Morgunblaðið - 28.05.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.05.1959, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 58. maí 1959 MORGVNBLAÐIÐ 13 Bjami B. Jónsson: Síðari grein Hagkerfi og hagstjdrn EN ER HÆGT að semja svo full- komið kerfi launaákvörðunar að það aðskilji þá þrjá meginþætti, sem getið var um í fyrri grein minni? Slíkt kerfi verður fyrst og fremst að miðast við það að vera liður í starfhæfu verðmynd unarkerfi. En eigi það að vera félagslega og stjórnmálalega framkvæmanlegt, verða öfl hags munabaráttu og hugsjónastefnu að fá hæfilegan aðgang til áhrifa á þau atriði, er skipta máli fyrir þeirra stefnumið. Þannig yrði þetta kerfi nokkurs konar þjóð- félagssamningur um það, á hvaða vettvangi skuli gera út um hvert baráttumál. Skal nú lýst stutt- lega hugmyndum mínum um slíkt kerfi. Kerfið byggist á þeirri megin hugmynd, að ríkið skuli ráða þætti peningagildisins í kaup- gjaldi og launum, þ. e. ráða hæð vísitölu, er sýni hæð kauplagsins hverju sinni. Semja þarf grund- völl slíkrar vísitölu, haga gildum hennar eftir mannfjölda, er heyr- ir undir hvern kauptaxta, o. s. frV. Þennan grundvöll má svo endurskoða á hæfilegum fresti, t.d. þriggja ára, og tengja við vísitölu hins gamla grundvallar. Þegar grundvöllurinn er fenginn er tiltölulega auðvelt að reikna allar launabreytingar inn í vísi- töluna, og mætti því reikna hana mánaðarlega. Þó verður að krefj- ast þess, að samningar gefi skýrt til kynna, hver kaupeiningin sé að meðtöldum aukagjöldum (fríð indum) miðað við vinnustund með eðlilegum afköstum. Ákvæð istaxta og hlutaskipti þarf, eftir því sem fært er, að sundurgreina í tímalaun og afkastaáætlun (norm). Þessi vísitala er að sjálf- sögðu sett sem 100 við upphaf- legan útreikning. Þegar grundvöllurinn er feng- inn hafi launasamningar aðeins gildi sem hlutföll hverra launa við önnur laun. Þannig mynda launasamningarnir, litið á sem heild, samfelldan launastiga, er hefur fullt hlutfallslegt gildi. En krónugildi er launastiganum gef- ið af ríkinu með gildistölu, er gengur jafnt yfir allan stigann og raskar því ekki hlutföllum. Þessari gildistölu er breytt svo oft sem þurfa þykir til að við- halda þeim stöðugleika, sem á- kveðið er að halda. Til dæmis um það, hvernig kerfið verkar, má taka það, að orðið hafi al- menn kauphækkunaralda, og vísi tala kauplags hafi hækkað frá 100 upp í 120. Sé krafist algjörs stöðugleika, er gefin út gildis- tala 100 deilt með 120 = 0.833, sem allar krónutölur Samninga eru margfaldaðar með. Sé hins vegar 3% hækkunarheimild yfir árið, og hún sé ónotuð og komi til greina við þessa leiðréttingu, verður gildistalan 103/120 = 0.858, þannig að kaupgjald hef- ur fengið að hækka um 3%. En f báðum tilvikunum hafa launa- hlutföll stéttanna haldist óbreytt. Þannig er kerfið hlutlaust um þá tekjuskiptingu, er kaupsamning- ar valda. Mikilvægasta ákvörðunin lýtur að því, við hvað gildistalan skuli miöuð. Þetta er í rauninni eina pólitíska ákvörðunin. Að öðru leyti má fela starfrækslu kerfis- ins óháðri hagfræði- eða hag- skýrslustofnun. Þrjár meginregl- ur koma til greina. 