Morgunblaðið - 28.05.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.05.1959, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 28. maí 1959 M0RCUNBT/AÐ1Ð 15 Þar sem hænsnarækt er í stórum stíl þekkist ekki að hænurnar sjálfar liggi á eggjum sínum og ungi þeim út heidur er það gert í út- ungunarvélum. Á efri myndinni sést hvar ein „ungamóðirin“ hefir ungað út fallegum hópi og á þeirri neðri sjást nokkrir unganna tína ákafir matinn sinn. — (Ljósm. Sig. J.) Samningar um kjarnavopn WASHINGTON, 26. maí. NTB- Reuter. — Bandaríkin hafa gert tvo mikilvæga samninga við V- Þýzkaland, Kanada, Holland og Tyrkland, þar sem kveðið er á um það, að þessi fjögur ríki fái upplýsingar um kjarnavopn, sem hingað til hefur verið haldið leyndum. Þau munu einnig fá nauðsynlegan útbúnað til að efla hervarnir sínar. L.Í.V. sækir nm upptöku í A.S.Í. Upptaka í A.S.l. ÞINGIÐ samþykkti að leita upp- töku í A.S.Í. og fól framkvæmda- stjórn að koma inntökubeiðni á framfæri svo fljótt, sem auðið fer. Karlakór Keflavíkur KARLAKÓR Keflavíkur hélt söngskemmtun, undir stjórn Her- berts Hriberschek, dagana 23. og 24. maí. A söngskránni voru lög eftir innlend og erlend tónskáld. Einsöngvarar voru þrír meðlimir kórsins, þeir Hreinn Líndal, sem söng „Vormorgun" eftir Sigurð Þórðarson og „Vögguvísu" eftir Brahms, þá Böðvar Pálsson, sem söng lagið „Til söngsins" eftir Sigurð Birkis og „Gamli Jói“ eftir Stephen Foster. Þriðji einsöngvarinn var Sverrir Olsen. Söng hann lagið „Ég man þig“ eftir Sigfús Einarsson. Leystu þeir þrímenningarnir hlutverk sitt vel af hendi, einkum þó sá síðastnefndi. Árið 1952 var Herbert Hribers- chek ráðinn sem fyrsti hornleik- ari í Sinfóníuhljómsveit íslands og hefur hann starfað þar síðan. Hann hefur haft með höndum söngstjórn kórs kvennadeildar Slysavarnafélags Islands í Reykjavík síðan í október 1957 og byrjaði að æfa Karlakór Keflavíkur í desember 1958. Hef- ur Herbert Hriberschek náð miklum árangri á svo stuttum tíma og kom það greinilega í ljós á þessum söngskemmtunum hve hann náði mjúkum tónum í „piano“, en aftur á móti kröfug- um söng í „forte“. Er kórinn ágætum söngmönnum skipaður. Athygli vakti söngur lagsins „Astir og vín“ eftir Mendelssohn, sömuleiðir kórarnir úr óperunum „Nabucco" og „Rigoletto“ eftir Verdi. Undirleik annaðist ungfrú Ragnheiður Skúladóttir. Með til- liti til ungs aldurs ungfrúarinnar leysti hún hlutverk sitt vel af hendi. Húsfyllir var á báðum söng- skemmtununum og þurfti kórinn að endurtaka mörg lögin og syngja aukalög. Kórfélagar eru nú að undir- búa sig undir söngferðalag og hyggjast þeir halda söngskemmt- anir víða norðanlands. P. P. Landhelgismálið Þing L.l.V. gerði eftirfarandi ályktun um landhelgismálið: „2. þing L.Í.V. haldið dagana 8.—10. maí 1959 fagnar útfærslu fiskveiðilandhelginnar á síðast- liðnu ári. Þingið vítir harðlega ofbeldis- aðgerðir Breta í íslenzkri fisk- veiðilandhelgi og væntir þess, að ekki verði látið undan síga fyrir ofbeldinu, heldur staðið fast á rétti íslendinga í þessu mikil- væga hagsmunamáli þjóðarinnar. Þingið fagnar samþykkt Alþingis um, að ekki verði hvik- að frá 12 mílna fiskveiðiland- helgi og væntir þess, að allt verði gert, sem hægt er, til þess að kynna málstað íslendinga meðal erlendra þjóða og heitir á ríkis- stjórn landsins að leggja málið fyrir ráðherrafund í Nato“. Skipulagsmál Þingið fagnaði þeim árangri, sem náðst hefur með stofnun nýrra verzlunarmannafélaga og hvatti stjórnina til að vinna ötul- lega að því, að fyrir næsta þing sambandsins verði búið að skipu- leggja L.Í.V. þannig, að þau nái til alls starfandi skrifstofu- og verzlunarfólks í landinu. Þingið lýsti ánægju sinni yfir þátttöku L.Í.V. í Samvinnunefnd launþegasamtakanna og taldi brýna nauðsyn til að halda því samstarfi áfram. Þingið fól sambandsstjórn að hefja útgáfu blaðs. Taldi þingið slíkt málgagn nauðsynlegan tengilið milli sambandsins og fé- laganna. Þingið þakkaði A.S.