Morgunblaðið - 27.05.1959, Qupperneq 6
f
MORQVivnr AÐIÐ
Miðvilíudagur 27. maí 1959
Tíu tonn á sviði Þióðleikhússins
FRÉTTAMENN Mbl. fengu að
skreppa inn á æfingu á .,Betli-
stúdentinum“ s.l. sunnudag.
„Betlistúdentinn“.er óperetta eft-
ir Karl Millöcker, sem mun vera
einn kunnasti óperettuhöfundu"
Austurríkis. Er verk þetta bráð-
skemmtilegt, og hefur nú verið
sýnt í hundrað ár leikhúsgestum
víða um heim til gleði og ánægju
Það verður næsta verkefni Þjóð-
leikhússins, frumsýnt á föstudag.
Þegar Mbl leit inn á æfinguna,
Var sýnt „fyrir fullu húsi“. Við
nánari eftirgrennslan voru það
aukaleikararnir, söngvarar, dans-
meyjar og einhverjir fleiri, sem
sátu í salnum og horfðu hug-
fangnir á. Leikstjórinn, Adolf
Rott prófessor sat í hásæti fremst
á sviðinu og stjórnaði af myndug
leik og mjúku geði. Svo hróp-
aði hann „also“. Hann er Austur-
ríkismaður og talar þýzku, en gct
ur brugðið fyrir sig ítölsku, ef
það er ekki nógu fínt. Ekki vill
hann viðurkenna, að hann kunni
ensku, enda er hann diplómat
fram í fingurgóma. Prófessorinn
hefur átt erfiða daga hér. Hann
hefur orðið að leggja nótt við
dag til þess að óperettan verði
með þeim glæsibrag, sem hann
óskar, en tíminn hefur verið held
ur naumur. Við fengum að rabba
við hann í fimm mínútur, því
hann gat ekki veitt okkur lengri
áheyrn, og óhætt er að fullyrða,
að aldrei hefur neinn maður ver
ið fegnari að losna við blaða-
menn en Adolf Rott. Þegar við
komum inn, sagði hann:
Mamma inia! en þegar við
kvöddum, stökk hann upp af
stólnum og hrópaði: Auf wieder-
sehen, sem útleggst á góðri ís-
lenzku: Bless! Áður hafði hann
þó sagt okkur, að hann mundi
fara til Vínar, því þar er hann
aðalleikstjóri við Burgteater og
ríkisóperuna. Og í næstu viku
hefst þar listahátíð ein mikil og
þar fær hann víst nýjan trón að
sitja á og ný viðfangsefni að
glíma við. Hann trúði okkur fyrir
því, að hann mundi sakna Guðna
Bjarnasonar leiksviðsstjóra: —
Það er ágætur maður, sagði hann,
og kann starf sitt út í æsar. Hann
hefur verið mér stoð og stytta
á æfingum hér, því ég er ekki
nógu vel að mér í öllu því, sem
að tækninni lýtur. Ég vona að
Guðni Bjarnason: Klipptu
ekki svona í tána á mér.
hann komi með mér til Málm-
eyjar í haust. Þar set ég „Betli-
stúdentinn“ á svið. Guðni hefur
höggvið á alla þá Gordíónshnúta,
sem hafa gert þeim lífið brogað
í Þjóðleikhúsinu undanfarnar vik
ur. Hann er líka stór og sterkur,
og þar sem hann stóð á sviðinu
og raðaði hverjum hlut á sinn
stað. datt okkur í hug að þar færi
maður, sem trúlega gæti borið
meðalorgel á bakinu, hvert
á land sem væri. Þarna var líka
Bachmann ljósameistari: Herr
Bachmann! hrópaði leikstj.. þegar
hann varð óánægður með ljósa-
dýrðina — og þá kom herr Bach-
mann hlaupandi og sagði: •—
Bittesjen, here I am, plese. Það
líkaði prófessor Rott vel, blakaði
höndunum, svo það minnti einna
helzt á máv á flugi, hló og brosti,
kallaði síðan á túlkinn, Erling
Gíslason leikara, sagði nokkur
orð, og stakk sér svo aftur í sætið
sitt. Æfingunni var haldið áfram
Rott prófessor: Stjórnar af
myndugleik.
og nú átti Þjóðleikhúskórinn að
syngja lagstúf, dansa og snúa
sér svo í hring. Ekki vissum við
um meðalþyngd þeirra kórfélag-
anna, en þegar þeir snéru sér í
hring, lokuðu ballettmeyjarnar
í salnum sínum dreymandi,
brúnu augum og grúfðu sig niður
í kjöltu sína. Aldrei hefði okkur
dottið í hug, að það gæti verið
svona erfitt að snúa sér í hring.
