Morgunblaðið - 15.05.1959, Blaðsíða 22
22
MORGTJHBLAÐIÐ
Föstudagur 15. mal 1959
Innan girðingar Heiðmerkur
eru nú 2300 hektarar lands
Frá aöalfundi Skógræktarfél. R.vikur
Einar að á síðastl. sumri, er gróð-
ursetningu var þar lokið, hefði
tala trjáplantnanna þar komizt
yfir eina milljón.
Nokkuð raeddi Einar um stækk
un þá á landi Heiðmerkur, sem
gerð var í fyrrasumar, er svo-
nefnt Garðatorfuland og Vífils-
staðahlíðar um friðaðar og löndin
afgirt. Kvað Einar sérstaka á-
stæðu til þess að gleðjast yfir
þessum áfanga, því þar með væri
friðað allt það land, sem friða
þurfti á þessum slóðum. Nú eru
liðin um 20 ár síðan, fyrst var
farið að ræða um friðun Heið-
merkur. Allt það land, sem nú
er innan girðingar hennar er
um 2300 hektarar og girðingin
sjálf 30 km. á lengd.
Lítillega vék ræðumaður og að
umgengni almennings í Heið-
mörk og kvað hann fólk sýna
snyrtimennsku og það væri aug-
ljóst mál að Reykvíkingar kynnu
vel að meta þetta friðland sitt.
Einnig gerði Einar G. E. Sæ-
mundsen grein fyrir fjárhag fé-
lagsins, en hann er góður.
í stjórn félagsins voru að þessu
sinni kosnir þrír menn. Var Guð-
mundur Marteinsson formaður,
endurkjörinn og með honum þeir
Jón Helgason kaupmaður og Lár
us B. Guðmundsson bóksali, og
varamenn í stjórn þeir Vilhjálm-
ur Sigtrygsson, Björn Ófeigsson
og Indriði Indriðason.
Að lokum voru kjörnir 10 full-
trúar á aðalfund Skógræktarfé-
lags íslands, sem að þessu sinni
verður haldin að Hólum í Hjalta-
dal í ágústmánuði n.k.
Ásmundur sýnir verk
sín um hvítasunnuna
í FYRRAKVÖLD var haldinn
aðalfundur Skógræktarfélags
Rykjavíkur, en starfsemi þess
hefur farið vaxandi ár frá ári.
Eru það einkum tvö verkefni,
sem félagið hefur með höndum
starfræksla hinnar miklu skóg-
ræktarstöðvar í Fossvogi og svo
gróðursetningastarfið í Heiðmörk
og allar framkvæmdir þar.
1 fundarbyrjun minntist for-
maður félagsins Guðmundur
Marteinsson látinna félaga, en á
síðasta ári létust m. a. tveir af
stjórnarmönnum félagsins, þeir
dr. Helgi Tómasson og Jón Lofts-
Eon.
I>essu næst bar formaður fram
tillögu, er hlaut samþykkt fund-
armanna, að í tilefni af 65 ára
afmælis Ásgeirs Ásgeirssonar
forseta, þá sendi fundurinn hon-
tim hlýjar kveðjur.
í skýrslu félagsstjórnar gat
Guðmundur Marteinsson þess, m.
a. að veðurathuganir hefðu ver-
ið gerðar í Heiðmörk um tveggj?
ára skeið. Hefðu þær m. a. leitt
í ljós að úrkoma þar er allmiklu
meiri en hér í Reykjavík, sömu-
leiðis að sumarmánuðina sé hita
stigið um hálfri gráðu me')" en
hér í bænum sjálfum.
