Morgunblaðið - 28.05.1959, Blaðsíða 8
8
MORCVNfíT 4Ð1Ð
Fimmtudagur 28. maí 1959
Gunnar Bjarnason: Hestamannarabb VI.
Hreyfingar hesfsins og
tegundir
MENN skynja og greina hreyf-
ingar hestsins með þrennum
hætti: 1) með þvi að komast í
hreyfingarsamband við hestinn,
— h) með því að hlusta á hófa-
slögin og — c) með því að kunna
hreyfingafræðina og þekkja mis-
mun á fótaburði og bolhreyfing-
um hinna ýmsu gangtegunda.
Því aðeins verður hestamennsk-
an fullkomin list, að knapinn
skynji hreyfingar hestsins og
stjóri þeim eftir þessum þrem-
um háttum sameinuðum. Flestir
íslenzkir hestamenn beita ýmist
annari eða báðum af hinum fyrst
töldu aðferðum, en of fáir kunna
hreyfingafræðina, sem er þó jafn
nauðsynleg hestamanninum sem
tónfræðin hljóðfæraleikaranum.
Vil ég í þessari grein reyna að
útskýra grundvalaratriði hreyf-
ingarfræðinnar, og hef ég til
hjálpar gert eins konar línurit
og nokkrar skýringarteikningar,
sem ég vona að auðveldi skiln-
ing manna.
Eitt merkasta séreinkenni ís-
lenzka hestsins er, að hann býr
yfir fimm eðlisbundnum gang-
tegundum (fimm-gengur). Þær
eru: fetgangur, tölt, brokk, skeið
og stökk.
Hver gangtegund einkennist af
ákveðinni og lögmálsbundinni
„hreyfingu" með ákveðnum
sporafjölda, þannig:
Tveggja spora hreyfingar eru:
brokk og skeið.
Þriggja spora hreyfingar eru:
stökk og valhopp.
Fjögra spora hreyfingar eru:
fetgangur og tölt.
Á eftirfarandi línuriti (spora-
riti) er reynt að skýra spora-
hrynjandi hinna ýmsu gangteg-
unda. „X“-ið táknar það augna-
blik, er hófur nemur við jörð.
Hér er hver hreyfing látin hefj-
ast á vinstra afturfæti, en venju-
lega er hún látin hefjast á hægra
framfæti í bókmenntum hesta-
fræðinnar (Hippology), sem er
ein elzta fræðigrein náttúruvís-
inda. Við nána athugun hefur
mér virzt auðveldara að greina
hreyfingarnar með þessu móti.
Ég hef haft samráð við einn
bezta og kunnáttumesta hesta-
manna landsins, Boga Eggertsson
frá Laugardælum, um efni og
framsetningu þessarar greinar, og
hefur hann sem oft endranær
gefið mér góðar upplýsingar um
þessi tiltölulega flóknu atriði.
Menn byrji neðst á sporaritinu og
lesi upp.
' A brokki nema hornstæðir
fætur við jörð samtímis (sjá
mynd I), en á skeiði verða það
hliðstæðir fætur (sjá mynd II).
í töltinu felast séreinkenni og
yfirburðir íslenzka hestsins, en
það greinist í þrennt, eins og á
yfirlitinu sést. Á mynd III. og
IV. eru sýndar tvenns konar
stöður hestsins á hreinatölti. Á
mynd III. hvílir hesturinn í v-
hann venst á við að beita sér
álútur í haganum. í öðru lagi
þarf að „brjóta bakið“, sveigja
það og liðka, og þá rjúfa menn
sambandið milli hornstæðra fóta
á brokkurum, en milli hliðstæðra
fóta á skeiðhestum. Síðan ér það
þolinmæðisverk og æfingaratriði
að kenna hestinum að tölta með
hreinni hrynjandi (takthreint)
og auka hraðann smátt og smátt.
Aðalreglan er að fara nógu hægt
í sakirnar, leggja meiri áherzlu
á" reisingu og sniðfestu en á
hraða.
Bogi Eggertsson á Stjarna frá Oddsstööum.
afturfót, v-framfótur nemur næst
við jörð, h-afturfótur er í mestu
lyftingu, en h-framfótur er að
fara í lyftingu, A IV. mynd hvíl-
ir hesturinn í v-framfót, en h-
afturfótur er í þann veginn að
taka við þunganum, og h-fram-
fótur er á niðurleið, næstur í
röðinni, en v-afturfótur er að
lyfta sér. Lesandinn beri þetta
saman við sporaritið.
