Morgunblaðið - 15.05.1959, Blaðsíða 12
12
MORGVTSBLAÐÍÐ
Fösiudagur 15. mal 1959
TTtg.: H.f. Arvakur Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsíngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
VIÐBURÐARRÍKU ÞINGI LOKIÐ
UTAN UR HEIMI
Elizabeth Taylor og Eddie Fischer
Eilíf ást i fjórða sinn
ALÞINGI hefur nú lokið
störfum og verður rofið
hinn 28. júní nk., er al-
mennar alþingskosningar fara
fram. Segja má, að þetta þing
hafi verið mjög viðburðaríkt, og
muni að ýmsu leyti marka merki
leg spor i stjórnmálasögu þjóð-
arinnar. Fyrri hluti þess mót-
aðist þó af algeru aðgerðarleysi.
Allt frá því að þingið hófst í byrj
un október og fram til þess tíma,
er vinstri stjórnin sagði af sér,
sat það gersamlega auðum hönd-
um. Það var ekki einu sinni
snert við venjulegum undirbún-
ing fjárlaga. Svo fullkomlega
hafði vinstri stjórnin gefizt upp.
Hún sat aðeins og beið eftir því)
að þing Alþýðusambands íslandsj
kæmi saman. Fyrr treysti hún
sér ekki til þess að taka nokkra
afstöðu til hins sívaxandi vanda
af völdum dýrtíðarflóðsins, sem
leitt hafði af stefnu hennar.
Alþýðusambandsþingið kom
saman og forsætisráðherra
vinstri stjórnarinnar gekk á fund
þess. Hann lagði ekki fyrir það
neinar ákveðnar tillögur um það,
hvernig tekið skyldi á vanda efna
hagsmálanna. Hins vegar fór
hann fram á það, að þetta þing
stéttarsamtakanna veitti ríkis-
stjórn landsins eins mánaðar
frest til þess að reyna að koma
sér saman um einhver úrræði í
efnahagsmálunum. Ef Hermann
Jónasson hefði viljað hafa raun-
verulega samvinnu við verka-
lýðssamtökin um lausn efnahags-
málanna, hefði hann ekki haft
þennan hátt á. Hann hefði þá
komið á Alþýðusambandsþing
með einhverjar tiliögur og sagt
þinginu: Þetta er það, sem stjórn
mín vill að gert verði. Viljið
þið fallast á þessar tillögur.
En í staðinn fyrir að gera
þetta, þá bað forsætisráðherr-
ann um frest til þess að leita
að úrræðum. Hann vildi með
öðrum orðum komast hjá því
að hafa samráð um sjálft efni
málsins við allsherjarþing
verkalýðssamtakanna. Hann
vildi láta það fara heim, án
þess að vita nokkuð um það
hvað hann hyggðist fyrir.
Þannig ætlaði vinstri stjórnin
stjórnin sér enn einu sinni að
sniðganga verkalýðssamtök-
in, þrátt fyrir öll sín hátíð-
legu loforð um að stjórna
landinu í samræmi við vilja
þeirra.
í þessu var loddaraleikur
vinstri stjórnarinnar gagnvart
verkalýðssamtökunum fólginn.
Niðurstaðan varð líka sú að þau
neituðu Hermanni Jónassyni um
eins mánaðar frestinn og vinstri
stjórnin var fallin.
Reynt að bægja
voðanum frá
Annað tímabilið í starfsögu
þessa þings mótaðist síðan af
undirbúningi hinna nýju vald-
hafa að ráðstöfunum til þess að
bægja frá þeim voða, er hin nýja
verðbólgualda, er vinstri stjórn-
in skapaði, leiddi yfir þjóðina
Upp úr áramótunum tókst að ná
nýjum sammngum um rekstur
útflutningsframleiðslunnar, sem
þarfnaðist aukinsstuðnings vegna
stórhækkaðs tilkostnaðar á árinu
1958. Fiskiskipaflotinn komst af
stað á venjulegum tíma og hef-
ur verði rekinn af fullum krafti
á vertíðinni. Hafa aflabrögð orð-
ið góð og afrakstur framleiðsl-
unnar á þessari aðalvertíð árs-
ins orðið í meira lagi.
