Morgunblaðið - 23.05.1959, Blaðsíða 14
14
MORGVHBLAÐIÐ
Laugardagur 23. mal 1959
Bátur óskast til
leigu eða kaups
10—15 lesta bátur, í góðu lagi
og með góðri vél, óskast til
leigu eða kaups. Uppl. hjá
Landssambandi ísl. útvegs-
manna.
Húsbyggendur
Getum aftur bætt við okkur
smíði á eldhúsinnréttingum
og svefnherbergisskápum. —
Einnig tökum við að okkur
hurðaísetningar. Gerum til-
boð í verkin. Upplýsingar í
síma 18147, milli kl. 12—1 og
7—8. —
(Geymið auglýsinguna).
Valur vann Fram 2:1
NÆSTSÍÐASTI leikur Reykja-
víkurmótsins í knattspyrnu var
leikinn í fyrrakvöld. Mættust þá
Fram og Vaiur og fóru Vals-
menn með sigur af hólmi 2 mörk
gegn 1.
Leikurinn var ekki mikill að
vöxtum knattspyrnulega séð, á
löngum köflum þófkenndur og
lítið um fallega knattspyrnu. En
er á leið náðu Valsmenn þó all-
miklum tökum á leiknum og
tókst tvívegis að skora. Við það
og annað mótlæti m.a. tvær mis
heppnaðar vítaspyrnur brotnaði
viðnám Fram og leikur liðsins
varð ákaflega götóttur og tilvilj-
anakenndur.
Valsmenn höfðu nú endur-
heimt sinn gamla liðsmann Al-
bert Guðmundsson. Hann er lít-
ið sem ekkert þjálfaður og
þyngri en áður. En samt var það
hann sem gaf leik þessum dá-
Tvær 14 ára stúlkur óska
eftir að komast á gott
sveitaheimili
saman eða í sömu sveit. Hafa
áður verið í sveit. Upplýsing
ar í síma 710 eða 731, Keflavík
Poltaplöntur
Mikið úrval. Fallegar af-
skornar rósir.
Gróðrarstöðin við Miklatorg.
Sími 19775.
úúðin
VARAHLUTIR
Skiptimótorar og
mótorhlutar
Startarar og
startarahlutar
Kveikjur og
kveikjuhlutar
Perur
Benzindælur
Kúplingsdiskar
Fram- og afturstuðarar
Og margt fleira.
v KRINSLUMYRARVE6
SÍMI 52881
Frímerkjasafnarar
Hef til sölu frímerki frá öll-
um þjóðum. Er áhugasöm
um skipti á íslenzkum frí-
mérkjum fyrir erlend.
Vinsamlega skrifið til
HADDÝ APITZ
3 Elnn Street
Andaver, Mass.. U. S. A.
Atvinnu off
Til sölu af sérstökum ástæð-
um sem ný Linhof Technika
21A”x31A” ásamt 3 linsum og
all-flestum öðrum fáanlegum
aukatækjum. — Upplýsingar
í síma: 18092.
Gefið konunfii blóm
á Mæðradaginn. Afskorin blóm, Pottaplöntur .
BLÓMASALAN SÓLVALLAG. 9.
3ja herbergja
íbuð
til leigu í austurbænum (hitaveita). Þeir, sem kynnu
að hafa áhuga, sendi nöfn sín og uppl. til afgr. Mbl.
merkt: „9055“, fyrir 27. þ.m.
IBÚD
y
Til leigu er í Hafnarfirði á einum bezta stað í mið-
bænum, 5 herb. íbúðarhæð ásamt eldhúsi og bað-
herbergi. Uppl. í síma 50406 og 50106.
Bátur til sölu
Til sölu er 16 tn. bátur. Mjög hagstætt verð og góðir
greiðsluskilmálar. Uppl. hjá Landssambandi ís-
lenzkra útvegsmanna.
Furu útidyrahurðir
OtiÍAnÖiM l,-
//
Ármþla 20. — Sími 32400
Gott skrifstofuhúsnæði
til leigu. Upplýsingar á skrifstofu
Einars Sigurðssonar Garðastræti 6.
lítið líf. Sennilegt er, að án
hans hefðu Valsmenn ekki skor-
að, því bæði mörkin voru hans
verknaður þó Björgvin Daníels-
son stýrði knettinum í mann-
laust markið í bæði skiptin.
Þó Albert sé þyngri en áður
og æfingalaus og mistækist oft
ar en áður. þá sýndi enginn
hinna yngri manna þau tilþrif
sem hann í skotum, uppbygg-
ingu leiks og sköpun tækifæra
til marka. Að 35 ára gamall
maður gersamlega æfingalaus
skuli hafa slíka yfirburði í þess-
um efnum yfir yngri menn sem
æfa 8—10 mánuði ársns, er sann
arlega alvarlegt umhugsunarefni
fyrir knattspyrnumenn. En það
var greinilegt að Valsmenn
þekktu ekkert til samvinnu við
4Mbert og á köflum var eins og
þeir væru hræddir og þyrðu ekk
ert að gera sjálfir en settu traust
sitt á hann, sem raunar gæti
hvað aldur snerti verið pabbi
þeirra flestra. Athygli vakti leik-
ur vinstri bakvarðar Vals og
gerði hann margt laglega þó lítt
reyndur sé.
