Morgunblaðið - 19.06.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.06.1959, Blaðsíða 16
16 MORCTJMTtT/AfílÐ Föstudagur 19. júni 1959 , TÆWrm 50NN NJOSNARSAGA (JP NEIMS S TYR. JÖL D/NN/ 5ÍÐA R / En það reyndust erfiðleikar á að framkvæma þessa fyrirætlun, sem hvorki Hugo Bleicher né of urstinn höfðu búizt við. En Frey- er höfuðsmaður, foringi skeyta- leyniþjónustunnar í París, benti þeim á þá á síðustu stundu. Loftskeytamennirnir í Lundún um höfðu haft heilt ár til að venj ast „rithönd" starfsbræðra sinna í París, í Rue Villa Léandre. — Englendingum voru kunn öll þau sérkenni, sem komu fram hjá símriturum „Interalliée“ er þeir unnu við Morsetækin. — Og það voru þessi sérkenni, lengri eða styttri þagnir, sem voru á milli einstakra orða, setninga eða bókstafa, hraðinn, sem merk in voru gefin með, — það voru öll þessi einkenni, sem bentu hlustendunum yfir í Lundúnum þegar í stað á, hver það væri, sem sæti við senditækið í París. Nú hafði orðið undarlegt hlé í nokkra daga, og ef því næst kæmi skyndilega ókunnur loft- skeytamaður, ókunnug hönd, sem fjallaði um Morse-snertlana í Paris, — þá myndi Englendinga sennilega fara að gruna margt. Þannig var þá hægt að fara að. Það varð, hvað sem öðru leið, að hafa uppi á fyrrverandi m loftskeytamanni, sem hafði unn- ið við senditækið í Rue Villa Lé- andre. Menn vissu, að einn þess ara loftskeytamanna leyndist í París. Hugo Bleicher og ofurstinn byggðu nú alla von sína á þess- um manni, því að „Læðan“ skýrði þeim frá því, að þessi maður, Tabet að nafni, hefði óvingazt við Armand Czerni- awski. skömmu áður en hann var handtekinn, og að foringi ,Inter- alliée“ hefði dæmt hann til dauða. Því að njósnafélög hafa sín lög, og sá, sem brýtur þau hefur fyrirgert lífi sínu. — Hann verður ráðinn af dögum við fyrsta tækifæri, því annars er of mikil hætta á svikum. Þetta vissi Tabet. Hann vissi, að hann gat hvarvetna orðið fyrir banvænni kúlu frá „Interalliée“ og hann var horfinn, leyndist einhvers- staðar í borginni. Allt þetta hafði Hugo Bleicher frétt hjá „Læðunni“. En var hægt að hafa upp á Tabet þess- um meðal allra milljónanna í húsahafi Parísarborgar? Það virtist vonlaust. En „Læðan“ kunni ráð enn einu sinni. Þetta var eftir henn- ar höfði. Hér var tækifæri, þar sem hún gat fært sönnur á „þef vísi“ sína, ályktunarhæfileika og vitsmuni. Hin taumlausa metn aðargirnd hennar kom henni til að sýna þessum Bleicher, að „Læðan“ gæti hvað sem vera skyldi. Hún var heilan dag í leitinni. Heilan dag fór hún um París, talaði í síma, spurðist fyrir hjá vinum og kunningjum, hjá hin- um stóra hóp heimildarmanna sinna og fór eftir öllum bending- um. Og hún komst nær og nær Henri Tabot, sem var grunlaus. „Við náum honum!“ Um kvöldið stóð Matthildur sigri hrósandi frammi fyrir Hugo Bleicher. — Það var Ijómi í hinum grænu augum hennar. „Vertu ekki með neitt spaug!“ Bleicher var reglulega undrandi. Hún var meiri kerlingin, þessi litla, granna franska kona. „Það er enginn tími til þess að gera að gamni sínu“, sagði „Læðan“ stutt í spuna. Hún fletti upp vasauppdrætti af Stulka oskast Matstofa Austurbæjar Laugaveg 116. sI Laugaveg 33. BUiCMiaKM'Hltll: MY SEMDIMG amerískir morgunkjólar París og benti á stað við Boule- vard du Montparnasse. „Hérna, í þessu húsi hefst hann líklega við í leyni í listamanns- íbúð. Það er ekki langt frá „Pa- lette“. Það er sagt, að hann hætti sér ekki út fyrr en seint á kvöld in, til þess að fá sér ferskt loft“. Þegar sama kvöldið voru þau Bleicher og „Læðan“ komin á varðstöðvar sínar. Þau leiddust og reikuðu um í hinum þétta hóp fótgangandi fólks, sem var um þetta leyti á hinum breiða Boule vard. Enginn, sem séð hefði þenn an hávaxna mann með dökku hornspangargleraugun og svörtu Baska-húfuna