Morgunblaðið - 15.05.1959, Blaðsíða 14
14
MORCUNBT. 4 ÐIÐ
Föstudagur 15. maí 1959
— Ræða Sigurbar
Bjarnasonar
Framh. af bls. 13.
stjórnarinnar einnig mjög á rækt
unarframkvæmdum bænda.
Framlag til stjórnarráð-
| húss mátti ekki lækka
Það var táknrænt um rökþrot
Framsóknarmanna í útvarpsum-
ræðunum í gærkveldi, að ein
helzta hneykslunarhella þeirra í
fjáriagaafgreiðslunni var niður-
feiiing á 1 millj. kr. framlagi til
byggingar nýs stjórnarráðshúss.
Hvað finnst nú fólki I sveitum
landsins um þá baráttu Fram-
sóknarflokksins fyrir strjálbýlið,
sem birtist í þessu. Þegar fjár-
málaóreiða Eysteins Jónssonar er
að sliga þjóðarbúið. og með
harmkvælum er hægt að halda
uppi nauðsynlegustu verklegum
framkvæmdum í þágu framleiðsl
unnar, þá er það glæpur að áliti
Framsóknarmanna að fella niður
1 rnillj. kr. framlag til nýs stjórn
arráðshúss, sem ekki er byrjað
á, en á þó 6 millj. kr. geymdar í
sjóði! Þetta er ekki ónýt barátta
fyrir hagsmunum strjálbýlisins
eða hitt þó heldur.
í sam'randi við niðurskurðartal
Framsóknarmanna má svo enn
benda á það, að framlag til hafn-
argerðar- og lendingarbóta eru
hækkuð og auk þess aflað veru-
Jegs Jánsfjár til þess að vinna í
stærri stíl að því að fullgera
nokkrar hafnir en unnt hefur
verið undanfarin ár.
Til raforkuframkvæmdanna
hefur einnig verið tryggt fjár-
magn, þannig, að hvergi verður
dregið úr aforkuframkvæmdum
eða úr þeirri þjónustu, sem
áformað er að veita almenningi
með rafvæðingaráætluninni, sem
Sjálfstæðismenn beittu sér fyrir
að gerð varð siðast er Ólafur
Thors hafði stjórnarforystu.
Sannleikurinn er sá, að hróp-
yrði Framsóknarmanna um nið-
urskurð verklegra framkvæmda
sýr.a, hversu þessi flokkur hefur
nú glatað ráði og rænu eftir hið
stórfelda skipbrot vinstri stjórn-
arinnar.
Grátbað Sjálfstæðis-
flokkinn um að koma
i stjórn
Hv. þm. Strandamanna þuldi
ófagra lýsingu á Sjálfstæðis-
flokknum í ræðu sinni hér í gær-
kveldi. I
En allir Islendingar vita, að
þessi sami hv. þm. átti það
úrræði eitt eftir að vinstri
stjórnin var hrokkin upp af j
klakknum, eftir að verkalýðs-
samtökin höfðu neitað honum .
að framlengja valdaferil hans j
• nm einn einasta mánuð, að j
koma i. hnjánum, grátklökk-
ur til Sjálfstæðisflokksins og
biðja hann að koma með sér
i ríkisstjórn, til þess að bjarga
því sem bjargað yrði.
Sjálfstæðisflokkurinn var ekki
vondur flokkur, ef hann vildi
framlengja valdaferil Hermanns
Jónassonar. En hann vildi það
ekki. Hann vildi gefa þjóðinni
kost á að gera upp við skrum-
stjórnina.
Það er vissulega kaldhæðni
örlaganna að ailir þeir stjórn-
málaflokkar, sem á sinum tíma
mynduðu vinstri stjórnina og
lýstu Sjálfstæðismönnum sem
„óvinum alþýðunnar" og þjóðfé-
lagsins, skuli, siðan stjórn þeirra
gafst upp, hafa átt þá ósk heit-
asta, að komast í ríkisstjórn með
Sjálfstæðisflokknum, og njóta
stuðnings hans og ráða til þess
að leysa þau vandkvæði. sem
þeir sjálfir hafa átt mestan þátt
í að skapa. Mun sú staðreynd
vissulega verða íslenzkum kjós- j
endum áhrifameiri leiðbeining
en máttvana óhróður kommún-
ista og Framsóknarmanna um
SjáJfstæðisflokkinn í þessum
umræðum.
