Morgunblaðið - 15.05.1959, Blaðsíða 6
t
MORVVISHLAÐIÐ
Föstudagur 15. maí 1959
Fimmtugur i dag
Ingólfur Jónsson frv. ráðherra
INGÓLFUR JÓNSSON alþingis- var formaður kjötverðlagsnefnd-
maður er 50 ára í dag, því fædd
ur er hann hinn 15. maí 1909 að
Bóluhjáleigu í Djúpárhreppi, en
þá bjuggu þar foreldrar hans,
Jón Jónsson bóndi og húsfrú
Anna Guðmundsdóttir, sem enn
lifir í hárri elli.
Ingólfum ólst upp í mannvæn-
legum systkinahóp hjá foreldr-
um sínum, en þau bjuggu síðar
að Hrafntóftum í sama hreppi,
en þaðan fór hann fyrst að heim-
an með holl uppeldisáhrif frá
sinum góðu foreldrum, að Hvítár-
bakka í Borgarfirði, til þess að
afla sér menntunar á alþýðu-
skólanum þar.
Þó skólagangan væri eigi löng,
varð lærdómurinn Ingólfi nota-
drjúgur, svo sem raun ber vitni.
Strax í æsku komu þau ein-
kenni í ljós er bentu til að Ingólf-
ur yrði afkastamaður, og hefi ég
fyrir mér í því efni orð góðra
nágranna hans frá uppvaxtar-
árunum.
Vann hann af miklum dugn-
aði við bústörf hjá foreldrum
sínum og við sjósókn í Vest-
mannaeyjum á vetrum, unz hann
fór að gefa sig að verzlunar-
störfum, fyrst lítinn tíma á Ak-
ureyri, en síðan að Rauðalæk,
í bæði skiptin í annarra þjónustu.
En allt frá þeim tíma að kaup-
félagið Þór var stofnað árið
1935 hefur hann verið kaupfé-
lagsstjóri þess félags að Hellu.
Rækt hefur hann starf sitt sem
kaupfélagsstjóri með mikilli ár-
vekni, enda hefur félagið dafnað
vel í hans höndum og hann hefur
ekki brugðizt því trausti sem
forustumenn kaupfélagsins báru
til hans, þegar hann tók að sér
framkvæmdastjórn félagsins 25
ára að aldri, en þá var honum
sem ungum manni sýndur mik-
ill trúnaður.
Arið 1942 þegar Ingólfur var
aðeins 33 ára gamall kusu Sjálf-
stæðismenn í Rangárvallasýslu
hann á Alþing, og hefur Ingólfur
við vaxandi fylgi og traust verið
þingmaður Rangæinga síðan,
fyrst sem annar þingmaður
þeirra, og nú yfir tvö kjörtíma-
bil fyrri þingmaður sýslunnar.
Ingólfur Jónsson hlaut skjót-
an frama upp í æðstu ábyrgðar-
og virðingarstöður í þjóðfélag-
inu, því árið 1953 verður hann
viðskiptamálaráhðerra Islands
m. m. —
Naut hann verðugs trausts
Sjálfstæðisflokksins þegar hann
var útnefndur ráðherra, en þvi
starfi skilaði hann af sér 1956
með hinni mestu sæmd.
Þessar tilvitnanir sýna að
Ingólfur Jónsson hefur áunnið
sér mannhylli í ríkum mæli, og
að hann hafi hlotið mikla og far-
sæla mannkosti í vöggugjöf.
Það er almannarómur bæði
innan sýslu sem utan að Ingólfur
Jónsson- sé mjög duglegur mað-
ur, að hverju sem hann gengur.
Ég hefi í fullan aldarfjórðung
haft náin kynni af Ingólfi Jóns-
syni og þekki hann að því að
unna sér lítillar hvíldar. Get ég
því staðfest orðróminn um dugn-
aðinn og stjórn hans á sínu
starfsfólki. Það er engin værðar-
molla yfir honum. Þess vegna
ætlast hann til hins sama af
öðrum, og er hann þó hjúasæll.
