Morgunblaðið - 15.05.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.05.1959, Blaðsíða 10
10 FYRIR hvítasunnuna Tjöld Svefnpokar Bakpokar Vindsængur Áttavitar o. fl. o. fl. &muCŒR Reykjavík — Selfoss — Sfokkseyri — Sérleyfisferðir frá Reykja- vík daglega kl. 8.45 kl. 11.30 kl. 15 og kl. 18. Sérleyfishafar. Max Faxtor Nýkomið CREME PUFF MAKE UP KINNALIXUR AUGNAHÁRALITUR ANDLITSVATN Sápuhúsið hf. Austurstræti 1 Hvitir stóresar Draplitir stóresar Ódýr gluggatjaldaefni ÞORSTEINSBÚÐ Snorrabraut 61 og Keflavík Pottaolóm Komið og lítið á hið fjöl breytta úrval stofublóma. — Blómstrandi pottaplöntur, — hengiplöntur og grænar plönt ur. Einnig nokkuð stór tré og runnar í garða selt næstu daga. Opið alla daga til kl. 10 á kvöldin. Garðyrkjustöð PAUL MICHELSEN Hveragerði. M O R C f/W n T, 4 fí 1 f> Föstudagur 15. maí 1959 Grafið og plægt Bútækni og ræktunarkennsla eftir Árna G. Eylands Til hvers ert þú að skrifa um þetta, ekki förum vér að senda n.enn a svona smá námskeið um slíkt langleiði? Nei, sannarlega ekki, en getur ekki skólinn á Vik- e:'d vakið til umhugsunar um hver nauðsyn er að taka nokkuð markv'ssara á be rn málum heima. Er ekki þörf að koma fót- um undir einhverja kennslu í nýræktarstörfum og nýrækt? — með námskeiðum eða á annan hátt. — Hefur ekki verið þörf á því lengi, er þab ekki eitt af þv, sem vér höfum vanrækt, en látist vera fleygir og færir meira en efni standa til. Nú á að koma upp reiðskóla, ekki skal ég lasta það, en væri þá ekki bezt að byrja þá framkvæmd með því að byggja sómasamlegt hesthús ann- að hvort á Hólum eða Hvanneyri, eða á skólunum báðum, við hæfi hesta, sem tamdir eru til gleði og sæmdar, og við hæfi þrifn- aðarmanna, sem vilja sóma sinn og reiðmennskunnar, sem nokk- urrar íþróttar, hesthús, þar sem líka mætti bjóða hinum útlendu aðdáendum íslenzka hestsins, sem verið er að stefna til landsins, inn fyrir dyr án verulegs kinn- roða. Ég held, að það sé töluvert atriði í því máli. En hvað sem reiðskólanum líð- ur, og án andúðar við hann, er það áreiðanlega svo að íslenzk- um bændur sé engin þörf á bættri menntun og kunnáttu þeirra, sem stjórna hinum dýru ræktunar- vélum fyrir þá og vinna að ný- rækt fyrir milljónir króna á ári? Er ekki nokkur þörf að þeim, er vilja leggja fyrir sig slík störf gefist betri kostur á menntun og kennslu á þessu sviði, en nú vill verða? Ungur piltur úr Eyjafirði, Tryggvi Hjaltason frá Rútsstöð- um, er .-ú við nám í Búvéla- og nýræktarskólanum á Vikeid. Hann sótti um stuðning til Bún- aðarfélags íslands, því að ferðin og námið verður honum dýrt, efa ég ekki að hann fái slíkan stuðn- ing. Umsókn hans fór um hend- ur mínar, og það, sem ég vil segja frá í sambandi við hana er þetta: í umsókn sinni kemst hann þannig að orði, en áður hefur hann getið þess að hann hafi starfað árum saman að nýrækt- arstörfum með jarðýtu og trak- tor: „En það vona ég að sé rétt- mætt, að telja þarfa viðleitni, að nota þá möguleika sem hér bjóðast tilnáms í nýrækt. Ég finn nú bezt, er ég tek þátt í slíku námi, hve afar snöggsoðin er kunnátta okkar sem erum að stjórna nýræktarvélunum heima og förum í það án allrar tilsagnar oftast nær.