ganga í hægðum sínum við hlið grannrar, lítillar konu, hefði komið til hugar, að þýzkur leyniþjónustumaður og frönsk njósnakona leyndust að baki, þar sem virtust vera mein- lausir elskendur. Engum hefði dottið i hug, að þau væru saman á veiðum, — veiðum eftir manni, sem þessa stundina smeygði sér áfram fast upp við húsveggina með hræðslulegu augnaráði og snöggum hreyfingum, eins og elt dýr, tilbúinn að leggja á flótta á hverri stundu undan þeim, sem hann bjóst við, að myndu myrða hann. Það var Henri Tabet. „Læð- an“ hafði þekkt hann þegar í stað. Bleicher fann, að hún þrýsti handlegg hans og tók eftir því, hvert hún horfði. „Sjáðu — það er hann þarna", heyrði hann, að hún hvislaði. En Tabet hafði nú lika tekið eftir „Læðunni", þessari konu, sem hann vissi, að var nánasti trúnaðarmaður erkióvinar hans, Czerniawskis. Snöggvast verður hann lamaður af hræðslu og sperrir upp augun af skelfingu, þegar hann sér, að ókunni mað- urinn við hlið þessarar konu stefnir á hann. Þá snýr hann við, til þess að hverfa í umferðar- þvögunni. En fólkið er alls staðab fyrir honum eins og múrveggur og hinn hávaxni, ókunni er á hæl- unum á honum. Hann býst við að heyra hvellinn frá skammbyssu hans á hverri stundu eða finna hnífstungu milli rifja sinna, og hann hefur þegar örvænt um líf sitt, er hann í angist sinni smeyg ir sér inn í geil á múrvegg. Þá stóð þessi risi fyrir framan hann og nú .var engrar undankomu auðið. Tabet opnaði munninn í dauðans angist til að kalla á hjálp — en það var of seint. Stór hönd leggst yfir munn honum með járnhörðu taki og hann kem ur ekki upp nema hálfkæfðu hrygluhljóði. Þá heyrir hann, að ókunni maðurinn, sem hann hugði að væri morðingi, hvíslar að honum lágt og nærri því ró- andi: „Þýzka lögreglan — verið þér rólegur og komið þér með mér!“ , „Þýzka lögreglan?“ stamaði Tabet hissa, þegar slaknaði á takinu á munni hans. „Þýzka lögreglan — ?“ Þá linuðust and- litsdrættir hans og hann hefði nærri því getað hlaupið upp um hálsinn á þessum ókunna manni vegna þakklátssemi fyrir lífgjöf ina. „Guði sé lof — guði sé lof“, stamaði hann hress í bragði. — „Ég hélt að þér ætluðuð að — gera út af við mig“. Skömmu síðar sat hann gegnt Bleicher í hótel „Edouard VII“, aðalstöðvum leynilögreglu hers- ins og þar frétti hann, að erki- óvinur hans Czerniawski og flest ir njósnarar hans hefðu verið handteknir. Þegar hann þvi næst fékk tilboð um að halda áfram starfi sínu sem loftskeytamaður „Interalliée“ — nú að vísu í þýzkri þjónustu — gegn sóma- samlegri borgun og gegn því, að vera þegar látinn laus, þá var hann, Henri Tabet, fús til þess. Því að nú hafði hann bjargað lífi sínu — og hann hafði líka rólega samvizku þar sem „Inter- alliée var hvort sem var rokið út í veður og vind, þá beitti hann meira að segja ékki svikum leng- ur. — Þannig leit Henri Tabet að minnsta kosti á málið. En franski aukarétturinn, sem honum var stefnt fyrir nokkrum árum síð- ar, eftir fall Þýzkalands, leit á það allt öðrum augum. Honum var borið það á brýn, að án hans aðstoðar hefði skeytasendingin milli Lundúna og Parísar, þar sem Englendingar voru blekkt- ir, aldrei tekizt. Og Henri Tabet var dæmdur til dauða fyrir land ráð og samstarf við fjandmenn- ina. , „Le petit prieuré" var einbýlis hús, sem lá hulið í vanhirtum trjágarði yzt úti í hinni fögru út- borg St. Germain. í þessu húsi átti príor nokkur eitt sinn heima en nú hafði þýzka leyniþjónust- an lagt það undir sig Ojj gefið því dulnefnið „Kattargata". Það nafn féll „Læðunni“ vel og fannst sér með því sómi sýndur. Leynisendirinn frá Rue Villa Lé- andre hafði verið fluttur í þetta hús og þar skyldi hinn mikli skeytaleikur við Lundúni settur á svið. Nokkrir menn höfðu safnazt þar saman þegar daginn áður en Tabet