Sá af þm. Framsóknarflokks-
inns, sem talaði af hvað minnstri
rökvísi hér í gærkveldi, spurði
að þvi, hvers vegna Sjálfstæðis-
menn beittu sér nú ekki fyrir
breytingum á hinum og þessum
lögum? Svarið við þessari fyrir-
spurn getur verið stutt. Sjálf-
stæðisflokkurinn er í minni hluta
á Alþingi. Hann hefur aðeins
samið um örfá tiltekin atriði við
Alþýðuflokkinn og kommúnistar
og Framsóknarmenn eru í meiri
hlúta i Efri deiid. Þess vegna er
ekki mögulegt að koma fram
margvíslegum, nauðsynlegum
lagabreytingum, sem Sjálfstæðis
menn hafa áhuga á.
Þ*rjú tímabil
Því Alþingi, sem nú er að
Jjúka, má skipta í þrjú tímabil.
Hið fyrsta stóð frá upphafi þings
ins til 4. desember, meðan vinstri
stjórnin var að veslast upp og
átta sig'á því að hún átti engin
sameiginleg úrræði til lausnar
vandamálanna.
Annað timabilið markaðist af
undirbúningi hinna nýju vald-
hafa að Dráðabirgðaráðstöfun-
um til að tryggja rekstur út-
flutningsframleiðslunnar og
standa við loforð sín um nýja og
réttlátari kjördæmaskipan.
Á þriðja tímabilinu og hinu
síðasta hafa málin svo fengið
lokaafgreiðslu, eins og lýst hef-
ur verið í þessum umræðum.
Við Sjálfstæðismenn höldum
því ekki fram að allur vandi hafi
þegar verið Jeystur. Þvert á
móti segjum við þjóðinni þann
sannleika, að aðeins hafa verið
stigin fyrstu skrefin með bráða-
birgðaráðstöfunum til þess að
halda atvinnutækjum þjóðarinn
ar í gangi og firra því yfirvof-
andi hruni, sem leitt hafði af
verðbólgustefnu vinstri stjórnar
Þokan er að hverfa
Snjórinn er að bráðna, þokan
að hverfa. Fyrir oss er land, sem
vill grænka.
Mér koma þessi orð hugsjóna-
mannsins og rithöfundarins Kai
Munk í huga í þann mund, sem
við erum að ganga af þessu við-
burðaríka þingi. Þoku vinstri
stjórnarinnar hefur létt af Al-
þingi. Þjóðin sér nú aftur handa
sinna skil, gerir sér ljóst, hvar
hún er á vegi stödd. hvernig þau
loforð hafa verið efnd, sem henni
voru gefin fyrir tæpum 3 árum,
þegar hún gekk að kjörborðinu.
Þessi 3 ár hafa verið einn lær-
dómsríkasti tími íslenzkrar
stjórnmálasögu . Nú vita allir Is-
lendingar, hvað vinstri stjórn er,
og hver áhrif stefna hennar hef-
ur á lífskiör þeirra. Hvert ein-
asta heimili á íslandi, í sveit og
við sjó, hefur orðið þeirra vart.
Aldrei hefur nokkur ríkisstjórn
í þessu landi reynzt jafnúrræða-
laus, sundurþykk og lánlaus og
þessi stjórn, sem þó hafði lofað
því hátíðlegar en nokkur önnur
að leysa öll vandkvæði og miða
allt sitt starf við hagsmuni al-
þýðu manna. En einmitt það fólk,
sem mestu var lofað, varð harð-
ast úti í gerningarþoku vinstri
stjórnarinnar. Fátækasta fólkið
hefur tapað mestu í því verð-
bólguflóði, sem síðasta stjórn
Hermanns Jónassonar hellti yfir
íslenzkt efnahagslíf og bjarg-
ræðisvegi.
Það er gamla fólkið, sem lifir
á lágum ellistyrk, sparsamt fólk,
sem lagt hafði upp nokkrar krón
ur til efri áranna, bændur og
aðrir framieiðendur, sem þurftu
að kaupa vélar og tæki, unga
fólkið í sveitum og sjávarbyggð-
um, er var að stofna til búskap-
íhúð óskas'
2ja herb. góð íbúð óskast strax. Þrennt í heimili.