Annars verður það að viðurkenn
ast, að við sáum heldur lítið af
æfingunni. Nokkrar ballettmeyj
arnar þrýstu sér niður í sætin,
svc ekkert stóð upp úr nema tif-
andi fótleggir þeirra. Það var fög
ur sjón. Þær sem sátu við hliðina
á okkur, hvísluðust á: — Er
þetta ekki hún Una, sagði ein
þeirra og benti á þessa yfirgefnu
en ögrandi líkamsprýði sem stóð
á ská upp úr öðrum bekk eins og
flaggstöng á skipi; — Ég veit það
ekki, svaraði vinkona hennar,
hún hefur breytzt svo mikið upp
á síðkastið, að ég þekki hana ekki
lengur á fótunum. Þetta var orðin
mikil taugspenna. En þá kom
Klemenz Jónsson leikari eins og
engill af himnum sendur og sett-
ist hjá okkur og fór að segja okk-
ur frá æfingunum og prófessor
Rott: — Hann er mikill galdra-
maður, sagði Klemenz. Ég elska
þig, segir hann svo fallega, að það
kemur rómantísk birta í ljósin
hjá honum Bachmann. Og hann
hefur gaman af að sýna ieikurun
um, hvernig á að fara með hlut-
verkin. Honum tekst sérlega vel
upp, þegar hann sýnir Sigurveigu
Hjaltested látbragð gömlu greyfa
frúarinnar. Það sér enginn, að
hann hefur ekki unnt séx hvíldar
„Hann er mikill galdramaður . . .“
hafi alizt upp í leikhúsi. Hann er
sonur Bjarna Guðnasonar tjalda-
meistara í Iðnó. Bjarni var 20 ár
Tíu tonn — eða hvað?
marga sölarhringa, þegar sá gáll-
inn er á honum.
Að æfingu lokinni hittum við
svo Guðna Bjarnason.
— Ég er orðinn svo léttur á
mér, að ég gæti farið að dansa
ballett ,sagði hann. Ég held ég
hafi létzt um mörg kíló á dag
undanfarnar vikur,
— Ætlarðu til Málmeyjar?
spurðum við.
— Það veit ég ekki enn. Próf-
essor Rott minntist eitthvað á það
um daginn og þjóðleikhússtjóri
hefur gefið mér frí, ef til kæmi.
Ég ætla að sjá, hvað setur.
Klemenz segir okkur, að Guðni
hjá Leikfélagi Reykjavíkur
ásamt Sigurði Guðnasyni, fyrrum
alþingismanni, bróður sínum.
Aldrei léku þeir bræður í Iðnó,
en Sigurður hefur unnið marga
sigra í lífsins kómendíu. Guðni
hefur ekki heldur komið á leik-
svið. —
—jú annars, einu sinni. Þegar
þeir fóru með „Horft af brúnni“
út á land, bað þjóðleikhússtjóri
mig um að leika smáhlutverk
til að spara útgjöld leikhússins.
Ég er mikið fyrir sparnað á út-
gjöldum rikisins og eftir hálfan
mánuð lét ég til leiðast. Svo lék
ég slátrarann, en þurfti aldrei
að segja aukatekið orð. Þegar ég
var leiksvíðsmaður í Iðnó gömlu,
fékk ég 5 krónur fyrir kvöldið.
Mér voru boðnar aðrar 5 krónur,
ef ég vildi taka að mér aukahlut-
verk. Þá sagði ég nei. Ég hef
ekki tekið neina bakteríu. Og ég
er enginn hugsjónamaður. Leik-
ari vil ég ekki vera. Ég er alltof
hlédrægur til þess. Kann bezt við
mig að tjaldabaki.
En í hverju er leiksviðsstjórn-
in fólgin? spyrja kannski ein-
hverjir. Guðni gerir vinnuteikn-
ingar af sviðinu og sér um, að
hver hlutur sé á sínum stað. Hann
þekkir alla möguleika sviðsins og
segir, að það hafi aldrei fyrr ver-
ið notað til hins ítrasta. Meira að
segja taka leiksviðsmennirnir
þátt í leiknum, því sumar skipt-
ingarnar fara fram fyrir opnum
tjöldum. Þjóðleikhúsið er að
verða of lítið! Leikendurnir eru
110 að tölu, og þegar þeir dansa
allir í einu marsúrka á sviðinu,
eru þar saman komin 10 tonn af
mannfólki: — Við héldum að svið
ið mundi brotna, sagði Guðni. Við
skruppum því niður að athuga
legurnar og sáum, að við áttum
kollgátuna: Þær voru farnar að
gefa sig.