Mig grunar að hann hafi líka
þótt stórvirkur og stórhuga í
störfum sínum á Alþingi og oft
hefur hann komið heim úr því
„veri“ með góðan hlut til handa
Rangæingum, fyrst og fremst
þegar skriður var að komast á
rafvæðinguna í landinu, og ekki
lét hann sinn hlut heldur eftir
liggja í því að koma vegamálum
og vatnamálum sýslunnar í betra
horf eftir að hann var kosinn
á Alþing.
Það þekkja allir að yfirleitt
skal það fram sem hann vill, eða
tekur að sér, ef þess er nokkur
kostur, sbr. aðgerðir hans í verð-
ar og umfram allt hefur honum
verið það metnaðarmál að bregð-
ast ekki trausti umbjóðenda
sinna, og láta gott eitt af sér
leiða.
Eins og aðrir þeir sem starfa
við stjórnmál, hefur hann ekki
komizt hjá orðasennum og að-
kasti, en þrátt fyrir það, hefur
verið svo með hann sem marga
aðra, sem í stórræðum standa,
að yfir þeim hvílir oft hulin
vernd, enda er Ingólfur ekki ill-
vígur bardagamaður en drengur
hinn bezti eins og hann á kyn
til, og ekki þekktur að því að
kveða upp harða dóma um and-
stæðinga sína á bak.
Ingólfur Jónsson er kvæntur
ágætri konu, Evu Jónsdóttur frá
Árbæ í Holtum og eiga þau tvö
efnileg böm, Guðlaugu og Jón
Örn.
Ég hygg að fjölmenni það, sem
sækir Ingólf Jónsson og konu
hans heim í dag, sýni og sanni
hve almennum vinsældum hann
á að fagna meðal Rangæinga,
bæði sem kaupfélagsstjóri, al-
þingismaður og síðast en ekki
sízt prívatmaður.
Er hann höfðingi heim að
sækja, og vill hvers manns
vandræði leysa. Sjálfur vil ég
persónulega þakka Ingólfi Jóns-
syni, konu hans, börnum, syst-
kinum og aldraðri móður hans
góð kynni og vináttu á liðnum
| árum, um leið og ég óska þess-
ari fjölskyldu allra heilla og
blessunar í framtíðinni.
Páll Björgvinsson.
★
RANGÁRVALLASÝSLA hefur
löngum verið talin blómlegt hér-
að og búsældarlegt. Hún er víð-
áttumikil, grasgefin og yfirleitt
góð til ræktunar. En mörg svöð-
ursár hefur hún fengið af völd-
um eldfjalla, jökla og norð-aust-
anvinda, sem berjast með mikl-
um hraða, einkum um útsýsl-
una og hafa oft valdið miklu
tjóni. Mannshöndinni hefur nú
tekist að hefta og græða sárin
og landauðnin, er áður var, er
nú sem óðast að færast í nýjan
búning og verða aftur að nytja-
landi.
í þessu umhverfi hefur Ingólf-
ur Jónsson, kaupfélagsstjóri og
alþingismaður, alist upp.
Ingólfur ólst upp í foreldrahús-
um og naut þar góðs uppeldis og
gagnlegrar fræðslu, fór síðan til
náms í Hvítárbakkaskóla og út-
skrifaðist þaðan. Dvaldi um tima
í Noregi við ýmis störf. Hann var
snemma bráðþroska og kappsam-
ur og fylgdi fast eftir hverju því
verkefni, sem hann tók sér fyrir
hendur eða var trúað fyrir, enda
var hann ungur kallaður til mik-
illa trúnaðar starfa.
Þegar Sjálfstæðismenn í Rang
árvallasýslu stofnuðu Kaupfélag-
Ingólfur Jónssc'
ið Þór, á Hellu, árið 1935, var
Ingólfur ráðinn framkvæmda-
stjóri þess og hefur verið það síð-
an. Þá voru erfiðir tímar og var
undravert hvernig Ingólfi tókst
með hverju ári að efla og styrkja
félagið, sem átti við lítið fjár-
magn og lélegan húsakost að búa.