Góð greiðsla I boði og fyrirframgreiðsla eftir sam-
komulagi. Uppl. í síma 1-16-69.
ar og heimilishalds, sem sárast
er Jeikið af eyðileggjandi áhrif-
um hinna stjórnlausu dýrtíða,
sem vinstri ævin' '’-’ð Jeiddi yfir
almenning.
Fyrir oss er land sem
vill grænka
— En fyrir oss er land sem vill
grænka. —
fslenzka þjóðin lætur ekki við
það eitt sitja að gera sér ljóst,
hvernig vinstri stjórnin Jék
hana, og hversu hrapallega hún
brást vonum þess fóJks, sem trúði
því í einlægni að slík stjórn
myndi verða því skjól og skjöld-
ur. Allur almenningur hugsar
lengra. Fólkið dregur sínar
ályktanir af reynslunni, ekki
sízt ef hún er beizk og hefur vald
ið því tjóni og vonbrigðum. .
Og þegar að því er komið, að
draga ályktanir af ferli og falli
fyrrverandi ríkisstjórnar, kemur
þetta fyrst og fremst upp í huga
hvers manns með heilbrigða
dómgreind:
Vinstri stjórnin og flokkar
hennar hafa fengið sitt tækifæri.
Þeir féllú á prófinu eftir 2 >/2 árs
valdaferil.
Nú verðum við að ráða á bát-
inn að nýju. Við -verðum að fá
nýjum mönnum forústuna,
freista nýrra úrræða til þesS að
komast út úr verðbólguöngþveit-
inu, létta af þjóðinni hlutdrægu
og spiJltu haftakerfi, ásamt
sligandi skattabyrði, og marka
nýja raunhæfa viðreisnar- og
uppbyggingarstefnu.
Felum Sjálfstæðis-
flokknum forustuna
Við skulum fela Sjálfstæðis-
flokknum þetta mikilvæga starf,
stærsta flokki þjóðarinnar, sem
á sterkar rætur í öllum stéttum
og starfshópum þjóðfélags okk-
ar og hefur sýnt það að hann þor-
ir að segja okkur satt um eðli
vandamálanna og hefur á liðnum
tima haft forgöngu um flestar
þýðingarmestu umbæturnar á
kjörum og allri aðstöðu lands-
manna.
Þessi hugsun hefur áreiðanlega
verið ríkust í huga mikils fjölda
Islendinga, einnig margra þeirra,
er á sínum tíma treystu vinstri
stjórninni, þegar hún sagði af
sér.
Sjálfstæðisflokkurinn lofar því
ekki að fullnægja allra óskum í
einu. En hann mun taka á vanda
málunum af festu og ábyrgðar-
tilfinningu með alþjóðarhag fyr-
ir augum.
Lausn landhelgismálsins
Eitt fyrsta verkefnið, sem Sjálf
stæðisflokkurinn mun snúa sér að
að leysa er landhelgismálið, sem
nú er á háskalegra stigi en menn
almennt gera sér ljóst. í því verki
verður að beita nýjum raunhæf-
um og ábyrgum vinnubrögðum,
stóraukinni kynningu á málstað
okkar og rétti þjóðarinnar til
fiskimiðanna umhverfis land okk-
ar. Við munum kalla á allan heim
inn, alla réttlætisunnandi menn
til stuðnings við minnsta lýðveldi
veraldar í baráttu þess gegn
nýlendustefnu og hernaðaraðgerð
um Breta, sem hvenær sem er
geta leitt til mannviga og stór-
slysa. Gegn slíku atferli stoða
ekki nótusendingar, sem enginn
tekur mark á.
Það er alþjóðlegt hneyksli að
einu mesta herveldi heimsins
skuli haldast það uppi mánuð eft-
ir mánuð, að beita vopnlausa smá
þjóð jafn svívirðilegum ofbeldis-
aðgerðum og Bretar hafa undan-
farið beitt íslenzku þjóðina, sem
jafnframt er bandalagsþjóð
þeirra. Þetta verður að segjast
hreint út og þess verður að krefj-
ast að varnarsamtök frjálsra
þjóða taki í taumana áður en það
er orðið of seint, áður en stór-
siys hafa orðið, sem haft geta ó-
fýrirsjáanlegar afleiðingar. En til
þess að þau geri það verðum við
að hafa manndóm til þess að kæra
Breta fyrir þeim og nota aðstöðu
okkar til að kynna hinn íslenzka
málstað. En á það hefur brost-
’iið til bessa.
