Morgunblaðið - 23.05.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.05.1959, Blaðsíða 3
augardagur 23. mal 1959 MORGVNBLAÐIÐ 3 Mynd þessl var tekin í Þjóðlelkhúslnu á „Gunnarskvölc.inu“ s.l. fiinmtudag. — Forseta- hjónin sitja í heiðursstúku. — Hugvísindasjóður úthlutar 17 sfyrkjum samtals 290 jbús. kr. Styrkþegae leggja stund á átta fræöigrelnar HUGVÍSINDADEILD Vísinda- sjóðs hefur nú lokið við úthlut- un styrkja úr sjóðnum fyrir árið 1959,en það er annað starfsár sjóðsins. Alls bárust deidlinni að þessu sinni 35 umsóknir, en veitt- ir voru styrkir að heildarupphæð kr. 290 þúsund. Til samanburðar skal þess getið, að veittir voru 12 styrkir árið 1958, og nam upp- hæðin þá kr. 200 þús. Styrkirnir eru nokkuð misháir, enda er starfi og högun styrkþega mis- jafnlega háttað, og má skipta styrkjunum í þrjá aðalflokka: 1) styrki til manna, er gefa sig eingöngu við rannsóknarstörf- um og flestir dveljast erlendis, fyrst um sinn a.m.k., 2) styrki til manna, er vinna að rannsóknar- störfum hér heima, en gegna jafnframt öðrum störfum, 3) styrki, sem ætlaðir eru til greiðslu á beinum kostnaði, er rannsóknarstörf hlutaðeigandi styrkþega hafa í för með sér. Styrkirnir skiptast þannig eftir vísindagreinum: Tala Upphæð styrk- styrkja þega þús. kr. Sagnfræði 4 75 bókmenntafræði 1 15 málvisindi 3 45 lögfræði 3 55 hagfræði 2 35 heimspeki 1 25 guðfræði 1 10 sálfræði 2 30 samtals 17 290 Mað sagnfræði er hér talin listasaga, en söguleg rannsókn sálma ('hymnologia), flokkuð undir guðfræði. Fjórir þeirra, er veittur var styrkur árið 1958, hlutu aftur styrk nú, en hinir 13 njóta ailir styrks úr Vísindasjóði í fyrsta sinn. Við þessa úthlutun hefur komið greinilega í ljós, ekki síð- ur en í fyrra, að fé það, sem Hug vísindadeild hefur til ráðstöfun- ar, fullnægir hvergi nærri þörf- unum, enda er ekki ofsagt, að á öllum sviðum hugvísinda blasa við verkefni, er úrlausnar bíða, og alltaf fjöigar mikilhæfum og sérmenntuðum mönnum, sem eru ] þess umkomnir að leysa verkið af höndum, ef starfsskilyrði bjóð ast. En framlag til Vísindasjóðs er lágt, og Hugvísindadeild fær ekki í sinn hlut nema 30% þess fjár, sem úthlutað er alls úr sjóðn um. Að þessu sinni er þó upphæð styrkja þeirra, er deildin veitir, hærri en efni standa til, því að gripið var til dálítils afgangs, er varð í fyrra, og auk þess úthlutað nokkru meira en ársframlagi nemur, enda getur nokkur hluti greiðslu styrkþega dregizt fram eftir næsta ári. Að þessu sinni veitti Hugvís- indadeild Vísindasjóðs eftirtalda styrki: 30 þús. króna styrk hlaut: Björn Þorsteinsson sagnfræðingur til öflunar og könnunar heimilda í þýzkurr. söfnum um sögu ís- lands fyrir 1600. 25 þús. króna styrk hlutu: Bald ur Jónsson mag. art., til rann- sókna á fallstjórn og merkingu sterkra sagna í islenzku með hlið sjón af brottfalli forskeyta á frumnorrænum tíma. Gunnar Ragnarsson M.A., til rannsókna á þekkingarfræði Immanúels Kant. Sigurgeir Jónsson cand. oecon., til framhaldsnáms og rannsókna í hagfræði, einkum peninga- og fjármálafræði. Þór Vilhjálmsson cand. jur., til rannsókna á verkaskiptignu lög- gjafar- og framkvæmdavalds við setningu almennra réttarreglna. NÝLEGA hafa verið stofnaðir þrír Lions-klúbbar á íslandi með samtals 73 félagsmönnum. Var einn þeirra stofnaður á Blöndu- ósi og skipa stjórn hans þessir menn: Hermann Þórarinssun, formaður, Haraldur Jónsson, rit- ari, og Ólafur Sverrisson, gjald- keri. Var klúbburinn stofnað- ur 3. maí sl. og