Morgunblaðið - 23.05.1959, Blaðsíða 2
MORGUNfír. 4 T) 1Ð
Laugardagur 23. maí 1959
Reynt oð fylgjast með göngu
síldarinnar inn á miðin
°annsóknarleiðangur leggur úr höfn
i dag
j DAG mun varðskipið Ægir
ieggja úr höfn hér í Reykjavík
og er nú ferðinni heitið til sild-
arrannsókna á svæðin út af Vest-
ur- og Noðvestulandinu. Leiðang
usstjóri verður dr. Hermann
Einarsson, en með honum verða
þrír sérfræðingar frá Fiskideild-
inni Mun leiðangurinn standa
yfir í mánaðartíma.
í gærdag átti Mbl. samtal við
dr. Hermann um þennan leið-
angur. Kerfisbundnar síldarrann
sóknir fyrir Norðurlandi hafa á
undanförnum árum verið stund-
aðar svo sem mánaðartíma og
svo verður einnig nú.
Leiðangur þessi verður hvort
tveggja í senn síldarleitarleið-
angur og rannsóknarleiðangur.
Nú verður í fyrsta skipti gerð
skipuleg tilraun til þess að reyna
að fylgjast með göngu síldar-
innar inn á íslenzka veiðisvæðið.
Á hinum sameiginlega fundi
fiskifræðinga þeirra þjóða. sem
þátt taka í síldarrannsóknum hér
við land, er haldinn var á Seyð-
isfirði í fyrra, var samkvæmt
tillögu íslands, gerð endurskipu-
lagning á þessum rannsóknarleið
öngrum, og sú breyting gerð, að
lögð var megin áherzla á að
kanna göngu síldarinnar inn á
miðin hér við land. Við á Ægi
munum hafa rannsóknirnar með
höndum á svæði undan Vestur-
landinu og NV-landi. Við höfð-
U tanríkisráðherrafund-
urinn í Cent
GENF, 22. maí. — Utanríkis-
ráðherrarnir hittust í klukku-
tíma í morgun til að ræða um
„hvert skuli halda“, eins og
Reuter kemst að orði. Nú eru
uppi um það háværar raddir,
að eina leiðin ut úr ógöngun-
um sé að hefja einkaviðræð-
ur fyrir luktum dyrum.
Von Brentano, utanríkisráð-
herra Vestur-Þýzkalands, sagði í
dag, að hann vonaðist til, að ráð-
herrarnir byrjuðu að fjalla um
„eitthvað ákveðið“ í næstu viku.
Fundum hefur verið frestað til
mánudags. Ekkert hefur verið
látið uppi um það, hvort ráð-
herramir muni ræðast við óform-
lega yfir helgina.
Sigldu íslendiiigar
til Ameríku
á 15. öld?
í FRÉTTAAUKA í útvarpinu
í gærkvöldi, skýrði Bjami
Vilhjálmsson, ritari hugvís-
indadeildar Vísindasjóðs frá
því, að Björn Þorsteinsson
sagnfræðingur, sem rannsak-
ar gömul skjöl í Þýzkalandi,
telji sig hafa fundið líkur fyr-
ir því, þótt enn skorti fullar
sannanir, að siglt hafi verið
til Ameríku frá Íslandi á 15.
öld, áður en Kólumbus fór
þangað sína frægu för 1492
Sendiiierra
Frakka afhendir
skilríki
HINN nýi sendiherra Frakklands
á íslandi. Jean Brionval, afhenti í
dag forse'ta íslands trúnaðarbréf
sitt við hátíðlega athöfn á Bessa-
stöðum, að viðstöddum utamíkis-
ráðherra.
Að athöfninni lokinni snæddu
ambassadorinn og utanríkisráð-
herra hádegisverð í boði forseta-
hjónanna, ásamt nokkrum öðrum
gestum.
(Frá skrifstofu forseta fslands).
um upphaflega gert ráð fyrir að
geta farið þrjár yfirferðir yfir
leiðarsvæðið, áður en aðalsíld-
arvertíðin hefst, en nú eru horf-
ur á að aðeins verði hægt að fará
tvær slíkar yfirferðir. Næsta
svæði, það er út af NA-landinu
og Austfjörðunum munu Norð-
menn rannsaka, þá munu Rúss-
ar kanna göngu síldarinnar milli
Jan Mayen og ísiands og loks
munu Danií og Færeyingar
kanna hafsvæðið milli Færeyja
og íslands. Geta má þess til við-
bótar, að auk Ægis mun verða
við rannsóknar- og síldarleitiná
einn síldarbátur.
