Morgunblaðið - 19.06.1959, Qupperneq 18
18
MORCTJNBLAÐIÐ
Föstudagur 19. júní 1959
Óánægja með landsþjálfun
— Karl þjálfari á förum?
„Pressuleikurinn" önnur tveggja æfinga
landsliðsins frá hvitasunnu
ÍÞRÓTTASÍÐUNNI hafa borizt
þær fregnir að þjálfari KSÍ,
Karl Guðmundsson sem m. a.
hefur þann starfa að þjálfa
landsliðið, hafi beðið um lausn
frá því starfi. Ástæðan er eftir
því sem blaðið frétti, að Karl
telur að þær áætlanir sem hann
Iagði fram um þjálfun landsliðs-
íns þá er hann tók starfann að
sér, hafi í engu náð fram að ganga
og hann hafi ekki fengið liðið
til æfinga nema 1 sinni frá þvi
á hvítasunnu að það dvaldist að
Laugarvatni. Þessi eina æfing er
„pressuleikurinn" á dögunum.
(Síðan hefur verið æfing á Suð-
urnesjum).
★ • ★
Iþróttasíðan hefur árangurs-
laust reynt að ná til Karls. Hins
vegar náði blaðið tali af Björg-
vin Schram formanni KSÍ í gær-
kvöldi. Hann kvað ekki hafa kom
ið til uppsagnar en sem svar við
spurningu, hvort einhverjir
árekstrar hefðu orðið varðandi
þjálfunarmálin sagði hann, að
erfiðlega hefði gengið að fá daga
til æfinga.
En hvernig er ástandið hjá fé-
lögunum. Sum þeirra hafa eng-
an þjálfara og jafnvel þó þau
hafi þjálfara þá falla niður æf-
ingar um lengri eða skemmri
tíma vegna kappleikjanna. Þetta
er hin bitra reynsla hér á landi.
En fleiri þjóðir en við leikum
knattspyrnu — og eiga sterk
landslið. Þar er niðurröðun leikja
félaganna með allt öðrum hætti
og í fastari skorðum. Þar eru
ákveðnir leikdagar í hverri viku
og ákveðnir æfingadagar. Það er
ekki eins hér, allt í einum hræri-
graut, heimsóknir, utanferðir og
kappmót ásamt landsleikjum
o.fl. Leiktímabilið hér er orðið
svo skipað að full nauðsyn er á
að ákveða leikdaga og þá fari
fram 2—3 leikir samdægurs en
þess á milli gefst félögunum full
komið tóm til æfinga, því hjá
félögunum á þjálfunum fást,
samkv. margendurtekinni skil-
greiningu KSÍ. sem og á mikið
til síns máls.
Þjálfunarskorturinn á sem
sagt áreiðanlega rót sína að rekja
til rangrar leikjaniðurskipunar.
Úr þessu verður að bæta —
annars eignumst við aldrei
hvorki leikmenn sem hafa gagn,
ánægju og sóma af íþrótt sinni,
né heldur menn sem vilja leggja
fram krafta sína til að árangur
náist — því í skipulagsleysi og
ringlureið vill enginn taka þátt.
Þórólfur Beck er skærasta
stjarna landsliðsins inn
þessar mundir.
— Vigsluhátiðin
Framh. af bls. 8
Hafstein formann Laugardals-
nefndar gullmerki ÍSÍ — æðsta
heiðursmerki sambandsins'— sem
vott þakklætis íþróttahreyfingar-
innar fyrir framgöngu um bygg-
ingaríramkvæmdirnar.
★ Glæsilegar sýningar
Síðan hófust hópsýningar
barna og unglinga. Fyrst sýndu
yfir 500 stúlkur úr barnaskól-
um Reykjavíkur undir stjórn
Selmu Kristiansen. Þetta var
glæsileg s.'ning og setti sinn
mikla svip á vígsluhátíoina. —
Sýndu þær ýmsar staðæfingar
og uppstillingar við mikinn
fögnuð áhorfenda. — Þúsundir
fólks lofuðu þetta atriði að
verðleikum. ,
Á eftir fylgdi sýning rúmlega
200 drengja úr barnaskólum
Reykjavíkur undir stjórn Hann-
esar Ingibergssonar. Hvarf sú
sýning nokkuð í skugga hinnar
fyrri, sem var helmingi fjöl-
mennari, en drengirnir unnu og
hjörtu áhorfendanna.