1. Að miðað sé við það að gengi erlends gjaldeyris skuli alltaf og ævinlega haldið föstu. En þetta mundi hafa það í för með sér, að þjóðbankinn og rík- isstjórnin þyrftu sífellt að vera að taka afstöðu til þess, hvaða launaþróun stæðist samanburð við útlönd. Þetta mundi eyði- leggja þá sjálfvirkni, sem ann- ars er aðall kerfisins, og blanda inn í stjórn þess pólitísku atriði, sem stöðugum deilum gæti vald- ið. Taka yrði tillit til breyttrar viðskiptaaðstöðu við útlönd, at- riðis sem ekki stafar af kaup- gjaldsþróuninni innanlands. Það væri f of mikið ráðizt að raska öllum kauptöxtum vegna verð- myndunarskilyrða gjaldeyris, sem aldrei nemur nema hluta af tekjumynduninni. Það kemur því varla til greina að leggja þessa reglu til grundvallar, heldur verður gengið að ákveðast eftir sínum eigin rökum. 2. Að verðlagið skuli haldast stöðugt. Við öll venjuleg og eðli- leg skilyrði þætti þetta mjög á- kjósanleg regla. Þó er þar á sá framkvæmdaörðugleiki, að annað hvort verður að bíða eftir því að breytt kaupgjald komi fram í verðlaginu, en á því er jafnan nokkur töf, eða verðlagsáhriíin verður að áætla. Fyrri möguleik anum fylgja sveiflur og rask, og er hann því óhæfur, en þeim síðari fylgir nokkur óvissa, sem þó kemur ekki að sök, þar eð jafnan má taka skekkjur til leið- réttingar síðar. En ef veruleg frá- vik frá eðlilegu ástandi kæmu fyrir, svo sem aflaleysi eða önn- ur óáran, styrjöld eða önnur þjóð slys, og kæmu fram 1 verðlaginu, þá mundi koma í ljós, að strang- ur stöðugleiki verðlags væri byggður á sandi. Því að öllum eigendum fastra fjárupphæða og tekna af þeim væri hlíft við af- leiðingunum á- kostnað þjóðar- heildarinnar. 3. Að kauplagið skuli haldast stöðug't. Fræðilega er þetta nógu hárrétt markmið, þ. e. ef treysta má þvi, að fólk sé það sem stund um er kallað hagfræðifólk (economic men). En fólk er ann- að og meira. Þessi aðferð mundi þýða það, að aukin framleiðni og öll framför lífskjara yrði að fá útrás í lækkandi verðlagi, og hitt að breytt launahlutföll væri aðeins hægt að framkvæma með hækkun sumra launa og samsvar- andi lækkun annarra. Sum laun gætu jafnvel farið smálækkandi um árabil. Þótt verðlag fari lækk andi, þætti þetta sérstaklega sárs- aukafullt og lítilsvirðandi, og mundi áreiðanlega valda veru- legri röskun vinnufriðar. Ástæðu laust er að kosta þessu til, ef nauðsynlegar leiðréttingar má að skaðlausu gera upp á við. Jafnvel fyrirtækin og athafnamennirnir eru ekki endilega háhagfræðilega sinnaðir. Því getur verið við líði nokkur tregða í verðlaginu, þótt ekki fáist skýrð með venjulegum verðmyndunarkenningum, eink- um gagnvart vægri tilhneigingu til lækkunar. Þessi tregða er að mestu gerð óvirk, ef svo er stillt til, að verðlagið hafi beinlínis tilhneigingu til lækkunar, við eðlilega þróun. Flest mælir því með þeirri málamiðlun, að leyfð sé hámarks hækkun kaupgjalds um 2—3% á ári. Innan þeirra marka ættu að geta rúmast nauðsynlegar hlut- fallabreytingar og nokkuð, jafn- vel allt að helmingi, afgangs til almennrar hækkunar. Verðlag kynni að breytast nokkuð á báða vegu, en mundi vera því sem næst stöðugt yfir lengri tíma, vegna vaxandi framleiðni. Utan- ríkisviðskiptin mundu halda jafn vægi og sennilega bæta aðstöðuna smám saman, ef framhald verð- ur á hinni alþjóðlegu verðbólgu, þannig að gengi krónunnar gæti farið hækkandi með tímanum. Varðandi rétt lánveitenda og inn stæðueigenda er þess að gæta, að eins og vextir verða ekki metnir án hliðsjónar af afdrifum höfuðstólsins, svo verða og þau afdrif ekki metin án hliðsjónar af hæð vaxta. Fengist slikt ör- yggi fyrir höfuðstólinn, að hann rýrnaði aðeins um 2—3% í jafn- launaskilningi, en stæði í stað í jafnvirðisskilningi, yrði fljótlega