Morgunblaðið - 23.05.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.05.1959, Blaðsíða 15
augardagur 23. mai 1959 MORGUNBLAÐIÐ 15 Ágústa CuBjónsdóttir Keflavík — Minning HINN 16. maí sl. lézt að heimili sínu í Keflavík ekkjan Ágústa Guðjónsdóttir. Hún var fædd að Ólafsvöllum í Innri-Njarðvík 10. janúar 1884. Voru foreldrar hennar Guðrún Guðjónsdóttir, ættuð frá Tungu- felli í Árnessýslu og Guðjón Jónsson, skipasmiður frá Stóru- Vatnsleysu. Nýfæddri var henni komið í fóstur að Hvassahrauni til Halls bónda Pálssonar og Sólveigar konu hans. Þar dvald- ist hún við ástríki fósturforeldra til 7 ára aldurs, er Guðjón faðir hennar gekk að eiga konu sína, Guðrúnu Torfadóttur, að þau hjón tóku hana til sín og ólu upp ásamt dætrum sínum tveim- ur, Guðlaugu og Jónu, síðar kennslukonum í Keflavík. Naut Ágústa þar umhyggju og ást- úðar jafnt föður og stjúpu, við hlið hálfsystra sinna. Minnast kunnugir þess hve náið og inni- legt samband var milli stjúpu og stjúpdóttur æ síðan meðan báðar lifðu, eins og það verður bezt milli móður og dóttur. Þær Framnessystur, Guðiaug og Jóna ræktu og systurhlutverkið við hálfsysturina af fágætri tryggð og veglyndi alla tíð, og báru um- hyggju fyrir börnum hennar eins og þau væru þeirra börn. Á heimili þeirra var og í fóstri elzti sonur Ágústu og Sigurðar Magnús, uppalinn til fullorðins ára hjá foreldrum þeirra. Innan tvítugs dvaldi Ágústa rúmt ár á Útskálum, á heimili séra Friðriks Hallgrímssonar, eða þar til hann fór til Vestur- heims. Árið 1903 giftist Ágústa Sig- urði Erlendssyni frá Garðbæ, ungum formanni, sem síðar þótti bera af um hæfni til sjómennsku og stjórnar á opnum skipum. Þau settu niður bú í Keflavík, byggðu hús í samvinnu við Guðjón skipa smið, og bjuggu þar öll um hríð. Árið 1928 byggði Sigurður húsið Suðurg. 23, er síðar varð heimili þeirra hjóna til æviloka. Hjóna- band þeirra var farsælt mjög, ríkti þar gagnkvæmt traust og samhugur, sem stafaði hlýju og mildi yfir börn þeirra. Þeim hjónum, Ágústu og Sig- urði, varð 9 barna auðið, og kom- ust 8 þeirra til fullorðins ára. Þau eru: Magnús, sem áður er — Rogaíandsbréf Framh. af bls. 9 ingunni verður sérstök skemmti- deild svo sem venja er til á slík- um sýningum. Þar verður opið leiksvið þar sem sýnair verða þjóðdansar, háð samkeppni í fiðluleik og margt fleira með þjóðlegum hætti. Á hringsviði sýningarinnar verða margháttað- ar sýningar auk þess sem bú- peningur verður sýndur þar, t. d. reiðsýning, sviðsýning véla og sitt af hverju. Er ég hugsa til sýningarinnar 1914 og þess sem nú stendur til þarna á sléttunum á Eikarbergi koma mér í hug orðin hans Indriða Þorkelssonar: „Gott er að vera ennþá ungur, eiga í vænd um langan dag“. — Þeir eiga gott sem nú eru ungir að heimsækja þessa sýningu frændþjóðarinnar norsku, en það væri líka gaman fyrir einhverja þeirra fáu íslend- inga, sem voru á sýningunni 1914 að ganga um garða á Ekeberg í sumar og bera saman, lifa upp aftur á björtum sumardögum það sem þá var og sjá muninn, sjá fortíð og nútíð í samhengi. Margt hefir skeð á hinum langa tíma sem liðinn er, tvær heimsstyrj- aldir hafa gengið yfir, forráða- menn eru fallnir og nýir teknir við. Flest ber nú hæra en þá var eins og slétturnar á Ekeberg ber hærra en vellina við Frognerkíl- en. Jaðri 9. apríl 1955. Árni G. Eylands. nefndur, giftur Eyrúnu Eiríkr- dóttur, drukknaði á leið frá Reykjavík