Loks sýndu um 250 stúlkur úr
gagnfræðaskólunum og Kvenna-
skólanum auk Menntaskóla-
stúlkna undir stjórn Guðlaugar
Guðjónsdóttur. Sýndu þær fagr-
ar uppstillingar og æfingar við
hljóðfæraslátt. Lokaatriði sýn-
ingar þeirrar mun seint gleym-
ast viðstöddum. Án þess nokkur
yrði var við undirbúning mynd-
uðu stúlkurnar með röðum sín-
um orðið ÍSLAND á grasfletin-
um. Þarna var hámark hátíð-
legrar vígslu.
Loks sýndi hópur barna úr
Þjóðdansafélagi Reykjavíkur
Bera þau ummæli að sama
brunni og hin óstaðfesta frétt um
uppsögn Karls. Virðist full þörf
á að þessi vandi KSÍ komi fram
í dagsljósið og verði ræddur til
hlítar.
★ • ★
„Landsliðið" mætir „blaða-
liði" í Laugardalnum í kvöld
Það er örlagarík ákvörðun hjá
þjálfara áð tala um að láta af
störfum vegna áhugleysis liðs-
mnna eða forystumanna liðs þess
er hann á að hugsa um. Til slíks
kemur ekki nema þjálfarinn sjái
flestar eða allar vonir sínar
bresta. Eftir því sem við
vitum bezt gengu áætlanir Karis
út á það, að ein æfing yrði hjá
landsliðinu vikulega og auk þess
kæmu til einstaklingsæfingar
eða æfingar landsliðsmanna í
smærri hópum. Það er skiljan-
legt að þjálfari grípi til örþrifa-
ráða þegar áhugaleysi hjá liðs-
mönnum og forráðamönnum —
öðrum hvorum eða báðum —
kemur fram. Nái landslið góðum
árangri er það oft mikið þjálfar-
anum að þakka, nái það slæm-
um árangri má oft rekja það til
þjálfarans að meira eða minna
leyti. Samvizkusamur og ábyrg-
ur þjálfari vill ekki láta nafn sitt
verða bundið illa eða vanþjálfuðu
liði.
★ • ★
Hvort sem fréttin um uppsögn
Karls Guðmundssonar sem lands-
liðsþjálfara er sönn eða ekki,
gefur hún kærkomið tækifæri til
umræðu um mál sem oft er lítill
gaumur gefinn.Þjálfun landsliðs
er mikið atriði, enginn grein
íþrótta — og allra sízt knatt-
spyrnan — getur átt góðu lands-
liði fram að tefla, nema alvar-
lega sé hugsað um þjálfun.
★ • ★
KSÍ á erfitt um vik. Það er fé-
lítið samband en æfingar manna
dreifðar þó ekki sé um stærra
svæði en Faxaflóa eru kostnaðar
samar ,ekki þó sízt vegna þess
að margir þátttakenda í slíkum
æfingum vilja litlu til fórna oft
á tíðum. KSÍ hefur því oft tekið
fram að það geti ekki byggt upp
þjálfun landsliðsins — hana
verði piitarnir að fá í félögum
sínum
í KVÖLD kl. 8,30 fer fram knattspyrnukappleikur á Laugardals-
vellinum — sá fyrsti á þeim fagra velli á þessu ári. — Liðin sem
mætast eru landsliðið (tilraunalið landsliðsnefndar) og lið er
félagar í Samtökum íþróttafréttamanna hafa valið. Þetta er ein
s'ðasta „æfingin" eða „tilraunin" fyrir landsleikinn við Dani sem
verður að viku liðinni og er ekki að efa að marga fýsir að sjá
hvemig til tekst.
Liðin eru þannig skipuð.
