Morgunblaðið - 24.05.1959, Síða 10

Morgunblaðið - 24.05.1959, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnu'dagur 24. maí 1959 t Fyrir nokkru var haldið upp á 100 ára afmæli minninga- og há- tíðasýninga á leikritum Shakes- pears í Stratford-on-Avon. í til- efni af þessu var „Othello" settur á svið og fór söngvarinn Paul Robeson með titilhlutverkið, en brezka leikkonan Mary Ure lék Desdemonu. Paul Robeson hefir ekki stigið fæti sínum á leiksvið í Englandi undanfarin 23 ár, fögnuðu brezkir áhorfendur hon- um ákaft í hlutvrki Othellos. Þetta er líka í fyrsta sinn, sem Robeson leikur í Stratford, og í fyrsta sinn, sem tveir Banda- ríkjamenn fara með aðalhlutverk in í Othello. Sam Vanamaker var í hlutverki lago. | Þess má geta, að Robeson lét sér vaxa skegg í tilefni af því að hann átti að leika Othello. j — Þegar ég lék Othello síðast, notaði ég gerviskegg, segir Robe- son. En skeggið vildi alltaf losna. þegar ég byrjaði að svitna undan þessu dramatíska hlutverki. Ég vildi ekki eiga neitt slíkt á hættu í þetta sinn. ★ Paula Wolf, systir Adolfs Hitl- ers og nánasti eftirlifandi ætt- ingi hans, lifir kyrrlátu lífi í litlu þorpi í Þýzkalandi. Hún er 64 ára gömul. Ekki alls fyrir löngu féllst hún á að koma fram í sjón- varpi í I.ondon, en aðeins með því skilyrði að heimilisfang hennar yrði ekki látið uppi. Ásamt henni komu fram í þætt- inum, sem nefnist „Einræði, fyrr- verandi einkabílstjóri Hitlers, flugmaður hans, herbergisþjónn hans og eiginkona þess síðast- nefnda. Þátturinn vakti ekki fréttunum meiri athygli en svo, að stjórn- andi hans fékk tvær upphring- ingar — það var allt og sumt. ☆ Robin Douglas Home var mik- ið umtalaður í heimspressunni meðan hann var væntanlegur eiginmaður Margrétar Svía- prinsessu. Þá hætti hann að vinna fyrir sér með því að leika á píanó á skemmtistöðum, til að fjölskyldu hennar mislíkaði ekki starf hans og gerðist fulltrúi í auglýsingastofnun. Síðan fór samdráttur þeirra Margrétar út um þúfur. Nýlega trúlofaðist Robin 18 ára gamalli enskri stúlku, Söndru Paul. Hún er læknisdóttir frá London og ein af kunnustu tízkusýningarstúlk- um borgarinnar. ★ George Dawson, sem íslending ar kannast vel við, er nú kominn í fangelsi, þar sem hann saumar seglpoka og fær hálft annað pence fyrir stykkið. Það mun hann væntanlega gera næstu sex árin. Dawson má muna fífil sinn fegri, því hann hefur þrisvar sinnum verið milljónamæringur, en líka þrisvar orðið gjaldþrota. 15 ára gamall aflaði hann sér fyrstu 500 pundanna með því að kaupa og selja járnarusl og 12 árum síðar var hann orðinn milljónamæringur. Þá varð hon- um það á áð selja 350 þúsund herbíla, sem hann ekki átti og það kostaði hann 18 mánaða fangelsi. Næst græddi hann að sögn 200 þúsund puhd á tveim vikum. Þá skall stríðið á, og hann keypti búgarð, en varð gjaldþrota á því. Árið 1954 fékk hann 20 pund lánuð hjá dyra- verðinum í hátelinu sínu og hélt til Guernesey, þar sem hann keypti einhver ósköp af járna- rusli. Brátt átti hann einbýlishús í Cannes, íbúð í París, skemmti- snekkju, þrjár flugvélar og fjóra bíla. En frönsku skattayfirvöldin kröfðust af honum 200 þúsund punda og þau ensku 450 þús., svo Dawson varð að selja allt sem hann átti. Síðasta milljónin fór ! í þorsk, pylsur og ávaxtasafa, í segir í fréttum. Og nú segir Dawson: „Eftir sex ár afla ég mér aftur auðæfa“. ★ Solanis de Gupta var um dag- inn viðstödd sýningu á kvikmynd ítalska kvikmyndastjórans Rosso linis „India“ á kvikmyndahátíð- inni í Cannes, en Rossolini kynnt ist henni einmitt meðan á kvik- myndatökunni í Indlandi stóð fyrir tveimur árum og varð af því mikið hneyksli og upphafið að skilnaði Rossolinis og Ingrið- ar Bergmann. Frændi Solanis er einn af voldugustu kvikmynda- framleiðendum Indlands og sjálf starfaði hún við kvikmyndina „India". Hún hefur lokið námi | við listaháskólann í Beng'’1. Solanis da Gupta er komin af auðugri Bramafjölskyldu í Ind- landi. Da Gupta er nafn manns hennar, sem hún bíður nú eftir að fá skilnað frá. Með honum á hún tvo syni, Bria 7 ára, sem er heima í Indlandi hjá föður sín- um, og Gil 2Vz árs, sem er hjá ameríska málaranum Copley í París. Solanis er 32 ára gömul, gengur alltaf í indverskum bún- ingi og þykir ákaflega falleg. Hún býr nú í einbýlishúsi í París, ásamt 5 mán. gamalli dóttur þeirra Rossellinis, og bíður eftir að fá skilnað frá manni sínctm, til að geta gifst ítalska kvik- myndastjóranum. , Höfð eru ýmis skemmtileg Um- mæli eftir páfanum, Jóhannesi XXI. M. a. þessi: — Það eru til tvenns konar diplomatar, sem þegja, og þeir sem tala svo hratt að enginn skilur hvað þeir eru að fara. ★ Erkibiskupinn í Kantaraborg dr. Geoffrey Fischer, er ekki sér- lega hrifinn af stjórnmálamönn- um, ef dæma skal eftir ummæl- um hans í Tokío ekki alls fyrir löngu. Hann á að hafa sagt: — Stundum held ég, að ástand- ið í heiminum mundi batna að mun, ef stjórnmálamennirnir væru ekki allveg svona önnum kafnir, segðu heldur færra og miklu sjaldnar, það sem þeim liggur á hjarta. SmurstöBin Sœtúni 4 Seljum allaur tegundir af smurolíu. Fljót og góða afgreiðsla ,sími 16-2-27. r l Kjóla Kápuir Dragtir Pils m.a. Pacqmar efni (Poodel-cloth) MARUDURINN Hafnarstræti l1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.