Guðmundur Marteinsson
Einar G. E. Sæmundsen skóg-
arvörður, gerði fundarmönnum
grein fyrir starfsemi skógrækt-
arstöðvarinnar í Fossvogi. Kom
fram í yfirliti Einars, að starf-
semin þar vex ár frá ári. Veður-
far hafði verið hagstætt á síð-
asta ári, og trjáplöntur dafnað
vel. Vegna þess hve hlýtt haustið
var, hafði snögg og óvænt næt-
urfrost ekki valdið neinu tjóni i
é hinum smávaxnasta nýgræð-
ingi. í fyrra voru afhentar úr I
stöðinni rúmlega 290 þús. plönt-
ur. Dreifsetning í stöðinni hafði
tekizt vel. Enn var stöðin stækk-
uð og í þessum áfanga um 2000
fermetra. Þá hafa reitir til dreif-
setningar verið stækkaðir veru-
lega. Einar sagði frá því að skjól-
beltin, einkum hin eldri, væru
nú farin að veita verulegt skjól
í stöðinni. Ný belti voru gróður-
sett á síðastliðnu vori. Nokkuð
vék Einar máli sínu að Rauða-
vatnsstöðinni og kvað trjáplönt-
urnar þar dafna sérlega vel og
væri augljós ástæðan, því fjalla-
furan gamla væri alveg sérstök
til forræktunnar, það hefði sýnt
sig í Rauðavatnsstöðinni. Ein.
hverntíma verður þessari furu
: þakkað -fóstrustarfið, sagði Ein-
i ar framkvæmdastjóri félagsins.
Þessu næst ræddi hann um Heið-
mörk. Hann kvað þar hafa verið
; gróðursettar í fyrra vor og sumar
: nær 220,000 trjáplöntur. Sitagreni
| væri í algjörum meirihluta með-
' al plantnanna og hefðu af því
i farið 60,000 plöntur í mörkina,
| einnig um 40,000 af svonefndum
sitka-barstarði. Landnemar Heið
merkur hefðu gróðursett rúm-
lega 71,000 plöntur, en nemend-
vur í Vinnuskóianum 93,000. Sagði
ÁSMUNDUR SVEINSSON mynd-
höggvari, hefur nú tekið í notk-
un hinn nýja bogadregna vinnu-
sal að heimili sínu við Sigtún hér
í bænum. Af því tilefni, og eink-
um því, hve mikill fjöldi manna
hefur rétt mér hjálparhönd við
að koma salnum upp, hef ég á-
kveðið að sýna nokkuð af verkum
mínum í hinum nýja sal nú um
hvítasunnuna, sagði listamaður-
inn í samtali við blaðamenn í gær.
Verður sýningin opin báða hvíta-
sunnudagana frá kl. 2—8 á dag-
inn, og verður aðgangur ókeypis
og öllum heimill.
Þetta mun vera stærsta sýning,
sem Ásmundur hefur efnt til á
verkum sínum.
í salnum er nú búið að koma
fyrir rösklega 60 verkum eftir
Ásmund og eru þau af ýmsum
gerðum, en eiga það sameiginlegt
að vera abstrakt myndir. Eru
sumar þeirra allstórar. Getur þar
að líta tvö allstór verk nýleg:
Geimferðadrekinn og Náttúruöfl-
in, en þessar myndir báðar eru
gerðar í járn. — Þær eru allar á
hreyfingu, sagði Ásmundur um
leið og hann kom við Geimdrek-
ann, sem þegar „fór af stað".
Þar er þróttmikil mynd af þeim
Davíð og Golíat. Próf. Sigurður
Nordal bað mig einu sinni að gera
einhverja skissu til minningar
COMISTON í NorðurEnglandi
14. maí. — (Reuter). —
Brezki ökugikkurinn Donald
Campbell brunaði í dag fram
og aftur um spegilsléttan flöt
Comiston-vatns á hinum
þrýstiloftsknúna bát sínum
Bláfugli og setti nýtt heims-
met fyrir hraðbáta, 416 km
á klukkustund. Með þessu
bætti hann eldra heimsmet
sitt um 19 km. á klst.
Til þess að met hraðbáts verði
viðurkennt þarf hann að fara
tvisvar yfir kílómeters-spöl fram
og til baka og má ekki líða meira
en ein klukkustund milli ferð-
anna.
Campbell fór fyrri spölinn með
440 km hraða á klukkustund,
enda var vatnið þá spegilslétt.
