Morgunblaðið - 19.06.1959, Page 3

Morgunblaðið - 19.06.1959, Page 3
Föstudagur 19. júní 1959 MORGUNBLAÐ1Ð 3 Við minnisvarða Jóns Sigurðssonar. — Forseti íslands hefir lagt blómsveig að fótstallinum. Emil Jónsson, forsætisráðh., t. h. nauðsyn, þá er ekki þar með allt fengið og fjarri því. Og hvernig er svo grundvöllurinn undir efnahagsafkomunni? Er hann tryggur? Þeirri spurningu ætla ég að enginn geti svarað hiklaust og skilyrðislaust játandi.“---- „í viðskiptum okkar við útlönd hefir jafnan, og kannske sérstak- lega hin síðustu ár verið tefit á mjög tæpt vað. — Gjaldeyris- varasjóðir engir, en í þeirra stað vaxandi skuldir. Þetta verður að breytast. Öryggi fæst ekki í efna- hagslífi þjóðarinnar nema á þessu fáist fljótlega gagngerð breyting, hætt verði að eyða meiru en aflað er, og farið að dæmi hyggins bónda, að eiga jafnan nokkrar fyrningar."------ „Vandamálin í sambúð þjóð- félagsþegnanna eru mörg, og ekki öll auðleyst, en erfiðleik- arnir við lausn þeirra verða Að lokinni ræðu forsætisráð- herra, flutti Bryndís Pétursdótt- ir, leikkona, ávarp Fjallkonunn- ar, „Fjallkonuljóð“, eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. — Að því búnu hófst barnaskemmtun á Arnarhóli, sem þær Helga og Hulda Valtýsdætur sáu um. Þar komu fram, Kristín Anna Þórar- insdóttir, Knútur Magnússon, Steindór Hjörleifsson, Flosi Ólafsson, Asgeir Friðsteinsson, Halldór Karlsson, Lilja Margeirs- dóttir og Ævar Kvaran. — Mjög mikið fjölmenni var á Arnarhóli á barnaskemmtuninni og engu minna en venjulega, þrátt fyrir kuldagjóstinn. Næsta atriði dagskrárinnar var vígsluhátíð íþróttaleikvangs Reykjavíkur í Laugardal, en þar fóru einnig fram íþróttasýningar og keppni. — Þessi þáttur hátíða- haldanna er rakinn á öðrum stað í blaðinu. — ★ — Kvöldvakan hófst á Arnarhóli kl. 8 með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur. — Ólafur Jónsson, ritari þjóðhátíðarnefndar, setti kvöldvökuna, Þjóðkórinn söng ættjarðarlög undir stjórn dr. Páls ísólfssonar, Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, flutti ræðu, sem birtist í heild í blaðinu í dag. Þá sungu þau Guðmundur Jóns- son, Árni Jónsson, Sigurveig Hjaltested, Guðmundur Guðjóns- son, Kristinn Hallsson og Þuríður Pálsdóttir ýms létt lög. Fluttur var nýr leikþáttur eftir Agnar Þórðarson, „Goðorðamálið", og loks söng Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Sigurðar Þórðarson- ar. —• Að kvöldvökunni lokinni hófst dans á þrem stöðum í miðbæn- um, og var hann stiginn af miklu fjöri fram til kl. 2 um nóttina. — Guðmundur Jónsson, óperusöngv ari, var kynnir kvöldsins, léttur og skemmtilegur í bragði að vanda. Kl. 2 e. m. sleit Jens Guð- björnsson hátíðahöldunum með stuttu ávarpi frá Lækjartorgi. Þórsmerkurferð um helgina ' GUÐMUNDUR Jónasson efnir til Þórsmerkurferðar um helgina. — Lagt verður af stað frá BSR í Lækjargötu kl. 2 á laugardaginn, ekið í Þórsmök og gist þar í tjöld- um. Á laugardagskvöldið og sunnudagsmorguninn verður gengið þar um og Þörsmörk skoð- uð. Á sunnudaginn verður komið við í Nauthúsagili í bakaleiðinni og farið að Seljalandsfossi. Það- an verður haldið í Bleiksárgljúf- ur í Fljótshlíð og komið til Reykjavíkur á sunnudagskvöld. Fjölsótt 17. júní-hátídahölrl í Reykjavík, þrátt fyrir norðannepju Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARD AGURINN heilsaði Reykvíkingum æði kuldalega. — Um morguninn var hér aðeins 4 stiga