Morgunblaðið - 28.05.1959, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 28. maí 1959
MORCVTSBLAÐIÐ
17
Gunnar SigurSsson Minning
SÚ kynslóð, sem kveður um
miðja þessa öld, skilar miklum
arfi til niðja sinna. Hún hefur
verið starfsöm, bjartsýn og fram
sækin. Fyrir hennar atbeina hafa
skilyrði til góðra lifnaðarhátta
stórbatnað. Ræktun í sveitum
hefur verið geysimikil og húsa-
kostur hefur tekið stökkbreyt-
ingu, ur moldarkofum til varan-
legra bygginga og góðra. Hið
sama hefur gerzt við sjávarsið-
una .En þetta hefur ekki átt sér
stað án mikils starfs, fórnfúsrar
hjónin. Eitt ár lá húsbóndinn
rúmfastur og þrem börnum sín-
um urðu þau að sjá á bak.
Þannig er miklu og löngu dags-
verki lokið. Enginn sem þekkir
þá sögu efast um, að skyldan við
heimili og ástvini, land og þjóð
hefur verið vel og dyggilega af
hendi leyst. Gunnar frá Söndum
er kvaddur með söknuði af öllum
þeim, sem hann þekktu.
Eyj afj allasveitin er fögur sveit.
að margra dómi ein hin fegursta
á landinu. Hversu kær er hún
ekki öllum þeim, sem þar hafa
átt heima um langan eða skamm-
an tíma. Og í vitund þeirra, sem
burtu flytja, er hún og fólkið sem
þar býr óaðskiljanlegt. Þar dvel-
ur hugurinn löngum stundum
við kærar minningar. Svo var
Gunnar heitinn. Þar eystra var
baráttan háð, hin góða barátta
fyrir konu og börnum. Þar voru
hugleidd og snúist til forsvars
fyrir þeim málum, sem til fram-
fara þóttu horfa.
Það er meira en tímabært að
reisa hinum íslenzka alþýðu-
manni og konu, sem óhvikulan
vörð um hinn íslenzka þjóðar-
starf, veglegt minnismerki. í
minningu Gunnars frá Söndum
vildi ég mega leggja sveig að
þeim minnisvarða. Drenglundað-
ur og heill var hann. Megi það
verða þeim sem lifa til eftir-
breytni.
Sig. E. Haraldsson.
vinnu, sem ekki gaf af sér í
fyrstu. En gleði þess, sem veit sig
vera að vinna gott og varanlegt
starf, er sönn gleði. Og þeirrar
starfsgleði hafa margir notið,
sem lagt hafa með óeigingirni
hönd á plóginn á morgni hinnar
20. aldar. Verk þeirra hafa verið
bæði mikil og góð.
Einn þeirra, sem hafa nú skilað
hinum góða arfi til eftirkomenda
sinna, er Gunnar Sigurðsson fyrr
um bóndi á Fornu-Söndum, en
hann lézt hér í Reykjavík hinn
13. f.m. eftir langan starfsdag.
Hann var fæddur að Holtaseli
á Mýrum í Austur-Skaftafells-
sýslu 12. júní 1878. Þar ólst hann
upp með foreldrum sínum til tví-
tugs. Eftir það dvaldist hann á
ýmsum stöðum austan lands, þar
til árið 1912, er hann fluttist hing
að suður. Réðst hann skömmu
síðar að Krossi í Landeyjum til
sr. Þorsteins Benediktssonar. Þar
kynntist hann eftirlifandi konu
sinni Guðbjörgu Þ. Kristjánsdótt
ur. Þau voru gefin saman árið
1914 og reistu bú á Helgu-Sönd-
um undir Eyjafjöllum árið 1915.
I Eyjafjallasveitinni bjuggu þau
síðan til ársins 1943, síðast á
Fornu-Söndum, að undantekn-
um þrem árum, sem þau bjuggu
norður í Eyjafirði. Þau hjón eign-
uðust 5 börn en misstu 3 þeirra
í bernsku. Þau sem upp komust
eru Þorsteinn og Kristbjörg. Auk
þess ólu þau upp fósturdóttur,
Sigurbjörgu Kristínu. Öll eru þau
búsett í Reykjavík.
Hin síðustu ár sín átti Gunnar
heitinn við vanheilsu að stríða,
sem hann bar ætíð með karl-
mennsku.
Gunnar Sigurðsson verður
áreiðanlega minnisstæður þeim,
sem kynntust honum. Honum var
mikill ákafi og eldmóður í blóð
borinn. Hann var ekki hikandi í
afstöðu sinni. Með brennandi
vilja gekk hann að því sem hann
tók sér fyrir hendur. Og öll þau
mál, sem hann gerði að sínum
áttu hann allan og óskiptan.
Hálfvelgjan var honum ekki lag
in. Að baki slíkrar afstöðu býr
gjarna heit skapgerð og ríkar til-
finningar. En oft vill blása á móti
Og þrátt fyrir viljafestuna er ósig
urinn e.t.v. á næsta leiti. En mönn
um eins og Gunnari Sigurðssyni
er ekki alltaf létt að taka slíku.
En hann stóð ekki einn í sinni lífs
baráttu. Hann átti sér konu, því
betri sem meira á reyndi. Traust
skapgerð hennar og stilling sam-
fara góðum gáfum gerðu henni
kleift að vera manni sínum sú
hjálparhella, sem aldrei brást.
