Morgunblaðið - 27.05.1959, Qupperneq 10
10
MORGVNBL'AÐIÐ
Miðvik'udagur 27. maí 1959
Utg.: H.l. Arvakur ReykjavQc.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá V'~<r
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innanrands.
í lausasölu kr. 2.00 eintakið.
HVAÐ VELDUR?
ÞEGAR komið er í sömu
byggðarlögin með nokk-
urra ára millibili, hlýtur
maður að taka eftir breytingun-
um, sem á hafa orðið, og spyrja
sjálfan sig, hvað þeim valdi.
ísafjörður er t. d. með elztu
kaupstöðum hér á landi. Hann
var lengi einn helzti uppgangs-
staður. Síðar kom stöðnun um
hríð, en engum dylst, að hin
síðari ár hefur lifnað yfir á ný.
Fólksfjöldi er e. t. v. svipaður,
en nýtt líf hefur færzt í athafnir,
fólkið er bjartsýnna, það hefur
sniklu meiri verkefni og getur
lika veitt sér meira af þessa
faeims gæðum en áður.
fé Auðvitað kemur hér margt til
greina. Vafalaust er þó, að eitt
félag, togaraútgerðarfélagið h.f.
ísfirðingur, á meiri hlut í breyt-
ingunni en nokkur annar aðili.
-jÚtgerð togaranna tveggja frá
lísafirði og bygging og rekstur
hins mikla hraðfrystihúss félags-
Sns hefur gert gæfumuninn fyrir
ísfirðinga.
; Þetta fyrirtæki var á sínum
tíma stofnað með framlögum al-
mennings og þátttöku bæjarfé-
lags. Það hefur ætíð lotið stjórn
ötulla, ávakra manna, sem ekki
létu sér vaxa örðugleika í aug-
um. Þeir hafa oft þurft á að
halda bjartsýni, bæði vegna getu-
leysis og skilningsskorts þeirra,
sem þeir þurfa mál undir að
sækja, heima fyrir og annars
itaðar.
Efalaust er margur vandi, sem
enn vofir yfir. En vonandi tekst
að leysa þá örðugleika, sern
fram undan eru, ekki síður en
hina, sem þegar er búið að yfir-
stíga. Þvi að enginn efi er á,
að hér hefur stórvirki verið unn-
ið af mönnum, sem settu sér
ákveðið mark, sóttu ótrauðir að
því, og hafa ekki aðeins á þann
veg aukið sína eigin sæmd, held-
ur velfarnað og hagsæld almenn-
ings í bæjarfélaginu.
★
Þá hefur ekki síður orðið mik-
ii breyting í Bolungarvík. Þar
hefir eins og á ísafirði ætíð búið
harðduglegt fólk og sjómennirn-
ir verið ótrauðir að sækja út á
hafið, hvenær sem færi gafst. En
því verður ekki neitað, að Bol-
ungarvík er nú ólíkt glæsilegri
og byggilegri staður en áður.
Fjöldi nýtízku húsa hefur risið
upp á fáum árum og hvarvetna
mæta auga gestsins merki at-
hafna og velmegunar.
Sjósóknin er þarna undirstað-
an. Góð veiðitæki og skynsam-
ieg hagnýting aflans eru forsend-
ur þess, sem gert hefur verið. En
þarna kemur fleira til.
Maður nákunnugur öllu at-
vinnulifi og verzlunarháttum á
Vestfjörðum lét nýlega svo um
mælt, að einmitt verzlunin væri
betri í Bolungarvík en á nokkr-
um oðrum stað í þeim landshluta.
Áður fyrri hefði það þótt með
ólíkindum, að í Bolungarvík
væri t. d. langbezta byggingar-
vöruverzlunin á Vestfjörðum, að
þar fengist ýmislegt, sem ekki
fæst á hinum stærri stöðum og
með betra verði en þar. Svona er
þetta engu að síður í reynd.