Eins og ég sagði hér á undan,
sagði dr. Hermann Einarsson, þá
höfðum við gert áætlanir um að
þessar rannsóknir okkar hefðu
getað byrjað fyrr. Það, sem ger-
ir það nauðsynlegt er m a. það,
að mikill hugur er í útgerðar-
mönnum og sjómönnum um að
senda skipin norður sem fyrst.
Er mér kunnugt um það, sagði
dr. Hermann, að Akurnesingar
munu ætla sér að vera komnir
.orður 10. júní.
Auk dr. Hermanns verða þessir
sérfræðingar í leiðangrinum:
Unnsteinn Stefánsson, Ingvar
Hallgrímsson og Þórunn Þórðar-
dóttir.
VAR þetta nú nauðsynlegt? |
spurði einn hinna daglegu gesta '
sem heimsækja hafnarbakkana,'
er hann kom til þess c.ð heilsa
upp á Gullfoss að lokinni klöss-
un. Við hvað áttu spurðu nær-'
Sérsamningur við
Austur-Þjóðverja
BONN, 22. maí. — Fregnir
herma, að Krúsjeff, forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna, hafi
skýrt sendiherra Vestur-
Þýzkalands í Moskvu frá því,
að Rússar muni gera sérfrið-
Vilmundur á Mó-
fellsstoðum látinn
HINN 20. þ.m. lézt að Landakots-
spítala hér í bæ, Vilmundur
bóndi Jónsson á Mófellsstöðum í
Skorradal.
Vilmundur heitinn var fæddur
að Mófellsstöðum 17. júní 1884
og var hann því tæpra 75 ára, er
hann lézt. Vilmundur var vin-
sæll og hæglátur maður, enda
einstakt ljúfmenni. Hann er bróð
ir Þórðar blinda á Mófellsstöðum,
hins þjóðkunna völundar. Vil-
mundur lætur eftir sig konu og
þrjú uppkomin börn.
Bókmennfirnar fyrir
kommúnismann
staddir. Jú, sjáið þið ekki að skip
ið hefur stórlega breytt um svip,
og ég segi, sagði hann, til hins
verra.
Nærstaddir horfðu lengi á Gull
foss og brátt áttuðu þeir sig á
því við hvað „sérfræðingurinn"
átti. Möstrin á Gullfossi, hinu
fallega flaggskipi flotans, hafa
verið máluð í tveim litum. Efri
hluti þeirra er svartur. Það tíð-
kaðist í gamla daga þegar kola-
reykinn lagði um möstrin að
arsamning við austur-þýzku j hafa þau svona svört. En er það
stjórnina, ef Genfarráðstefna ekki skref aftur á bak þegar
J ’ , glæsilegt farþegaskip kemur með
utanríkisráðherranna fan ut koiaaldar liti?, sagði „sérfræð-
um þúfur. | ingurinn".
Montgomery gagnrýnir
vesturveldin
HAFNARFJORÐUR
HAFNARFIRÐI — Nú hefur
verið opnuð kosningaskrif-
stofa í Sjálfstæðishúsinu, sem
er opin dag hvern frá klukkan
1 til 10 að kvöldi. — Síminn
er 50228. Þar liggur frammi
kjörskráin, og jafnframt eru
veittar allar upplýsingar varð
andi kosningarnar.
LUNDÚNUM 22. maí. — Krú-
sjeff hefur hvatt rússneska rit-
höfunda til að setja meiri tilfinn-
ingu í verk sín. Skáldskapurinn
er þungt lóð á vogarskálina,
sagði Krúsjeff, þegar um það er
að ræða að losa fólkið við ill
áhrif, sem reyna að grafa undan
kommúnismanum.
Krúsjeff sagði þetta, þegar
hann flutti ræðu á þriðja þingi
rússneskra rithöfunda, sem stað-
ið yfir í Moskvu undanfarið.