var handtekinn og biðu þess með mikilli eftirvænt ingu, hvort hið mikla bragð myndi heppnast, hvort Lundúnir myndu ganga í gildruna. Henri Tabet er nú þangað kom inn og hjá honum situr þýzkur loftskeytamaður, sem hefur það hlutverk að gæta Frakkans ná- kvæmlega. Hann á að stöðva Starfsstúlkur óskast nú þegar. Upplýsingar á skrifstofunni ELLI OG HJtJKRUNARHEIMILIÐ GRUND sendinguna þegar í stað, ef Ta- bot skyldi ekki fara nákvæmlega eftir þeim texta, sem fyrir hann er lagður, og ef hann skyldi reyna að lauma aðvörun til Eng- lendinga inn í skeytasendingu sína. Þarna var staddur höfuðsmað- u í leyniþjónustunni, Dr. Kaiser, málaflutningsmaður frá Mannheim, þarna var Bleicher og þarna var „Læðan“ sjálf, sem réði orðalaginu á fyrsta skeytinu hans. Skeytið var svohljóðandi: „Læðan“ tilkynnir: Armand og Orsival teknir höndum I áráa á Villa Léandre. Senditækinu bjargað. Tek upp aftur skeyta- samband. Bíð nýrra fyrirmæla**. En það var önnur kona stödd i hinni litlu stofu, þegar „Læð- an“ kom þangað í fylgd með Bleicher, og Matthildur ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, þegar hún sá hana. Því þessi önn ur kona var engin önnur en hinn svarni óvinur hennar, hin ljós- hærða Renée Barni — sú, sem svikið hafði hana J hendur Þjóð- verja. „Læðan" hafði að vísu frétt það síðan hjá Hugo Bleicher, að Renée hefði ekki heldur þurft að þjást lengi að baki fangelsis- grindunum í „Santé“. Það liðu ekki nema tuttugu og fjórar klukkustundir þangað til hún komst út aftur og kvaðst þá vera reiðubúin til að vinna framvegis fyrir Þjóðverja. Hún hafði leit- að „verndar" hjá þýzkum undir- foringja og þau áttu nú heima hér úti í „Kattargötu". „Þetta vissi „Læðan" að vísu allt, en þegar hún hitti keppi- naut sinn svo skyndilega, þá brauzt út allt það hatur, sem hún hafði með erfiðismunum reynt að dylja og hún gleymdi öllum áminningum Bleichers um að vera róleg og kurteis. „Svínið þitt!“ hvæsti hún illi- lega. „Úrþvættið þitt! Þorir þú að koma aftur fyrir mín augu!" Og hún ætlaði aftur að ráðast á óvin sinn, blind af reiði. En Hugo Bleicher tók fast um úlflið hennar, þreif hana dug- lega til baka og talaði til beggja kvennanna með gremjulegri og skipandi rödd. □- -□ □- a i U 6 1) Halló, Siggi. Herra minn trúr Alveg dásamlega út, Stina. 2) Þessi nýja hárgreiðsla gerir þú lítur þig miklu fullorðinslegri Stína. Heyrðu mig, Linda — ég þarf að tala við þig. 3) Stína, ég get bara ekki lýst hví, hve falleg þú ert. Þú mundir sannarlega sóma þé; ver sem drottning. Það skiptir engu máli, Siggi, hvort ég er drottrúng eða ekki — ef þér aðeins geðjast að mér. SHUtvarpiö Föstudagur 19. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku, 19,00 Tónleikar og tilkynningar. 20,30 Einleikur á píanó (Þórunn Jóhannsdóttir). 20,45 „Að tjalda baki“ (Ævar Kvaran leikari), 21,05 Tónleikar (plötur). 21,25 Þáttur af músiklífinu (Leifur Þórarinsson). 22,10 Upplestur: „Abraham Lincoln, uppruni hans, bernska og æska“ eftir Dale Carnegie; II. (Þorgeir Ib- sen skólastjóri). 22,30 Islenzk dægurlög rftir konur (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Laugardagur 20. júní Fastir liðir eins og venjulega. 13.00 Óskalög sjúklinga (Bryndía Sigurjónsdóttir). 14.00 „Laugar- dagslögin". 19.00 Tómstundaþátt- ur barna og unglinga (Jón Páls- son). 20.30 Tvísöngur: Jeanette McDonald og Nelson Eddy syngja (plötur). 20.45 Upplestur: „Jarð- göngin", smásaga eftir John Pud ney (Halldór G. Ólafsson kennari þýðir og les). 21.10 Tónleikar: Boston Promenade hljómsveitin leikur lög eftir Leroy Anderson; Arthur Fiedler stjórnar (plötur). 21.30 Leikrit: „Þrír skipstjórar", eftir W. W. Jacobs, í þýðingu Bjarna Benediktssonar frá Hof- teigi. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.