjármálaspeking flokks síns. En niðurstaðan af fjármálastjórn hans hefur orðið sú, sem forsæt- isráðherra vinstri stjórnarinnar lýsti yfir hinn 4. des. s.l. þegar stjórnin hrökklaðist frá völdum: Algert gjaldþrot fjármálastefnu Eysteins Jónssonar. Þessi maður rétti nú upp hendina á Alþingi, gegn hverri einustu sparnaðar- tillögu Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Hann snerist af fullum fjandskap gegn hvers kon ar viðleitni til þess að draga úr ofþennslunni í rekstri ríkisbákns ins. En hann lét ekki við það eitt sitja. Hann greiddi atkvæði með svo að segja hverri einustu til- lögu til hækkunar á útgjaldalið- um fjárlaga. Svona djúpt eru leiðtogar Framsóknarflokksins sokknir um þessar mundir. Þeir virð- ast hafa glatað ráði og rænu, eftir að vinstri stjórn þeirra hrökklaðist frá völdum og þeir sjálfir urðu að lýsa yfir algerri uppgjöf hennar. Þetta eru stefnumál flokksins. En því fer á því að íslenzkir bændur festi sér í minni mynd- ina af leiðtogum Framsóknar- flokksins og hverjum einasta þingmanni hans um atkvæða- greiðsluna um fjárlögin fyrir ár- ið 1959. Það er mynd af mesta ábyrgðarleysi og einstæðustu hentistefnu sem um getur í ís- lenzkum stjórnmálum. UTAN UR HEIMI Brezku blöðin segja Margréti prins■ essu í hjónabandshugleiðingum í október árið 1955 tilkynnti Margrét prinsessa, að hún mundi ekki ganga að eiga Peter Town- send, foringja í brezka flughern- um. Það var stór dagur fyrir brezku dagblöðin. Að vísu höfðu margir dagar gengið á undan. Blöðin voru með bóllaleggingar um það dag eftir dag hvort þau Margrét og Townsend mundu giftast. Þau voru áreiðanlega tal- in í giftingarhugleiðingum. En flestum brezkum blöðunum fannst slíkt hreinasta óhæfa. Townsend var fráskilinn auk þess sem hann var af lágum stig. um. Höfðingjar brezku kirkj- unnar fögnuðu tilkynningu Margrétar. Svo gerðu líka blöð- Alla tíð síðan þetta gerðist hef- ur verið vakað yfir hverju fót- málí brezku prinsessunnar. Blaða menn hafa hvarvetna verið á hælunum á henni. Sagt er, að í Bretlandi sé enginn blaðamat- ur útgengilegri en fregnir af Margréti prinsessu, ekki sízt ef snjallir blaðamenn komast að raun um að hún hefur hitt ein- hvern ungan ógiftan mann oftar en einu sinni í röð. Það var því ekki að ástæðu- lausu, að brezku blöðin seldust óvenjuvel nú í vikunni. Þær fregnir bárust sem sé sunnan frá Róm, að nýtt ástamál Margrétar prinsessu væri í uppsiglingu. Og nú var mannsefnið ekki af lakari endanum. Hin 28 ára gamla prinsessa hafði sem sé dvalizt oft með Henry prins af Hesse, 31 árs. Hann er af þýzkum og ítölsk um ættum, myndarlegur maður — og það, sem var fyrir mestu: Hann er með blátt blóð. Elísabet drottningarmóðir og Margrét prinsessa höfðu verið í nokkurra daga heimsókn í Róma. borg. Samkvæmt blaðafregnum hafði móðir Margrétar vart séð dóttur sína allan tímann, svo mikið hafðí hún verið með prins- inum. Henry prins er náskildur Hum- bert fyrrum konungi á ítalíu, einum af erfingjum Victor Eman- uels III. Móðir Henrys, Mafalda fyrrum prinsessa af Savoy, lézt árið 1944 í fangabúðum nazista. Faðir hans, Filip prins af Hesse, sem var milligöngumaður Hitl- ers og Mussolini á árunum fyrir stríð, býr nú í Þýzkalandi. Windsorfjölskyldan, hin kon- unglega fjölskylda Bretlands, er fjarskyld nær öllu þýzka kon- ungafólki frá tímum Viktoriu drottningar. Margrét og Henry prins eru því fjarskyld. ★ Henry prins er fæddur í Róm. Hann lifir þar þægilegu lífi, hef- Er hún í hjónabandshugleiðingum? ur góðar tekjur af málverkasölu