Morgunblaðið - 03.05.1959, Page 23
Sunnudagur 3. mal 1959
MORCUISBLAÐIÐ
23
Vorboðafundur
annað kvöld
HAFNARFIRÐI. — Sjálfstæð-
iskvennafélagið Vorboðinn
heldur fund annað kvöld kl.
8,30 í Sjáifstæðishúsinu. Þar
fara fram venjuleg fundar-
störf, spiluð verður félagsvist
og kaffi drukkið. — Eru allar
Vorboða-konur hvattar til að
fjölmenna.
Eldur
SNEMMA í gærmorgun var l>ess
vart að reyk lagði út úr af-
greiðslu efnalaugarinnar Lindin,
Hafnarstræti 18. Var slökkviliðið
kallað á vettvang. Þetta hús er
Htið gamalt timburfhús og svo eru
öll nærliggjandi hús. Eldur logaði
milli fcilja í húsinu, en það tók
slökkviliðið aðeins skamma stund
að ráða niðurlögum hans
— Bretar
Framh. af bls. 1.
aS í samningnum væri gerð mála
miklun og báðir aðiljar hefðu
hliðrað nokkuð til. Sagði ráð-
herrann, að Danir kynnu að
meta skilning brezku stjórnar-
innar í þessu máli. Kvaðst Krag
ráðherra vona, að ráðstefnan í
Genf á næsta ári heppnaðist og
kæmist að ákveðinni niðurstöðu.
Sir Roderick Barclay sendi-
h«rra Breta í Kaupmannahöfn,
undirritaði samninginn fyrir
hönd ríkisstjórnar sinnar. Hann
flutti einnig stutta ræðu við
undirskriftina. Hann sagði, að
samningur þessi væri nýtt dæmi
um hið ágæta samstarf Danmerk
ur og Bretlands. í þessu máli
hefðu hagsmunir ríkjanna greini
lega rekizt á og því hefðu samn
ingaumleitanirnar orðið erfiðar.
Báðir aðiljar hafi þó verið
ákveðnir í því að komast að vin-
samlegum samningum og að lok-
um tókst líka að koma á mála-
miðlun sem er sanngjörn og
skynsamleg, sagði sendiherrann.
Hér sagði hann að væri um að
rseða verulega tilhliðrun frá
hendi brezka sjávarútvegsins,
alveg með sama hætti og Fær-
eyingar hefðu fallizt á minna en
þeir höfðu óskað eftir.
Þá sagði sendiherrann, að
samningurinn sýndi m. a. íslend
ingum það, að Bretar væru reiðu
búnir að semja um sérstakar ráð
stafanir, og þeir féllust á það,
að taka yrði visst tillit til hags
muna einangraðra landssvæða
eins og Færeyja, sem væru mjög
háð fiskveiðum. Sagði sendiherr
ann, að þessi samningur væri
fordæmi og sýndi, sýndi, að
hægt væri að leysa önnur slík
deilumál á líkan hátt með góð-
um vilja og skynsamlegri af-
stöðu af beggja hálfu.
— Afrika
Frh. af bls. 1
ætlunin að hið nýja sambands-
ríki verði hlutlaust í deilunum
milli Austur og Vesturs. Hins
vegar verður ekkert því til fyrir-
stöðu, að stjórn sambandsríkis-
ins kunni að meta það sem því
er vel eða illa gert.
Að tillögu þeirra forsæitisráð-
herranna á hvert ríki í samlband-
inu að hafa mikla sjálfstjórn. En
sambandið á að vera grundvöllur
fyrir stjórnmálaleg, efnahagsleg
og menningarleg samskipti og til
þess að sameina afstöðu Afríku út
á við. Ætlunin er að stofnaður
verði samibandsbanki ríkjanna og
að ferðalög milli þeirra verði
frjáls eins og um eitt ríki væri
að tefla.