Hreinatöltið, sem Ameríku-
menn kalla „running walk“ er,
eins og þetta nafn bendir til,
hlaupandi fetgangur. Til þess að
geta hreyft sig með þessu móti,
þarf hesturinn að vera liðugur
í baki og bol og þarf auk þess
að hafa mikinn þrótt miðað við
þyngd. Austræna hesta (ara-
bíska) skortir hvort tveggja, og
ræktendur þeirra kjósa stuttan
og stífgerðan bol vegna brokks-
Hreyf- ingar- stefna: Spor Brokk Skeið Stökk Val- hopp r'etgangur Hreinatölt Skeiðtölt Brokk tölt \
1 IV svif • X m • • x • • svif • X • • x • • •
iii • • • x • • • x svif • • W X
ii x • « X • x • X x • • ^ X • • • X • • • • X « •
i • X X • x • I** X • X • X •
Eins og á sporaritinu sést,
hafa þessar fimm gangtegundir
raunveruíega sex mismunandi
hreyfingar. í því sambandi ber
þó að athuga, að sporaröð feta-
gangs, hreinatölts og skeiðtölts
er sú sama, en svifið milli horn-
stæðu fótanna á skeiðtölti grein-
ir hrynjandi þess aðeins frá þeim
fyrnefndu, og er þessi mismun-
ur þó venjulega svo óverulegur,
að hans verður naumast vart.
ins. Sumir íslenzkir hestar eru
svo stífir í bolnum (t. d. sumar
greinar Hindisvíkur-stofnsins) að
þeir verða tregir til tölts og geta
jafnvel alls ekki gert hreyfing-
una. Aðferðin að kenna hestum
að tölta er sem nú skal greint.
í fyrsta lagi verður að þjálfa
hestinn til jafnvægishreyfinga,
þ. e. að kenna honum að ganga
reistum með framskotnum bóg-
um, losa hann úr kútnum, sem
Mjög eðlisvökrum hestum er
oft örðugt að kenna brokkið, sem
er þó sú gangtegund, er fyrst
þarf að kenna vegna jafnvægis
og forms hestsins. Þeim hættir
við að lulla eða fara á skeið-
tölti. Á hægri ferð þarf því að
kenna þeim sniðfast hreinatölt,
og síðar tekst með lagi að koma
þeim á brokk úr hreinatöltinu.
Þessir „gangsömu hestar", sem
svo eru kallaðir, verða mestir
snillingar í höndum góðra tamn-
ingamanna. Þeir geta lært allar
gangtegundir. Mestur vandinn
verður að kenna þeim að brokka,
en síðan er oft auðvelt að kenna
þeim brokktölt út frá brokkinu.
Sem dæmi um slíkan hest má
nefna einn mesta gæðing lands-
ins, Stjarna Boga Eggertssonar.
Hreinum klárhestum má oft
kenna brokktölt, ferðmikið og
fagurt, sem þeir taka af hröðu
brokki, en slíkum hestum er
venjulega mjög örðugt að kenna
hreinatölt eða skeiðtölt (sbr.
Stíganda á Laugarvatni, sem hét
Borgfjörð í eigu Páls Sigurðsson-
ar og margir þekktu). Þegar
tekst að kenna þessum hestum
hreinatölt fram af feti, hættir
þeim við að „hoppa á töltinu“,
sem margir kannast við, ef hrað-
inn er aukinn. Þetta kemur til af
því, að þá skortir bolmýkt til
að teygja fram hliðstæða fætur,
en þeir auka hraðann með því
að skapa svif er þeir skipta frá
IV. á I. spor. Þetta verður auð-
skilið, er menn bera saman á
sporaritinu fótahreyfingar hreina
töits og stökks, upphaf og lok
hreyfinga er á sömu fótum (v-
aft. og h-fram.) Hestinum verð-
ur auðveldara að auka hraðann
í átt til stökksins en í átt til
skeiðtöltsins. Brokktöltið er ekki
eins þýð gangtegund og skeið-
tölt, en báðar geta gefið góðan
hraða. Hins vegar gefa brokk-
tÖltarar eina hina glæsilegustu
mynd af hesti og manni, þegar
vel er setið og vel tamið.
Nýlega hafa verið leidd að
því sterk rök, að töltið sé æva-
gömul gangtegund, sem hefur
varðveizt hér á landi sem forn
evrópsk erfð í hestakyni okkar
og hestamennsku. Orðið „tölt“
gang-
á mjög fornar rætur, s. s. „Zelt-
er“ í mið-þýzku, og í Rómaríki
hinu forna voru mjúkgengir reið-
hestar heldri kvenna kallaðir
„Thieldo". Ég hef komið þýzkum
fræðimönnum á þetta spor, og er
nú verið að kanna það nánar.