Nú er kaupfélagið, fyrir löngu,
orðið stórt fyrirtæki og sýslubúum
trygging fyrir því að þeir þurfi
ekki að búa við verzlunareinok-
um í nokkuri mynd. Auk verzl-
unnar með almennar vörur rekur
kaupfélagið ýmiskonar iðnað
enda hefur á Hellu myndast nokk
urt þorp. Kaupfélagið hefur verið
mikil lyftistöng fyrir héraðið og
létt undir með bændunum í
þeirra mikla uppbyggingarstarfi,
sem hefur verið meira en nokk-
urn mun hafa órað fyrir á fyrstu
árum þess.
Ingólfur var fyrst kosinn á
þing vorið 1942, sem landkjör-
inn þingmaður, og í haustkosn-
ingunum það ár var hann kos-
inn þingmaður Rangæinga og
endurkosinn síðan með auknu
fylgi við hverjar kosningar.
Rangæingar mega þakka Ing-
ólfi fyrir mörg og margvísleg
störf, sem hann hefur unnið fyr—
ir hérað sitt. Með þingmannsferli
sínum hefur hann verið óskiptur
forystumaður þeirra bæði í hér-
aði og á Alþingi.
Formaður kjötverðlagsnefndar
varð Ingólfur 1942. Frá þeim tíma
eigum við bændurnir honum að
þakka að við höfum fengið sem
næst kostnaðarverð fyrir kjötið.
Áður höfðu bændur tæpast
mannsæmilega afkomu.
í síðasta ráðuneyti Ólafs Thors
var Ingólfur ráðherra viðskipta,
iðnaðar og heilbrigðismála við
góðan orðstír.
Kvæntur er Ingólfur, Evu
Jónsdóttir, Jónssonar bónda á
Árbæ, hinni mikilhæfustu konu
og hefur hún verið manni sínum
mikill styrkur í hans umfangs-
mikla starfi. Heimili þeirra er
alþekkt fyrir alúð og gestrisni.
Þau eiga tvö myndarleg börn.
Um leið og ég óska Ingólfi til
hamingju á þessum merkistíma-
mótum í ævi hans, vil ég færa
honum og fjölskyldu hans, beztu
þakkir fyrir ágætt samstarf, vin-
semd og ánægjulegar samveru-
stundir. Það er ósk mín að við
Rangæingar megum sem lengst
njóta starfskrafta hans, sem for-
yztumanns, því það verður fyrir
öllu vel séð, sem honum er trú-
að fyrir.
Þorgils Jónsson
★
UM hið söguríka og fagra Rang-
árþing er í dag mikil mannaferð.
En nú fara menn þar ekki um
undir vopnum, og takmarkið er
ekki að heyja hildi við Rangá.
Engin herör er uppskorin og eng-
um er geigur í brjósti. Þvert á
móti. Rangæingar halda að Hellu
glaðir og fagnandi til þess að
hylla héraðshöfðingja sinn og
oddvita, Ingólf Jónsson alþingis-
mann og fyrrverandi ráðherra.
Hann situr þar fimmtugur að óð
ali sínu, ungur og óþreyttur og
aldrei sókndjarfari og hæfari
um að vinna héraði sínu og landi
vel og drengilega en einmitt nú.
En Ingólfi Jónssyni berast ekki
aðeins árnaðaróskir í dag frá
fólkinu í ættarhéraði hans. Hann
er landsþekktur maður, sem unn-
ið hefur sér mikið álit meðal
þjóðar sinnar fyrir farsæl og
gifturík störf á Alþingi, í ríkis-
stjórn og fjölmörgum stofnun-
um, sem hann hefur verið við
riðinn, og hér verða ekki taldar.
En völd og mannaforráð eru þó
ekki mesta gæfan, sem Ingólfi
Jónssyni hefur hlotnast. Hitt er
miklu meira virði að hann er við-
urkenndur drengskapar- og hæfi-
leikamaður, sem nýtur vináttu og
trausts, ekki aðeins í heimahög-
'um, heldur meðal allra, sem
hann hefur starfað með.
Við, sem um alllangt skeið
höfum unnið með honum fögn-
um því fyrst og fremst í dag, að
hann er ennþá ungur og vaxandi
maður. Þrátt fyrir mikið og far-
sælt starf á fjölmörgum sviðum
á hann þó miklu meira ógert.