Þetta er því athyglisverðara,
sem kaupfélagsskapur er veikari
f Bolungarvík en víðast annars
staðar. Það er framtak einstakl-
ingsins, sem rutt hefur veginn og
gert hefur að verkum, að Bol-
ungarvík ber nú af öðrum sam-
bærilegum sjávarþorpum.
¥
Með því að skýra frá þessum
staðreyndum er engan veginn gert
lítið úr nytsemd kaupfélaga. Þau
hafa vissulega haft sínu mikil-
væga hlutverki að gegna í ís-
lenzkri verzlun og framförum
síðustu áratuga. En um kaupfé-
lög gildir sama reglan og annan
félagsskap manna, að mest er
undir því komið, hver velst til
forystu á hverjum stað. Og ekki
nóg með það. Kaupfélögin haga
nú víðast störfum sínum svo sem
þau séu deildir í einu risabákni,
mesta auðhring, sem nokkru
sinni hefur starfað á íslandi.
Þetta „samband“ veitir þeim
um margt styrk og gerir t. d.
mögulegt að halda uppi óheil-
brigðri samkeppni umnsinn, hvar
sem yfirráðendur risabáknsins
vilja beita fjármagni til þess. En
þegar til lengdar lætur, þa draga
þvílíkar aðfarir úr frumkvæði og
sjálfsbjargarhvöt hinna lægra
settu. Þeir, sem áttu að vera for-
ystumenn, verða oft ekki annað
en undirtyllur fjarlægra vald-
hafa, sem lítið þekkja til á hverj-
um stað. Skrifstofubákn kemur
í stað heilbrigðrar athafnasemi.
Gott dæmi þess er, hvernig hvar-
vetna er undan því kvartað af
viðskiptamönnum S. I. S., sem
selja vörur fyrir þess milligöngu,
að greiðsla dragist óhæfilega.
Ein skýringanna á því er sú, að
S. í. S. tekur til sín og notar sem
rekstrarfé þær greiðslur, sem
seljendum vörunnar er nauðsyn
að fá tafarlaust.
Allir hafa gott af samkeppni,
hvort heldur einstaklingar,
sem reka sín eigin fyrirtæki,
eða þeir, sem settir hafa verið
tii stjórnar í fyrirtækjum ann-
arra, bæði svokölluðum almenn-
ingsfyrirtækjum og fárra manna.
Þetta er lífsins lögmál, sem með
engu móti verður umflúið.
★
Forystumenn SÍS hafa nú gef-
ið út ritling til að reyna að sýna
fram á, að félagsskapur þeirra
sé ekki auðhringur. og láta nú
málgögn þau, sem þeir halda
uppi, óspart vitna í þessa máls-
vörn sína. Hún kemur þeim að
engu gagni.
Verkin tala og hafa sýnt mönn-
um um allt land fram á, hvernig
fer, ef nokkur einn aðili verður
of öflugur. Fjármálaeinveldi er
sízt hættuminna í höndum þeirra,
sem engu hætta til af eigin fé en
ráðskast með eignir almennings
eins og þeir ættu þær sjálfir,
en þótt það sé í höndum auðjöfra.
Skattalöggjöfin og allar að-
stæður sjá fyrir því, að sú mann-
tegund skapast ekki hér á landi.
Aldrei má ganga svo langt í ótt-
anum við hana, að dregið verði
úr athafnaþreki og dugi þeirra
sem upp spretta í flestum byggð-
arlögum, aðeins ef þeir fá að
njóta sín.
Bezta trygging fyrir velfarnaði
hvers einstaks byggðarlags og
þjóðarheildarinnar er því sú, að
heilbrigð samkeppni fái að hald-
ast. Samhjálp á hiklaust að veita
þar sem hennar er þörf, en at-
hafnaþrekið má aldrei brjóta á
bak aftur.