LANDSLIÐ:
Heimir Guðjónsson
KR >
Hreiðar Ársælsson Rúnar Guðmannsson
KR
Garðar Árnason Hörður Felixson
KR KR
Ríkharður Jónsson
Fram
Sveinn Teitsson
ÍA
Ellert Schram
ÍA
Örn Steinsen
KR
Þórólfur Beck
KR
KR
Þórður Jónsson
ÍA
©
Gunnar Guðmannsson
KR
Sveinn Jónsson
KR
Ragnar Jónsson Gunnar Gunnarsson
IBH Val
Guðjón Jónsson
Fram
Helgi Jónsson Jón Leósson Guðm. Guðmundsson
KR IA IBK
Einar Sigurðsson Ámi Njálsson
IBH Val
Gunnlaugur Hjálmarsson
Val
Landsliðsnefnd gerir aðeins |síðasta „pressuleik", setur Hörð
tvær breytingar á liði sínu frá Felixson í vörnina í stað Hall-
17. iúní mót irjálsíþróttamenna
17. JÚNÍ-MÓT frjálsíþrótta-
manna hófst á Laugardalsleik-
vanginum á vígsluhátíðinni, en
lauk í gærkvöldi. Veður spillti
keppninni mjög fyrri daginn en
í gærkvöldi var veður gott. —
Keppt var í 10 greinum fyrri
daginn en 8 í gærkvöldi.
Stórafrek voru engin unnin á
þessu fyrsta móti á nýjum og
I glæsilegum leikvangi. Frásögn
af heildarárangri á mótinu verð-
ur að bíða, en helztu afrek unnu
Kristleifur Guðbjörnsson KR í
5 km hlaupi 15:43,6 mín., Val-
björn Þorláksson og Guðjón
Guðmundsson í 100 m hlaupi 11,0,
Svavar Markússon í 1500 m
hlaupi 3:57,4 mín., Jón Ólafsson
í hástökki 1,80 m., Þórður B.
Sigurðsson í sleggjukasti 49,36
m og Hallgrímur Jónsson í kúlu-
varpi 14,42 m.
dórs Halldórssonar og Ellert í
innherjastöðu í stað Guðjóns. —
Landsliðið virðist því vera orðið
nokkuð ákveðið í augum nefnd-
arinnar.
Blaðamennimir hjálpa hins
vegar upp á sakirnar. Þeir gefa
tækifæri ýmsum sem em á
„næstu grösum við“ landsxiðið,
t. d. eins og Gunnar Guðmanns-
son, Sveinn Jónsson, Guðjón
Jónsson o. fl. Þá eru og gerðar
athyglisverðar tilraunir t. d. með
markvörð og v. bakvörð en Ein-
ar reyndist traustur í þeirri stöðu
í leik Suðurnesja við landsliðið
á þriðjudagskvöldið. Takist þess-
ar tilraunir með nýja menn í nýj-
ijm stöðum vel, þó má búast við
góðum leik. I framlínu „pressu-
liðsins" er góðir einstaklingar,
sem vel geta orðið landsliðsvörn-
inni hættulegir — og sem sagt
knattspyrnan er þannig að allt
getur skeð og væntanlega verður
völlurinn fullskipaður, og það er
vonast eftir góðum leik, hvernig
sem úrslitin verða.
Víðavangshlaup
meistaramótsins
VÍÐAVANGSHLAUP Meistara-
mótsins var háð í Borgarnesi 10.
maí sl. og fór fram é vegum Ung
mennasambands Borgarfjarðar.
Var framkvæmd hlaupsins öll
með hinum mesta myndarbrag.
Vegalengdin var. um 4,2 km og
urðu úrslit sem hér segir:
1. Haukur Engilbertsson, Umf.
Reykdæla 13:08,4 mín.
2. Kristján Jóhannsson ÍR,
13:29,8 mín.
3. Hafsteinn Sveinsson, Selfossi,
14:00,6 mín.
Kristján varð íslandsmeistari
í þessu hlaupi sl. ár.
nokkra þjóðdansa við góðar
undirtektir.
Að þessu loknu hófst íþrótta-
mótið með keppni í hlaupum og
stökkum. Verður nánar sagt frá
því á íþróttasíðu blaðsins.