Bakaleiðina náði hann hins veg-
ar aðeins 392 km. hraða, enda
hafði yfirborð vatnsins þá gár-
ast eftir kjölfar bátsins í fyrri
atrennu. Þegar Campbell kom að
um Egil Skallagrimsson, sagði
Ásmundur. Ég gerði það. Eru
tvær myndir á sýningunni, Höf-
uðlausn og Sonartorek. Ég hef
sett fremst í salinn, sagði Ásmund
ur, uppáhaldið mitt: Trúna. —
Það væri gaman að geta látið gera
þessa mynd svo sem sex metra
háa, úti undir berum himni — í
réttu umhverfi.
— I réttu umhverfi?
— Jú sjáðu til, myndir mínar
myndu falla vel inn í náttúruna
uppi í öskjuhlíð, hún er hæfilega
villt. Ég fylgist með miklum á-
huga með því sem þar verður
gert, sagði Ásmundur.
Síðan ræddum við um bætta
aðstöðu hans til sýninga á verk-
unum. Það var ánægjuhreimur í
rödd hans, er hann sagði að vissu
lega væri munurinn mikill frá
því sem verið hefur.
Það kom fram, í þessu samtali
að Ásmundur á nú þegar í vök að
verjast með verk sín. Hingað hafa
komið með stuttu millibili, sagði
hann, útlendir menn, sem vilja
endilega kaupa verk eftir mig.
T.d. verð ég nú að taka ákvörðun
um, hvort ég vil selja Davíð og
Golíat. Veit ég ekki hvað gera
skal, því að ég hefi helzt kosið
að verk mín yrðu hér í landinu.
Ég verð líklega að tala við ein-
hverja ráðamenn um þetta nýja
vandamál, sagði Ásmundur.
landi sagði hann að báturinn
hefði hristst mjög í seinni ferð-
inni, þrátt fyrir nýtízku jafn-
vægistæki, sem á honum eru og
þóttist hann nú vonlaus um að
hafa hnekkt metinu.
Það tók nokkurn tíma að bera
saman tímamælingar en þegar
þeim var lokið hrópaði forseti
tímavarða að heimsmetið hefði
verið slegið. Campbell setti þetta
met eftir aðeins þriggja daga bið
við æfingar á Comiston vatni. Er
það óvenjulegt, því að venjulega
hefur hann tekið nokkrar vikur
til æfinga fyrir hraðkeppnir sín-
ar.
Er hann hafði lokið sigling-
unni í dag skýrði hann blaða-
mönnum frá því, að hann hygð-
ist fara til Ameríku í sumar og
reyna að setja ný hraðamet þar,
bæði á bifreið og bát. Eftir það
kveðst hann ætla að setjast í
helgan stein. Hann er 38 ára.
Nýtt heimshraöamet
fyrir báta sett
4 Undrnglerin
sýnd einu sinni enn.
Mikið hefur verið spurzt fyrir
um það hvort „Undraglerin“
verði ekki sýnd aftur því að
margir urðu frá að hverfa á
síðustu sýningu á barnaleiknum.
Þjóðleikhúsið hefur nú ákveðið
að hafa eina sýningu enn á
„Undraglerjunum" og verður
hún á annan í hvítasunnu kL 16
í allra síðasta sinn.
Óperan „Rakarinn í Sevilla“ var sýndur í síðasta sinn síðastlið-
inn þriðjudag. Sýningar urðu alls 31 og um 18000 leikhúsgestir
ssáu þessa vinsælu óperu.
Myndin er af Þorgrími Einarssyni í hlutverki „Kobbu“ í
Undraglerjunum.