Það eiga allir afkastamenn ævin-
lega. Þessvegna setjast þeir aldrei
um kyrrt heldur halda barátt-
unni áfram fyrir nýjum viðfangs
efnum og áhugamálum.
Þannig skilja menn samtíð sína
og hlýða kalli nýs tíma.
Lifðu heill og sæil, vinur og
félagi.
—S. Bj.
Styrkir Raunvísinda-
deildar Vísindasjóðs
SKRA um veitta styrki við aðra út-
hlutun Raunvísindadeildar -Vísinda
sjóðs í maí 1959.
I. Eðlisfræði og kjarnorkuvsindi;
stjörnufræði, efnafræði og stærðfræði.
1. Eðlisfræðistofnun Háskólans 30000
Til smíða á segulsviðsmæli af
nýrri gerð.
2. Óskar B. Bjarnason, efnafr. 10000
Vegna ritgerðar um íslenzkan
mó.
3. Dr. Steingrímur Baldursson 60000
Til ranns. í hydro-magne-
tik og plasma-fræði við tækni
háskólann í Stokkhólmi.
skrifar úr
daglega lífinu
1
Skýringar
frá Apotekarafélaginu
OÍÐASTLIÐINN þriðjudag birt
^ ist h' í dálkunum bréf frá
manni, sem ekki var ánægður
með viðskipti sín við prjár af
lyfjabúðum bæjarins. Hafa Vel-
vakanda nú borizt skýringar eða
leiðréttingar frá Apotekarafélagi
fslands á því sem bréfritari
ræddi um.
Samkvæmt þeim er ofureðlileg
skýring á mismunandi verði á
lyfjum þeim, sem bréfritari
keypti í nóvember ’58. 16. jan.
’59 og í marzmánuði sama ár,
enda eru öll lyf seld samkvæmt
lyfsöluskrá, útgefinni af heil-
brigðismálaráðuneytinu. Verðið
á lyfinu sem keypt var 22/11 er
samkvæmt þágildandi lyfsölu-
skrá. 10. desember sama ár var
gefin út ný lyfsöluskra, sem
breytti verði á lyfjum og hefur
viðkomandi því fengið það á því
verði 16/1 ’59. Verðið á sama lyfi
lækkaði áður en hann keypti það
næst, 9/3, samkvæmt nýjum á-
kvæðum í lyfsölusnrá, en þau
voru til samræmis við aðrar
lækkanir.
Mun þetta einnig gefa skýr-
Lyf sem verksmiðjur
ábyrgjast ákveðinn tíma
VARÐANDI glös sem skilað er
í apotekin, vilja apotekarar
taka það fram, að auk þess sem
þau eru þvegin þarf að dauð-
hreinsa þau (sterilisera) áður en
hægt er að nota þau aftur. Það
er mikil vinna og alltaf mun
ganga talsvert úr glösunum.
Bréfritari hafði fengið lyf,
sem á stóð exp. March ’59, af-
greitt í maí, og taldi að áletr-
unin táknaði það að lyfið hefði
Um lífeyrissjóð lyfjafræðinga er
það að segja, að fyrirkomulag
hans er hliðstætt því, sem er á
lífeyrissjóðum starfsmanna ríkis
og bæja, og greiða apótekarar
6% af launúm lyfjafræðinga í
þann sjóð. eins og aðrir vinnu-
veitendur.
Hvað næturgjaldinu viðvíkur
er það aðeins tekið þegar lagðir
eru inn í apótek að kvöldi og
næturlagi gamlir lyfseðlar.Vegna
nýrra lyfseðla, sem skrifaðir eru
af næturlækni og á er skrifað
ingu á mismunandi verði við önn
lagsmálum bænda, meðan hann ur lyfjakaup viðkomandi manns.