stofnenddr 21. í Kópavogi var stofnaður Lions klúbbur 13. maí sl. og voru stofn- endur 26. Formaður þess klúbbs 15 þús. króna styrk hlutu: Aaðalgeir Kristjánsson cand. mag., til að rita ævisögu Brynj- ólfs Péturssonar (Aðalgeir hlaut styrk 1958). Ásgeir Bl. Magnússon cand. mag., til að semja islenzka orð- sifjabók (ethýmólógiska orða- bók). Björn Th. Björnsson listfræð- ingur, til að standa straum af kostnaði við öflun mynda og ann iéll ai hestbaki BORGARNESI, 22. maí. — Það svipulega slys vildi til hér skammt frá bænum í gærdag, að Ari Quðmundsson, vegaverk- stjóri, féll af hestbaki og beið bana af. Hann var einn á ferð og enginn nærstaddur er slysið bar að höndum. Ari hafði farið að heiman frá sér um hádegisbilið, og hafði ætlað að skreppa á gæðingum sínum, en hann hafði tvo til reið- ar, að Beigalda, sen> er um 8 km leið frá Borgarnesi. Menn höfðu mætt Ara og sögðu hann hafa farið greitt, enda voru gæðing- arnir fjörugir. Um 3 km leið frá Borgarnesi er bærinn Kárastaðir og stend- ur hann spölkorn frá þjóðvegin- um. Þar heima við hafði drengur séð er maður reið eftir veginum og fór greitt. Allt í einu sá dreng- urinn að maðurinn féll af hest- inum. Á Kárastöðum býr Pétur Albertsson og fór han þegar á er Brynjúlfur Dagsson. héraðs- læknir, ritari Ólafur H. Jónsson og gjaldkeri Þorvarður Árnason. í Bolungarvík var stofnaður klúbbur 15. maí og voru stofn- endur 26. Stjórnina skipa: Frið-- rik Sigurbjörnsson, formaður Guðmundur Jóhannesson ritari og Guðmundur G. Jónsson gjaid- keri. Lions-menn halda ársþing sitt í dag í Reykjavík. Klúbbarnir eru nú orðnir 16 talsins. arra gagna vegna yfirlitsverks um íslenzka myndlistarsögu að fornu og nýju. Gísli G. ísleifsson cand. jur., til að Ijúka meistarprófsritgerð í flugrétti við háskólann í Mont- real. Viðfangsefnið er þörfin á nýjum íslenzkum lofsiglingalög- um. Gunnar G. Schram cand jur., til rannsóknar á réttarreglum innan þjóðréttarins um fisk- vernd á úthafinu og hvernig stuðla megi að slíkri verndun með beinum réttarreglum (Gunn ar hlaut styrk árið 1958). Jón Kristjánsson skjalavör’ður, til bókmenntasögulegrar rann- sóknar Fóstbræðrasögu. Maia Sigurðardóttir B.A., til að rannsaka áhrif tiltekinna lyfja á starfsemi heilans og ljúka M.A. ritgerð í sálarfræði um efnið (Maia hlaut styrk árið 1958). Dr. Matthías Jónasson prófess- or, til að standa straum af kostn- aði við úrvinnslu í sambandi við rannsókn á greindarþroskanum og gildi hans í nútíma þjóðfélagi. Sigfús Haukur Andrésson cand. mag., til rannsókna frí- •höndlunartímabilsins (1787— 1855) í íslenzkri verzlunarsögu. 10 þús. króna styrk hlutu: Bjarni Bragi Jónsson cand. oecon., til að Ijúka rannsókn á kerfi kaupgjaldsákvörðunar, er henta þykir hér á landi (Bjarni hlaut styrk 1958. Sr. Sigurjón Guðjónsson sókn- arprestur, vegna kostnaðar við utanför til að rannsaka sögu ís- lenzkra og þýddra sálma. 5 þús. króna styrk hlutu: Karólína Einarsdóttir cand. mag., til að standa straum af ferða- kostnaði vegna söfnunar orða um hesta og hestamennsku í sveitum landsins. Bodil Be^trup sendiherra KAUPMANNAHÖFN, 22. maí. — Frú Bodil Begtrup, fyrrum sendi- herra Dana á fslandi, hefur verið skipuð sendiherra í Bern og Vín frá fyrsta næsta mánaðar að telja. Frúin mun hafa búsetu í Bern. vettvang. Fann hann Ara Guð- mundsson meðvitundarlausan á veginum, en skammt frá stóðu hestar hans. Héraðslæknirinn hér kom skömmu síðar á slys- staðinn. — Ari hafði hlotið mik- ið höfuðhögg