UTAN UR HEIMI
'....... —’*—•-----------------------------w-------"■ H 11111» Jim |||| II — ...................................
Mt® i ví\$
Ein nýjasta farþegaþota Rússa, TU-104, á Kefla/íkurflugvelII. — Flugvélin kom hér við 5. sept.
1957, en með henni var rússnesk sendinefnd. sem var að fara til New York á allsherjarþing S. Þ.
Rússar hugsa til „landvinninga" á
sviði farþegaflugs „vestantjalds"
— En þeir eiga margt ólært, þrdtt fyrir
alla tækni — einkum í aðbúnaði farþega
DULLKOMNASTA farþega-
þota Rússa setti nýlega,
að sögn rússnesku fréttastof-
unnar Tass, nýtt heimsmet í
langflugi, flaug 6,760 km. án
viðkomu. Hvort sem þessi
frétt á við rök að styðjast eða
ekki, er vitað, að Rússar eru
um þessar mundir að hefja
samkeppni við vestrænar
þjóðir, á sviði farþegaflugsins.
Gervihnettirnir rússnesku og
hinar risastóru eldflaugar
vöktu um tíma athygli alls
heimsins, en nú virðist full
ástæða til að gefa gaum að
viðhorfum og fyrirætlunum
Rússa á sviði flugsins. — Ríki
Krúsjeffs vill keppa við Vest-
urlönd, einnig á þessu sviði,
og það hefur góð spil á hendi,
þar sem eru hinar nýju og
fullkomnu þotur TU-104 og
TU-114.
Fréttin um hið nýja rússneska
met kemur í kjölfar þess, að
brezkir flugsérfræðingar, sem
tóku þátt í vígslu flugleiðarinnar
London — Kaupmannahöfn —
Moskva, sem brezka flugfélagið
BEA hefur hafið ferðir á, hafa
lýst því í Lundúnablöðunum
sem fyrir augun bar í heimsókn-
inni til Moskvu, en þar kynntust
þeir nokkuð flugstarfsemi Rússa.
— Sérfræðingarnir virðast sann
færðir um, að Rússar séu þess al-
búnir að keppa við vestræn flug-
félög um yfirráðin á aðalflugleið
um heimsins. — Þetta er ekki svo
undarlegt þegar þess er gætt, að
við heimsókn brezku sérfræðing-
anna höfðu Rússar safnað saman
á Vnukovo-flugvellinum við
Moskvu 60 farþegaþotum og jafn-
mörgum skrúfuþotum, og það má
sjálfsagt til sanns vegar færa,
sem einn hinna brezku sérfræð-
inga segir: — Rússar hefðu varla
hætt öllu flugi til annarra hluta
landsins og safnað vélunum sam-
an á þennan eina stað. aðeing til
þess að sýnast.
★
Flugsérfræðingur brezka blaðs
ins Daily Express segir: — Ég
trúi þeim upplýsingum, sem Rúss
arnir gáfu okkur, m.a. þeim, að
Aeroflot hafi á s.l. ári flutt 15
milljónir farþega, eða tvisvar
sinnum fleiri en hið bandaríska
flugfélag, American Airlines, sem
einungis flýgur innan Bandaríkj
anna. Rússar gera ráð fyrir, að
farþegafjöldi þeirra árið 1965
muni nema um 55 milljónum. Síð
asta sjö ára áætlunin gerir m.a.
ráð fyrir byggingu og endurnýj-
un 70 flugvalla.
Það hefir oft verið sagt, að járn
brautirnar hafi verið „lykillinn"
að Bandaríkjunum — og með
jafnmiklum sanni má segja, að
flugið „opni“ Sovétríkin. — Auk
þotanna eiga Rússar tvær aðrar
tegundir, sem búnar eru hverfil-
hreyflum, „Moskvu" og „Ukra-
inu“. Þær geta flutt 100 far-
þega og fljúga 600 kílómetra i
klukkustund.