Það er ætlun þeirra Nkrumah
og Touré. að yfirlýsing þessi geti
orðið til að ýta undir sjálfstæðis-
baráttu Afríkumanna, þegar þeir
vita, að jafnskjótt og lönd þeirra
hljóta sjálfstæði, munu þeir ekki
standa uppi einangnaðir, heldur
fá inngöngu í samfélag annarra
Afríkuþjóða.
Flugmaður dæmd-
o
ur fyrir smygl
Fyrir nokkru. var gerð tolleit í
flugvél er kom til landsins frá
Evrópuflughöfnum. Undir gólfi
í farþegarúmi, fundu tollverðirn-
ir alskonar auðseljanlegan varn-
íng, armbönd, úraarmbönd, næ-
lonsokka og sitthvað fleira. Það
kom í ljós að hér var um að
ræða smyglvarning, sem einn af
áhöfn flugvélari \'.ar svo kann-
aðist við að hafa sett þarna.
Nú er génginn dómur í máli því
er höfðað var gegn flugmannin-
um fyrir þetta og var hann dæmd
ur í 15,000 króna .sekt.
Skákmót Iðju
HRAÐSKÁKMÓT Iðju hefst kl.
2 í dag í félagsheimili múrara-
og rafvirkja Freyjugötu 27. Skák
stjóri Árni Jakobsson.
Spánverjar heiðra
ræðismann
sinn hér
MAGNÚS VÍGLUNDSSON, ræð-
ismaður Spánar á íslandi hefur
nýlega verið sæmdur heiðurs-
merki því, sem ber nafn ísabellu
drottningar hinnar kaþólsku
(1451—1504), að því er segir í
frétt frá utanríkisráðuneyti
Spánar. Er þetta elzta og vegleg-
asta heiðursmerki Spánverja, og
mun Magnús vera fyrsti íslend-
ingurinn er það hlýtur, en hann
var skipaður ræðismaður Spán-
verja hér árið 1948.
ísabella hin kaþólska varð
drottning Kastilíu árið 1474, og
hún barðist djarflega fyrir sam-
einingu Spánar í eitt ríki. Á
ríkisstjórnarárum hennar lagði
Kólumbus í leiðangur þann, er
leiddi til fundar Ameríku árið
1492, og studdi drottning áform
hans með ráðum og dáð. Og
frægt er í sögunni er hún bauðst
til að veðsetja eða selja skart-
gripi sína til að afla fjár til
greiðslu kostnaðar við leiðangur
Kólumbusar, er framlag ríkisins
reyndist ófullnægjandi.
Með sameiningu Spánar í eitt
ríki, og hinum miklu landafund-
um, var lagður traustur grund-
völlur að heimsveldi Spánar, er
Stóð með miklum blóma í full-
ar þrjár aldir.
Það er því að vonum, að Isa-
bella drottning hin kaþólska er
þjóðhetja í augum Spánverja,
sem telja sig standa í þakkar-
skuld við hana, svipað og Bretar
við Elísabetu drottningu hina L
Uppieisnarntenn í Pnnamo
lara beint í langeisið
PANAMA, 2. maí. (Reuter).
— í dag komu uppreisnar-
menn inn í höfuðborg Pan-
ama, en þeir komu sem fang-
ar. Þeir voru 87 talsins og
þar á meðal ein kona. Komu
þeir inn í borgina á átta stór-
um farþegavögnum, en áður
höfðu þeir verið sóttir í flug-
bátum til fiskimannaþorpsins
Nombre de Dios, þar sem
þeir höfðu búið um sig. Þegar
til Panamaborgar kom var
þeim ekið rakleitt í fangelsið.
Uppreisnarmenn gáfust upp
um hádegisbil í gær. Breiddu
þeir þá hvítan segldúk á mark-
aðstorg Nombre de Dios. —
Skömmu síðar lenti flugbátur
Panamastjórnar fyrir utan höfn
bæjarins og sendi fulltrúa á land,
sem fékk uppreisnarmenn til að
undirrita uppgjafarskilmála.