við byltuna. Lét læknirinn strax gera ráðstaafnir til að flytja hinn slyasaða flug- leiðis til Reykjavíkur. Ari var síðan fluttur meðvitundarlaus hingað til Borgarness. Stuttu eftir að hann hafði verið fluttur heim til sín lézt hann. Hann komst aldrei aftur til meðvitund- ar. — Ari Guðmundsson var 63 ára að aldri. Lætur hann eftir sig konu og 7 börn, hið yngsta inn- an fermingaraldurs. aHnn hefur um áratugi verið vegaverkstjóri. F. ----------------- i. i . i . i . i . i . i . i r i ri 1 r nfififififi STAK8TEIMAR „Týnd hugsjón — gleymd stefna“ Timinn skrifar i gæi nm fyrri ástvin Framsóknar, Gylfa Þ. Gísiason, og lýsir einkenn- um hans nú með þessari þriggja dálka fyrirsögn: „Týnd hugsjón — gleymd stefna“. Af Tímaskrifinu sjálfu er svu að sjá, sem Gylfi hafi í senn „týnt hugsjón“ og „stefnu“, þegar hann „gleymdi“ því, að hann hefði gerzt bandingi Framsóknar meS þátttöku í Hræðslubandalaginu. En sérstaklega sárnar Tímanum, að Gyifi hafi talið, að Framsókn hafi fengið 4 þingmenn ranglega kosna vegna Hræðslubandalags- ins en Alþýðuflokkurinn aðeins 2. Þessu svarar Tíminn: „Sannleikurinn er sá, að nokk- uð almenn mun sú skoðun vera meðal þjóðarinnar, að vafasamt sé að Alþýðuflokkurinn hefði komið nokkrum manni á þing 1956 án kosningabandalagsins". „Beina athyglinni frá eigin verkum“ Aiþýðublaðið er aftur á móti ekki í vafa um af hverju hugar- æsing Framsóknar komi nú og segir í gær: „Tíminn gengur berserksgang. Það er ekki óeðlilegt, því Fram- sóknarflokkurinn á mjög í vök að verjast um þcssar mundir. Forustumenn hans hlupu frá stjórn og ábyrgð á vanhugsaðan hátt og héldu þannig á spilum flokksins, að hann er utangátta í ísienzkum stjórnmálum, nema hvaða huggunar hann kann að eiga von hjá kommúnistum. Þess vegna reyna nú forystumennirnir að vekja reiði fiokksmanna sinna gegn andstæðingunum — til að beina athyglinni frá eigin verk- um“. Eysteinn vildi meiri hátollavörur Alþýðublaðið heldur áfram: „Þeir menn, sem höfðu sam- starf við framsóknarmenn í fyrr- verandi stjórn, standa nú högg- dofa af undrun yfir því, hve ósvifinn málflutningur Timans getur verið. Tökum til dæmis innflutningsmálin. Fyrir rúm- lega ári síðan stóðu ráðherrar Framsóknarflokksins, Eysteinn og Hermann, ásamt fleiri valda- mönnum flokksins, að þvi að undirbúa og samþykkja áætlun um innflutning á hátollavörum fyrir 225 milljónir króna. Þá birt- ist ekki orð i Timanum, sem gaf annað í skyn en þetta væri eft- ir aðstæðum mjög eðlilegt. Nú hefur stjórn Alþýðuflokks- ins gengið frá samskonar áætl- un og gerir ráð fyrir innflutn- ingi á hátollavörum fyrir 209 milljónir. Þá koma stórar fyrir- sagnir i Timanum um að inn- flutningur miður þarfra hátolla- vara verði stóraukinn á kostn- að nauðsynjavöru! Óheilindin og illkvittnin, sem fram koma í slík- um málflutningi eru svo botn- laus, að varla verður með orð- um lýst.“ Og enn segir Alþýðublaðið: „Aætlunin um innflutning há- tollavöru (sem er alls ekki ein- göngu ónauðsynleg vara, fjarri því) er nú 16 milljónum króna lægri en hún var í stjórnartíð Eysteins Jónssonar. Samt básún- ar Eysteinn, að þetta hafi hækkað stóriega! Þegar menn sjá siikan málflutning hjá þeim manni, sem iengst allra hefur verið fjármála- ráðherra á íslandi, spyrja þeir: Getur þetta verið satt?“ Ailir, sem unnið hafa með Framsókn hafa sömu sögu að segja. Þrír Lions-klúbbar stofnaðir Ari Guðmundsson vegoverkstjóri og beið bana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.