misst gildi sitt. Varðandi þetta | „nocte“ er ekki tekið nætur-
atriði fullyrða apótekarar, að gjald. Var þetta gert til að
þeir láti ekki út lyf eftir þann draga úr því, að fólk kæini með
tíma sem lyfjaverksmiðjan1 gamla lyfseðla að næturlagi í
segist ábyrgjast þau 100%. Verið apótek. Þegar þessi ákvæði voru
geti að umrætt lyf hafi verið ’ tekin upp, voru mjög mikii brögð
látið, ef ekki hefur verið annað að því að fólk misnotaði nætur-
nýrra fyrir í apótekinu, e. t. v. ! vaktina, ssekti t. d. ekki lyf fyrr
að næturlagi, þegar ekki var í en það kom af bíó eða dansleikj-
önnur hús að venda, enda eru um> það hefði lagt lyfseðilinn
allar líkur fyrir því að lyf sem ! inn að deginum. Þetta nætur-
er komið einn til tvo mánuði! gjald gekk áður fyrr í styrkt-
fram yfir hið umrædda tíma-! arsjóð lyfjafræðinga, en rennur
bil sé 100% ógallað. í hæsta
lagi gæti það verið um 1—2%
rýrnum að ræða.
Næturgjaldið
af gömlum lyfseðlum
ÞÁ kemur að greiðslunni, sem
bréfritari kvaðst hafa innt
af hendi í lífeyrissjóð apótekara.
nú í lífeyrissjóð þeirra, án þess
að losa apótekarana á nokkuri:
hátt frá að greióa 6% greiðsluna
í Iífeyrissjóðinn, eins og gefið var
í skyn í fyrrnefndu bréfi.
Ofangr.indar upplýsingar eru
frá Apotekarafélagi Islands og
liggur málið þá vonandi ljóst
fyrir.
II. Liæknisfræði, líffræði og
lífeðlisfræði.
4. Guðm. Eggertssonmag.scient 60009
til rannsókna í gerla- og
veiru-efnafræði í London.
5. Hjalti Þórarinsson læknir.. 30009
Til framh. á eftirrannsókn-
um á sjúklingum, er gengið
haía undir skurðaðgerð á
lungum.
v. Jóhann Axelsson mag. scient 30009
Til framhaldsrannsókna á líf-
eðlisfræði tauga- og vöðva-
kerfis.
. Kjartan R. Guðmundss, lækn. 10009
Til rannsókna á sjúkdómn-
um sceresis disseminata
(heila- og mænusigg), tíðni
hans, ættgengi og útbreiðslu
á íslandi.
8. Ólafur Jensson, læknir ..... 10009
9. Stefán Haraldsson læknir .... 30009
Til rannsókna á blóðrás vax-
andi og fullþroska beina og
á sjúkdómum ostecchondros-
is juvenilis capituli. Stefán
vinnur að þessum rannsókn-
um í Lundi.
10. Tómas Helgason læknir ...... 60009
Til þess að ljúka rannsóknum
sínum á tíðni og gengi tauga-
og geðsjúkdóma á íslandi og
ganga frá riti um þær.
III. Jarðfræði.
11. Jöklarannsóknarfélag íslands 30009
Til kaupa á rannsóknartækj-
um.
12. Náttúrugripasafn, jarðfræði-
og landfræði-deild ......... 5409
Vegna kostnaðar við gerö
jarðfræðikorta.
13. Jóhannes Áskelsson mennta-
skólakennari ................ 6159
Til greiðslu á myndatöku af
íslenzkum steingerfingum.
14. Jón Jónsson,. jarðfræðingur 5009
Til jarðfræðirannsókna í
Hornaíirði.
IV. Grasafræði, dýrafræði, fiski-
fræði og haffræöi.
15. Náttúrugripasafn, dýrairæðid. 5009
Til starfrækslu fuglamerk-
ingastöðvar á Miðnesi.
16. Sama stofnun .............. 10000
Til kaupa á ritum, er varða
rannsóknir á stofnsveifium
dýra.
17. Safnritið ZOOLOGY OF ICE-
LAND (Dýralíf íslands) .... 10009
Vegna rannsóknar á íslenzk-
um bandormum, sem ritið
hefur ráðið svissneskan sér-
fræðing til.
18. Sama rit.................... 7009
vegna ritgerðar Ingvars Hall-
grímssonar um dýrasvif við
strendur íslands.
Framh. á bls. 23.