Morgunblaðið - 28.05.1959, Blaðsíða 20
20
MORCUNRT. AfílÐ
Fimmtudagur 28. maí 1959
»,TTm hvað ertu að hugsa?
ípurði hún eftir stundarkorn.
„Ég er að hugsa um það, hve
fagurt þetta blessað líf gæti ver-
ið, ef þetta bölvað stríð væri
ekki“, sagði Bleicher með beizkju
í röddinni.
„Læðan“ lagði fingur á var-
ir hans. „Pst —“, hvíslaði hún,
„talaðu ekki um það-“
Bleicher tók hönd hennar
mjúklega frá munni sér. „Ég
verð því miður að tala um það“,
sagði hann, „því það kemur þér
líka við“. Hann hikaði snöggv-
ast við að halda áfram.
„Hvað kemur mér við?“ spurði
þá „Læðan“. Röddin var syfju-
leg.
Það heyrðist að Bleicher
slökkti í vindlingnum sínum.
„Við höfum komizt að því, að
félagar í „Interalliés" ætla að
sprengja orlofslest í loft upp ein
hvers staðar á Frakklandi ein-
hvern næstu daga“.
„Læðan“ var skyndilega orðin
giaðvakandi.
„Það kemur ekki til greina",
andmælti hún. „í fyrsta lagi höf-
um við gefið ströng fyrirmæli
um, að fremja engin ofbeldis-
verk og því síður nein banatil-
ræði. Og í öðru lagi höfum við
ekkert sprengiefni. Tilkynning-
in, sem þú hefur fengið, hlýtur
að vera röng“.
„Hvers vegna segir þú mér
ekki satt?“ Það heyrðust dálítil
vonbrigði í rödd Bleichers. „Það
vill svo til, að ég veit þetta vel,
því ég hef sjálfur fundið sprengi
efni, sem þið áttuð. í Rue du
Faubourg St. Honaré, hjá mál-
aranum, þessum herra Astor eða
Artois — — ég er búinn að
gleyma nafninu —“
„Ég veit það“, tekur Matthild-
ur fram í fyrir honum. „Það er
gamli maðurinn með hvíta yfir-
skeggið. Hvað er um hann?“
1) Herbert — Mér þykir þetta
óskaplega leiðinlegt. Ég skil ekk
ert í, að ég skyldi ekki taka eft-
ir því, að þetta var ekki rétt
itærð.
I Hvað um hann var, þennan
[ málara með yfirskeggið — það
vissi „Læðan“ fullvel. Hún vissi,
að uppi í þakhæðinni í vinnu-
stofu hans var annað leyni-
senditæki „Interalliés“ falið. —
Það var senditæki, sem ekki var
hægt að komast að nema um
vinnustofu listamannsins, gegn
um leynidyr á fóðruðum veggn-
um og upp snúinn stiga þar að
baki. Hún vissi líka, að vítisvél
var komið fyrir í þessu sendi-
tæki, til þess að geta sprengt
það í loft upp nógu snemma, ef í
nauðir rak, áður en það fyndist.
Það var nóg að þrýsta á leyni-
legan hnapp niðri í vinnustof-
unni, til þess að kveikja í tíma-
sprengjunni.
• Þetta vissi „Læðan" allt. Og
það sem hún vissi ekki ennþá,
sagði Hugo Bleicher henni. Hann
sagði henni frá því, að „einhver"
hefði ljóstrað upp heimilisfangi
málarans, að hann hefði, ásamt
erforingja, sem var verkfræðing
ur, ráðizt inn í íbúð málarans;
uppgötvað leynidyrnar og að her
foringinn hefði bókstaflega á síð-
ustu sekúndu dregið úrverk
íkveikjunnar, sem var í gangi, út
úr vítisvélinni.
„Það munaði ekki hársbreidd
að við þeyttumst upp í Ioftið“,
sagði Bleicher.
„Læðan“ þrýsti sér gælandi að
honum. Hann finnur hlýjuna frá
hinum unga líkama hennar. Hún
beygir andlitið ofan að honum.
„Mon pauvre petit choux — aum
ingja litli ljúflingurinn minn“,
malar hún. Því næst leggjast var
ir hennar aftur að munni hans.