—Sr. Jóhann Briem
Framh. af bls. 6
hjón öllum, sem komu að Mel-
stað, kunngum og ókunnugum og
hvernig sem á stóð. Og allir áttu
leið „heim að Melstað“. Verk-
hraða og myndarskap frúarinnar
við að búa gestunum beina var
við brugðið. Og þó var heilsan
löngum ekki sterk. Ágætustu
prestkonur eru einhver mesta
prýði kirkju þjóðarinnar, og þeg-
ar ég hitti einhverja slíka, hugsa
ég ætíð til frúarinnar okkar á
Melstað. Nafnið Eyrarbakki fékk
þegar á bernskuárum mínum sér
lega fallegan hljóm, þar eð ég
vissi, að hin góða og glæsilega
prestsfrú, Ingibjörg ísaksdóttir
Briem, var þaðan ættuð. Þar var
og séra Jóhann í nokkur ár kenn-
ari barna og unglinga eftir að
hann varð kandidat 1907. Fór
þann þannig þá leið, sem Lúther
taldi æskilegasta, að prestar
stunduðu almenna barnakennslu
um skeið, til undirbúnings og
stuðnings kennimannsstarfi sínu.
Á Eyrarbakka mun hafa verið
lagður grundvöllurinn að hinní
farsælu og löngu sambúð prests-
hjónanna á Melstað.
Séra Jóhann Briem var einn af
þeim prestum, sem eru á þann
veg í innstu gerð og ytri sniðum,
að hver maður hlýtur að segja
við fyrstu sýn, livar sem þeim
bregður fyrir augu: Þarna fer
áreiðanlega kennimaður krist-
innar kirkju; engin önnur starfs-
stétt kemur til greina! Þannig
gekk séra Jóhann sína beinu
braut 42 ára prestþjónustu á
sama stað, mjúkum og hljóðlát-
um, st fnuföstum skrefum,
horfði hvorki til hægri né vinstri
til íhlutunar og afskipta af þeim
málum, sem ekki voru í tengslum
við aðalhlutverk hans. Sæmdur
var hann heiðursmerki hinnar ís-
lenzku fálkaorðu seint á starfs-
tíma hans. Skyldurækni séra Jó-
hanns í öllum embættisstörfum
var eins og bezt verður á kosið.
Oft þjónaði hann einnig nágranna
prestaköllum um tíma. Veður og
færð og líðan hans sjálfs öftruðu
ekki áætlun hans. Reglumaður
var hann í alla staði og kenndi
gott frá sér í þeim efnum. Ekki
er ofmælt, að hann átti traust
og hylli allra í prestakallinu, og
er hann varð sjötugur 1952, báðu
þeir hann að vera lengur. Var
hann því 2 ár í viðbót. Síðan
fluttu þau hjón til Rvíkur. Þar
hafa synir þeirra búið alllengi,
Steindór, skrifstofumaður og Sig-
urður fulltrúi í Stjórnarráðinu.
Camilla dóttir þeirra hefur verið
með foreldrum sínum, en Ólöf
er hjúkrunarkona í Danmörku.
Þegar minningar frá Melstað eru
raktar, er ánægjulegt að minnast
þessara fjögurra prúðu og mynd-
arlegu barna, sem voru að vaxa
þar upp. Við biðjum þeim og
móður þeirra allrar blessunar nú
og um alla framtíð.
Að lokum hugsa ég um kveðju
handtak séra Jóhanns Briem, sem
ég held að öllum sé minnisstætt,
svo óviðjafnanlega persónulegt,
traust og þó dúnmjúkt og milt og
með þeirri umfaðmandi hlýju,
sem hinum fáu eru gefin. Ég kveð
þig þá, vinur, og man þegar þú
fólst litla barnshönd í sterkri
hendi, — man allar þínar kveðjur
síðan. Ég mun aftur mæta hand-
taki þínu á landi lifenda.
Helgi Tryggvason.
AKRANESI, 18. júní. — Þrír
bátar fóru héðan norður á síld
í dag. Eru það Skipaskagi, Ólafur
Magnússon og Bjarni Jóhannes-
son. Þetta eru fyrstu bátarnir,
sem fara norður. — Oddur.