Í. og Dags- brún stuðning við að fá verzlun* armannasamtökin viðurkennd sem samningsaðila fyrir allt verzlunarfólk. Kjaramál 2. þing L.Í.V. skoraði á Alþingi að breyta lögum um Atvinnu- leysistryggingasjóð á þann veg, að verzlunarfólk fái fulla aðild að honum. Fól þingið stjórn sam- bandsins að koma þessari áskor- un á framfæri og fylgja henni fast eftir. Þá átaldi þingið harðlega þær aðgerðir ríkisvaldsins á undan- förnum árum að skerða kjör launþega með lagaboðum, og treystir því að slíkt endurtaki sig ekki. Þingið beindi því til þeirra sambandsfélaga, sem ekki hafa fengið ákvæði um lífeyrissjóð í kjarasamninga sína að láta einskis ófreistað til að knýja það mál fram. Þá taidi þingið eðlilegast að stefna að því að L.Í.V. geri kjara- HAFNARFJÖRÐUR Barnaheimilið HAFNARFJÖRÐUR Glaumbær tekur til starfa í byrjun júnímánaðar Innritun barna á aldrinum 6, 7 og 8 ára fer fram í sjúkrasamlagi Hafnarfjarðar á morgun föstudag, kl. 6 til 7 síðdegis. Stjórn barnaheimilissjóðs Hafnarfjarðar. Vátrygg'.ngafé'ag óskar eftir að ráða til sín ungan karlmann til skrif- stofustarfa. Umsóknir er geta um menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir 3. júní n.k. merkt: „Framtíðarstarf—9071“ samninga fyrir verzlunarfólk um land allt. Þá gerði þingið ályktanir um fjölmörg atriði, sem snerta kjara- samninga verzlunarfólks. Tillögur í fræðslumálum og efnahagsmálum verða birtar síð- ar. (Frá L.I.V.) —■ Utan úr heimi Framh. af bls. 12 reynduð það á sjálfum yður? spurði blaðamaðurinn. — Nei — í rauninni ekki, svar- aði dr. Salk. Það var hrein til- raun — ég vildi einmitt vita, hvernig það verkaði. — Og árangurinn fullnægj- andi? , — Ég tel, að lömunarveikibólu- efni með dauðum veirum sé þess megnugt að halda sjúkdómnum í skefjum. ■— Það þýðir, með öðrum orð- um, að þér hafið ekki trú á bólu efnum með lifandi veirum? .— Það hefi ég ekki sagt, anzaði dr. Salk, en ég tel hins vegar, að bóluefni með dauðum veirum sé fullnægjandi. Þá spurði blaðamaðurinn, hv® löng áhrif bóluefnisins væru. Dr. Salk sagði, að samkvæmt viðtæk- um rannsóknum, sem gerðar hefðu verið, veitti það öryggi um fimm ára skeið a.m.k. — og að líkindum lengur. Sumum mundi bóluefnið meira að segja veita ævilanga vörn — það færi mjög eftir einstaklingum. ★ ★ ★ Nú hefir dr. Salk hafizt handa á nýju sviði. Hann hefir ráðizt gegn öðrum hræðilegum sjúk- dómi, krabbameininu, og reynir nú að finna „meðal“ við honum á grundvelli reynslu sinnar — þ.e. með myndun mótefna, með bólusetningu. — Fyrir um það bil ári gerði hann í bandariska vísindatímaritinu „Science“ grein ið og vinna á krabbafrumunum. fyrir efnum, sem hann hafði fund En sá er þar galli á gjöf Njarðar, að mótefni þessi hafa jafnframt skaðleg áhrif á heilbrigðar frum- ur. , 1 áðurnefndu samtali við Dag- ens Nyheder sagði dr. Salk um þessar tilraunir sínar: — Þegár maður vinnur að nýju verkefni og veit ekki, hvert rannsóknirnar kunna að leiða, er fátt að segjá. Þá er ekki annað að gera en bíða, þangað til maður hefir einhverjar niðurstöður fram að færa. — Ég er ekki enn nógu kunnugur eðli krabbameinsins, sagði hann enn- fremur, til þess að fullyrða nokk- uð um það, hvort einhverju sinni reyndist e.t.v. unnt að finna bólu- efni við því. Þar er allt á huldu. Þær rannsóknir, sem ég og fleiri vinna nú að, eru á algjöru til- raunastigi, enn sem komið er, og þær fjalla raunar alls ekki ein- göngu um krabbamein, heldur eru gerðar á miklu breiðara líf- fræðilegum grundvelli. Furu útidyrahurðir (Iri.i-t/ltLc/Li'l'i'tLsi. T Ármúla 20. — Sími 32400 Hitaborð óskast strax. Upplýsingar í síma 20, Selfossi í. vélstjóri óskast á nýsköpunartogara. Upplýsingar hjá Skipa & Vélaeftirlitinu Ægisgötu 10. Stúlkur óskast nú þegar HANZKAGERÐIN H. F. Laugavegi 176.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.