Þau láta treglega af þessum
ástaratlotum. „Þú sérð það“,
segir Bleicher, eftir dálitla stund
og brosir glettnislega, „að það er
töluvert sprengiefni í loftinu".
„En það var aðeins ætlað til
þess að sprengja senditækið í loft
Já, ég hefði sagt, að þér þyki
það leiðinlegt! Þú vildir bara
vera viss um, að ég gæti ekki
sigrað í keppninni!
\
upp, en ekki til þess að veita
banatilræði“, andmælir „Læðan“
kröftuglega.
„Því færi betur“, sagði Bleic-
her og stundi við. „Því miður höf
um við komizt að því, að
skömmu áður sótti einn af njósn
urum ykkar aftur nokkurn
hluta af sprengiefninu, því það
hefði verið nóg til þess að
sprengja allt húsahverfið í loft
upp“.
Því næst skýrði Bleicher læð-
unni frá því, að leyniþjónustan
hefði áreiðanlega vitneskju um,
að einmitt þessi njósnari hefði
í hyggju að nota afganginn af
sprengiefninu til þess að gera
sprengjuárás á orlofslest.
„Þú veizt, hvað verða mun. ef
Þjóðverjar farast með því móti“,
sagði Bleicher alvarlegur. Sam-
kvæmt alþjóðlegum herréttar-
reglum mun Berlín þá fyrirskipa
að gislar séu skotnir. Og þá er
það jafnaugljóst, að þessir gislar
verða teknir úr skránni yfir þá
tuttugu eða þrjátíu félaga „Inter
alée“, sem þegar hafa verið hand
teknir“.
„Læðan“ þegir og henni lizt
ekki á blikuna. Hún veit, hvern-
ig slík skrá muni verða. — Hún
hugsar til nafnanna á Armand
Czerniawski, Orsival, Páli Kif-
fer og frú Bouffet og henni er
það ljóst, að efst á skránni muni
standa nafnið „Matthildur Car-
ré“. —
„Hver — hver er þessi njósn-
ari, sem sótti sprengiefnið?"
spurði hún lágt og hikandi.
„Ungur Pólverji", svaraði
Bleicher. „Einhver Lewinski“.
„Hamingjan hjálpi mér“. —
„Læðan“ varð skelfingu lostin.
„Einmitt þessi óþroskaði ungling
ur, þessi ofstækismaður!" — Hún
þagði hnuggin á svip, en sagði
síðan: „Úr því að þessi óróasegg
ur hefur sprengiefni undir hönd-
um, þá get ég ekki framar tekið
neitt í ábyrgð“.
„Ó, þessir Pólverjar, en hvað
ég hata þá!“ segir hún allt í einu.
„Armand krafðist þess, að öllum
samlöndum hans yrðu afhent
félagaskírteini, ,hvort sem þeir
væru okkur hentugir og hæfir
eða ekki. Það var aðalatriðið, að
þeir hefðu atvinnu með þessu
móti — eins og við værum góð-
gerðastofnun".
Bleicher hlustaði þolinmóður á
reiðilestur hennar. „Hvaða
ástæða er til að vera æstur?“
spurði hann síðan. „Það er til
einfalt ráð til þess að koma í
veg fyrir tilræðið — og bjarga
lífi ykkar. Auðvitað sérstaklega
„Læðu“ nokkurrar“, bætti hann
við með góðlátlegri hæðni.
„Hvernig hugsar þú þér það?“
spurði Matthildur undirfurðu-
lega.
„Með því að setja þennan Lew
inski undir lás í tæka tíð, áður
en hann getur framið einhver
heimskupör“. Bleicher var seztur
upp. í hálfrökkri aftureldingar-1
innar gat „Læðan“ séð hin stóru,
2) Svona nú, hypjaðu þig í
burtu, áður en ég....
Jæja, Herbert, þá er bezt að
líta á munninn á þér, segir lækn-
irinn.
alvarlegu augu hans, sem horfðu
á hana.
„Það er að segja — ég á að
skýra ykkur frá því, hvar þið
getið fundið hann“.
Bleicher yppti öxlum. „Það er
að segja, þú átt að aftra óþrosk
uðum strák frá að fremja morð,
morð á heilum hóp meinlausra
þýzkra samlanda minna og á þér
og mönnum þínum í „Interallée".