Nautgripa og sauð-
fjáreign landsmanna
eykst
En hrossunum held-
ur dfram að fækka
í NÝÚTKOMINNI Árbók land-
búnaðarins er greint frá því hver
hafi verið búfjáreign landsmanna
í ársbyrjun 1958. Sést af skýrsl-
unni að nautgripum og sauðfé
hafði fjölgað nokkuð á árinu,
en hrossum enn fækkað. Sam-
tals voru á landinu 49 þúsund
nautgripir, 33 þúsund hross og
769 þúsundir sauðfjár. Skiptist
þetta svo niður:
Nautgripir:
Kýr .... 35362 Fjölgun ’57 1295
Geldneyti 7401 — — 116
Kálfar 6273 — — 117
Samtals 49036 Fjölgun ’57 1528
Hross .. 33055 Fækkun ’57 873
Sauðfé:
Ær .... 617731 Fjölgun ’57 55070
Sauðir .. 1691 Fækkun — 9
Hrútar .. 12925 Fjölgun — 1286
Geml. 137430 — — 7139
Samtals 769777 Fjölgun ’57 63486
Nautgripum fjölgaði á árinu í
öllum þeim sýslum, er framleiða
mjólk til sölu frá mjólkurbúum,
nema Gullbringusýslu, en þar
fækkaði þeim um 4. Mest var
Slasaður maðuu
til Akureyrar
AKUREYRI, 14. maí. — Hér er
nú í sjúkrahúsinu maður um
þrítugt frá Egilsstaðakauptúni,
Björn Þór Pálsson að nafni. Hann
hafði slasast mikið heima hjá sér,
er verið var að fella rafmagns-
staur. Hafði staurinn komið á
háls og herðar mannsins. Hafði
höggið verið þungt og mikið. Var
að ráði lækna fengin sjúkraflug-
vél Björns Pálssonar til þess að
flytja hinn slasaða hingað til Ak-
ureyrar. — vig.
fjölgun nautgripa í Rangárvalla-
sýslu, 308, Eyjafjarðarsýslu 193,
og Suður-Þingeyjarsýslu, 166. í
flestum þeim sýslum, er ekki
flytja mjólk til mjólkurbúa,
fækkaði nautgripum nokkuð. —
Hrossum fækkaði í því nær öll-
um sýslum landsins, en hlutfalls-
lega minnst, þar sem þau eru
flest og ganga að mestu sjálfala
sem stóð og eru helzt höfð til
kjötframleiðslu. Sauðfé fjölgaði
í öllum sýslum landsins, nema
í Isafjarðarsýslum, en í þeim
sýslum fækkaði sauðfé lítils hátt-
ar, 240 samanlagt. Mest var fjölg-
un sauðfjárins í Arnessýslu, um
10469, Rangárvallasýslu, um
7708, Dalasýslu, um 7376, og
Strandasýslu, um 5325.
Ekki hefur verið gerð rökstudd
áætlun um fjölda búfjárins í árs-
lok 1958. En líklegt má telja, að
ekki hafi orðið veruleg breyting
á tölu búfjárins á árinu. Verið
getur þó, að geldneytum og kálf-
um hafi eitthvað fækkað og
hrossum hefur eflaust fækkað
enn í þeim sýslum, þar sem að-
eins hafa verið tamin hross, en
ólíklegt er, að þeim hafi nokk-
uð fækkað í þeim sýslum, þar
sem enn er stóðhrossaeign. Tala
sauðfjár hefur að líkindum ver-
ið mjög svipuð við lok ársins
og í upphafi þess. Sauðfé hefur
eflaust enn fjölgað nokkuð í
Gullbringu- og Kjósarsýslu, Ár-
nessýslu og Rangárvallasýslu,
fækkað í flestum sýslum öðrum,
en hvergi mikið
Mjólkurframleiðslan og sala
mjólkurvara.
Eins og við hafði verið búizt,
jókst mjólkurframleiðslan minna
árið 1958 en árið áður, 1957. Inn-
vegið mjólkurmagn til mjólkur-
búanna varð á árinu 69,2 millj.
kg. sem er tæplega 2,8 millj. kg.
eða 4.18%, meira en árið áður.
Öll var aukningin þrjá fyrri árs-
fjórðungana, en síðasta ársfjórð-
unginn var innvegna mjólkin
149 þús. kg. minna en árið á
undan. Ástæðan til þeirrar
minnkunar innveginnar mjólkur
er eflaust minni kjarnfóðurnotk-
un. Var jafnvel gert ráð fyrir
því fyrirfram, að meira mundi
draga úr mjólkurframleiðslunni
af þeim sökum, en orðið hefur.