Morgunblaðið - 23.05.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.1959, Blaðsíða 8
8 MORGVTSBL AfilÐ Laugardagur 23. maí 1939 Utg.: H.í. Arvakur ReykjavQt. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innam&nds 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. EIGA KJÓSENDUR AÐ GLEYMA ÞESSU ÖLLU? IITAN IIR HEIMI Sjóflugvélin er að hverfa úr sögunni Tíminn er á hverjum degi að reka upp neyðaróp um það, að kjósendur eigi að gleyma öllu við kosningarnar 28. júní nema einu máli, kjördæma- málinu, og halda fram þeirri firru að samkvæmt stjórnar- skránni sé kjósendum beinlínis bannað að hafa nokkuð annnað í huga við þær kosningar en kjör- dæmamálið. Hér í blaðinu hefur þessi staðhæfing verið tekin til meðferðar og verður það ekki endurtekið hér. ★ Framsóknarmenn óska einskis annars heitar en að allur þeirra ferill í vinstri stjórninni gleymist og ber það vitaskuld vott um það, hve lítinn frægðarferil þeir telja sig eiga þar að baki. En vitaskuld gleymist kjósendum þetta ekki, hvað sem Framsóknarbroddarnir óska þess. Við skulum líta á „Tím ann“ frá fimmtudeginum hinn 19. apríl 1956, þegar lýst var yfir stofnun Hræðslubandalagsins. Þá var talað um, að nú væri stofnað til „alhliða viðreisnar efnahags- lífsins“ og nú ætti að hefja „þrótt mikla framfarabaráttu" í land- inu. Það var líka í aðalfyrirsögn í sama blaði sagt, að utanríkis- málastefnan yrði mörkuð „í sam- ræmi við samþykkt Alþingis í varnarmálunum“, en þar er átt við hina frægu samþykkt frá 28. marz 1956 um brottrekstur er- lends varnarliðs af íslandi, sem góðu heilli var aldrei fram- kvæmd. Inni í blaðinu er svo birt með gleiðu letri stjórnmálayfir- lýsing og stefnuskrá Hræðslu- bandalagsins. Þar er því lýst að mikill vandi steðji að þjóðinni. Atvinnuvegunum sé haldið uppi með beinum styrkjum, gjaldeyris- lántökur hafi farið fram úr hófi, og annað því um líkt. En því er svo bætt við, eftir gð lýst er hinu ömurlega ástandi, að „nú verð- ur að brjóta blað í islenzkum stjórnmálum. Ef ekki verður grip- ið fast í taumanna mun skapast algert öngþveiti í efnahags- og fjármálalífi þjóðarinnar. Af því leiddi stöðvun framkvæmda, at- vinnuleysi og upplausn“. Hér á eftir verður á það bent, að það var ekki þetta, sem blasti við, þegar stjórn Ólafs Thors fór frá völdum árið 1956, en það blasti hinsvegar greinilega við öllum landsmönnum, þegar stjórn Her- manns Jónassonar gafst upp fyr- ir jólin nú síðast, eins og vikið verður að hér á eftir. Svo er bætt við slagorðum, eins og um að „brjóta á bak aftur vald milli- liða og gróðastétta“, og að tryggja verði „öllu vinnandi fólki fullan afrakstur þess, sem það skapar með vinnu sinni“. Þá var talað um að koma á „hagstæðari verzl- un“ og vita allir landsmenn, hvernig það hefur tekizt. Einnig skyldi sett löggjöf um ,fram- leiðslusamvinnufélög“, en þeirra hefur ekki orðið mjög vart. Þá var því lofað að stefnt skyldi að því, að ekki þurfi að beita inn- flutningshöftum, en aldrei hafa viðskipti landsmanna verið í jafn miklum viðjum, eins og á árum vinstri stjórnarinnar. Öll var stefnuskrá Hræðslubandalagsins á þessa bók lærð og geta allir landsmenn sjálfir dæmt um það, hvernig hefur tiltekizt um efnd- irnar. Svo er vert að fletta dálítið lengra í Tímanum og athuga blað ið frá miðvikudeginum 25. júní 1956. Þá er Hræðslubandalagið búið að mynda stjórn með komm- únistum, þvert ofan í gefin loforð og yfirlýsingar. Sjálf