★
Búizt er við, að nýjasta þotan,
Tu — 114, sem á hið nýja heims-
met (að sögn Rússa) geti flogið
frá Moskvu til New York, án
nokkurra viðkomu á 10 tímum.
En Rússar ætla sér að nota hana
í samkeppninni við vestrænu
flugfélögin á leið, sem sennilega
verður: Moskva — París — New
York, eða Moskva — London —
New York.
Rússneskar þotur eru þegar
teknar að fljúga vestur fyrir járn
tjald. Þær fljúga til Kaupmanna-
hafnar og Lundúna, og það er að-
eins tímaspursmál, hvenær Tupe
lov-þoturnar taka að sjást í flest-
um stórborgum Vesturlanda. —
Skandinaviska flugfélagið SAS
og Aeroflot hið rússneska, hafa
þegar hafið samkeppni á þotu-
flugleiðum. TU — 104 hefur um
nokkurn tíma flogið leiðina Prag
— Kairó — Beirut — Damaskus.
Hinar nýju Caravelle-þotur SAS
fljúga til þriggja þessara borga.
★
Það er gaman að virða fyrir
sér þann árangur, sem Aeorflot,
rússneska ríkisflugfélagið, hefur
náð á flugleiðum sínum í austri.
Félagið heldur uppi áætlunar-
ferðum milli Moskvu og Petro-
pawlovsk á Kamchatka-skaga við
Kyrrahafsströnd Síberíu. Til
þessa flugs notar fél. þotuna Tu
— 104, sem fljúga leiðina á 10
tímum. En „stóri bróðir", það er
að segja TU — 104, flýgur þessa
leið á enn skemmri tíma. Þetta
er óneitanlega mikill árangur.
Jafnframt eru hinar fallegu og
hraðfleygu Tupelovþotur góðir
„sendiherrar" meðal hinna
mörgu og sundurleitu þjóðflokka
Mið-Asíu.
★
Aeroflot er eitt hinna fáu fyrir
tækja innan Sovétríkjanna, sem
geta stært sig af því að gefa dá-
lítinn hagnað. Því er vel' stjórnað,
og félaginu hefur heppnazt að
laga sig eftir hinum sérstöku
kröfum Rússa. En þá er spurn-
ingin, hvort það getur einnig lag-
a sig eftir alþjóðlegum kröfum.
— Á síðustu árum hefur átt sér
stað mikil þróun innan félagsins,
einkum hvað sjálfan flugflotann
snertir. — Hinar gömlu flugvélar,
IL-2 — en þær voru áþekkar
DC-3-vélunum, sem notaðar eru
hér í innanlandsflugi — hafa fyr-
ir löngu verið lagðar fyrir róðra.
★
Eitt af vandamálum Rússa á
sviði flugsins hin síðari ár er það,
að þá hefir víða skort nógu lang-
ar flugbrautir. Þeim hefir ekki
gefizt tóm til að fylgjast með
hinni öru þróun að þessu leyti,
og því hafa þeir farið þá leiðina
að gera nokkuð af flugvélum sín-
um þannig úr garði, að þær geti
lent á stuttum flugbrautum —
svo sem áðurnefndar tegundir,
„Moskva“ og ,.Ukranina“, og
IL — 14.
Ein af nýjustu loftferðaáætlun-
um Rússa fjallar um það, að
fljúga til Suður-Ameríku, annað
hvort um Aþenu, Kairó og Dakar,
eða þá um París. Rússar eiga nú
æ meiri verzlunarhagsmuna að
gæta í Suður-Ameríku.
★
Þó að Rússar virðist nú hafa
fullan hug á að sösla undir sig
mikilvæga „markaði" á sviði
flugsins vestan járntjalds, verður
að hafa þá staðreynd í huga í því
sambandi, að þeir eiga enn margt
ólært, þrátt fyrir alla sína tækni.
— Þeir hafa t.d. ekki náð því
Framh. á bls. 12