hægt að lækka nafnvexti. Jafn- vægisstjórn peningamála hlýtur að taka til greina, hverjir raun- vextir séu ákveðnir, og hvað sem því líður, ef peningalegu jafn- vægi er haldið án verulegra þving ana, geta fjármagnseigendur ekki kvartað um að njóta ekki sann- virðis fyrir sinn skerf. Áðalatriðið er, að hin leyfða hækkun veiti ekki rúm fyrir verulega óvissu og áhættu. Því er ekki til að dreifa um 2—3% breytingu á ári. Leiðréttingar verður að gera tíðar en einu sinni á ári, ef til- efni gefst til. Tilefni verður það að teljast, ef vísitalan nær 5—6% hækkun frá síðustu árslokum. Gerist það fyrri hluta árs, væri rétt að færa alla hækkunina nið- ur í síðustu árslokatölu, en ann- ars eitthvað niður fyrir leyfileg mörk, t.d. niður í 102, ef 103 er leyfilegt hámark. Þessi nákvæmn isatriði má ákveða á ýmsa vegu, en nauðsynlegt er að gera allar leiðréttingar fljótt, svo að hækk- unin nái síður að síast inn í verð- lagið, þannig að þá þurfi einnig að leiðrétta það. Og brýna nauð- syn ber til að slaka. ekki á sett- um reglum, því að tilslakanir eiga sér engin þekkt takmörk. Setja má ákvæði um, að mjög smáar skekkjur megi draga saman frá ári til árs í eina leiðréttingu. Einnig má miða við hreyfanlegt meðaltal þriggja ára eða svo. Meginreglan er sú, að kauplag hækki að jafnaði aðeins um 2— 3% á ári, en ýmis afbrigði af þeirri reglu koma til greina í framkvæmd. Vafasamt er, hvort launakjör opinberra starfsmanna eiga að takast með i vísitölu þessa. Fer það mest eftir því, hvernig laun þeirra eru ákveðin. Séu þau ákveðin með venjulegu samn- ingaþjarki við skilyrði verkfalls- réttar, gengur hið sama að sjálf- sögðu yfir þá og aðra. En séu kjörin ákveðin með lögum, eins og nú er, og breytingar sein- fengnar, eru þessi launakjör mjög stöðug miðað við samnings- ákvæðin laun. Þurfi að leiðrétta kauplagið niður á við, áður en op inberir starfsmenn hafa náð jöfn uði við aðra, er það mjög ank- analegt að færa laun þeirra fyrst niður og verða síðan að leiðrétta þau upp á við, þótt hlutfallslegt misrétti sé raunar hið sama. Frek ari galli er það og, að með þvi að reikna þannig hækkun mark- aðarins sem meðaltal yfir allt kauplag, að meðtöldum launum opinberra starfsmanna, er hækk- un markaðarins vanmetin og leið réttingin of lítil, sem kemur fram á því tímabili, er opinberir starfs menn fá sína hækkun. Við þessi launaákvörðunarskilyrði, er því sennilega bezt, að halda opin- berum starfsmönnum utan þeirr- ar vísitölu, sem samningsbundin laun eru leiðrétt eftir. Hins veg- ar yrði launum þeirra jafnan haldið svipuðum og sambærileg- um flokkum markaðarins, og á þann hátt fylgdu þau hinu al- menna kaupgjaldi. Það yrði þó jafnan til endurskoðunar, við hvaða launakjör laun þeirra skuli borin saman. Áhrif á gerð launasamninga Þetta kerfi mundi ekki aðeins leiðrétta heildarniðurstöður launasamninga. Er það væri kom- ið á laggirnar, mundi það þegar í stað taka að hafa veruleg áhrif á gerð samninganna. Það hefur úrslitaáhrif á afstöðu beggja að- ila, að samningarnir séu gerðir við skilyrði stöðugs verðlags, litt hækkandi kaupgjalds og nokkurn veginn fasts gengis. Vitneskjan um, að of stór skref verði að stíga að mestu til baka, sýnir fram á fánýti þess að stíga þau. Þessi áhrif hníga öll til þess að beina athyglinni að því, sem er nauðsynlegt hlutverk launa- samninga; að ákveða launahlut- föllin í þjóðfélaginu. Áhrif á afstöðu launþegasam- takanna