sinni, því hann er málari af lífi og sál þrátt fyrir að hann sé’sjón. dapur. Hann málar aðallega sur- realiskar landslagsmyndir, dóm- ar um þær eru misjafnir, en þær seljast mjög vel við háu verði, sumir segja aðallega vegna þess að listamaðurinn er Henry prins. Þau Margrét og Henry sáust víða saman — og það fór einstak- lega vel á með þeim, sögðu blöð- in. ítölsku blöðin slógu því strax föstu, að nú hefði Margrét loks- ins hitt þann útvalda, Henry væri ógiftur, konungborinn, mótmæl- endatrúar, fyrirmyndarmaður — og er hægt að gera meiri kröfur? Sum blaðanna staðhæfðu jafn- vel, að þegar væri búið að bjóða Henry til Englands. Þar mundi honum fagnað af konungsfjöl- skyldunni með kostum og kynj- um. En þetta var borið til baka af fulltrúa brezku hirðarinnar. Brezk blöð bollaleggja nú áfram kosti og galla hins „vænt- anlega“ hjónabands, leggja sam- an stundir þær, sem prinsessan og prinsinn voru saman, á dans- leikjum, í boðum, á gönguferð- um. Og blaðalesendur eru óseðj- andi. Þannig fylgist öll þjóðin með því, sem gerzt hefur og með- al almennings er Margrét prins- essa aftur orðin vinsælasta um- ræðuefnið. Og svo halda allir, að það hljóti að vera óumræðanlega skemmtilegt að vera ástfangin prinsessa. Fréttatilkynning trá KRON STJÓRN Kaupfélags Reykjavík- ur og nágrennis ákvað á fundi sínum 28. þ. m. að hækka vexti innlánsdeildar kaupfélagsins í 6% af 6 mánaða bókum. Innlánsdeild KRON greiðir því 1 % hærri vexti en bankar og sparisjóðir. Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis stendur nú í miklum framkvæmdum. Á síðastliðnu ári var opnuð ný kjörbúð að Lang- holtsvegi 130, matvörubúðinni að Skólavörðustíg 12 var breytt í kjörbúð, matvörubúð að Vega- mótum var stækkuð og endur- bætt og vefnaðarvörubúð félags- ins gjörbreytt. í febrúar síðast- iiðnum var opnuð járnvörubúð að Hverfisgötu 52. Nú er unnið að innréttingu á stórri kjörbúð að Dunhaga 18/20 og endurbótum á eldri búðum félagsins. Þessar framkvæmdir kosta mik ið fé og er kaupfélaginu áhuga- mál að efla innlánsdeildina veru- lega. Vörubílstjórar höfðu nœstum lagt New York Times að vellil HIÐ mikla blaðaverkfall, sem stöðvaði alla dagblaðaútgáfu í New York um 17 daga skeið í desember síðastliðnum, í miðjum jólaönnum, hafði það i för með sér að hagnaður af útgáfu stór- blaðsins New York Times var sama sem enginn á sl. ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu blaðsins, sem nýlega er komin út. Árið 1957 námu tekjur blaðsins um , þremur milljónum dollara en á sl. ári aðeins tæpum tveimur milljónum, og af þeim var hagn- aður blaðsins aðeins 166 þúsundir dollara. Annar ágóði stafaði af verzlun pappírsmyllna blaðsins og pappírssölu. Á þeim 17 dögum, sem blaðið kom ekki út fór um hálf önnur milljón dollara for- görðum. Úr verkfallstrygginga- sjóði, sem blaðið hafði stofnað ásamt öðrum útgáfufyrirtækjum, fékk það 280 þúsundir dollara. í fylgdarskjali með árs- skýrslunni segir forstjóri New York Times. Arthur Sulzberger, að hann vilji ekki koma neinum efasemdum á kreik um rétt verk- fallsmanna, en bendir á, að mönn um hljóti að finnast það bæði rangt og háskalegt, að mjög mik- ill minnihluti ákveðinnar stéttar geti stöðvað alla dagblaðaútgáfu stórborgarinnar. Verkfallið var ákveðið á aðalfundi hjá samtök- um vörubifreiðastjóra í New York með litlum meiri hluta at- kvæða, en aðeins þriðjungur með lima samtakanna sótti aðalfund- inn. Samt sem áður lamaðist öll starfsemi í blaðaheimi New York borgar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.