Ánægjulegur íund
ur á Patreksfirði
PATREKSFIRÐI, 23. maí. —
Gísli Jónsson, frambjóðandi
Sjálfstæðismanna í Barðastrand-
arsýslu, hélt hér fund með félög-
um úr sjálfstæðisfélögunum
Skjöldur og Neisti, í gærkvöldi.
Ræddi Gísli þar almennt um
landsmálin. Auk hans tóku til
máls Ari Kristinsson og Gísli
Bjarnason. Var fundurinn vel
sóttur og máli ræðumanna vel
tekið. — T. Á.
skrifar úr
dqqleqa hfínu
Ekkert heimspekirit
á íslenzku
SKÁLD hér í borginni leit inn
til Velvakanda í fyrradag
og ræddi m. a. um það hneyksli,
að ekki skyldi hafa komið út á
íslenzku eitt einasta rit hinna
frægustu heimspekinga. Benti
skáldið á það, máli sínu til stuðn
ings, að. unglingar á skólaaldri
væru mjög móttækilegir fyrir
slíka speki, en á þeim árum, sem
þeir væru áhugasamastir um hin-
ar ýmsu gátur tilverunnar og
næmastir, væru þeir ekki komn-
ir það vel niður í útlendum mál-
um, að þeir gætu lesið sígild heim
spekirit sér til gagns á útlend-
um tungum.
Velvakandi vill taka undir þau
orð skáldsins, að það sé ekki
vansalaust fyrir þjóð, sem telur
sig jafnmikla bóka- og mennta?
þjóð og íslendingar eru, að eiga
ekkert af ritum frægra heim-
spekinga á sinni eigin tungu.
Er það tilvinnandi?
í bréfi frá neytanda, segir á
þessa leið:
VERULEGUR hluti viðskipta
landsmanna við vöruskipta-
löndin má teljast frægur að end-
emum. Almenningur hefur verið
furðu þolinmóður, þótt neyddur
hafi verið til kaupa á margs
konar lélegum varningi háu
verði, að því að annað var ekki
að hafa.
Skömmu eftir að vinstri stjórn-
in kom til valda voru vöruskipt-
in aukin gífurlega, og er það
mjög eðlilegt, því þegar gengd-
arlausum innflutningstollum var
dembt ofan á mjög óhagstætt
innkaupsverk lélegs varnings,
var mælirinn fullur. Hvaða vit
er því, að gera vöruskiptasamn-
inga um kaup á alls konar óþarfa
lélegum að auki og jafnvel hættu
legum lífi og eigum manna, þó
hægt sé að borga með karfa, sem
sækja þarf vestur undir Amer-
íkustrendur í svartasta skamm-
deginu svo fiskiskipin týna töl-
unni með allri áhöfn. Er ekki of
mikið lagt í sölurnar fyrir þessi
viðskipti. Hvað á þjóðin að gera
við allan kristallinn, sem ausið
er inn í landið, leirhundana og
glerkýrnar, þriggja daga hjól-
barðana, ljósaperurnar frægu,
ónothæfu rafleiðslurnar bíla og
ryksugur með pappaskrokkum
(kallað plast), litsvikin, lek, fið-
ur og dúnléreft, lakaléreft sem
rétt hæfa í líkklæði, litsvikin
sirs, milliskyrtur, sem grotna
og hverfa í fyrsta þvotti, nrip
lekar járnpípur og fittings o.
fl. o .fl, sem of langt yrði upp
að telja.
Vöruskiptaverzlunin hefur
reynzt á margan hátt herfileg
blóðtaka fyrir þjóðina, og það
verður að krefjast þess af stjcrn
arvöldunum, að þau gæti í þcssu
efni betur en verið hefur hags-
muna almennings og láti ekki
fulltrúa sína, sem vöruskipta-
samningana gera við erlend ríki,
klafbinda landsmenn til neyð-
arkaupa. Er hér ekki vetkefni
fyrir Neytendasamtökin?
Vöruskiptin hafa valdið háska
legri viðskiptaspillingu í land-
inu. Góðar vörur eru að verða
sjaldséðar, verðlag fer út um
þúfur, þjónusta hættir vegna af-
skipta hins opinbera o. s. frv.
Er þetta tilvinnandi? Hvað fá-
um við raunverulega fyrir vöru-
skiptaafurðirnar?
Neytandi.