Fram-liðið olli miklum von-
brigðum. Það virtist í fyrstu ætla
að ná allvel saman og sótti nokk-
uð fast, en allt fór út um þúfur
er nær dró marki Vals. Þá lék
framlína Fram ýmist of „þröngt“
eða að einstakir menn fóru sér
svo hægt við undirbúning mark
skota eða sendinga, að auðvelt
ryendist að ná af þeim knettin-
um. Það virðist vanta i leik Fram
skipulagningu og einhvern til að
skipuleggja inni á sjálfum vell-
inum. Rétt fyrir lok fyrri hálf-
leiks var Fram dæmd vítaspyrna
á Val. Guðm. Óskarsson spyrnti í
markstöng og knotturinn skopp-
aði fram á völlinn. Þar náði Al-
bert í hann og sendi langt að
marki Fram. Bakvörður og mark
vörður Fram rifust um að bægja
þessari hættu frá, allt fór í handa
skolum, knötturinn hoppaði yfir
þá og þangað komst Björgvin
Dan og sendi í netið. Örlagarík
vítaspyrna hjá Fram!
Um miðjan seinni hálfleik skor
ar Valur aftur eftir fallega send-
ingu frá Albert sem Björgvin Dan
stýrði í mannlaust markið. Við
það brotnuðu Framarar alveg og
ekki bætti úr þegar þeim öðru
sinni var dæmd vítaspyrna á Val
og Guðjón Jónsson spyrnti fram-
hjá marki. Sannarlega er það
umhugsunarefni að misnota tvær
vítaspyrnur í sama leiknum. Og
j hví skyldi Guðm. Óskarsson ekki
í hafa spyrnt aftur i hið síðara
sinn. Það þýðir ekki að hætta
þó illa gangi einu sinni. Fram
þarf að sigrast á þessum van-
mætti til að skora mörk, samleik
hafa liðsmenn eigi verri en önn-
ur lið en skipulagningu og herzlu
mun vantar.
Dómari var Helgi Helgason og
dæmdi furðu lítið. Dómarar eiga
ekki vísvitandi að láta leikmenn
brjóta reglur leiksins, þó ekki
sé með þessum orðum verið að
mælast til of mikillar smámuna-
semi í dómum.
— A. St.
íþróttavika F.R.L
Fer fram dagana 8.—15. júní n. k. Keppt verður í þessum greinum:
Fyrir karla: 100 og 1500 m hlaup, hástökk og kúluvarp.
Fyrir konur: 80 m hlaup og langstökk.
Keppnin er tvíþætt. Annars vegar milli kaupstaðanna og hins
vegar milli héraðssambandanna. Úrslit fást með því að deila fé-
lagatölu hvers aðila í heildarstigatöluna.
Nauðsynlegt er að þátttökutilkynningar (frá héraðssambond-
unum) berist sem allra fyrst til stjórnar FRÍ (Pósthólf 1099, Rvík)
og eigi siðar en 1. júní n. k. Með þátttökutilkynningunum skulu
fylgja upplýsingar um meðlimatölu. Er mikilsvægt að héraðssam-
böndin sendi þátttökutilkynningar nógu tímanlega svo að þau
missi ekki þátttökuréttinn.
Merki íþróttavikunnar eru til sölu hjá gjaldkera FRÍ, Birni
V ilmundarsyni.
STIGATAFLA
fyrir íþróttaviku FBÍ
8.—15. júní 1959:
K A R L A R » I O N U R
Stig 100 m hl 1. 1500 J m hl. Hástökk Kúluvarp 80 m hl. Langstökk
1 16,0 sek. 6.00,0 mín. 1,00 m 5,00 m 16,0 sek. 2,50 m
2 15,0 sek. 5:45,0 mín. 1,10 m 6,00 m 15,0 sek. 2,80 m
3 14,5 sek. 5:30,0 mín. 1,20 m 7,00 m 14,5 sek. 3,10 m
4 14,0 sek. 5:15,0 mín. 1,30 m 8,00 m 14,0 sek. 3,30 m
5 13,5 sek. 5:00,0 mín. 1,40 m 9,00 m 13,5 sek. 3,50 m
6 13,0 sek. 4:50,0 mín. 1,50 m 10,00 m 13,0 sek. 3,70 m
7 12,5 sek. 4:40,0 mín. 1,60 m 11,00 m 12,5 sek. 3,90 m
8 12,0 sek. 4:30,0 mín. 1,70 m 12,00 m 12,0 sek. 4,10 m
9 11,5 sek. 4:20,0 mín. 1,75 m 13,00 m 11,5 sek. 4,30 m
10 11,0 sek. 4:10,0 mín. 1,80 m 14,00 m 11,0 sek. 4,50 m
Stjórn FRl
uu6i«Wmnii iii i*1**’
VIL KAUPA
Garðskúr
til flutnings, ca. 12 ferm.
Sími 14895. —
SELFOSSBIO
"AIMSLEIKUR
f <C V Ö I d
^ KK sextettinn
<*> Ellý Vilhjálms og
<★) Ragnar Bjarnason
leika og syngja.
S&i,aferðir frá Bifreiðastöð íslands kl. 9.
Eindæma-blíða.
BLÖNDUÓSI, 21. maí: — Hér
hefur verið með eindæmum góð
tið að undanförnu, hin bezta vor-
veðrátta, sem menn minnazt hér
um nær tuttugu ára skeið. Sauð-
burður hefur gengið ágætlega,
og gróðri fer »vel fram, eins og
gefur að skilja í svo góðri tíð.
Inflúensa hefur verið talsvert
útbreidd hér nú um tíma, og
hefur allmikið borið á fylgikvill-
um með henni, einkum upp á síð-
kastið. Annars er veikin nú held-
ur í rénun. — Þrátt fyrir mikla
útbreiðslu inflúensunnar, hafa
margir bæir og jafnvel heilar
og hálfar sveitir sloppið við hana.