felast í fyrsta lagi í því, að hvatning hækkandi verðlags er úr sögunni. í öðru lagi í því, að háar kröfur eru vonlausar, ef þær verða öðrum félögum til- efni til að bera fram hækkunar- kröfur, svo að allt kauplagið verði fært til baka. Aðalatriðið er því að bera fram svo hófstillt- ar kröfur, að þær séu taldar í samræmi við eðlilega og nauð- synlega þróun launahlutfalla. Áhrifin á afstöðu átvinnurek- enda koma fram í því að herða andstöðuna gegn ábyrgðarlaus- um, óraunhæfum kröfum. At- vinnurekendur geta ekki reikn- að með að geta velt slíkum hækk unum yfir á vörumarkaðinn. Þeir geta ekki komið til ríkisstjórnar- innar um hver áramót og fengið sér reiknað hærra gengi erlends gjaldeyris, vegna þess að þeir hafi samið af sér á umliðnu ári. Þeir yrðu að haga samningum eftir áætlaðri vaxtarþörf atvinnu veganna og áætlaðri sérhæfing- arþörf vinnuaflsins til hinna ýmsu starfa. Jafnvel þótt allir einstakir samningsaðilar geri sitt bezta í þessu tilliti er þó jafnan hætta á því, að heildarniðurstaðan verði of mikil hækkun og stöðugt þurfi að leiðrétta niður á við. Auk þess er hætta á almennri til- hneigingu til þess að tryggja sér að minnsta kosti hina leyfðu há- markshækkun. En það er ergi- legt fyrir launþega til lengdar, að þurfa sífellt að vera að taka slík- um leiðréttingum árlega eða svo. Sennilega mundi stéttaforustunni vera talið það til áfellis að hafa misheppnazt svo í hlutverki sínu Til lengdar mundi forustan ekki vilja liggja undir slíku ámæli, og víðtækt samráð mundi hefjast um ákvörðun launahlutfalla og ráð- stöfun hinnar leyfðu heildarhækk unar. Stéttirnar mundu leiða saman kröfur sínar, vega þser og meta hverja gagnvart annarri og reyna að ná samkomulagi um stefnu í kaupgjaldsmálum fyrir hvert ár. Að svo miklu leyti sem það næst ekki, verða samningar við atvinnurekendur og e. t. v. niðurstöður vinnudeilna að skera úr. Atvinnurekendur eru að sínu leyti einnig líklegir til slíks sam ráðs inbyrðis um þróun launa- hlutfalla. Niðurstaðan gæti orðið heidarsamningar milli stéttanna að fengnu samkomulagi á hvora hlið. Slíkt ker/i heildarsamninga er sennilega hið fullkomnasta stig, sem hægt er að ná í þessum efnum, þó að því tilskildu að ein stök félög beggja aðila haldi rétti sínum til að skera sig úr og bera fram sínar kröfur. Þegar þannig hefði verið létt miklum en vonlausum erli af herðum stéttafélaganna, gæti haf izt nýtt skeið í samskiptum at- vinnurekenda og launþega. í stað hinnar eilífu streitu um kaup- eininguna gæti komið áherzla á gjörsamlega ný atriði í kjarasamn ingunum, er hefðu ekki bein verðlagsáhrif, en væru því á- hrifameiri um að skipta afrakstr- inum og örva til aukins afrakst- urs. Undir þetta falla allar áætl- anir um ákvæðislaun, ágóðahlut- deild og samrekstur. Þetta eru flókin og margbreytileg viðfangs efni og falla því fremur undir svið einstakra félaga heldur en heildarsamtaka, en þó er marg- vísleg sérfræðileg aðstoð nauð- synleg. Launþegasamtökin hafa að jafnaði verið ófús til að fall- ast á rekstrarþátttöku meðlim- anna. En þessi tregða og ótti er ástæðulaus við skilyrði nútímans. Launþegarnir yrðu eftir sem áð- ur meðlimir sinna samtaka og lytu samningsákvæðum þeirra um öll grundvallarkjör og rétt- indi. Til dæmis um rekstrarform, er gerði fjármagni og vinnuafll jafnhátt undir höfði, má nefna ?að, að hlutafélag fjármagnsins og samvinnufélag starfsfólksins sameinuðust um