til Keflavíkur 1932, Guðjón, ógiftur, drukknaði í fiskiróðri 1930, Erlendur skip- stjóri, giftur Vilborgu Eiríksdótt- ur, Sigríðar, bjó með móður sinni, Sólveig, gift Jens Ingva Jóhannssyni, hann lézt 1951, Ólöf, bjó með móður sinni, Guð- rún Valgerður, gift Þórólfi Sæm- undssyni, Ásgeir Þórður af- greiðslumaður, giftur Guðrúnu Ármannsdóttur. Yngsta barnið (sonur) fæddist andvana. í hópi samferðamanna var Ágústa hlédræg kona. Hún var greind, orðfær vel og unni mennt um, trúkona mikil, enda mun henni hafa þótt trúartraustið styrkasta stoð lífs síns. Ævistarf- ið vann hún án yfirlætis, og móðurhlutverkið rækti hún þann ig, að barnahópurinn minnist þess af aðdáun. Börn hennarö, barna og barnabörnin- en þau eru 24 á lífi — litu jafnan í henni ímynd ástar og umhyggju móð- urinnar, hinn hlýja lífsgeisla, sem gefur ungu, þyrstu lífi guðs- neistann í aldir fram. Ágústa var því gæfukona, þótt hún yrði að þola mikla harma og óvænta, er hún missti tvo uppkomna syni í blóma lífsins, og síðan eigin- mann sinn og tengdason. Þá harma bar hún í hljóði. Frænd- garður hennar stóð um hana vörð í ellinni, og ylurinn frá ungu vinunum hennar, endur- kast hennar eigin kærleika, sam- fara trú á Guð og annað líf, létti henni síðustu sporin. Valtýr Guðjónsson. Hafa aflað fyrir 20 þús. kr. á 3 dögum AKRANESI, 21. maí. — Af 25 trillubátum, sem á sjó voru í gær, fékk Blíðfari mestan afla, eða 4 lestir. Á bátunum eru 3 menn. Síðustu 3 dagana hafa sumir trillubátanna hér aflað fyrir rúm lega 20 þúsund krónur (á bát). Bátarnir reru í morgun, en sneru allir til hafnar, vegna suð- austan-brælu. Enginn síldarbátur kom inn í dag — munu þeir því ekki hafa fengið neinn afla. Oddur. Sendiherra Hollands afhendir trúnaðarbréf HINN nýi sendiherra Hollands á íslandi, barón A. Bentinck van Schoonheten afhenti í fyrradag forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessastöð- um, að viðstöddum utanríkisráðh. Að athöfninni lokinni snæddu ambassadorinn og utanríkisráð- herra hádegisverð í boði for- setahjónanna, ásamt nokkrum öðrum gestum. Cuimar G. Schram hlýtor Entisii Couiicil-siyrk ÚT HEFIR verið gefin tilkynn- ing um það, að Gunnar G. Schram, cand. jur., hafi hlotið námsstyrk British Council, sem veittur er fyrir námsárið 1959— ’60. — í tilkynningu brezka sendi- ráðsins um styrkveitingu þessa segir: „Gunnar Schram stundar um þessar mundir nám við Sid- ney Sussex College í Cambridge, og mun þessi styrkur gera hon- um kleift að ljúka námi sínu. Hið sérstaka rannsóknarefni, j sem Gunnar Schram fæst við, fjallar um „rannsókn á réttar- reglum alþjóðalaga varðandi vernd nytjalífvera úthafanna." Gunnar G. Schram er 28 ára að aldri, sonur Gunnars Schram, símstjóra á Akureyri, og konu hans, Jonnu Jónsdóttur. — Hann tók stúdentspróf frá Menntaskól- anum á Akureyri vorið 1950, hóf síðan lögfræðinám við Háskóla íslands og lauk þar prófi vorið 1956. — Gunnar var um árabil blaðamaður við Morgunblaðið, allt til haustsins 1957, að hann fór utan til framhaldsnáms. — Dvaldist hann næsta ár við nám í Heidelberg í Þýzkalandi, en hefir síðan í fyrrahaust stundað nám í Cambridge, eins og fyrr segir. 