Morgunblaðið - 23.06.1959, Síða 1

Morgunblaðið - 23.06.1959, Síða 1
24 síðuR Olíuhneykslið á Keflavíkurflugvelli — og „slysaskotið", sem hanaði V-stjórninni ÞjóBviljinn viðurkennir Ólögleg „abatasöm viB- skipti", sem Hermann lét ekki rannsaka vegna kröfu kommúnista FYLGISMENN V-stjórnar- innar keppast nú við að gefa upplýsingar um hver hafi ver- ið orsök hins „sviplega og dularfulla dauða hennar“, eins og Skúli Guðjónsson á Ljótunarstöðum kemst að orði í Þjóðviljanum sl. sunnudag. Skúli játar, að „heilsufar stjórnarinnar“ hafi ekki verið „sem ákjósanlegast á ofan- verðum ævidögum hennar“, en telur dauðann þó hafa ver- ið sér „ráðgátu“. Nú segir hann sig hafa fundið lausn- ina: „Skelkur“ og „ofmat eigin verðleika“ veldur „slysaskoti“ „Sjálfur er ég þeirrar skoðun- ar, að hér hafi að vísu ekki verið um vísvitandi sjálfsmorð að ræða, heldur nokkurskonar slysaskot ,að forsætisráðherrann hafi í rauninni ekki ætlað að stytta stjórnininni aldur, heldur hafi hann gjört það í ógáti, farið óvarlega með hættulegt voþn, þannig að slys hlauzt af“. Skúli gerir síðan grein fyrir „hvert hið hættulega vopn hafi verið“ og eru þær hugleiðingar hans raktar í Staksteinum í dag. Niðurstaða Skúla skiptir hér máli sú, að þarna hafi ráðið ofmat Framsóknar á „eigin verðleik- um“. Slysaskot verða ekki síst, ef skelkur grípur þann, sem á byss- unni heldur. í Alþýðublaðinu H e r m a n n fyrirskipaði ekki rannsókn „hinna ábatasömu við- skipta“ kommúnista, fyrirskipaffi ekki rannsókn á fjáröflun Alþýðublaffsins, vildi affgerffarleysi í olíu- hneykslinu. hinn 23. maí er frá því skýrt, að skelkur hafi gripið foringja Fram sóknar um þessar mundir. Rit- stjóri Alþbl. er Benedikt Grön- dal, alþingismaður, og fyrrum rit stjóri Samvinnunnar og þar með upplýsingastjóri SÍS. Skýring Alþýðublaðsins á hinni „dular- fullu“ dánarorsök er þess vegna hin merkilegasta en hún er þessi: „Nú höfðu þau tíðindi gerzt suður á Keflavíkurflugvelli, sem höfðu megináhrif á viðhorf Fram sóknarmanna, að hafin var rann- sókn á starfsemi Olíufélagsins og HÍS á flugvellinum. Mundu for- ustumenn Framsóknar vel fyrri olíumál og voru alvarlega skelk- aðir við fleiri slík skakkaföll". Þessi og aðrar uppljóstranir V-stjórnarblaðanna fyrrverandi um hin og þessi afbrotamál, sem ;nr mannsæmandi leikreglur Jóhann Hafstein „ÞAÐ er einlæg sannfæring mín, aff nái nú fram aff ganga kjördæmabreyting í meginatriðum eins og stjórnmáiaflokkarn- ir þrír hafa tjáff sig samþykka, — sé þess aff vænta, aff framundan séu þáttaskii í ís- lenzkum stjórnmálum. Viff þurfum nýjar, mannsæmandi leikreglur í stjórnmálabar- áttunni, sem tryggja, aff á þeim vettvangi þjóðlífsins sé að minnsta kosti sæmilega hátt til Iofts og vítt til veggja". ) tír ræffu á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur þ. 13. jan. 1959. þögguð voru niður stjórnarflokk- unum til hagsmuna á víxl, gefa ömurlega mynd af réttarástand- inu, sem V-stjórnin leiddi yfir þjóðina, ásamt því, sem þær skýra „slysaskotið“. Hin „ábatasömu við- skipti“ ekki rannsökuð Gjaldeyrissvindl