Morgunblaðið - 23.05.1959, Blaðsíða 12
12
MORGUNRLAÐIÐ
Laugardagur 23. máí 1959
Því næst hlustaði Bleicher með
óumræðilegri undrun á frásögn-
ina um eitt af hinum ófyrirleitn-
ustu og fífldjörfustu brögðum,
sem ,,Læðan“ og menn hennar
höfðu nokkru sinni beitt.
Það er um mitt sumar árið
1941. Þokuslæða hvílir enn á þök
um Parísarborgar, og borgin er
ekki vöknuð af svefni. Það er
orðið bjart á götunum, en þær
eru ennþá auðar og tómar.
Það er aðeins á Rue du Colonel
Moll, að maður nokkur er á
hlaupum. Hann reikar á hlaup-
inu eins og maður, sem er að því
kominn að gefást upp og neytir
síðustu krafta sinna. Andlit
hans er afskræmt og angistin
skín úr augum hans — blököld
dauðans angist.
Maðurinn nemur staðar fram
an við húsið nr. 14 og horfir tor-
tryggnislega til allra hliða. En
gatan er auð. Engan er neins-
staðar að sjá og hann hefur ekki
verið eltur.
Maðurinn þýtur upp að hús-
inu. Við dyrnar á efri hæð hljóm
ar dyrabjallan: stutt-langt-stutt
og síðan aftur á sama hátt.
Það heyrist létt fótatak fyrir
innan og það er komið til dyra.
Lokunni fyrir litla athugunar-
glugganum er ýtt ofurlítið til
hliðar og maðurinn finnur, að
tvö rannsakandi augu hvíla á
honum. Því næst er hurðin opn-
uð skyndilega.
„Hvað er þetta — Henri Du-
pont —? Hvert er erindi yðar
hingað á þessum tíma?“ Grann-
vaxin kona í allt of stórum morg
unslopp, sem auðsjáanlega hlýt-
ur að vera af karlmanni, strýkur
syfjulega hárið frá andlitinu.
„Fyrirgefið, frú“, stamar mað
urinn og er vandræðalegur á
svipinn. „ég má til — má ég tala
við yður? Það er bráðnauðsyn-
legt“. Hann er ennþá lafmóður.
Konan í morgunsloppnum er
allt í einu orðin glaðvakandi. —
Hún finnur það ósjálfrátt, að hér
er hætta á ferðum. Það hefur
eitthvað hræðilegt komið fyrir.
„Komið þér, Henri — komið
þér fljótt!“.
Hún dregur hann beinlínis inn
£ hinn dimma gang. læsir hurð-
inni, ýtir manninum, sem er úr-
vinda, á undan sér inn í herbergi
og setur hann á stól.
„Segið þér frá — hvað er að?
Hefur eitthvað farið illa?“
,Og því næst heyrir konan í morg
unsloppnum, sem er engin önnur
en „Læðan“, frásögn, sem kemur
því til leiðar, að hún verður al-
tekin af hræðslu.
Þessi Henri Dupont er starfs-
maður við ríkisjárnbrautirnar.
Það eru eklci nema fáar vikur
síðan að „Læðan“ hefur reynt
að fá hann til samstarfs við
„Interalliée". Hann gat veitt
mikilvæga vitneskju um flutn-
ing þýzkra hersveita. En Henri
Dupont skoraðist eindregið und-
an, en þá lagði „Læðan“ að konu
hans, sem var eldheitur ofstækis
fullur ættjarðarvinur. Frú Du-
pont var þegar í stað reiðubúin
til að vinna fyrir „Interalliée".
Og nú, fáum vikum síðar, gerð
ist hinn hræðilegi atburður. — í
morgun, þegar Henri Dupont
kom heim frá næturvörzlunni,
var sonur hans 14 ára að aldri,
alveg truflaður. Drengurinn
skýrði honum grátandi frá því.
að tveir óeinkennisklæddir menn
hefðu komið áður en bjart var
orðið og sótt móður hans. Hann
fór á eftir þeim á reiðhjólinu
sínu og sá, að farið var með móð
ur hans inn í hús í Avenue Henri
Mirtin nr. 101.
„Masuy, sá argi þrjótur —“,
varð „Læðunni“ að ofði. Hún
var orðin lítið eitt fölari. „Masuy
— hann er ekki í þýzku leyni-
þjónustunni. Masuy er Belgíu-
maður, sem vinnur fyrir Þjóð-
verja upp á eigin spýtur“.
Það kemur í ljós vonarneisti
í augum hans.
„Aðeins Belgíumaður? Ef til
vill er það þá ekki eins illa far-
ið? Ef til vill er þá hægt að ná
henni aftur?“
„Læðan“ svaraði ekki. Hún
horfði þegjandi út um gluggann,
var hugsi og slökkti í vindlingn-
um sínum, óstyrk á taugum.
„Ef til vill“, sagði hún stutt-
lega. „Bíðið þér andartak".
Hún fór inn í svefnherbergið
vic hliðina, en þar liggur Ar-
mand Czerniawski í rúminu og
hrýtur. Hann hafði ekki heyrt
í dyrabjöllunni. „Læðan“ hrist-
ir hann til og vekur hann og seg
ir honum í óða flýti frá því, sem
gerzt hafði. En Armand lætur
það ekki á sig fá, en hallar sér
út af aftur þreytulega.
„Hvað get ég gert við því!“
tautar hann skapillur. „Þú verð
ur að sjá til þess að losna við
karlinn og láttu mig í friði“.
„Læðan“ verður ofsareið.
„Ertu alveg vitlaus?" hvæsir
hún framan í Armand.
