Morgunblaðið - 19.06.1959, Side 8

Morgunblaðið - 19.06.1959, Side 8
8 MÓRCTnvnr. AÐ1Ð Fösfudagur 19. Júní 1959 Frá vígslu íþrótfaleikvangsins 17. júní •k Brunnur hreysti og h^ilbrigði Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, kvað völlinn hafa kostað mörg handtök og margar millj- ónir. Hann þakkaði Laugardals- nefnd, sem frá upphafi hefur haft forystu um framgang vall- arbygginganna, og bæjarfulltrú- um öllum og fyrrverandi borgar stjóra, Bjarna Benediktssyni. Hann þakkaði og ríkisvaldinu fyrir fulltingi við málið. Borgarstjóri óskaði reykvísk- um æskumönnum til hamingju með leikvanginn og óskaði þess að leikvangurinn mætti um langan aldur efla íþróttir, hreysti og heilbrigði. Gæfa og gengi fylgi öllum þeim þúsund- um íþróttamanna, sem hér munu þjálfa og þreyta heilbrigðar og drengilegar íþróttir um ókomin ár. ií íþróttavöllur er góður skóli Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra óskaði reykvískri íþróttahreyfingu og æsku höfuð- borgarinnar til hamingju með að hafa eignast fegursta og fullkomn asta leikvang landsins. Hann kvað iðkun góðra íþrótta mikils virði. Þær ykju heilbrigði, efldu þrótt, glæddu bjartsýni. Ráðherr ann fagnaði því hve ótrúlega marga afreksmenn ísland hefði eignast á sviði íþrótta, glæsi- menni sem orpið hefðu frægðar- ljóma á nafn eyjunnar norður við íshaf suður í sólríkum löndum. En gildi íþróttanna væri enn meira en það eitt að eignast af- reksmenn. Sá hópur sem íþróttir stundar til að auka heilbrigði sína vinnur þjóðinni og framtíð henn- ar jafnvel enn meira en afburða mennirnir. Ráðherrann kvað íþróttavöll vera ákjósanlegan skóla til að nema þann lærdóm, sem hvað nauðsynlegastur er i lífinu að kunna að sigra og kunna að tapa, að ofmetnast hvorki af sigri sínum né heldur láta hug- fallast af ósigri. Kvaðst hann vona að sérhver sem til leiks gengi á þessum velli mætti sækja þangað trú á sjálfan sig og traust á landið. ★ Gullmerki ÍSÍ Benedikt G. Waage forseti ÍSÍ minnti á það hve mikill hátíð- isdagur 17. júní hefði um áratuga skeið verið í hugum íþrótta- manna. Sá dagur hefði siðar orð- ið hátíðisdagur allrar þjóðarinn- .ar og minnti ræðumaður á að sá dagur ætti að vera lögskipaður hátíðisdagur. Ben. G. Waage þakkaði fyrir hönd íþróttahreyf- ingarinnar fyrir þau glæsilegu mannvirki sem nú væru vígð í Laugardal. Forsetinn tilkynnti að stjórn ÍSÍ hefði sæmt Jóhann Framn. á bls. 18. ÞÚSUNDIR manna komu saman á hinum glæsilega j leikvangi í Laugardal á þjóð- hátíöardaginn, en vígsla hans var einn a£ aðalliðum í há- tíðahöldum dags'ns. Vígslan hófst kl. 16,15 og voru þá á- horfendasvæði leikvangsins mikið til þétt se in. Meðal viðstaddra voru fcr. ítahjón- in, ráðherrar, ser.'l.-errar er- greinum íþrótta og svo margt að það myndaði óslitinn hring á 400 m hlaupabraut vallarins. Þannig heilsaði íþróttafólkið þennan há- tíðlega dag. Ávarp forseta Forseti íslands gekk að hljóð- nema í heiðursstúkunni og flutti ávarp. Drap hann á að hið veg- lega íþróttasvæði væri nefnt eft- ir Laugunum, sem sjálf Reykja- vík drægi nafn sitt af. Forsetinn kvað þéttsetin áhorfendasvæðin og fylkingar íþróttafólksins á glæsilegu íþróttasvæði hina feg- urstu sýn og mætti í anda sjá æskulýð framtíðarinnar, sem ætti eftir að helga þennan völl með mörgum afrekum við hrifning og fagnaðaróp alþjóðar. Ávarp for- setans er birt í heild á