Morgunblaðið - 23.06.1959, Síða 8

Morgunblaðið - 23.06.1959, Síða 8
8 MORGUNBLAÐtÐ Mánudagur 23. júní 1959 WMM mmm Frá vígsluathöfninni. Biskup íslands, Ásmundur Guðmundsson, afhendir Sigurbirni Einarssyni, krossinn, sem tákn hiskupsembættis- ins. Umhverfis standa þeir, sem aðstoðuðu við vígsluna. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Biskup talaði um kirkjuna, sem væri í senn himnesk og jarðnesk stofnun og að frelsið og kærleik- urinn einkenndu hana. Rakti hann nánar þessi tvö meginhug- tök kristninnar, frelsið og kær- leikann og þýðingu þeirra, en sagði síðan orðrétt: „Kirkjunnar menn hrópa í upp hafi kjarnorkualdar og dauða- hættu mannkynsins á nýjar leið- ir og nýjar starfsaðferðir. Og það er vel. En þó er í raun og veru ekki til nema ein leið, sem úr- eldist aldrei að eilífu — kær- leiksleiðin. Vér kveinum og grát- um af því, að oss skortir kraft Heilags Anda, anda ksírleikans, sem enginn kraftur fær staðizt. Þar sem hann er þarf að leita uppi ótal nýja farvegi. Hann brýzt fram, ryður sér sjálfur braut lífsins sem sterkviðri af himni, bjartur ljómi og hið blíða mál, sem allir skilja ....“ „Nú mun vígsla þín hefjast. Minnstu hinnar himnesku kirkju, sem hvelfist yfir þeirri, þar sem vér erum nú stödd. Vér erum í söfnuði Guðs á himni og jörðu, Að ræðu biskups lokinni lásu vígsluvottar ritningarkafla, fyrst ur séra Sigurður Ó. Lárusson, próf svr í Stykkishólmi, þá séra Sigurður Stefánsson, prófastur á Möðruvöllum, þá séra Björn O. Björnsson og loks séra Jakob Jónsson, formaður prestafélags íslands. Á milli ritningarkafl- anna var sunginn sálmur. Þú ert sannur, þú ert með sjáífum Jbér, ef þú ert miskunnsamur Hátíðleg og virðuleg athöfn er herra Ásmundur Cuðmundsson vígði Sigurbjörn Einarsson til biskups yfir íslandi í Dóm- kirkjunni á sunnudaginn A SUNNUDAGINN var séra Sigurbjörn Einarsson prófessor, vígður biskup yfir fslandi. Biskup íslands, herra Ásmundur Guðmundsson, framkvæmdi vígsluna en honum til aðstoðar voru dr. F. C. Fry, formaður lútherska heimssambandsins, Iialfdan Högsbro, biskup frá Danmörku, og dr. theol. Bjarni Jónsson, vígslubiskup. Athöfnin fór fram í Dómkirkjunni og voru viðstaddir flestir prestar landsins. Meðal kirkjugesta voru ennfremur forsctahjónin, ráðherrar, og sendiherrar erlendra ríkja. Fór athöfnin öll mjög virðulega fram. Var Dómkirkjan þéttskipuð fólki og allmargt manna stóð fyrir utan og hlýddi á athöfnina þar, en henni var einnig útvarpað. og séra Óskar J. Þorláksson Dóm kirkj uprestur. Að altarisþjónustu lokinni var sunginn sálmur, en því næst lýsti dr. Bjarni Jónsson vígslubiskup vígslu. Lagði hann út af 27. sálmi Davíðs, þar sem höfundur sálmsins kveðst hafa beðið Drottin þess að fá að skoða yndisleik hans og sökkva sér niður . hugleiðingu í musteri hans. — Hin helgasta þrá mann- anna er að fá að vera með Drottni Þröng fyrir kirkjudyrum Kl. 9 á sunnudagsmorguninn hafði allmargt manna safnast saman fyrir utan aðaldyr Dóm- kirkjunnar og þegar hún var opnuð k1. hálf tíu, var þröng mik- il fyrir dyrum. Ruddist þá hver um annan þveran inn í kirkjuna og lögregluþjónar, sem