„Með öðrum orðum — ég á að
fremja svik?“ svaraði „Læðan“
hvatskeytislega. „Það geri ég
aldrei“.
Hún leit snöggvast beint fram
an í Bleicher. Því næst fór titr-
ingur um líkama hennar, hún
huldi andlitið í koddanum og
grét í örvæntingu. Bleicher lof-
aði henni að gráta, en strauk
létt og stöðugt um bak henni. —
Því næst tók hann um hönd henn'
ar — og síðan sofnuðu þau.
„La Palette" er húsakynni á
Montparnasse í listamanna-
hverfi Parísar. Það er engu frá-
brugðið fjölda annarra. í þessum
húsakynnum hafast listamenn
við. Þar eru málarar með fyrir-
myndir sínar, skáldin og heim-
spekingarnir, síðhærðir „Zaz-
ous“ með toppandar hárgreiðslu,
fyrirrennarar „existentialista" —
og „Bæheimarar" allra tegunda.
Hingað koma þeir til þess að
breyta tekjunum fyrir selda
mynd í gott, rautt vín, til þess
að rökræða, velta fyrir sér vanda
málum, ræða um sérhæfingu,
daðra og gera gys að hinum erf-
iðu tímum, stríðinu og Þjóðverj-
unum.
„La Palette” stendur við
Boulward Montparnasse, sem
sólin hellir geislum sínum yfir
á þessum ljómandi haustmorgni.
Hlæjandi, glatt og áhyggjulaust
fólk reikar um hina breiðu gang
stíga. Það eru listamenn, stúd-
entar og háfættar og stuttklædd
ar stúlkur. Það eru aðeins ein-
kennisbúningar þýzku hermann-
anna, sem minna á, að þessi frið-
semi á ytra borðinu er blekk
ing, að einhvers staðar geisar
blóðug styrjöld í þessum heimi,
að undir hinu rólega yfirborði
þessarar borgar er hættuleg
ólga og þar er háð bitur styrjöld.
Það er barátta um líf og dauða
milli andspyrnuflokka, neðan-
jarðarstarfsemi og njósnarasam-
taka annars vegar og þýzku leyni
þjónustunnar hins vegar.
Þennan fyrri hluta dagsins
sátu þau, „Læðan“ og Hugo
Bleicher í húsakynnum „La
Palette" og biðu eftir Pólverj-
anum Lewinski. Eftir mikla
innri baráttu, mótþróa og mörg
tár lét Matthildur undan á þess-
um morgni. Hún kvaðst vera
reiðubúin að framselja hinn geð
ríka Pólverja í hendur Bleichers,
til þess að hann gæti ekki fram-
ið heimskulegt athæfi með
sprengiefni. Það var heimsku-
legt athæfi, sem ekki eingöngu
kostaði líf Þjóðverja, heldur gat
einnig riðið á lífi margra tuga
franskra fanga og síðast en ekki
sízt „Læðunnar“ sjálfrar.
Hugo Bleicher gat því aðeins
verndað hana, að hún hjálpaði
honum. Og hann vildi vernda
hana, hvað sem það kostaði. Og
það var ekki aðeins vegna þess,
að hún var honum mikils virði
í starfinu vegna þekkingar sinn-
ar og kunnugleika, sem náði til
allrar mótspyrnuhreyfingarinn-
ar. „Læðunni" rannst hún vera
þægilega þreytt og með kynlegu
3) Þessi sprenging hefði getað
drepið Herbert! — Ekki skil ég,
hvernig þessar skotastærðir hafa
getað blandazt saman.
móti laus við órósemi og tauga-
æsing, sem hún hafði verið hald-
in árum saman. Hún horfði ró-
leg fram undan sér. Við og við
leit hún með ástúð og athygli á
hinn hávaxna, herðibreiða mann,
Hugo Bleicher, sem sat á móti
henni. Hann dreypti gætilega á
sínu „bon vin rouge“ og átti ber-
sýnilega bágt með að halda geisp
ur.um í skefjum.
„Þreyttur?" spyr „Læðan“ og
brosir við honum.
Bleicher hristi höfuðið. „Alls
ekki“, staðhæfði hann. „En ég er
glorhungraður", bætti hann við.