bls. 11. Fóstbræður sungu þjóðsönginn, fánaberar á leikvanginum heils- Hluti telpnahópsins Jóhann Hafstein Iendra ríkja, borgarstjóri, bæjarstjórn, forystumenn í- þróttamála o. fl. Vígsluathöfn in var hin hátíðlegasta og fór mjög vel fram. Um eða yfir 2000 manns komu þar fram sem þátttakendur í hópsýn- ingum, skrúðgöngu íþrótta- manna eða keppni. Skrúðgangan Vígsluathöfnin hófst með skrúð göngu íþróttamanna. Fyrir henni gengu fánaberar skáta með fagra fánaborg 60 fána. Þeir tóku sér stöðu við langhlið vallarins en á miðjum leikvangi stóð fána- beri íþróttamanna. í göngunni tóku þátt velflest félög innan vé- banda fþróttabandalags Reykja- víkur og voru fánar félaganna bornir í göngunni. íþróttafólkið var á öllum aldri og úr öllum Gunnar Thoroddsen uðu fánakveðju og fylking íþrótta manna gekk af vellinum. Síðan hófust ræður og ávörp og töluðu Jóhann Hafstein for- maður Laugardalsnefndar, Gunn ar Thoroddsen borgarstjóri, Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra og Ben. G. Waage forseti ÍSÍ. Á milli ávarpanna sungu Fóst- bræður ættjarðarlög. •Á Uppfyllir fyllstu skilyrði í ræðu sinni skýrði Jóhann Frá skrúðgöngu íþróttafólksins Hafstein i stuttu máli starf Laug- ardalsnefndar sem skipuð var 1. apríl 1943. Kvað hann nefndina nú skila af sér fyrsta hluta verk- efnis síns sem verið hefði þrí- þætt; umsjón með byggingu íþróttaleikvangsins, undirbúning ur byggingar sundlauga norður af leikvanginum, en bygging þeirra er hafin og í þriðja lagi að undirbúa skipulagningu úti- vistarsvæðis almennings í Laug- ardalnum. Jóhann sagði að undir iðja- og framræslu hefði þurft og væri holræsagerðin í Laugardal sú stærsta sinnar tegundar á íslandi. Jóhann gat helztu verktaka og verkfræðinga og gat sérstaklega Gísla Halldórssonar arkitekts sem teiknaði mannvirki leik- vangsins. Kvað Jóhann á engan hallað þó fram kæmi að á eng- um einum hefði meira mætt hið mikla verk sem í Laugardal hef- ur verið unnið en honum. Jóhann kvað leikvanginn upp- fylla allar fyllstu kröfur til írþóttaiðkana. Hann rúmar nú 12—13 þús. áhorfendur en full- gerður í framtíðinni um 30 þús- und. í stúkunni væru vistarver- ur íþróttafólksins og síðar yrði það aðstaða til inniæfinga á vetr- um. Heildarkostnað við verkið kvað Jóhann vera um 16,5 millj. og hefði Bæjarsjóður Reykjavík- ur lagt fram meginhluta þess Gylfi Þ. Gíslason grænum feldi leikvangsins væru mörg og kostnaðarsöm dagsverk hulin því geysilega landþurrkun Benedikt G. Waage fjár. Jóhann kvað álagið á bæj- arsjóð hafa orðið langt umfram áætlun m.a. vegna þess að íþrótta sjóður ríkisins ætti ógoldnar 4,7 millj. kr. til vallarbyggingarinn- ar eins og hún væri nú miðað við áætlaða þátttöku í framkvæmd- unum. Þakkaði Jóhann bæjar- stjórn Reykjavíkur sérstaklega stuðning hennar. Jóhann sagði að framkvæmd- um við sundlaugarnar yrði nú hraðað og væri hægt að verja meginhluta áætlaðs framlags bæj arsjóðs á þessu ári, 1,6 millj. til þeirra framikvæmda. Að svo mæltu afhenti Jóhann f.h. nefndarinnar borgarstjóra f. h. bæjarstjórnar völlinn og kvað lþað von nefndarinnar að þessi íþróttavöllur mætti verða grund- völlur vaxandi menningar kom- andi kynslóða Reykjavíkur og landsins alls. Megi Laugardalsleikvangur verða grund- völlur vaxandi menningar komandi kyn- slóða Rvíkur og landsins alls

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.