fengnir höfðu verið til dyravörzlu, fengu ekki við neitt ráðið. „Troðið ekki barnið undir“, Kallaði kona í þyrpingunni, en lítill gaumur var gefinn að því og þóttist hver hepp inn, sem komst inn í kirkjuna í heilum fötum. — Þó slík þröng fyrir kirkjudyrum á íslandi sé að vísu sjaldgæf, sýnir þetta þó hve brýna nauðsyn ber til að komið verði upp hér í höfuðstaðnum kirkju, er rúmi nokkurn mann- fjölda. alla ævidaga, sagði vígslúbiskup. Síðar i ræðunni sagði hann: „Nú erum vér hér í dag til þess að biðja Guð um þá náð, að á- vallt séu með þjóð vorri þeir þjónar, sem hlusta er sagt er: Þjónið Drottni r.reð gleði. — En þá býr sú þrá hjá þeim, að þeir fái einnig að þjóna öðrum með þeirri náðargjöf, sem þeir hafa af Guði þegið. Þessi bæn er í hjartamínu í dag, að þjónn Drott- ins fái djöfung til þess að tala orð Guðs óttalaust. Sú er bæn mín, er nú skal haldin heilög vígsluhátíð." Þá las vígslubiskup æviágrip vígsluþega ritað af honum sjálf- um. Að því loknu flutti hann bæn fyrir hinum nýj„ biskupi. - Biskupsvígslan Þá gengu í kór úr skrúðhúsi, biskupssveinar, biskupar og vígsluvottar, en á meðan var sunginn vígslusöngur. Þá flutti biskupinn yfir íslandi, dr. theol. Ásmundur Guðmundsson, vígslu- ræðu. Lagði hann út af þessum orðum í Galatabréfinu: „Jerú- og hún er móðir vor.“ Hinn nývígði biskup flytur predikun. salem, sem í hæðum er, er frjáls, Þessu næst hófst sjálf biskups- vígslan. Framkvæmdi herra Ás- mundur Guðmundsson hana, en honum til aðstoðar voru dr. F. C. fry, formaður lúterska heimssam bandsins, Halfdan Högsbo, bisk- up frá Danmörku og dr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup. Lauk vígslunni með því að biskup af- henti hinum nývígða biskupi bisk upskrossinn. Auk þeirra, sem nefndir rfa verið, aðstoðuðu einnig við vígsluna síra Satt- erthwayte, skrifari erkibiskups- ins af Kantaraborg, síra Eric Sig- mar, forseti Evangelisk-lút- herska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, og síra Harald Sig- mar, prófessor. Ræða hins nývigða biskups Þessu næst prédikaði biskup- inn nývígði, herra Sigurbjörn Ein arsson. Lagði hann út af orðum Jesú í 6. kap. Lúkasarguðspjalls 36.-—42. versi, sem hefjast svo: — „Verið miskunnsamir eins og faðir yðar er miskunnsamur“ Varpaði biskup fram þeirri spurn ingu, hvort tilveran væri misk- unnsöm og sagði síðan orðrétt: „En hér talar einn, sem geng- ur út frá því, að miskunnsemi sé Framh. á bls. 22. Athöfnin heíst Kl. 9.30 söfnuðusi prestar sam- an hempuklæddir i fordyri Al- þingishússins. Héldu þeir þaðan í skrúðgör.gu til kirkju um kl. 10, en þá skyldi vígsluathöfnin hefj- ast. Gengu fyrstir prófastar, þá prestar og erlendir gestir, en síð- astir biskupsveinar og biskupar, ásamt vígsluvottum,- í Dómkirkjuoni Athöfnin í DómkrrKjunni hófst með því, að dr. Páll ísólfsson lék forspil á orgelið. Þá flrjtti hinn aldni klerkur, séra Friðrik Frið- riksson, dr. theol. bæn í kórdyr- um. Þá var sunginn sálmur, en altarisþjónustu önnuðust þeir séra EinarGuðnason í Reykhclti Eftir vígslu í garði Alþmgishussins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.