kommúnista í sambandi við æskulýðsmótið í Moskvu 1957 er berum orðum játað í Þjóðviljanum í fyrradag með svofelldum orðum: „-------er ekki að efa að ein- hverjir þátttakendur í mótinu Deila Adenauers og Erhards hlossar upp á ný Bonn, 22. júní. MARGT bendir nú til þess, að á morgun muni slá í brýnu með þeim Adenauer kanslara og Erhard, efnahagsmálaráð- herra, en þá kemur fram- kvæmdanefnd þingflokks Kristilegra demókrata saman í Bonn til þess að gera út um deilu þeirra. Nokkrir forystu- menn úr hópi þingmanna Kristilegar demókrata rædd- ust við í dag til þess að undir- búa fundinn á morgun. ★ Sem kunnugt er reis mikil deila með þeim Adenauer og Er- hard, þegar Adenauer, sem ákveðið hafði að láta af kanslara- embætti og bjóða sig fram til for- setakjörs, hætti skyndilega við að gefa kost á sér sem forsetaefni Fi amh. á bls. 23. L ú ff v í k vildi enga rannsókn hinna „ábatasömu viffskipta“, sætti sig viff enga rannsókn á fjáröflun Alþýffublaffsins, samdi um olíuokrið 1956. hafa útvegað sér gjaldeyri á svört um markaði; slík viðskipti hafa verið altíð um langt skeið — og ábatasÖm fyrir ýmsa auðmenn Sjálfstæðisflokksins, hermangara og heildsala. Hins vegar er gjaldeyrissala í sambandi við ferðalög smá- mál-----------“. Trúi hver sem vill, að það hafi verið af hlífð við „auðmenn" úr Sjálfstæðisflokknum, að komm- únistar heimtuðu á sínum tíma, að þessi ,,ábatasömu“ viðskipti yrðu ekki rannsökuð. Fyrir kommúnista var auðvitað mikilsvert að tryggja sér að þeir yrðu ekki truflaðir í neyzlu „ábatans". Hitt var þó enn þýð- ingameira, að allar líkur eru til, að með skeleggri rannsókn þessa máls hefði verið unnt, að varpa Ijósi yfir fjáröflunarleið komm- únistadeildarinnar hér frá höfuð stöðvunum í Moskvu. Ef svo hefði farið, þá gat sjálfri lífæð flokksins verið hætt. Skiljanlegt er þess vegna, að kommúnistar vildu mikið til vinna og legðu hart að Hermanni Jónassyni að fyrirskipa enga rannsókn á þess- um „ábatasömu viðskiptum“. Þakklætið fyrir það hefur hjálp- að til að sætta kommúnistaráð- herrana við olíuokur SÍS vetur- inn 1956—57 og ýmislegt fleira, sem með ólíkindum þótti, að þeir léðu stuðning sinn við. Fjáröflun Alþýðublaðs- ins ekki rannsökuð Hermann varð við kröfu komm únista. Engin rannsókn á hin- um „ábatasömu viðskiptum" var fyrir skipuð. Eftir að hafa gert öðrum samstarfsflokknum slíkan stórgreiða, hefur Hermanni ekki fundizt nema sanngjarnt, að hann sýndi hinum samstarfs- flokknum svipaða greiðasemi. Ekki síst, ef hún gat einnig kom ið vinum hans á meðal kommún- ista vel. Þjóðviljinn býsnast nú dag hvern yfir því, að ekki skuli hafa verið fyrirskipuð rannsókn út af fé því, sem runnið hafi fyrir milligöngu séra Ingimars Jóns- sonar úr sjóðum Gagnfræðaskóla Austurbæjar til Alþýðublaðsins. Guffmundur 1. sætti sig viff enga rannsókn á „ábatasömum viffskiptum“ kommúnista, vildi enga rannsókn á fjáröflun Alþýffublaffsins, vanþakkaffi „verffleika“ Fram- sóknar. Það var Hermann Jónasson, sem fyrirskipaði að þau „viðskipti" skyldu ekki rannsökuð nánar. Þjóðviljinn fer ekki