Vel hafði uppreisnarmönnum
verið tekið í þessu þorpi. Sér-
staklega höfðu þeir notið mikill-
ar kvenhylli, að því að sagt er.
Hópaðist kvenfólk staðarins sam-
an til-að kveðja þá og þrjár kon-
ur fengu að koma með þeim til
Inflúensa og kulda
tíð í Kjós
Valdastöðum 30. april ’59.
Inflúensufaraldur sá, sem stung-
ið hefir sér niður undanfarið,
breiðist nú út um sveitina. Á
sumum bæjum tekur það næstum
alla í einu, og verður fólk að pína
sig á fótum, til þess að sinna
venjulegum sveitastörfum. En
fólk reynir að hjálpa hvað öðru
eftir því, sem hægt er.
Aðelns minnl kuldi en undanfarið
Nú er þetta kuldakast búið að
standa í viku. Hefur frost kom-
izt upp í 5 stig sumar nætur. Sá
litli gróður, sem byrjaður var
að sjást um sumarmálin, er nú
með öllu horfinn aftur. Haldist
kuldatíð lengi ennþá, getur það
orðið ýmsum erfitt, þar sem vitað
er, að heybirgðir minnka nú óð-
um hjá sumum bændum. Enda
munu menn telja, að veturinn
hafi verið heldur gjafafrekur,
þrátt fyrir lítil snjóalög, og frem
ur væg frost nema helzt í janúar.
Og ekki bætir það úr þar sem
allmargt af ám er borið á sum-
um bæjum, allt að 30—40 sums
staðar. Er allerfitt að hirða svo
margt lambfé í húsi. En ekki er
um annað að tala, á meðan svona
viðrar. En í dag er þó aðeins
hlýrra en verið hefur
St. G.
Panama, enda alls ekki við það
komandi að slíta þær frá hin-
um nýfengnu unnustum sínum.
Samband Ameríkuríkjanna,
sem stutt hefur Panamastjórn
með ráðum og dáð við að bæla
niður innrásina í Panama hefur
nú gefið út fyrirskipun um að
heimilt skuli að rannsaka hvert
skip sem nálgast strendur Pan-
ama. Óttast menn að fleiri inn-
rásarskip muni koma frá Kúbu.
Orgeltónleíkor
RAGNAR BJÓRNSSON hélt
fyrstu organtónleika sína í Dóm-
kirkjunni 27. og 28. apríl á veg-
um Tónlistarfélagsins. Á efnis-
skránni voru verk eftir Bach,
prelúdíur og fúgur í C-dúr, G-
dúr og Es-dúr. Tveir Vivaldi-
konsertar í útsetningu Bachs,
G-dúr og a-moll og tríósónata í
Es-dúr. — Ragnar lauk prófi í
organleik fyrir nokkrum árum
við Tónlistarskólann hér með
prýði. Síðan hefir hann að mestu
stundað kórstjórn og dvalið er-
lendis og lagt stund á kór- og
hl j ómsveitarst j órn.
í vetur tók hann svo aftur til
óspilltra málanna og æfði oft af
miklu kappi, og árangurinn var
hinn bezti; tónleikar þeir hinir
fyrstu sem hann hélt nú voru
honum til mikils sóma. Ragnar
er afbrágðs organleikari, vand-
virkur og nákvæmur í túlkun
sinni. Var • mjög ánægjulegt að
hlusta á þessa tónleika og vöktu
þeir mikla athygli áheyrenda.
Má vænta mikils af Ragnari sem
organleikara I framtíðinni.