Aukning framleiðsl-
unna
Annað þýðingarmesta verkefn
ið verður að gera raunhæfar ráð-
stafanir til þess að stöðva verð-
bólguna og koma efnahagslífi
þjóðarinnar á heilbrigðan grund-
völl.
Við Sjálfstæðismenn Jofum því
ekki að gera þetta með neinj^m
töfrabrögðum heldur með vand-
lega undirbúnum samræmdum
aðgerðum, sem geta tekið nokk-
urn tíma og kostað sjálfsafneitun
og stundarfórnir. Við segjumþjóð
inni sannleikann um ástandið eins
og það er, og treystum því að
hún vilji hlusta á hann, þó hann
sé sagður umbúðaiaust. Við mun-
um ekki falla í sömu gryfju og
vinstri stjórnin að reyna að telja
fólki trú um að við eigum „var-
anleg úrræði“, sem hægt sé að
beita án þess að nokkur finni til
þeirra, nenia hinir örfáu efna-
menn þjóðfélagsins.
Raunhæfasta úrræðið verður að
stuðla að aukinni framleiðslu,
stóraukinni þátttöku í útflutn-
ingsframleiðslunni og þar með
vaxandi gjaldeyristekjum.
Á þeim grundvelli einum er
mögulegt að afnema hið spillta
haftakerfi og margskonar hlut-
drægni og misrétti.
En til þess að hallarekstri gam-
alla og nýrra framleiðslutækja
verði með tímanum útrýmt, verð-
ur þjóðin að miða lífskjör sín og
eyðslu, fjárfestingu og fram-
kvæmdir við arðinn af starfi sínu
á hverjum tíma, á sama hátt og
hygginn heimilisfaðir miðar út-
gjöld fjölskyldu sinnar við tekj-
ur sínar.
Það er þess vegna ekki nóg,
eins og kommúnistar vilja vera
láta, að kaupa ný framleiðslutæki
til lands og sjávar. Við verðum að
tryggja rekstur þeirra. Því að-
eins geta þau aukið arðinn af
starfi þjóðarinnar og myndað
traustan afkomugrundvöll.
Sættir vinnu og f.i;Vr-
magns
Við munum stuðla að því eftir
fremsta megni að sætta vinnu og
fjármagn, koma á samstarfi milli
verkalýðs- og vinnuveitenda um
uppbyggingu atvinnutækjanna og
heilbrigðan rekstur þeirra, um
leið og við vinnum að því að gera
hlutdeild fólksins í sveitum og
við sjó í þeim arði sem það skap-
ar eins mikla og greiðslugeta
þeirra leyfir.
Sjálfstæðisfl. mun leggja á-
herzlu á, að skapa sem mest jafn
ræði milli fólksins í strjálbýli og
þéttbýli, þannig að enginn þurfi
að flýja frá þjóðnýtum fram-
leiðslustörfum úti um land,vegna
þess að hlutur hans sé verri en
höfuðborgarbúa eða annarra íbúa
þéttbýlisins.
Það jafnvægi í byggð lands-
ins, sem við berjumst fyrir, er,
að góðir mögtuleikar til þrótt-
mikils framleiðalustarfis séu
hagnýttir og að þeim hlúð,
hvar sem er á íslandi, hvort
sem er í sveit eða sjávarbyggð.
f kjölfar slíks jafnvægis kem
ur síðan jafréttl fólksins í
strjálbýlinu til þess að njóta
atvinnuöryggis og lífsþæg-
inda. En aðeins það jafnrétti
getur stöðvað hinn stöðuga
straum fólksins úr sveitum
og sjávarþorpum til Reykja-
víkur. Ranglát kjördæmaskip-
un getur það hinsvegar ekki
eins og reynsla liðins tíma
sannar áþreifanlega.
Samvinna byggða»r-
laganna
Við Sjálfstæðismenn munum
nota hina nýju kjördæmaskipun
til þess að laða krafta fólksins í
öllum landshlutum til samvinnu
um nauðsynlegar umbætur, hvort
heldur er á sviði atvinnumála,
samgöngu- og raforkumála eða
félags- og menningarmála. Við
viljum að fólkið i hinum nýju
kjördæmum til sjávar og sveita
rétti hvort öðru bróður- og syst-i
I urhönd í baráttu þess að sameig-
I inlegu marki: Velferð þess sjálfs,
uppbyggingu og framförum.