Kosningaskrifstofa
Sjálfstœðisflokksins
í Morgunblaðshúsinu, Aðalstræti 6 H. hæð, er opin alla
virka daga frá kl. 10—6 e ,h.
Sjálfstæðisfólk, hafið sambaud við skrifstofuna og gefið
henni upplýsingar um námsfólk, sem er erlendis og annað
fólk, sem verður fjarverandi á kjördag innanlands og utan.
Símar skrifstofunnar eru 127 57 og 13 5 6 0.
OXFORD, 22. maí: — Montgom-
ery lávarður sagði í dag í öðr-
um fyrirlestri sínum í Oxford,
að vesturveldin vantaði algerlega
leiðtoga í samningaviðræðunum
við Rússa. Hann sagði, að vest-
urveldin mundu aldrei ná við-
unanlegum árangri í samninga-
viðræðunum við Rússa, meðan
þau hefðu engan frambærilegan
leiðtoga.
Lávarðurinn sagði, að sex höf-
uðatriði yrðu menn að skilja áð-
ur en unnt væri að draga úr
kalda stríðinu:
1) Vesturveldin verða að skilja,
að Rússar hafa engan áhuga á því
að hefja kjarnorkustyrjöld á
vesturlöndum.
2) Eins verða Rússar að skilja,
að vesturveldin hafa engan
áhuga á því að ráðast á Sovét-
ríkin.
3) Það er ástæðulaust að ætl-
ast til, að Rússar fallist á, að
sameinað Þýzkaland, búið kjarn
orkuvpnum, fái aðild að vörnum
vesturveldanna.Sameining Þýzka
lands er ekki raunhæf pólitík
sem stendur, sagði Montgomery.
4) Það er ekki rökrétt að ætla
sér að leysa Þýzkalandsmálin,
áður en lausn hefur fengizt á
öryggismálum Evrópu.
5) Það þýðir ekkert að berja
hausnum við steininn og hegða
sér eins og Austur-Þýzkaland sé
ekki til.
6) Það er óraunhæft að hegða
sér eins og hin eina rétta stjórn
Kína sitji á Formósu.
Lávarðurinn sagði ennfremur,
að vesturveldin ættu að gera eitt
hvað meira en undirskrifa yfir-
lýsingar um sameiginlega stefnu
og markmið. Það er of auðvelt,
sagði hann. — Orð eru ódýr, blek
líka, bætti svo við: — Mest af
yfirlýsingunum eftir NATO-ráð-.
stefnurnar er einskis virði. Það
er hægt að semja þær, áður en
ráðstefnurnar hefjast.
★
Lávarðurinn sagði loks, að
Bandaríkin hefðu undanfarir. 14
ár verið „hið sterka akken NATO
skipsnns“, eins og hann komst að
orði. En að hinu leytinu gagn-
rýndi hann mörg Atlantshaísríki
fyrir að líta á baráttuna gegn
kommúnismanum sem einkamál
Atlantshafsbandalagsins en ekki
sem alþjóðlegt vandamál. Vegna
skammsýni þeirra er NATO illa
sett, hvað við kemur alþjóð-
legu málunum, sagði hann. Vegna
uppbyggingarinnar í Vestur-
Evrópu væri hættan nú minnst
þar. — Við verðum að eignast
Kínverja að vinum, sagði lávarð-
urinn, það getur tekið 10 til 15
ár, og jafnvel lengri tíma. En
það er nauðsynlegt. Kína, í nán-
um efnahagstengslum við Sov-
étríkin, getur með tímanum orð-
ið Asíu-þjóðunum stórhættu-
legt-.
Síldarsamningar
við sjómenn
LANDSSAMBAND ísl. útvegs-
manna og Sjómannasamband ís-
lands hafa lokið samningum varð
andi kauptryggingu til síldveiði-
sjómanna á komandi vertíð. Ná
samningar þessir til annarra sjó
manna en á Vestfjörðum og í
Vestmannaeyjum.
Með hinum nýju samningum
var síldarverðið samræmt sam-
kvæmt vertíðarsamningunum
frá því í fyrravetur. Með hin-
um nýju samningum skal kaup-
trygging háseta á síldveiðiskip-
unum vera kr. 5365,00 í grunn-
laun á mánuði.