reksturinn. Þessu fylgja þó ýmis vandamál, er ég læt órædd. Er kerfið framkvæmanlegt? Sú spurning hlýtur að vera •ofarlega á baugi, hvort stíkt kerfi sem þetta sé yfirleitt fram tkvæmanlegt í lýðræðisþjóðfélagi. Leiða má getum að því, að það yrði óvinsælt og þyldi ekki þann pólitíska þrýsting, sem beint yrði gegn því, eða þá hitt, að það mundi hneppa stéttasamtökin I þá fjötra, að ekki samrímist meg inreglum lýðræðisins. Það er reyndar hlutverk stjórnmála- manna að þreifa fyrir sér um pólitískan framkvæmanleik að- gerða, ^er þeir telja skynsamleg- ar. En nokkra grein verður þó að gera fyrir líkum og skilyrð- um þess. Fyrst kemur afstaða verkalýðs forustunnar til álita. Sé sú for- usta beinlínis byltingarsinnuð og vilji grafa undan þjóðfélagsskip- aninni af ráðum og dáð, er hún að sjálfsögðu hatramlega andstæð kerfinu og mundi nota tilefni þess til æsinga. Þótt til séu verka- lýðsleiðtogar, er tala digurbarka lega i þessum dúr, eru einkum hinir minni spámenn. Enginn á- stæða er til að ætla, að úrslita- valdið í samtökunum liggi með þeim er vilja láta sverfa til stáls af skynsamlegri skipan hagstjórn ar, né heldur að nokkur veru- legur hluti forustunnar vilji af ásettu ráði vinna skemmdarstarf til að koma á nýju þjóðskipu- lagi. Yfirleitt er ekki mikið eftir af töfrum þeirra hugsjónar að koma á nýju þjóðskipulagi, öðruvísi en sem heilbrigðri þró- un þessa þjóðfélags, og þeir sem vinna að slíku á vegum verka- lýðssamtakanna gera það að mestu undir fölsku flaggi. Frá ábyrgri stéttaforustu er þó að vænta sterkra krafna um samn- ingsaðstöðu eða samráðsrétt um mikilvæga þætti hagmálanna. Veltur mikið á, hvernig til tekst að koma til móts við þær kröfur Takist það, má reikna með því, að forustumönnum verkalýðsfé- laga þyki léttir að því að losna við hina æðisgengnu togstreitu við ríkisvaldið um þróun pen- ingagildisins. Er þeim þá mikill styrkur að því að geta svarað öfgamönnum í félögunum með því að benda á takmarkanir, sem ekki er á þeirra valdi að yfir- stíga. Af afstöðu almennings þarf tæplega að hafa áhyggjur, ef bærileg samskipti nást milli rík- is og stéttasambanda. Almenn- ingur er orðinn sárleiður á verð- bólgunni og öllum þeim vand- ræðum, vafstri og óvissu, er henni fylgja. En að sjálfsögðu er almenningur hinn endanlegi dóm ari um þessa framkvæmd, sem allt annað. Fer þá mest eftir þvi, hvernig framkvæmdin tekst til, hvort hún stenzt dóm almennra kosninga og fær haldið velli. Áð- ur en kerfið yrði sett á laggirn- ar, er þó nauðsynlegt að undir- búa jarðveginn vel með rækileg- um umræðum og hæfilegum á- róðri, svo að fólk sé undir það búið að taka slíkri breytingu. Með því kerfi, sem hér hefur verið lýst, er starfhæfu verð- myndunarkerfi goldið, það, sem þess er á þessu sviði. Þá er eftir að koma til móts við hin félags- legu öfl og hasla þeim völl til sinnar hugsjóna- og hagsmuna- baráttu. Þessi öfl hafa því hlut- verki að sinna að vera hin vak- andi samvizka samfélagsins. Þessi öfl má ekki kæfa, þótt þeim sé beint inn á æskilegan vettvang. Og eins og þegar er getið, mun það vera skilyrði pólitísks fram- kvæmanleika stöðugs kauplags, að þessi öfl fái útrás á þeim vettvangi þar sem hagsmunamál- in eru raunverulega útkljáð. Þessu marki verður sennilega bezt náð með því að setja á fót fast efnahagsráð, líkt því er starf- að hefur í Hollandi, til ráðu- Frh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.