Morgunblaðið - 23.06.1959, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 23.06.1959, Qupperneq 3
Mánudagur 23. júní 1959 H O RGTJIV B L AÐ1Ð 3 Frá Hvatarfundinum á sunnudagskvöldið. (Ljósm. Mbl. Öl. K. M.) Sjálfstæ&isflokkurinn einn kemur konu á Jbing ÞaS er konum bœði metn- aSar- og hagsmunamál Frá Hvatarfundi á sunnudaginn SlÐASTLIÐIÐ sunnudagskvöld hélt Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt kosningafund í Sjálfstæðis- húsinu. Var fundurinn fjölmenn- ur og var auðheyrt að fundar- konur hafa fullan hug á að gera sitt til að sigur Sjálfstæðismanna verði sem mestur í kosningun- um næstkomandi sunnudag. Formaður félagsins, frk María Maack, setti fundinn og mælti nokkur hvatningarorð til reyk- vískra kvenna um að kjósa snemma og stuðla að sigri Sjálf- stæðismanna í kosningunum. Fimm konur fluttu ávörp. Fyrst talaði frú Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar. Benti hún m.a. á það, að Sjálfstæðisflokkur- inn er eini flokkurinn sem á þess kost að senda konu á þing. Það væri konum bæði metnaðarmál og hagnaðarmál. Ragnhildur Helgadóttir væri í senn fulltrúi kvenna og fulltrúi unga fólksins Og ættu hagsmunir beggja að fara vel sáman. Hún gat þess að nú í kosningabaráttunni væri fleira gert upp en sakirnar við vinstri stjórnina, nú færi fram uppgjör stjórnarflokka þeirrar stjórnar sín á milli og væri það ófagurt. fslenzkir kjósendur væru nú orðnir dýrkeyptri reynslu ríkari af vinstri stjórn- inni og það ætti að vera þeim hollt vegarnesti í komandi kosn- ingum. Næst talaði frú Jónína Þor finnsdóttir. Ræddi hún kosninga- undirbúninginn. Nú væri safnað liði um land allt og blásið í her- lúðra. Minnti þetta á þegar forn menn söfnuðu liði til orrustu áður fyrr. En í stað sverðs og skjaldar væri nú barizt með blaði og blýanti. Þá talaði hún um kjördæmamálið. Allir flokk- ar, þar með talinn Framsóknar- flokkurinn, viðurkenndu að um- bóta væri þörf. Um tvennt væri að ræða, einmenningskjördæmi eða stór kjördæmi með hlutfalls kosningu. Framsóknarflokkur- inn viðurkenndi ekki einmenn- ingskjördæmi og ætlaði alveg að ærast ef minnzt væri á hitt fyrir- komulagið. Þá tók frú Ólöf Benediktsdóttir til máls. Vakti hún m.a. athygli á því, að Framsóknarmenn beina allri athyglinni í kosningabarátt unni að kjördæmamálinu, til að komast hjá 'því að ræða um frammistöðu sína í vinstri landsmenn. Ef einhverjir ættu að vera óánægðir, þá væru það þeir. En nokkur leiðrétting mundi þó fást á þessu. í lok máls síns hvatti hún fundarkonur til að styðja Sjálfstæðisflokkinn, sem væri eini flokkurinn sem hefði möguleika til að fá hreinan meirihluta. Frú Ragnheiður Guðmunds- dóttir talaði næst. Minntist hún á tvær myndskreyttar bækur, sem hún hafði nýlega blaðað í. Sú fyrri var Ferðabók Gaimards, sem út kom fyrir 100 árum með teikningum eftir franskan ferða- félaga höfundar, og sýndu þær myndir óendanlega dapurlega þjóðlífsmynd. Hitt væri hin svo- kallaða Bláa bók, bókin um fram Afrek kommunista í ríkisstjórn: Kaupbinding og tvær gengisfellingar | \ KOMMÚNISTAR hafa siðustu daga hamrað mjög á því í áróðri \ S iínum gegn