“ Gefa ekki þessi orð nokkuð rétta og sanna mynd af því, sem nú er búið við á þessu sviði hjá Ræktunarsamböndunum vel-flestum? Ég hygg að svo sé, þó að ég viti vel að þau hafa sum á að skipa bráðsnjöllum mönnum við vélarnar. En hefði ekki samræmd tilsögn bókleg og verkleg fallið í góða jörð hjá þeim snjöllu mönnum, þegar þeir hófu feril sinn sem gröfumenn og ýtustjórar? Væri tiltækilegt að koma upp 3ja mánaða námskeiði sumar hvert við annan hvorn bænda- skólann fyrir svo sem 8—12 piita og kenna þeim þar með nokkuð líkum hætti eins og gert er á skól anum á Vikeid? Ég varpa þessu fram sem spurningu. Heimavistar aðstaðan er til, því að ekki er piltum við slíkt sumarnám vand- ara um en hinum föstu nemend- um bændaskólanna. En fleira þarf til að koma svo að fært sé að leggja út í slíkt ræktunarskóla- hald. Það þarf gott verkstæði — kennslu-verkstæði en slík verk- stæði þarf hvort sem er að byggja við báða skólana, það þolir enga bið og væri því engu sérstöku til kostað á því sviði umfram nú- verandi þörf skólanna. Það þarf nemendur og kennslu krafta — auðvitað. Myndu nem- □--------------------□ SEINNI GREIN □--------------------D endurnir koma til að sækja slíka kennslu? Það virðist ef til vill hlálegt að spyrja svo, en það jr nokkur ástæða til þess að ég spyr. Vér vitu:.r svo allt of vel, að sá andi er ríkjandi og sá háttur á hafður, að menn ráðast til starfa sem fullgildir menn án allrar kunnáttu. Meðan svo er, að ungir piltar, sem rétt aðeins kunna að stýra traktor — ég segi með vilja að stýra en ekki að stjórna — geta strax frá fyrsta degi við starfið borið úr býtum fullt kaup og hið sama eins og æfðir menn, eða því sem næst, er þess lítil von að þeir sæki nám sem kostar tíma og peninga. Þeir myndu að ó- breyttum ástæðum vilja fá fullt kaup við námið? En er ekki brýn nauðsyn að breyta þesum ástæðum í þá átt að krefjastkunn áttu við verkið — vélavinnu við nýræktarstörf? Ég tel að svo sé, og ef það væri gert samhliða því að efnt væri til kennslu og menntunar á þessu sviði, gætu starfshættir breytzt til batnaðar. Það versta við núverandi ástand er í rauninni ekki það, að verða að greiða mönnum sem lítt eður eigi kunna með dýrar vélar að fara, og ekkert kunna til rækt- unar, fullt katip. Hið versta er óréttlætið gagnvart þeim mönn- um sem kunna hlutina, hafa menntazt í starfi, er þeir bera lítið eða ekkert úr býtum fram yfir byrjcndurna. Svo eru það kennslu-kraftarn- ir, eru þeir fyrir hendi á bænda- skólunum, eða er auðvelt að fá þá til skólanna? Nei, þeir eru ekki til við skólana og ekki að öllu leyti tiltækir annars staðar. Nú mun ef til vill síga brúnin á einhverjum sem þetta les. En ég er þess fullviss að ég geri engum af kennurum bændaskólanna órétt með þessari fullyrðingu minni. Ég vil um leið taka það skýrt fram að þess er engan veg- inn að vænta að þeir búfræði- kandidatar, sem kenna við bændaskólana, geti kennt svo i lagi sé allt það sem kenna skal á slíku námskeiði. Þeim er að þessu enginn vansi, samvizku- samir menn kenna að jafnaði ekki það, sem þeir hafa aldrei lært, og margt er að