„Það væri líka mál til komið
fyrir mig“, sagði „Læðan“ og
stundi við og leit á úrið sitt. „En
ég er hrædd um, að í dag verði
beðið eftir mér heima til mið-
degisverðar árangurslaust".
„Hvar —• heima?“ spurði
Bleicher. „Ég hélt að þú værir
ein“.
„Það er ég líka“, .svaraði hún.
„En ég hef alltaf étið miðdegis-
verð hjá foreldrum mínum“.
„Við skulum bæði bjóða okk-
ur heim til þeirra til máltíðar",
sagði Bleicher ánægður. „Ég
vildi gjarnan kynnast gömlu
hjónunum. Komdu, við skulum
fara til þeirra þegar í stað“.
„Hvað ertu að hugsa?“ „Læð-
an“ varð hrædd og hleypti brún-
um. En síðan bætti hún við, eftir
dálitla umhugsun: „Ef til vill
gæti ég símað til þeirra, til þess
að þau viti, að það er lífsmark
með mér og geri sér ekki óþarfa
óhyggjur. Þú skilur það sjálf-
sagt?“
Bleicher skildi það auðvitað.
Eins og nú var ástatt fyrir þeim
báðum, þá var það heppilegt, að
eyða öllum grun hjá vinum henn
ar og vandamönnum um, að eitt-
hvað gæti komið fyrir Matthildi
eða hún væri jafnvel handtekin.
„Gott og vel — þá skulum við
síma“, sagði hann og stóð upp,
til þess að fara með Matthildi tií
símaklefans, en hann var í kjall-
aranum í enda hússins. Andar-
taki síðan sá „Læðan“, að hún
hafði gert mikla skyssu, sem enn
einu sinni skyldi verða afdrifa-
rík fyrir hana.
Kona, sem var snyrtiklefa-
vörður, sat í ganginum inn til
þvottahússins, hjá símaklefun-
stóð hún upp og heilsaði henni
með oflætislegri vinsemd.
„Ó, góðan daginn, frú — loks-
ins fær maður þá að sjá yður.
Ég er hérna með bréf til yðar,
sem herra Duvernoy kom með
hingað í gær — gerið þér svo
vel
SHtltvarpiö
Fimmtudagur 28. mai:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó-
mannaþáttur (Guðbjörg Jóns-
dóttir). 20,30 Erindi: Svefn og
draumur (Grétar Fells rithöf.).
20,55 Frá minningartónleikum
dr. Victors Urbancic; hljóðritað
á tónleikum í Þjóðleikhúsinu 18.
nóv. s.l. 21,30 Útvarpssagan: —
Þættir úr Fjallkirkjunni eftir
Gunnar Gunnarsson (l.öfundur
flytur). 22,10 Garðyrkjuþáttur:
Sjúkdómar og hirðing í görðum
Óli V. Hansson garðyrkjuráðu-
nautur). 22,25 Sinfónískir tón-
leikar: Sinfóníuhljómsveit Is-
lands leikur, — Paul Fampichler
stjórnar (hljóðritað á tónleik-
um í Þjóðleikhúsinu 14. apríl
síðastliðinn). 23,00 Dagskrárlok.
Föstudagur 29. maí:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
20,30 Islenzk skáldsagnagerð síð
asta áratug: Bókmenntakynning
stúdentaráðs, — hljóðrituð í há-
tíðasal Háskólans 22. marz s.l.
a) Erindi (Helgi Sæmundsson
ritstjóri). b) Upplestur úr sögum
eftir Geir Kristjánsson, Guð-
mund Steinsson, Jónas Árnason
og Indriða G. Þorsteinsson. —
Flytjendur: Bernharður Guð-
mund’sson, Guðmundur Steins-
son, Sverrir Kristjánsson og
Þórarinn Guðnason. 22,10 Knatt-
spyrnuráð Reykjavíkur 40 ára
(Sigurður Sigurðsson o. fl.). —
23,20 Dagskrárlok.
Sumarkjólai — Sumarkjólar
Ný sending
Sumarkjólar — Skyrtublússukjólar
Mjög glæsilegt úrval.
MARKADURIIVni
Laugavegi 89.
a
r
L
ú