hiti, hvöss, norðlæg átt, 8—9 vind- stig — og ekki glöddu himr mildu sumarlitir Esjunnar augað, því að hún var nær hvít af snjó niður í miðjar hlíðar. — Eftir hádegið brauzt sólin fram úr skýjaþykkninu, og dró úr því nokkuð úr nepjunni, enda lygndi líka heldur, er á daginn leið. Að kvöldi þjóðhátíðardagsins var þó enn strekkingsvindur af norðri og aðeins 5 stiga hiti, en bjartviðri. — ★ — Þrátt fyrir sveljandann, fjöl- menntu Reykvíkingar sam- kvæmt venju til útihátíðahald- anna, sem fóru fram eftir áætl- un. — Víða um land varð hins vegar að fella niður ráðgerð úti- hátíðahöld með öllu vegna veð- urs, svo sem frá er skýrt annars staðar í blaðinu. Hátíðahöldin stóðu, að segja óslitið, 16 klukkustundir, eða frá kl. 10 um morguninn til kl. 2 að nóttu, voru mjög vel sótt, eins og fyrr segir, ekki sízt ef miðað er við hið óhagstæða veður — og fóru hið bezta fram í öllum greinum. Til dæmis bar lítið á ölvun, að sögn lögreglunnar, og mun minna en í fyrra — og þótt sumum þætti ástæða til að fá sér ofurlitla brjósthlýju í nepjunni, má telja, að það hafi yfirleitt verið innan sæmilegra tak- marka. — Hins vegar bar aH- mikið á ölvun í miðbænum eftir að hátíðinni lauk. — — ★ — Dagskráin hófst með þvf, nð kirkjuklukkum bæjarins var hringt kl. 10 árdegis, og hljóm- uðu þær samfleytt í tíu mínútur. — Síðan gekk bæjarstjórn Reykjavíkur og hátíðarnefndin að leiði Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum. Lagði frú Auður Auðuns, forseti bæjar- stjórnar, blómsveig frá Reykvík- ingum á leiðið í virðingarskyrý við minningu forsetans. Nokkru fyrir kl. 1 safnaðist fólk saman á þrem stöðum í bænum: Við Melaskólann, á Skólavörðutorgi og Hlemmtorgi, og voru þaðan farnar skrúðgöng- ur að Austurvelli. Lúðrasveitir léku fyrir göngunum, sem voru eðlilega nokkru fámennari en ella vegna kuldans, — Laust fyr- ir kl. hálftvö var hátíðin sett á Austurvelli af Eiríki Ásgeirssyni, formanni þjóðhátíðarnefndar. Þá var gengið í Dómkirkjuna og hlýtt messu hjá biskupi Islands, herra Ásmundi Guðmundssyni. Er prédikun hans birt annars staðar í blaðinu. — ★ — Að lokinni guðsþjónustu gengu forseti Islands, herra Ásgeir Ás- geirsson og Emil Jónsson, for- sætisráðherra, frá Alþingishús- inu út á Austurvöll, þar sem for- setinn lagði blómsveig frá ís- lenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Forsætisráðherra, Emil Jóns- son, flutti að því búnu ræðu af svölum Alþingishússins. — Fór- ust honum m. a. orð á þessa leið: „Það er ekki óeðlilegt að spurt sé: Hvernig mundi-Jón Sigurðs- son nú líta á baráttu þjóðar sinn- ar fyrir bættri afkomu full- komnara menningarlífi og auknu frelsi ef hann væri hér á meðal okkar? Ég ætla mér ekki þá dul að svara þessari spurningu, en ég held að það væri þarft verk að sem flestir íslendingar reyndu að velta spurningunni fyrir sér, og freistuðu þess að kryfja hana til mergjar. Ég tel, og ég er raun- ar alveg viss um, að slíkar hug- renningar gætu gefið okkur þarflegar vísbendingar um hvort rétt sé stefnt á ýmsum sviðum. Á því verður ekki talinn nokk- ur vafi að ýmsum okkar þýð- ingarmestu málum hafi verið þokað mjög vel áleiðis á undan- förnum árum, og á það fyrst og fremst við efnahagsafkomu alls almennings í landinu, sem senni- lega er nú betri og jafnari en í nokkru af nábúalöndum okkar. En þó að góð efnahagsafkoma sé Mannfjöldinn á Arnarhóli Fjallkonan — Bryndís Pétursdóttir mismunandi eftir því með hvaða hugarfari