Jafnhliða var unnið að undir-
búningi fjárlagaafgreiðslu og
lausn kjördæmamálsins, sem
Sjálfstæðisflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn höfðu ákveðið að
leggja fyrir þir~'j.
Þessum flokkum tókst að fá
lögfestar bráðabirgðaráðstafanir
til þess að hindra stöðvun fram-
leiðslunnar af völdum verðbólgu
flóðsins. Gerðar voru ráðstafanir
til nokkurrar niðurfærslu kaup-
gjalds og verðlags og dýrtíðar-
kapphlaupið þar með stöðvað. Er
hér um að ræða fyrstu raunhæiu
ráðstafir, sem gerðar hafa verið
um langt skeið til þess að drepa
við fótum í dýrtíðarkapphiaup-
inu.
Enda þótt niðurfærsla kaup-
gjaldsins hafi lagt nokkrar byrð-
ar á launþega, er þó óhætt að
fullyrða að þjóðin hafi almennt
tekið þessum ráðstöfunum af
skilningi og ábyrgðartilfinningu.
Öllum almenningi var löngu
farið að ofbjóða sívaxandi vöxt-
ur verðbólgunnar undir forystu
vinstri stjórnarinnar. Fólkið
fann, að aukin dýrtíð var stöðugt
að skerða lífskjör þess. Hinir stór
kostlegu skattar höfðu einnig
höggvið stór skörð í tekjur hvers
einasta heimilis í landinu. Hinum
nýju efnahagsmálaráðstöfunum,
sem að vísu eru aðeins bráða-
birgðaráðstafanir, var þess vegna
almennt vel tekið um land ailt.
Hin nýja kjördæma-
skipun
En enda þótt niður.færslulög-
in og stöðvun verðbólgunnar
verði að teljast merkilegur og
þýðingarmikill þáttur í störfum
síðasta Alþingis, mun þó sam-
þykkt stjórnarskrárbreytingar-
ar, sem leggur grundvöll að
nýrri og réttlátari kjördæmaskip
un í landinu verða talið merkasta
verk þessa þings. Með þessari
stjórnarskrárbreytingu eru skap-
aðir möguleikar til þess, að Al-
þingi verði á komandi árum nokk
urn veginn rétt mynd af þjóðar-
viljanum. En þar með aukast
mjög líkurnar fyrir því, að
komið verði á heilbrigðu stjórn-
arfari og vandamál þjóðarinnar
leyst á ábyrgan hátt. Hér er því
vissulega um merkilegan og ör-
lagaríkan atburð að ræða í
stjórnmálasögu þjóðarinnar.
Það er von Sjálfstæðisflokks-
ins að hin nýja kjördæma-
skipun verði þjóðinni til bless-
unar og geri Alþingi færara um
að gegna hinu mikla hlutverki
sínu í þágu hennar.
Nú eiga íslenzkir kjósendur
næsta leikinn. Það kemur nú
í þeirra hlut að segja álit sitt
á viðleitninni til þess að
stöðva verðbólgukapphlaupið
og tryggja þjóðinni heilbrigt
og heiðarlegt stjórnarfar.
Sjálfstæðisflokkurinn treystir
á dómgreind fólksins og geng-
ur einhuga og sterkur út í þá
baráttu, sem fram undan er.
f ÞETTA sinn var það „raun-
veruleg" ást, „varanleg“ ást —
„himnesk" ást. Þa^ sagði Eliza-
beth Taylor, kvikmyndaleikkon-
an heimsfræga, þegar hún skýrði
frá því á dögunum, að þau Eddie
Fisher ætluðu að giftast. Sjaldan
hafa heimsblöðin fylgzt af jafn
miklum áhuga með ástum kvik-
myndaleikkonu og í þetta sinn
— og þó hafa blöðin oft gert
vel á þessu sviði.