dult með, að þar hafi ráðið hlífð við for- ystumenn Alþýðuflokksins. „Hannibal er með plöggin“ Alþýðublaðið telur aftur á móti, að rannsóknin mundi ekki sízt hafa beinzt gegn Hannibal Valdimarssyni. Hann hafi plögg- in og megi manna bezt um þetta vita. Hannibal sjálfur viður- kennir, að hafa verið for- maður Alþýðuflokksins og Al- þýðublaðsins á því tímabili sem hið heimildarlausa fé hafi runnið til fyrirtækja flokksins. Þrátt fyrir viðurkenningu sína á þessum staðreyndum, er Hanni- bal hinn reiðasti yfir, að þær skuli hafa verið dregnar fram og hótar því, að hefja mál gegn Alþýðublaðinu vegna 20—40 þús. króna, sem hann telúr áskorta svo að hann hafi fengið allan sinn hlut af því fé, sem blaðið hafði yfir að ráða á þessum árum. Ein af skýringum Alfreðs Gíslasonar í Þjóðviljanum hinn 16. júní á því, af hverju þeir fé- lagar hafi 1956 snúizt gegn sín- um fyrra flokki ,er „versnandi /járhagur" hans. Þetta var 2 ar- um eftir að „fjárútvegun" úr sjóðum Gagnfræðaskóla Austur- bæjar lauk. Foringjar Alþýðuflokksins hafa þess vegna talið, að fyrirskipun Hermanns um, að engin rann- sókn væri gerð í þessum efnum væri ekki einhliða fyrir sig, held- ur ekki síður fyrir Hannibal. Um hitt er ekki deilt, að þeir höfðu ekkert út á aðgerðarleysi Her- manns í þessu að setja. En komm únistar sættu sig einnig á meðan þeir voru í stjórn við aðgerða- leysi Hermanns í þessu máli. Sennilega hefur tillitið til Hanni bals ráðið þar nokkru um ásamt endurminningunni um samskon- ar framkomu Hermanns við þá út af hinum „ábtasömu við- skiptum" 1957. Vanþökkuðu „verðleika“ Framsóknar Frásögn Alþýðublaðsins hinn 23. maí s.l. sýnir hins vegar, að Alþýðuflokksmönnum hefur ver- ið meira en nóg boðið, þegar upp komst um síðasta olíu- hneykslið : Keflavíkurflugvelli. Þar heyrði ákvörðunin undir Guðmund í. Guðmundsson. Hermann Jónasson hefur aftur á móti talið sig eiga það inni hjá samstarfsmönnum sínum, að þeir gerðu honum þarna greiða í stað þess, sem hann hafði fyrir þá gert. Þar „ofrnat" hann „verð- leika“ Framsóknar ,eða þakklæti samstarfsmanna sinna og „slysa- skotið“ reið af. Víst er þetta ófögur saga og líkari, að hún hafi gerzt í saka- mannanýlendu en Stjórnarráði íslands. En hún er rakin eftir blöðum V-stjórnarflokkanna að undanförnu. Af þeim verður ekki annað séð en V-stjórnarherrarn- ir hafi haldið að Stjórnarráðið væri enn ætlað fyrir samskonar fólk og það var í upphafi reist fyrir. Þriðjudagur 23. júní Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Sjálfstæðisflokkurinn einn kem ur konu á þing. Frásögn af Hvatarfundi. — 6: Hitaþörf Hvergerðinga. — 8: Frásögn af biskupsvígslu. —- 10: Stundar nám í leikskóla og málanám í háskóla. Samtal við Sigríði Geirsdóttur. — 11: Samvinna og samstaða er tfl bóta fyrir héröðin. Fjórir Ey- firðingar ræða um kosninga- mál — 12: Ritstjórnargreinarnar: Minna fé og færri íbúðir. — Framsókn hækkaði skuldir sjóða bænda um 45 millj. kr. — 13: Pétur Benediktsson: Glöggt or það enn hvað þeir vilja. — 22: íþróttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.