Engu er líkara en að Fram-
sóknarmenn hyggist snúast gegn
hagsmunamálum strjálbýlisins ef
þeir verða kjörnir í stærri kjör-
dæmum en þeir hafa áður verið
fulltrúar fyrir. Við Sjálfstæðis-
menn lýsum því hins vegar yfir
að við munum eftir sem áður
vinna af alefli fyrir oltkar gömlu
kjördæmi og kjósendur um leið
og við teljum okkur skylt að
gæta hagsmuna okkar nýju kjós-
enda í hinum stækkuðu kjördæm
um.
Við munum beita okkur fyrir
hagnýtingu auðlinda landsins, á-
framhaldandi virkjun vatnsafls
og jarðhita og nota hina nýju
orku til uppbyggingar nýrra at-
vinnugreina og eflingar þeirra,
sem fyrir eru. Meiri ræktun lands
ins ,aukinn fiskiðnaður, stækk-
andi fiskiskipafloti, fjölbreyttari
iðnaður og bætt hafnar- og lend-
ingarskilyrði eru að okkar hyggju
hyrnfngarsteinar þeirrar fram-
leiðsluaukningar, sem verður að
fylgja í kjölfar óhjákvæmilegra
ráðstafana til sköpunar jafnvægis
í efnahagsmálum okkar og þjóð-
arbúskap.
Nýir mairkaðir — f jöl-
breyttari framleiðsla
Okkur duga engar pappírsráð-
stafanir til þess að skapa slíkt
jafnvægi. Ef við viljum tryggja
hin góðu lífskjör og halda áfram
að bæta þau, dugir ekkert annað
en að auka arðinn af starfi okk-
ar, stækka kökuna sem við verð-
um að skipta milli Jandsins
barna. Við sköpum aldrei frið í
þjóðfélagi okkar, sættir milli
vinnu og fjármagns með því einú
að smækka skammtinn til hvers
einstaks starfshóps eða vinnu-
stéttar. Það er leiðin til illdeilna
og átaka. Þess vegna ríður okkur
lífið á að sameina kraftana í bar-
áttunni fyrir meiri framleiðslu,
fjölbreyttari framleiðslu, nýjum
mörkuðum og verðmeiri fram-
leiðsiu.
Sjálfstæðisflokkurinn býður
þjóðinni forustu sína í því mikla
uppbygingar. og viðreisnarstar.fi
sem framundan er. Hann lofar
því ekki að gera allt það sem
gera þarf í einu. Því getur engin
ábyrgur stjórnmálaflokkur lofað.
Við heitum því hins vegar, sem
íslendingar verða að krefjast af
öllum stjórnmálamönnum sínum,
að segja þjóðinni satt um getu
hennar á hverjum tíma og miða
framkvæmdirnar við hana.
Sameinumst á örlaga-
stundu
Herra forseti.
Góðir hlustendur.
Snjórinn er að bráðna, þok-
an að hverfa. Fyrir oss er
land, sem vill grænka.
Þoku vinstri stjórnarinnar,
sem brást allra vonum, er á
hana treystu, er létt af Al-
þingi Látum hana aldrei fram
ar sveipast um okkar ungu og
framsæknu þjóð, ísland vill
grsénka, með nýju vori, heil-
brigðu efnahagslífi og stjórn-
arfari. Og almenningur í öll-
um stjórnmálaflokkum vill
leggja hönd á plóginn
með gróandanum. íslend-
ingar skiptast ekki í illviljaða
menn og gójviljaða. Við er-
um aðcins fólk með mismun-
andi skoðanir og viðhorf tU
lífsins, gæða þess og mögu-
leika. Við Sjálfstæðismenn
treystum því að sú heilbrigða
dómgreind þessa fólks, sem
alltaf hefur sameinað það, á
hinum stóru stundum sjálf-
stæðisbaráttu þess, mum einn
ig nú, á mikilli örlagastundu
þoka því saman í orofa fylk-
ingu og sókn fyrir efnahags-
legri viðreisn, fyrir blóm-
legum þjóðarhag og fyrir fjár-
hagslegu og menmngarlegu
sjálfstæði.
Góða nótt og gleðilegt
sumar.