framræslu og nýræktun með tæknitökum lýtur hafa búfræðikandidatar þeir, sem menntast hafa til þessa, ekki haft neina aðstöðu til að læra, nema þá með því móti að stunda slíkt nám að loknu bún- aðarháskólanámi. Völ er á mönn- um er geta kennt vinnu með skurðgröfum, af þeirii gerð, sem nú eru mest notaðar, svo að í fullu lagi sé, einnig viðhald vél- anna og hirðingu. Hið sama er að segja um venjulega hjóla- traktora. En er til sjálfra rækt- unarstarfanna kemur, vantar á. Úr þessu er mjög auðvelt að bæta, hér vantar aðeins herzlumuninn, og hann er sá, að vér gerum oss ljóst, svo dæmi séu nefnd, að jafn vel góðir menn, sem stunda rækt- unarstörf og jafnvel mennirnir, sem nú kenna jarðrækt á bænda- skólunum kunna ekki ekki að plægja með myndarbrag. Þeir kunna ekki að stilla tvískeraplóg til vinnu, ef plægja skai gamalt tún svo að vel sé. Þannig mætti fleira nefna, en vandinn sem oss er á höndum á þessu sviði er ekki annar en sá, að gera oss lj >st að þetta þarf að lærast, og að það er fremd en ekki vansi að ganga á námskeið erlendis til að læra það og fleira þess haitar. Hv'að sem hugleiðingum minum um búvéla- og ræktunarkennslu líður, væri það mikil nauðsyn að nokkrir af vel menntuðu mönn unum, sem vér höfum nú á að skipa á bændaskólunum og sem héraðsráðunautum við kennslu og leiðbeiningar í jarðrækt tækju sig til og gengju á námskeið eins og það, sem Tryggvi Hjaltason geng ur nú á norður á Vikeid. Með því myndu þeir drjúgum bæta við sem kennarar og leiðbeinendur. Ég veit fullvel að margir af búnaðarfræðingunum munusegja sem svo: Þetta, sem hann Árni er að þvæla um að plægja vel og fallega o. s. frv., er ekkert nema „húmbúk“. Það skiptir minnstu máli hvernig plógurinn er stilltur og herfið, aðalatriðið er að verk- ið gangi, og það sem áfátt er við plæginguna lagast við herfing- una, engin hætta á öðru. Það er nú svo, en þá spyr ég á móti: Hvers vegna mega ekki íslenzkir sveinar og menn ala með sér þann metnað að kunna slík störf, sem að plægja völl og marka sér teiga með herfinu í stað þess að þeytast í hring, til jafns við starfs bræður sina og jafnaldra annars staðar á Norðurlöndum og víðar? Hvers vegna halda íslenzkir pilt- ar nú jafns við jafnaldra sína í Noregi úm búnað og keppni á skíðum í stað þess að láta sér nægja það, sem var fyrir 50 árum, að þramma áfram á þung- um eikarskíðum og komast þann- ig leiðar sinnar. Og hvers vegna ríða hestamennirnir ekki jöfnum höndum við bandbeizli eða bara snærisspotta, eins og strákarnir gerðu áður fyrri, og þannig má lengi telja. Að kunna verk af af nokkurri snilli er ekki neitt ,húmbúk“, en það er hörmung hve oft þess verður vart að mönn um sést yfir þýðingu þess, sem manndóm og metnað. Áður heyrð ist oft talað um snilldar fjár- menn og snillings slattumenn, færi ekki vel á því, að það væri aftur gert að snörum þætti í menningu sveitanna að halda því á loft sem vel er gert og taka sér í munn orð sem slík: snilldar skurðgröfumaður, afbragðs jarð- vinnslumaður, snillingur að sa grasfræi, afburða plógmaður o. s. frv Sinn er siður i landi hverju. — Suðurlandsundirlendið. Hér í Noregi kostar