ríkisstjórn- in eða myndun hennar var byggð á svikum og allt sem hún gerði var svik. I stórri fyrirsögn í þessu blaði Tímans segir: „kjarni málefnasamnings ríkisstjórnar- innar er: öflug og alhliða fram- farastefna". Þessi framfarastefna á svo að vera fólgin í því, sam- kvæmt aðalfyrirsögn blaðsins, að ,15 nýir togarar til atvinnujöfn- unar“ skuli verða keyptir t.il landsins en þeir eru ókomnir enn. Þá er þar talað um fullvirkj- un Sogsins og að heildaráætlun skuli gerð um „nýmæli í atvinnu- lífi og síðan kemur þar á eftir mjög feit fyrirsögn um „lausn efnahagsvandamála í samvinnu við stéttarsamtökin". Þannig voru þá loforðin, sem Hræðslubandalagið og vinstri stjórnin, sem mynduð var með kommúnistum, gaf kjósendum í júní 1956. Það er skemmst að segja, að vinstri stjórnin rauf öll sín heit og loforð. Og hvað var það svo sem blasti við eftir það að ferli hennar var lokið. Ríkisstjórnin lagði 1090 milljónir í árlegum sköttum á þjóðina og um það bil tvöfaldaði ríkisskuldirnar á valda tíma sínum. En fjármálaráðherr- ann gafst upp við að leysa efna- hagsvandann og að síðustu hafði ríkisstjórnin ekki einu sinni fyr- ir því að leggja fyrir Alþingi nokkrar tillögur í sambandi við það mál. Uppgjöfin var fullkomin og alger. Það sem svo blasti við var það, gð vonlaust var að út- gerð gæti hafizt á vetrarvertíð 1959 nema með enn auknum styrkjum, en því hafði verið lof að að höfuðatvinnuvegunum skyldi „kippt upp úr styrkjafen- inu“. Það var síður en svo að verðbólgan hjaðnaði, heldur varð hún nú geigvænlegri heldur en nokkru sinni áður. ★ '"*** Menn fóru í sl. desember, ufti það bil sem ríkisstjórnin gafst upp að gera sér grein fyrir því, til hvers stefna hennar leiddi. Þá var það augljóst, að vísitala framfærslukostnaðar næði a.m.k. 270 stigum, þann 1. nóv. 1959, eða hækkaði um 5 stig að meðal- tali á mánuði næstu mánuðina. En talið var að verðbólguskriðan hefði leitt það af sér, að vísital- an hefði verið komin langt upp úr 270 stigum 1. nóv. 1959, en endirinn á þeirri sögu vildi eng- inn horfa á. Það var ekkert annað en kviksyndi, sem blasti við, stöðvun atvinnurekstrar lands- manna og allsherjarhrun í búskap þjóðarinnar. Annar eins voði og þessi hefur aldrei blasað við ís- lendingum. Þetta var það sem Framsóknarmenn vilja nú að gleymist. Það er von að Tíminn æpi um að kjósendur megi ekki muna eftir þessu 28. júní 1959 og sé það beinlínis stjórnarskrárbrot, ef þeir muni eftir þessu öllu og hafi það í h. _ . TÍMAR sjóflugvélanna virðast .era að líða undir lok. Ekki að- eins á fslandi, heldur og erlend- is. Samtímis því sem tilkynnt er, að síðustu sjóflugvélinni okkar Katalínu, verður lagt fyrir fullt og allt, skýra Bretar svo frá, að síðustu tveir Sunderland flugbát- arnir verði nú seldir til niður- rifs. Fyrir um það bil 20 árum var staðhæft, að sjóflugvélarnar væru loftför framtíðarinnar. En nú hefur brezki herinn lagt all- ar sjóflugvélar sínar á hilluna — og engar slíkar flugvélar eru í notkun hjá brezkum ílugfélög- um, en Bretar héldu þó hvað lengst tryggð við þessa tegund flugvéla. , „Grand Old Lady“, eins og Sunderland-báturinn var oft kallaður, hefur verið í notkun í 121 ár. Árið 1938 byrjaði brezki herinn að byggja upp sveitir sjó- | flugvéla, sem komu sér reyndar vel í styrjöldinni. Sunderland var frægust sjóflugvéla Breta á N-Atlantshafi, því að á styrjald- arárunum önnuðust þessir flug- bátar gæzlu á