500 tonn ol sem enti í npríl AKRANESI, 22. maí. — Sements- verksmiðjan framleiðir nú á sól- arhring 350 tonn af sementi, en framleiðslan í aprílmánuði hafði orðið 5000 tonn. Nú eru fram- leiddar í verksmiðjunni þrjár tegundir sements. Sem kunnugt er hefur Sements verksmiðjan undanfarið fram- leitt hið venjulega Portlandsem- ent og Hraðsement en nú er verksmiðjan búin að framleiða um 1000 af svonefndu Pussoland sementi og er það gert sérstak- lega fyrir vitamálastjórnina, því það sement þolir betur en annað sjávarseltu,- Framleiðslan er þó enn á tilraunastigi. Sanddæluskipið Sansu hefur nú alls farið 102 ferðir á sandmiðin hér úti í Faxaflóa og eftir að veð- ur tók a ðbatna hef ur skipið stund um landað fullfermi fjórum sinn- um á sólarhring þegar bezt hefur gengið og er skipið nú búið að flytja hingað um 60,000 rúmmetra af skeljasandi en það eru 150.000 rúmmetrar sem nú á að dæla upp af botni Faxaflóa en það er árs- forði verksmiðjunnar. Svo kalkríkt er hráefnið að nú þarf ekki einu sinni að sía sand- til þess að ná móbergskornunum úr sandinum. með fleytingum. Nú er verið að fullgera kalkstöð Sementsverksmiðjunnar en hún á að geta framleitt 20,000 tonn af kalki á ári, en það á að nægja allri kalkþörf landsmanna til land búnaðar og byggingarfram- kvæmda. — Oddur. Veðuiiilíða í Vopnafirði FRÁ Vopnafirði var símað til Mbl. í gær, að þar hefði að und- anförnu verið mikil veðurblíða og einmunatíð. Hafði hitinn kom izt upp í 16 stig. Fer gróðri vel fram þar um slóðir og sauðburð- ur er að hefjast. Inflúenza hefur stungið sér niður í Vopnafirði að undan- förnu, en hún er ekki mjög út- breidd enn sem komið er. Sig(urður Ölason HæslarcUarlögmaðnr Þorvaldur Lúðvíksson Hcraðsdómslögmaður Málflulningsskrifslofa Austurstræti 14. Sínú 1-55-35 Gluggagirði fyrirliggjandi. Pantanir sækist sem fyrst. K.Þ. & Co. Tryggvagötu 10. — Sími 19340. Ploittusaian Laugaveg 63 og Gróðrasföðin Sæbóli Kópavogi Hef fengið garðarósir, gott úrval selt næstu daga á Laugaveg 63 og eftir kl. 6 í Gróðrastöðinni Sæbóli Sími 16990. fVEercedes Benz 455 Lítið ekinn og vel með farinn einkavagn, til sölu. Skipti hugsanleg. BlLASALAN STRANDGÖTU 4 Sími 50884. Maðurinn minn og faðir okkar ARI GUÐMUNDSSON verkstjóri, Borgarnesi, lézt af slysförum 21. maí. Ölöf Sigvalda,dóttir og börn. Móðir okkar SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR Framnesveg 33 andaðist fimmtudaginn 21 maí. Fyrir hönd barna og tengdabarna. Stefán Gíslason. Minningarathöfn um GRÉTAR GÍSLASON sem fórst 8. apríl fer fram að Útskálakirkju, sunnudag. 24. maí kl. 2. Bifreið verður frá Keflavík kl. 1,30. Sveinbjörg Kristinsdóttir og börn Minningarathöfn um elskulegan eiginmann minn og föður, VILMUND JÓNSSON, bónda á Mófellsstöðum í Skorradal, sem lézt að Landakotsspítala 20. maí s.L, verður haldin í Dómkirkjunni í Reykjavík hinn 25. þ.m. kl. 3,30 s.d. Jarðarförin að Hvanneyri auglýst síðar Guðfinna Sigurðardóttir og bðrn Hugheilar þakkir til allra nær og fjær, sem hafa veitt okkur aðstoð og kærleika, við andlát og útför eigín- manns og föður okkar, KARLS K. SIGURÐSSONAR, frv. skipstjóra og eftirlitsmanns Sérstakar þakkir flytjum við Lögreglustjóra, Lögreglu- kór, söngstjóra og samstarfsfólki hans öliu, fyrir auð- sýnda virðingu og vinarhug. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Ingimundardóttir og' börn Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, MARGRÉTAR ODDSDÓTTUR Gústaf E. Pálsson, B. Óli Pálsson. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför BRYNDlSAR SIGFINNSDÓTTUR Foreldrar og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.