„Veiztu ekki, hvað það gildir,
ef hún er komin £ hendurnar á
Masuy?“
Auðvitað veit Armand það. —
Hver þekkir ekki þennan Belgíu
mann sem heitir réttu nafni
Georges Delfanne. Það þekkja
hann allir í neðanjarðarhreyfing-
unni, þekkja hann, óttast hann
og hata. Þessi Georges Delfanne
var óskilgetinn sonur verkakonu
og fæddist í Briissel 12. janúar
1913. Hann lifði á vinnu, sem
hann fékk á snöpum, þangað til
hann fór að reka njósnir fyrir
Þjóðverja í Belgíu skömmu áður
en stríðið skall á, og hafði af því
góða atvinnu. Þegar þýzku her-
sveitirnar höfðu tekið Frakkland
‘herskildi, flutti Delfanne bæki-
stöðvar sínar til Parísar og
nefndi sig „Masuy“. Hann bjó í
heilli röð herbergja £ Hotel du
Palais Bourbon og hafði „skrif
stofur“ sínar £ Avenue Henri
Martin nr. 101.
Hann kallaði það skrifstofur,
en sannleikurinn var sá. að með
hjálp aðstoðarmanna sinna náði
hann í Frakka þangað, sem voru
grunaðir um njósnir, og píndi þá
þar með hinum grimmúðlegustu
aðíerðum, þangað til þeir gáfust
upp og játuðu allt, sem hann
vildi vita.
Frú Dupont var nú í höndum
þessara kvalara. „Læðunni“ renn
ur kalt vatn milli skinns og hör-
unds við þessa tilhugsun. En Ar-
mand ypptir öxlum.
„Hverju ætlar þú að koma
fram gagnvart „Masuy“?“ muldr
ar hann önugur. „Sjáðu heldur
fyrir því, að við fáum nýjar stöðv
ar þegar í dag — ef þessi kona
skyldi leysa frá skjóðunni".
En „Læðan“ hlustaði ekki leng
ur á hann. Hún fór ofsareið út
úr herberginu. Hún bar heift í
huga til þessa Pólverja, sem hún
beinlínis hataði þessa stundina
og hefði getað gert út af við
hann vegna reiði. Hann, þennan
flækings útlending, sem var áreið
anlega sama, þótt fr'nsk kona.
ættjarðarvinur, væri pínd og
kvalin af belgiskum kvölurum.
Henri Dupont sat ennþá úr-
vinda, £ hliðarherberginu og
sneri húfu sinni taugaóstyrkur,
milli sigggróinna handanna. —
Hann starir stórum, angistarfull
um augum á „Læðuna", þessa
litlu, grönnu konu, sem hann von
ar að framkvæmi það kraftaverk
að frelsa konuna hans.
„Læðan“ reykir vindlinginn
sinn i ákafa og gengur hratt um
gólf, en nemur síðan snögglega
staðar framan við uppdrátt af
París, sem er festur á vegginn
og nokkrum tyfltum mislitra
fána er stungið i. „Læðan“ getur
ekki að sér gert að brosa háðs-
lega. Þarna kom loksins að því,
að það gat orðið gagn að þessum
bjánalegu fánastungum pólska
herforingjaráðsmannsins Czerni-
awski. A þessari stundu varð af
burða djarfleg fyrirætlun til í
höfði „Læðunnar". Hún tekur-
símatólið ákveðin og biður um
númer.
„Verið þér ekki áhyggjufullur,
Henri“, segir hún um leið. „Við
skulum ná í konuna yðar aftur“.
Það er komið hádegi. Glugga
tjöldin eru dregin niður í hótel
„Lutelia“, þa: sem þýzka leyni-
þjónustan hefur komið upp að-
alstöðvum sínum. Samt sem áð
ur er brennheitt í herbergjun-
um.
SHUtvarpiö
Laugardagur 23. maí:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar-
dagslögin*1. 18,15 Skákþáttur —
(Baldur Möller). 19,00 Tóm-
stundaþáttur barna og unglinga
(Jón Pálsson). 19,30 Tónleikar:
Lög eftir Charlie Chaplin úr
kvikmyndum hans (plötur). —
20,20 Leikrit: „Haust‘ eftir
Kristján Albertsson. •— Leik-
stjóri: Valur Gíslason. Leikend-
ur: Valur Gíslason, Guðbjörg
Þorbjarnardóttir, Rúrik Haralds
son, Regína Þórðardóttir, Arndís
Björnsdóttir, Haraldur Björns-
son, Helgi Skúlason, Inga Þórð-
ardóttir, Ævar Kvaran, Róbert
Arnfinnsson, Klemens Jónsson,
Erlingur Gíslason og Þorgrímur
Einarsson. 22,10 Danslög (plöt-
ur). 24,00 Dagskrárlok.
Skemmtun — Hlégarði
í kvöld kl. 9.
Fjórir jafn fljótir leika.
Skafti Ólafsson syngur m. a. nýja íslenzka texta
við „Rasmus“, „One night“, „Little serenade.“
<★> Kl. 11,30 fá gestir að reyna hæfni sýna í dægur-
lagasöng með hljómsveitinni.
(jir) S.A.S. tríóið kynnir nýja texta við „What you
done to me“.
{*} Ferð frá B.S.Í. kl. 9.
ÖÍvun bönnuð. KVENFÉLAGIÐ.
a
hér eru aðeins örfál 2) Það veitir líklega ekki af, að I 3) Linda veit ekki, að hún hefir .þau, sem fyrir voru í kassanum,
I ég taki þessi með líka.
sett þrjú skot nr. 20 saman við I en þau voru nr. 12.
*r HF