Sjálfstæðisflokknum að hann hyggist framkvæma i kaupbindingu að afloknum kosningum. Var; ) gengisfellingu og ^ i því sambandi vitnað í flokksráðssamþykkt Sjálfstæðismanna S S og ræðu Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, á siðasta ^ . . . --------------------------------------------. ; landsfundi flokksins. En eins og sýnt var fram á hér í blaðinu s s sl. sunnudag, er þessi áróður kommúnista úr lausu lofti gripinn, ■ | byggður á rangtúlkun og útúrsnúningum umræddra heimilda. s En í þessu sambandi má minna á það, að fyrir kosningarnar ! 11956 var eitt helzta vígorð kommúnista einmitt: „Kjósið gegn s S jegnislækkun og kaupbindingu“. En hvernig stóðu kommúnistar S i ivo í istaðinu gegn slíkum ráðstöfunum, þegar þeir voru komnir J S i ráðherrastólana? Það er full ástæða til þess að rifja það upp. S | Fyrsta verk þeirra í ríkisstjórninni var að framkvæma kaup- ^ i bindingu með bráðabirgðalögunum í ágúst 1956 um niðurfell- \ s ingu 6 stiga af vísitöluuppbótum á laun. Siðan stóðu þeir ekki • ^ aðeins að einni, heldur tveimur raunverulegum gengisfellingum s S í tæplega 2 Vi árs valdatíð sinni. i ■ Fyrri gengisfellingin var framkvæmd með jólagjöfinni um s S áramótin 1956—57, en eitt atriði hennar var það, að sett var 16% i \ yfirfærslugjald á nær allar gjaldeyrisyfirfærslur sem áttu sér ^ S stað. — S • Önnur og miklu stórfelldari gengislækkun var svo fram-1 S kvæmd með bjargráðunum vorið 1958. Þá var lagt á til viðbótar S i 30—35% á allar gjaldeyrisyfirfærslur, að því undanteknu, að á ^ S yfirfærslur vegna innflutnings rekstrarvara landbúnaðar og s ) sjávarafurða var ákveðin enn meiri hækkun, eða 55%. | S Að vísu voru þessar ráðstafanir ekki nefndar gengisfelling, s S heldur hækkun „yfirfærslugjalds“. Hér var þó eingöngu um orða- | ^ leik að ræða til þess að dylja almenning hins sanna um eðli ( S þessara ráðstafana. Því að hvað skeður, þegar gengið er fellt,) • annað en það, að mönnum er gert að greiða hærra gjald en áður s S fyrir það að fá gjaldeyri yfirfærðan? S ^ Sannleikurinn varðandi afstöðu kommúnista gagnvart kaup- | S bindingu og gengisfellingu er sú, að hún er undir því komin, S i hvort þeir eru aðilar að ríkisstjórn eða ekki. Ef þær eru fram- • S kvæmdar af rikisstjórnum, sem kommúnistar eru í andstöðu við, S ) verða þeir á móti þeim og æsa gegn þeim. Eigi þeir hins vegar \ S sæti í ríkisstjórn skirrast þeir hvorki við að framkvæma kaup- s S bindingu né gengisfellingu, telji þeir ástandið í efnahagsmálum ) J þannig, að slíkra ráðstafana sé þörf. Ferill þeirra að undanförnu s S í ríkisstjórn og utan hennar sannar þetta ótvírætt. S • Þegar kommúnistar nú að nýju setja orðin gegn kaupbind- \ stjórninni. Hvað hinni nýju kjör- \ °S K^ngisfellingu á áróðursspjöld sín, sannar það eingöngu, | dæmaskipan viðviki, þá yrði því I ( að aroður Þeirra byggist a þeirri skoðun, er felst í hinu gamla s ekki neitað að enn yrðu Reykvík- i boðorði Hit,ers> að fjöldinn sé „heimskur og gleyminn“. ingar réttindaminni en aðrir - farirnar í Reykjavík undir for- ystu Sjálfstæðismanna. Kvað hún Reykjavík vissulega hafa