Stökkhreyfingarnar eru skýrð-
ar á sporaritinu og myndum
V.—VIII. Nauðsynlegt er, að
kappreiðaþjálfarar, og þó sér-
staklega skeiðreiðarmenn, skilji
stökkið. Það þarf að kenna hest-
inum að stökkva rólega og teygja
vel úr sér. Þannig stekkur hann
hraðar og þolir lengur. Knapinn
fjaðrar í ístöðum, hallar sér fram
og hefur stöðugt samband við
munn hestsins með þjálum taum.
Skeiðreiðarmaðurinn þarf að
læra vel hin ýmsu stig stökksins
og bæði finna og vita, á hvaða
stigi á að gefa hestinum skeið-
hvatninguna. Á myndunum er
auðséð, að hesturinn getur ekki
skipt yfir á skeið af 2. og 3. spori
(myndir VII. og VII.) Slíkt má
ekki heldur gera í upphafi svifs-
ins (mynd V). Hesturinn fer
álútur yfir í svifið, reisir sig í
lok þess og nemur við jörð með
v-afturfæti á réttu stökki. (Á
öfugu stökki er fótaröðin gagn-
stæð því, sem sýnt er á spora-
riti og myndum). Á VI. mynd
sést staðan, þegar knapinn skal
gefa hvatningu til skeiðs, þrýstir
hann þá hestinum til hægri og
truflar auk þess jafnvægið með
átaki í vinstri taum. Við þessa
jafnvægistruflun neyðist hest-
urinn að grípa fram meff hliff-
stæffum hægri fótum. Flugvakur
hestur í höndum góðs tamninga-
manns lærir að skipta með smá-
vægilegri hvatningu rétt áður en
v-afturfótur nemur við jörð. Þá
framlengist svifið, og grípi hest-
urinn til skeiðsins með krafti er
sem hann fljúgi í loftinu. Er
þetta unaðslegt og fagurt, og allt
of fáir íslenzkir „hestamenn"
kunna þessa vandasömu list og
því miður ekki sá, sem þetta rit-
ar. Skeiðreið Islendinga hlýtur
að hnigna til muna á næstu ár-
um, nema fleiri æfi hana af góðrx
kunnáttu.
Þá skal einnig á það bent, að
menn eiga að kenna hestum að
stökkva yfir hindranir eða skurði
af stökkferð, ekki úr stöffu. Þetta
er mjög auðkennt, þarf aðeins
þolinmæði og að byrja nógu
smátt, lengja og hækka hindran-
irnar eftir því, sem hæfni og
öryggi hestsins vex.
Að síðustu vil ég taka fram,
að tamningamenn mega ekki
vanrækja að kenna reiðhestum
að synda með mann á baki. Nú
er orðið svo mikið um ferðalög
fólks á hestum, að nauðsynlegt
er, að nýliðar geri sér ljóst, að
sund á hesti er vandi. Raup
ýmissa manna um hæfni sína í
þessari írþótt hefur gefið vill-
andi hugmyndir um vandann,
sem sundreiðinni fylgir. Án
kunnáttu manns og hests getur
þetta veriff lífshættulegur leikur.
Neyðist óvanur maður til að
sundríða hesti, sem hann þekkir
ekki, skal honum bent á, að fara
skal nógu ofarlega í straumvötn
og láta hestinn synda skáhalt
undan straumi. Þá er mikilvægt
að ríða óvönum hestum til sunds
með mjög öflugri hvatningu og
einbeittni. Sundleggi menn
hræddir og hikandi, er mjög
hætt við, að hesturinn sökkvi
að aftan, missi vald á sundinu og
hringsnúist. Komi slíkt fyrir, er
ekki fyrir manninn annað að
gera en losa sig úr hnakknum,
thka föstum tökum í faxið á
miðjum hálsi og halda með
beygðum örmum höfði sínu sem
næst hálsi hestsins, Losni mað-
urinn við hestinn eða haldi sér
frá honum, getur hann lent und-
ir honum og fengið högg af fót-
um hans. Geti hann hins vegar
haldið ró sinni og skynsemd, þá
mun hesturinn áður en langt líð-
ur skila báðum til lands, í flest-
um tilvikum.
Skrifstofustúlka
Stórt heildsölufyrirtæki, með góða vinnuaðstöðu
fyrir starfsfólk sitt, óskar að ráða til sín dugandi
skrifstofustúlku. Umsóknir með upplýsingum um
menntun og fyrri störf ásamt ljósmynd, leggist inn
á afgreiðslu blaðsins sem fyrst, merkt: „Dugandi
— 4471“.