P. í.
Slæmar pósi-
samgöngur
NESKAUPSTAÐ, 2. maí. — í dag
laugardag annan í sumri eru nýj
ust Reykjavíkurblöðin sem hing-
að hafa borizt orðin nær hálfs-
mánaðar gömul. Síðustu blöðin
sem komu eru frá síðasta sunnu-
degi í vetri 19. apríl og nýjasti
Reykjavíkurpósturinn mun hafa
farið úr Reykjavík næsta dag,
mánudaginn 20. apríl. Er mönn-
um hér óskiljanlegt hvernig á
þessu stendur. Oddskarðsvegur
hefur verið fær mest allan tím-
ann og vitað er að blaðapóstur
frá síðastl. þriðjudegi barst til
Eskifjarðar, næsta byggðaralgs,
á fimmtudaginn. Póstur er vænt-
anlegur með Heklu í kvöld og
fáum við hann sennilega í hend-
ur á mánudag og verður þá hálf-
ur mánuður frá seinasta sunnan-
pósti. — Axel.
Innilegar þakkir færi ég öllum vinum og vandamönn-
um, sem heiðruðu mig og glöddu með gjöfum, heillaskeyt-
um og kvoíjum í tilefni af áttræðisafmæli mínu 25. apríl.
Drottinn blessi ykkur öll.
Guðmundur Stefánsson, Hvammstanga.
Móðursystir mín
MARÍA ÞORKELSDÓTTIR
frá Ormsstöðum,
til heimilis að Óðinsgötu 2, andaðist 30. apríl.
Fyrir hönd vandamanna.
Anna Guðmundsdóttir, Njálsgötu 74.
Móðir okkar og fósturmóðir
LÁRETTA STEFÁNSDÓTTIR
lézt á sjúkrahúsinu Sólheimum að morgni hins 1. maí.
s Hrefna Pétursdóttir,
Ninna P. Dunír, Láretta Tryggvadóttir.
Systir mín
KRISTlN MAGNtJSDÓTTIR
sem andaðist að Kleppi 23. apríl verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju mánudaginn 4. maí kl. 10,30.
Guðrún Magnúsdóttir.
Eiginmaður minn
JÓN SIGURÐSSON
Baldursgötu 37,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 3. maí
kl. 2 e.h. Blóm og kransar afþakkað, en þeim sem vildu
minnast hins látna er bent á Ekknasjóð Reykjavíkur.
Guðrún Felixdóttir.
Faðir okkar og tengdafaðir
DANlEL JÓHANN DANlELSSON
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þann 4. þ.m. kl. 3
eftir hádegi.
Magnús Daníelsson, Páll Daníelsson,
Margrét Kristinsdóttir, Þorbjörg Jakobsdóttir,
Jóna Olsen, Róbert Olsen.
Jarðarför konunnar minnar og móður okkar
ÖNNU OLGEIRSDÓTTUR,
hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu, Bjargi, Ytri-
Njarðvík kl. 1 e. h. á mánudag. Síðan fer fram minning-
arathöfn í Keflavíkurkirkju. Að henni lokinni verður lagt
af stað til Hellissands, þar sem jarðsett verður að
Ingjaldshóli.
Bló mok kransar afbeðnir.
Karvel Ögmundsson,
og börnin.
Útför
JÓNS GUÐMUNDSSONAR,
fyrrv. gestgjafa Valhöll Þnigvöllum,
fer fram þriðjudaginn 5. maí. Kveðjuathöfn verður í Dóm
kirkjunni í Reykjavík kl. 10,30 f.h. og verður útvarpað.
Jarðsett verður að Þingvöllum sama dag kl. 2,30 e.h.
Ferðir frá B.S.f. kl. 1
Blóm afbeðin, en þeim, sem minnast hins látna er bent
á Landgræðslusjóð. Minningarspjöld fást í bókabúðum
Lárusar Blöndals.
Fósturbörnin.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför sonar okkar
GRÉTARS JÓNSSONAR
frá Nesjavöllum í Gafningi.
Fyrir hönd okkar, barna okkar og annarra vanda-
manna.
Guðbjörg Guðsteinsdóttir, Jón M. Sigurðsson.