það pen- inga að fá að læra að hirða og nota traktor eða skurðgröfu. Þriggja mánaða dvöl í Búvéla- og nýræktarskólanum á Vikeid kostar um 800 norskar krónur og svo ferðakostnaður að auki. Samt komast færri að en vilja. Um námskeiðið sem nú stendur yfir sóttu 35, en ekki komust nema 16 að. Hægt verður að taka 20 í einu þegar heimavistin nýja er fullgerð. Af þessu má sjá, að með velvilja var á tekið er ey- firzki pilturinn komst þar að, en slíkt er venjulegt hér í Noregi, er íslenzkt námsiólk á í hlut Styrkir eru að sönnu veittir tii náms í skólanum til jafns við það sem er víða í bændaskólum hér áalandi, en þó er ljóst, að námið kostar nemendur eigi lítið. Ég hefi hér að framan rætt um það, spyrjandi þó, hvort ekki væri hægt að efna tli þriggja mánaða sumarskóla við annan hvorn bændaskólann sem Bú- véla- og nýræktarskóla. Fleiri leiðir eru til í málinu. Ef (?) risið á bændum og búskap er svo hátt, að til greina komi að stofna þriðja bændaskólann, á Suður- lands unairlendinu, gæti þá ekki komið til greina að fara hægt af stað og byrja með því að stofna einskonar námskeiðaskóla, þar sem þriggja mánaða búvéla og nýræktarnámskeið væri þungamiðjan í skólahaldinu. Til þess þyrfti ekki miklar bygging- ar til þess að gera. Heimavist fyr ir svo sem 20—25 nemendur, verk stæði og íbúðarhús fyrir skóla- stjóra og einn kennara. Slíkur húsakostur gæti allt af notast síðar ef hærra yrði reist. Auk aðalnámskeiðsins, sem sniðið væri við þarfir þeirra manna, er mest vinna að nýræktarstörfum alls konar, mætti hafa þarna styttri námskeið margs konar t. d. viðgerðanámskeið með svip- uðum og þó bættum hætti, vegna bættrar aðstöðu, eins og nám- skeið þau. sem haldið hefur ver- ið uppi hér og þar um landið, en þó mest í Eyjafirði og þar í grennd. Slík námskeið hafa gert bændum ómetanlegt gagn, þó að þau hafi yfirleitt verið háð við erfiðar aðstæður og fátæklega aðbúð. Við aðalstoð og miðstöð mitt í breiðum byggðum Suður- lands yrðu slík námskeið leikur einn og gætu orðið hin mesta lyfti stöng í bættri búvélamenningu, og um leið mikill*útgjaidaléttir á búum bænda. Nóg er landrýmið í Skálholti fyrir námskeiðaskóla með þess- um hætti, nægar mýrar að ræsa og rækta hægum fetum, svo sem hentar kennslunni,. Velja mætti skólanum stað svo að i engu angraði hina kirkjulegu miðstöð og helgi á staðnum. Sannariega ekki mikill vandi að láta betur til takast heldur en þegar ósKöp- in skeðu og byggður var Efri- bær í Skálholti þarna um árið, af engri nauðsyn en ærnu smekk- leysi. Er hörmung að minnast þeirra aðgerða allra samhliða því, að hafizt var handa um end- urreisn hins fornhelga staðar. Lítill búvéla- og nýræktarskóli í Skálholti, er rúmaði 20—25 pilta í senn á aðalnámskeiðunum, gæti ef vel væri á haldið orðið mikils verð miðstöð fyrir búvéla- og ræktunartæknina á Suðurlandi, mesta búnaðarsvæði lands vors. Læt ég svo lokið þessum hug- leiðingum. Vel er, ef einhver bóndi finnur eitthvað til um- hugsunar, og vonandi les enginn þær sér til veruiegs sálarháska. Bændaskólinn í Kleiva á 69. gráðu norðlægrar breiddar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.