veitt gott fordæmi. Og hagsmun- ir fólksins í sveitinni og við sjáv- arsíðuna færu saman. Því aðeins að atvinnulífið við sjávarsíðuna standi með blóma, sé þar öruggur markaður fyrir ufurði sveitanna. Kvað hún Sjálfstæðisflokknum einum treystandi til að vinna í þeim anda . Síðust talaði frú Ragn- hildur Helgadóttir alþingismað- ur. Ræddi hún í upphafi máls síns um að stjórnarflokkarnir virtust vera farnir að taka ein- hvers konar patent á ákveðnum málum. Þannig teldu kommún- istar sig eiga patent á kvenrétt- indamálum, Framsóknarflokkur inn á bændamenningu, Þjóðvarn armenn á hvervarnarmálunum og Alþýðuflokkurinn þættist eiga patent á öllu því sem gert hefði verið undanfarna mánuði í efnahagsmálunum. Þá kvað hún Þjóðviljann hafa verið svo ófeiminn að rekja feril Hannibals í kvenréttindamálunum á heilli síðu 19. júní, auk þess sem kona nokkur hefði skrifað þar um launamál kvenna. Sagði hún það rétt vera, að Hannibal hefði flutt mikið auglýst frumvörp í kven- réttindamálunum, en síðar hefði honum virzt að ýmsar hliðar greinar þyrfti að athuga á því máli, ekki sízt eftir að hann varð ráðherra og var jafnframt for- seti Alþýðusambandsins, og fékk þarmeð sterkasta aðstöðu allra manna til að koma launamálum kvenna í rétt horf. Árangurinn af starfi hans væri þó þannig, að Þjóðviljanum væri bezt að láta það liggja í þagnargildi. Reyk- urinn væri mikill, en eldurinn lítill undir. Kommúnistar hefðu ekki nokkra konu í framboði, sem líklegt mætti telja að næði kosningu og reyndar ekki aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn. Um launajafnrétti kvað hún all- ar konur stefna að sama marki, í hvaða flokki sem þær væru, og vissulega hefði náðst nokkur árangur. Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki sízt stuðlað að fram- gangi þeirra mála. Síðan minnti Ragnhildur á stefnu Sjálfstæðis- flokksins almennt. „Sú kona sem búa vill börnum sínum, heimili sínu og samborgurum bjartari framtíð, kýs' Sjálfstæðisflokkinn á sunnudaginn kemur", sagði hún að iokum. Var máli allra ræðukvenna ákafega vel tekið. Að ræðum loknum las frú Guðrún Aradótt ir ljóðið „Að Áshildarmýri" eftir Tómas Guðmundsson, rakti að- draganda ljóðsins og sagði frá minnisvarðanum, sem fyrir nokkru var reistur til minningar um þá samþykkt. Þá söng Ómar Ragnarsson gamanvísur, og að lokum settust konur að kaffi- drykkju. Var fundurinn í heild hinn ágætasti. Styrktaríélag vangefinna opnar skrifstofu STYRKTARFÉLAG vangefinna hefir opnað skrifstofu í Tjarnar- götu 10C Reykjavík, 2. hæð. Skrif stofan er opin alla virka daga frá kl. 16—18 nema laugardaga frá kl. 10—12. Skrifstofan veitir upplýsingar og sér um fyrirgreiðslu viðvíkj- andi vangefnu fólki. Þeir sem óska að gerast styrkt- armeðlimir félagsins, snúi sér til skrifstofunnar, sem tekur á móti ársgjöldum, sem eru kr. 50,00 og ævifélagagjöldum kr. 500,00. Skrifstofan hefur ennfremur til sölu minningarspjöld, og veit- ir móttöku upphæðum er menn vildu á þann hátt verja til minn- ingar um látna ástvini og vini. Félagagjöldum, minningargjöf- um og’öðru fé, sem Styrktarfé- ' lagi vangefinna kann að