við nálgumst þau. Ef við göngum að þeim með þröngu eiginhagsmunasjónarmiði ein- staklings eða takmarkaðs hags- munahóps, með það fyrir augum að afla þessum hópi sérréttinda umfram aðra, verður heilbrigð lausn torfundin. Ef við nálgumst þessi vandamál með hugarfari Jóns Sigurðssonar, með hugarfari vísindamannsins og sannleiks- leitandans, sem aðeins vill miða lausn vandans við það sem hann veit réttast og sannast og það sem horfir til mestra heilla fyrir þjóðina í heild, þá verður allt auðveldara." STAKSTEIMAR „Foringjarnir urðu að bjarga sér“ Alfreð Gislason læknir er vafalaust vænsti maður, þó að hann sé nokkuð ofstækisfull'ur. Eins og þegar hann, læknirinn, um árið fjargviðraðist mjög yfir þvi, að sjúkur varnarliðsmaður skyldi fá inni á islenzkum spítala! En Alfreð er útsjónarsamur. Hinn 16. júni segir hann í Þjóðvilj- anum: „Skýringin á lánleysi Alþýðu- flokksins getur ekki legið í öðrn en slæmri forustu um margra ára skeið. Dáðlausir og væru- kærir foringjar slitnuðu úr tengsl um við hina fjölmennu, stríðandi og stritandi alþýðu, slitu flokk- inn með sér og tóku að líta á sjálfa sig sein sólir, er allt ætti að snúast um. I kjölfar þessa sigldn margs konar vandræði og freist- ingar, og einhvern veginn urðu foringjarnir að bjarga sér“. Engum dylst, að þarna er skýr- ingin á því, af hverju Alfreð „bjargaði sér“ svo skjótlega eft- ir að hann var kominn i foringja- lið kratanna. Þar voru þingsæti ekki laus. Þau voru aftur á móti í boði hjá kommúnistum fyrix þá, sem sviku samherja sína. „Svikið hefur það aldtrei“ Eftir þessa óvenjulegu hrein- skilni Alfreðs er meiri ástæða en ella til að taka mark á yfir- lýsingu hans um kjördæmamálið, þegar hann segir: „Að gefnu tilefni er rétt að taka fram, að Alþýðubandalag- ið stendur einhuga og samstillt um þá lausn kjördæmamálsins, er ákveðin var á Alþingi í vet- ur“. Þó verður að segja það eins og er, að niðurlag yfirlýsingar Alfreðs dregur úr gildi hennar: „Því miður heflur það oft bor- ið við, að Alþýðubandalagið hafi ekki megnað að koma fram áhuga málum sínum, en svikið hefur það aldrei, hvorki mál sín né samherja, og þess vegna hljóta öll brigzl um óorðin svik að falla dauð til jarðar“. Þetta segir Alfreð og sýnist hann í sakleysi sínu ekki vita, að af engu er Alþýðubandalagið frægara en svikunum. En helzt til mikil eru þó ólíkindalætin, þegar Alfreð með andagt talar um, að Alþýðubandalagið hafi aldrei „svikið samherja". Maður líttu þér nær! „K j ördæmamálinu ráðið til lykta“ Þrátt fyrir vantrú manna & trúverðugleik yfirlýsinga Alfreðs Gíslasonar, segir Ilannes á horn- inu hinn 16. júní: „Telja verður víst, að með samningum þriggja flokkanna á alþingi um kjördæmamálið, hafi því í raun og veru verið ráðið til lykta“. Kommúnistar og einstakir liðs- menn þeirra hafa að visu sína skoðun á gildi loforða. En þá langar ekki til að fremja sjálfs- morð, svo sem frambjóðandi þeirra í Austur-Húnavatnssýslu sagði, að þeir gerðu, ef þeir svikju í kjördæmamálinu. Hannes á horninu er um margt raunsær og hygginn. Hann 'veit að vísu um þá viðleitni flokks- bræðra sinna að afla sér fylgis á ótta almennings við svik komm línista. Hann metur aðstæður þeirra slíkar, að þeir þori ekkl að svíkja. Hætt er þó við, að svikabrigsl- in haldi áfram að ganga á víxl á milli hinna gömlu samstarfs- manna. Eina tryggingin er að kjósa Sjálfstæðismenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.