höfunum — allt frá íslandsströndum suður á Ind- landshaf. Mikill fjöldi Sunderland-báta var jafnan á sveimi meðfram strandlengju íslands. Sveitir Sunderlandbáta önnuðust einnig gæzlu á skipaleiðum milli íslands og meginlandsins, umhverfis Bret land — allt suður til V-Afríku, á Miðjarðarhafi og Indlandshafi. Síðar voru þeir einnig fluttir til fjarlægari Austurlanda og þar lögðu síðustu tveir bátarnir upp laupana. „Grand Old Lady“ grandaði mörgum þýzkum kafbátnum. enda þótt hún kæmist ekki í hálf- kvisti við Katalínu. Þegar brezki herinn átti hvað mest af Sunder- land-bátum voru þeir 721 talsins. Þeir voru stundum kallaðir „fljúg andi skip“ sakir stærðar sinnar og fyrirferðar — og Bretar voru alls ekki á þeim nótunum að leggja Sunderland á hilluna, þeg- ar styrjöldinni lauk. En um það leyti urðu tímamót í flugsögunni. Sjóflugvélarnar misstu gildi sitt — og- framleiðslunni var hætt. Eftir styrjöldina hafa þessar flug- vélar verið notaðar til margra gagnlegra flutninga. En þeim hefur fkækað óðum og með hvarfi Sunderland má segja, að tímar sjóflugvélanna, sem eitt sinn voru taldar flugvélar fram- tíðarinnar, séu liðnir undir lok. ,Þær sjóflugvédar, sem flestar eru enn í notkun, eru Katalín- urnar góðkunnu. Þeirra fram- leiðsla hófst 1935 og á styrjald- arárunum áttu Bandaríkjamenn geysimikinn Katalínuflota. Þær voru mestmegnis notaðar til fylgdar skipalestum yfir Atlants- haf og til kafbátaveiða, eins og það var kallað. Framleiðslunni er hætt fyrir löngu og sífellt verður nú erfiðara að endurnýja Katalínu. Flugfélag íslands er ekki eina félagið, sem er að gef- ast upp á þessari flugvél þó að ein og ein á stangli sé starfrækt út í heimi. Á Formósu eru nokkr- ar í notkun, ein á Ceilon, önn- ur í Peru og eitthvað er af þeim í Kanada. Sjóher nokkurra landa hefur örfáar í notkun, en þeim fer ört fækkandi — og einn góð- an veðurdag verður það aðeins fortíðin, sem kann að segja frá jafngamaldags hlutum og sjó- flugvélar hafa verið. ískndsmótið í bridge í næstu viku ÍSLANDSMÓTIÐ í bridge verður haldið hér í Reykjavík í næstu viku, og hefst á sunnudag kl. 2. Mótið verður haldið í Tjarnarcafé og verður spilað bæði uppi og niðri. Þátttökusveitir eru írá Ak- ureyri, Húsavík og Reykjavík. Meðal keppenda eru fslandsrneist ararnir frá 1958, sveit Halls Sím- onarsonar. Ársþing Bridgesambands fs- lands verður haldið í Edduhúsinu í dag, laugardag, og hefst það kl. 4. Rússar b jóða meira lán NÝJU DELHI, 21. maí: — Raö- stjórnin hefur boðið Indverjum að auka mjög aðstoð og lán til olíuvinnslu í Indlandi. Indverjar verja um þessar mundir sem svar ar 63 milljónum dollara til olíu leitar og vinnslu, sem mestmegn- is er framkvæmd með rússnesk- um tækjum undir stjórn rúss- neskra sérfræðinga. Hafa Rússar boðizt til að lána meiri útbúnað og senda fleiri sérfræðinga — og mun indversk sendinefnd ræða málið í Moskvu innan fárra daga. Jóhannes páfi er áhugamaður um flest það, er gerist í umhverfi hans. Fyrir nokkru birtist hann skyndiiega í hinni stóru prent- smiðju Vatikansins og ræddi þar góða stund við starfsmenn- ina um verk þeirra og skoðaði vélakostinn. — í þessari prent- smiðju er hið opinbera málgagn páfastólsins, dagblaðið Os- servatore Romano, prentað, en það kom í fyrsta skipti út árið 1860. Þarna eru auk þess prentuð ýmis kirkjuleg rit — á a. m. k. 70 tungumálum. -- - • i - • »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.