áskotn- | ast, ve.rður öllu varið til styrktar- ihinum vangefnu. Ráða ekki við alla bandingjana Skúli Guðjónsson á LjótunnalP- stöðium skrifar í sunnudagsbla# Þjóðviljans og segir m.a.: „Ég er ekki að lá Framsóknar- mönnum, þótt þeir rísi öndverð- ir gegn fyrirhuguðum kjördæma- breytingum. Hitt lái ég þeim, aS þeir skuli ekki hafa þor og mann- dóm til þess að játa í fullri hrein- skilni, að þeir séu á móti þeim vegna þess, að þær reynist þeim óhagstæðari en gildandi skipan". Siðar segir Skúli: „Jú mikið rétt. Menn sem sagð- ir hafa verið í öðrum flokkum eru látnir koma fram og vitna. En til þess að þeir þurfi ekki að flekka sitt pólitíska mannorð með því að vitna í Tímanum heftur verið búið til handa þeim sérstakt blað. Kjördæmablaðið. Þetta minnir á aðferð, sem not uð var til að veiða fugla við Drangey áður fyrr. Hún var í því fólgin, að lagt var út fleka með snörum. En til þess að hæna fugl- ana að flekanum og fá þá til að festa sig í snörunum, var hafður á honum lifandi fugl, festur með bandi við flekann, þannig, að hann gat lyft sér ofurlítið til flugs. Hætt er þó við, að veiði- mennska þessi gefi grátlega lítið í aðra hönd, og það því fremur, sem veiðimennirnir hafa gert þá reiginskyssu að fanga bandingja, sem þeir ekki réðu við og hafa slitið sig lausa, t.d. eins og pró- fessor Sigurður Nordal. Skráður á skökku gengi Það orð hefur legið á um Fram sóknarflokkinn, að hann væri nokkuð Iaus í rásinni og óstöðug- ur í samstarfi við aðra flokka. Það hefur verið komizt svo að orði um þetta fyrirbæri, að flokk urinn hafi breytt almanakinu og haft hlaupár þriðja hvert ár. Rök þau sem flokkurinn færir fram þessu hviklyndi sínu til af- sökunar eru yfirleitt ekki tekin alvarlega af öðrum en gallhörð- um flokksmönnum og siundum tæplega það. Ég fyrir mitt leyti held, að ástæðurnar fyrir þessu veiklyndi flokksins séu yfirleitt ekki af pólitiskum sökum sprottnar, mlklu fremur ber að líta á þetta fyrirbæri sem sálrænar veilur sprottnar af því, að þessi flokk- ur hefur allt frá 1927 verið skráður á skökku gengi. Hlutfall- ið milli þingmannafjölda og kjós endafjölda hefur verið með allt öðrum hætti en hjá öðrum flokk- um, allt umrætt tímabil. Hér hef- ur því verið um eins konar andlega verðbólguþróun að ræða. Flokkurinn hefur lifað um and- leg efni fram og ætlað sér stærri hlut í samskiptum við aðra flokka en honum raunverulega bar. Þetta ofmat á eigin verðleik- um hefur torveldað honum sam- starf við aðra flokka og leitt hann í þá freistni, að breyta almanak- inu og hafa hlaupár þriðja hvert ár. Og þetta hygg ég að verið hafi orsök þess, að slysaskotið hljóp af, það er felldi vinstrl stjórnina á síðastliðnum vetri“. Hermann sór líka Athyglisverð er umsögn Skúla um svardaga Hermanns 1956: „Jafnframt lýsti Hermann því yfir að stjórnarmyndun með stuðningi kommúnista, eins og hann orðaði það, kæmi aldrei til greina". Hingað til hefur Hermann látið svo sem það hafi bara verið Ey- steinn Jónsson og aðrir slíkir minni háttar menn, sem svarið hafi 1956 að vinna ekki með kommúnistum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.