Álit þeirra, sem bezt þekktu til
er, betri kona hefði Gunnari ekki
getað hlotnazt.
Lífsbaráttan er oft ströng, en
þó eru sjúkdómar og missir ást-
vina án efa hið þungbærasta.
Hvort tveggja þetta reyndu þau
Mótatimbur
til sölu strax.
Trésmiðjan Víðir
Laugavegi 166. —.Sími 22222
Til leigu
I nýbyggingu okkar við Brautarholt 2, eru til leigu
ein til tvær sölubúðir, einnig iðnaðarpláss um 240
ferm. að stærð. Leiguskilmálar eru mjög hagstæðir.
HÚSGAGNAVERZL. REYKJAVlKUR
Brautarholti 2
Ford station ‘55
til sölu. Bíllinn er lítið keyrður og vel með farinn.
Bíllinn er til sýnis hjá Bílasmiðjunni h.f. Allar uppl.
gefur Theódór Marinósson sama stað.
Skrifstoíumaður
Stofnun sem vinnur að félagsmálum óskar að ráða
skrifstofumann. Uppl. um menntun og fyrri störf,
sendist til afgr. Mbl. fyrir 1. júní n.k. merkt: „Skrií-
stofumaður—9728“
Verzlunarhúsnæði við Laugaveg
til leigu nú þegar
Tilboð*-sendist blaðinu fyrir 30. þ.m. merkt: „Góður
staður—9987“.
TRESMIÐIR
Bandsög til sölu. Upplýsingar í síma
14466 frá 12—1 og eftir kl. 19.
Kjólaverzlunín EL8A auglýsir
Jakkakjólatr (ullar)
Sumarkjólar
Samkvæmiskjólar í úrvali.
Nýjasta tízka.
Kjólaverflunin ELSA
Laugavegi 53.
Tilkynning
Með því að töluvert hefur borið á því að menn hafa
tekið sand í óleyfi í Sandgerðis og Bæjarskerslandi,
þá mun ég hér eftir taka kr. 500.— fyrir bílhlassið
fyrsta brot. Fyrir annað brot verður farið með,
sem_ annað sakarmál.
UMSJÖNA.MAÐUR LANDEIGENDA
Byggingarsamvinnufélag Prentara
íbúð til sölu
í III. flokki við Nesveg. Laus 1. sept. Ennfremur
2ja., 4ra og 5 herbergja íbúðir í nýbyggingu við
Sólheima 23. Félagsmenn hafa forgangsrétt til
.1 júní. „ •
STJÓRNIN.
DÖMUR
NÝKOMNAR
Hárlangningarvökvi 14 teg-
undir bæði fyrir feitt og
þurrt hér, einnig fyrir
ljóst og dökkt hár.
Ilmvatn fyrir hárið
Ilmvatn fyrir hendurnar,
nauðsynlegt fyrir hverja
dömu, algjör nýung.
Steinpúður, einnig fljótandi
púður
Varalitir í miklu úrvali,
tízkulitir
Naglalakk glæsilegt úrval,
20 tegundir.
Varalitablýantar jiú hafið
þér tækifæri til að lag-
færa iögunargalla vara
yðar.
Varalitapenslar, nauðsyn-
legt til að jafna varalitn-
um.
Andlitsmjólk
Andlitsvatn
Augnabrúnablýantar
Aaugnabrúnalitur
Naglabandaolia mýkir nagl
arrótina og gómana
Naglabandaeyðir, hreinsar
öll óhreinindi, og eyðir
dauðu skinni
VORUR
Naglastyrkir, styrkir negl-
urnar, og nú þurfið þér
ekki lengur að hafa
áhyggjur af að neglur
yðar klofni
Furunálaolía, hressir og
styrkir húðina.
Freyðibað amerískt og
danskt margar stærðir
Shampoo fjölda tegundir
í litlum og stórum glös-
um. einnig lita shampoo
í 15 litum
Handsápa í miklu úrvali frá
3,50 stk.
Baðsápa
Handspeglar mjög fallegir
í ljósum og dökkum lit, hent
ugir í forstofur, einnig
ómissandi fyrir fólk sem
liggur í sjúkrahúsum,
mjög lágt verð
Töskuspeglar
Vasaspeglar
í úrvali
Burstasett mjög smekkleg
Skæri í miklu úrvali 8 teg-
undir
Gúmmíhanzkar margar
tegundir frá 16,50.
Við höfum fjölbreyttasta úrvalið í bænum, af öllu því,
sem kvenfólk þarf að nota daglega, og nauðsynlegt er á
hverju snyrtiborði og baðherbergi, þér ættuð því að leita
fyrst til okkar, og athuga hvort við ekki einmitt höfum
það sem yður vantar, og er þessi vöruupptalning aðeins
lítið brot af öllum þeim vörutegundum sem við höfum.
Allskonar smávörur höfum við einnig í miklu úrvali,
smávörur, sem yður ávallt vantar, og gott er að hafa við
hendina.
Gjörið svo vel að líta inn til okkar, og skoða hið glæsi-
lega vöruúrval.
Verzlun okkar liggur í hjarta bæjarins.
Þér eigið alltaf leið um Laugaveginn
CLAUSENSBÚÐ
Snyrtivörudeiid
Laugavegi 19