☆
Þau voru gefin saman í Las
Vegas . d..«, — og blaða-
mennirnir, sem komu á vettvang,
voru engu færri en þeir, sem
fóru til Genfar til þess að fylgj-
ast með utanríkisráðherrafundi
austurs og vesturs. Að vísu sagði
Elizabeth, að engir fengju að
verða viðstaddir nema nánustu
ættingjar. En það verður að-
eins til þess að ýta undir ódrep-
andi fréttamenn.
Þetta er fjórða hjónabandi
kvikmyndastjörnu.inar — og I
kom það mörgum á óvart hve J
skyndilega var til þess efnt. Ekki I
er liðið nema ár stíðan hún fylgdi
þriðja eiginmanninum til grafar
— og sögðu þeir, sem á horfðu,
að engum hefði dottið annað í
Vinabær Siglu-
fjarðar býður
forseta bæjar-
stjórnar heim
SIGLUFIRÐI, 13. maí. — Áform-
að er að norrænt vinabæjarmót
Siglufjarðar, Herning í Dan-
mörku, Holmestrand í Noregi,
Utajervi í Finnlandi og Vánner-
borg í Svíþjóð, fari fram í síðast-
talda bænum fyrstu daga næsta
mánaðar. Borgarstjórinn í Vánn-
erborg hefur af þessu tilefni boð-
ið forseta bæjarstjórnar Siglu-
fjarðar, Baldri Eiríkssyni utan,
en hann er jafnframt formaður
Norræna félagsins á Siglufirði.
— Stefán
hug, en að Elizabeth mundi bera
sorgarbúning sinn í mörg ár.
☆
Hjónaband þeirra Mike Todd
var sagt með afbrigðum gott.
En Todd fórst í flugslysi í fyrra
eins og kunnugt er — og það
var engin tilviljun, að maðurinn.
sem bar Elizabeíu sorgarfregn-
ina var einmitt dægurlagasöngv-
arinn Eddie Fisher, bezti heim-
ilisvinur Todd hjónanna. Eddie
var þá kvæntur leikkonunm
Debbie Reynolds og var almennt
talið, að hjónaband þeirra væri
öllum öðrum til fyrirmyndar.
Debbie Reynolds reyndist Eliza-
bethu líka vel i raunum hennar
sem og Eddi.
BLAÐINU hefur borizt ritið
„Blik“, sem er ársrit Gagnfræða
skólans í Vestmannaeyjum. Þetta
er 20. árið, sem rit þetta er gefið
út, en það er með fádæmum vand
að og myndarlegt af skólariti að
vera og flytur hinn margvísleg-
asta fróðleik í máli og myndum.
— Ritið er 192 lesmálssíður að
stærð, prentað á prýðilegan papp
ír og prýtt miklum fjölda mynda.
Er frágangur þess allur yfrið
vandaður og smekklegur. —
Ábyrgðarmaður „Bliks“ er Þor-
steinn Þ. Víglundsson, skólastjóri
gagnfræðaskólans.
Af hinu margbreytta og fróðlega
efni ritsins má t- d. nefna eftir-
farandi: Hugvekja, flutt í gagn-
fræðaskólanum haustið 1958,
eftir skólastjórann; Bæjarstjórn
í Vestmannaeyjum 40 ára, en
með þeirri grein fylgja myndir
af öllum bæjarfulltrúum og bæj-
arstjórum í Vestmannaeyjum til
þessa dags; Saga barnafræðsl-
unnar í Vestmannaeyjum 1. kafli
(Þ. Þ. V.); Kennaraþingið í Björg
vin 1957; Síðasta förin til súlna
í Eldey 1939, eftir Þorstein Ein-
arsson; Björgunin við Eldey; Um
verzlunarhúsin á Tanganum, eft-
ir Á. Árnason; Fjársöfn og réttir
Las Vegas í Nevada er fræg
borg, ekki einungis fyrir spila-
vítin, heldur og fyrir þann
fjölda hjónabanda, sem þar hef-
ur verið stofnað til. Fyrir rúm-
um sex vikum flutti hann lög-
heimili sitt þangað — og sá tími,
sem liðinn er, nægði honum til
þess að fá löglegan skilnað frá
konu sinni. Þau Elizabeth giftust
nokkrum stundum eftir að end-
anlega var gengið frá skilnaðin-
um. Sá, sem gaf brúðhjónin
saman, var Rabbi Max Nuss-
baum, sá hinn sami, og kenndi
Elizabethu trúarbrögð Gyðinga
og vígði hana í söfnuð þeirra.
Mike Todd var Gyðingur, en El-
izabeth, sem er fæddur Englend-
ingur, tók ekki Gyðinga trú fyrr
en Eddie Fisher kom í spilið,
en hann er líka Gyðingur.
☆
Fyrsta hjónaband Elizabetar
Tailor entist aðeins í tvær vik-
ur. Eiginmaðurinn *var sonur
hins víðfræga bandaríska hótel-
eiganda Hiltons — og þau hjón-
in höfðu vart lokið brúðkaups-
ferðinni, þegar hjónabandið var
leyst upp. -i
☆
Annar eiginmaður henn var
brezki leikarinn Michael Wild-
ing — og Mike Todd sá þriðji,
eins og fyrr segir. Elizabeth segir
sjálf, að þetta fjórða hjónaband
verði hennar síðasta, það muni
endast henni alla ævi. Og Eddie
er barnslega glaður. Hann til-
kynnti brúðargjöfina nokkrum
dögum fyrir brúðkaupið Og það
var ekkert smaræði, sem Eddie
hafði keypt fyrir konu sína.
Ibúðarhús, sem ekki á sinn ’íka
í Las Vegas og þó víðar væri
leitað. Húsið kostaði 25.000 doll-
ara — og Eddie fannst lítið am.
Hann hefur auðgazt mjög á
söng sínum, bæði í kvikmyndum,
sjónvarpi og hljómplötum. Hann
hafði svo sem efni á þessu, enda
ætla þau sér að eiga húsið í
mörg, mörg ár. Ekki á ástin að
kulna, þau segjast aldrei ætla að
yfirgefa hvort annað.
á Heimaey um og eftir síðustu
aldamót, eftir Eyjólf Gíslason.
Þá er grein ‘um Kjartan Guð-
mundsson, ljósmyndara, eftir Jón
heitin Guðmundsson í ValhölL.
Síðan er svonefndur þáttur nem-
enda, en þar birtast frásögur og
smásögur eftir allmarga nemend-
ur skólans. Að heiman í skóla
með fyrstu bifreiðinni neifnist
frásögn eftir Ingibjörgu Ólafs-
dóttur. Árni Árnason skrifar
greinina Húsið Björgvin í Vest-
mannaeyjum og íbúendur þess.
Þá er greinin Fjarskyggni eftir
Karl H. Bjarnason, Arnarhvoli.
Skýrsla Gagnfræðaskólans 1957—
1958 er birt í ritinu. Jóhann
Gunnar Ólafsson skrifar um Þor
kel Valdimar Ottesen, kaup-
mann. Þá er greinin Blaðaútgáfa
í Eyjum í 40 ár (framhald af
áður komnu) — og loks er að
geta greinarinnar ísjár í Eyjum,
sem er eins konar annáll.
Auk fyrrgreinds efnis, er ýmis-
legt fleira til fróðleiks og skemmt
unar í „Bliki“, þar á meðal
fjöldi mynda frá Eyjum fyrr og
nú, eins og áður segir. — Gagn-
fræðaskólanum í Vestmanna-
eyjum er vissulega sómi að þessu
myndarlega ársriti sínu.
Stórmyndarlegt ársrit
Gagnfrœðaskólans í
Vestmannaeyjum