Morgunblaðið - 23.06.1959, Síða 11
Mánudagur 23. júni 1959
MORCZJiynL 4Ð1Ð
11
Samvinna og samstaða er
til bóta fyrir héruðin
Fjórir Eyfirðingrar ræða um
kosningamál
Styrkir aðstoð.
una gfagnvart
rikisvalflinu
GUNNAR Níelsson útgerðar-
maður á Hauganesi er kunnur
athafnamaður við Eyjafjörð,
enda hefur hann rekið bátaút-
veg þar til margra ára. —
Hann segir um kjördæmamálið
í samtali við blaðið:
— Ég tel að aukin samvinna
héraðanna með samfærslu
þeirra í stærri heildir verði til
bóta og styrki aðstöðu þeirra
gagnvart löggjaíar- og fjárveit-
ingarvaldinu. Reynsla okkar hér
við Eyjafjörð af að eiga aðeins
tvo þingmenn, einn af hvorum
ilokki hefur verið hin bezta, og
þótt ætla megi að þar valdi
nokkru um góður samvinnuvilji
beggja þingmanna um hagsmuna
mál Eyfirðinga, þá má búast við
að slíkur samvinnuvilji yrði
einnig fyrir hendi, þótt þingmenn
irnir yrðu fleiri og þyrftu að
vinna að hagsmunum nokkurra
fleiri byggðarlaga. Og með breyt
ingunni ætti að Vera tryggt, að
ekkert kjördæmi á landinu kæm-
ist nokkurn tíma í þá tvísýnu
aðstöðu að eiga engan fulltrúa
í flokki þeirra, sem með ríkis-
stjórn fara hverju sinni.
Áróður Framsóknarmanna í
kjördæmamálinu hygg ég áhrifa-
lítinn, enda veit ég jafnvel dæmi
þess, að tii eru Framsóknarmenn
sem telja slagorðin um að dreif-
Gunnar Níelsson.
býlið leggist í auðn með breyt-
ingunni of mikla fjarstæðu til
þess að hann vinni flokknum
nokkurt gagn, því í því sjá allir,
að skotið er yfir markið.
Mun nokkur geta látið sér til
hugar koma, að sameining kaup-
staðar- og sveitakjördæmis
myndi verða til þess að bænd-
ur flykktust á brott af jörðum
sínum og hættu landbúnaðar-
íramleiðslu og í annan stað að
kaupstaðarbúar hættu að neyta
landbúnaðarvara?
Kjördæmi okkar Eyfirðinga
nær yfir ýmsar blómlegustu
byggðir landsins, auk þess kaup
staðinn Ólafsfjörð og nokkur
sjávarpláss, sem eiga mikið und-
ir því komið, að héruðip í kring
um þau framleiði neyzluvörur
þær, er þau þurfa á hverjum
tíma að halda. Hvort kaupstað-
irnir í hinu væntanlega Norðvest
urlands-kjördæmi verða þrír og
byggðirnar að þeim með þrefalt
meiri framleiðslu, tel ég að ekki
geti skipt öllu máli.
Ég hef enga trú á. að neinn
af fyrrvarandi andUtæðir/gum
Framsóknarfluokksins geti fylgt
honum að málum við kosning-
arnar í vor vegna kjördæma-
málsins eins. Hitt er von, að
Framsókn vilji ekki láta verk
vinstri stjórnarinnar bera á
góma í kosningarabáttunni, til
þess eru þau of fersk í minni.
Þeir vilja láta grafa hana eft-
irmælalaust, og því ættum við
ekki að geta fallist á það? Hitt
er annað mál, að hún er ekki
gleymd þótt hún sé grafin, og
enginn bautasteinn hafi verið
yfir henni reistur.
Jafnvel Fram-
sókn viðurkenn-
ir að breyfing er
nauðsynleg
MAGNÚS Stefánsson bóndi í
Fagraskógi í Eyjafirði, er bor-
inn og barnfæddur Eyfirðingur.
Hann er ennþá ungur maður, en
hefur alið allan aldur sinn í sveit.
Sjónarmið hans í kjördæmamál-
inu er því fyrst og fremst frá
bæjardæum bóndans. Magnúsi í
Fagraskógi íórust orð á þessa
leið:
— Kjördæmabreyting er rétt-
lætismál, sem enginn siðaður
maður getur staðið á móti, enda
enda er nú svo komið, að jafn
vei Framsóknarmenn viðurkenna
þessa staðreynd. Þrátt fyrir
flokkssamþykktir sínar, faliast
þeir nú á fjölgun þingmanna í
þéttbýlinu og hlutfaliskosningar í
nokkrum kjördæmum, aðeins ef
það getur verið þeim í dag. En
að þeirra úómi má ekki breyta
kjördæmaskipuninni þannig, að
verði til aukins samræmis við
fylgi flokkanna í landinu.
Sameining landsvæða í stærri
kjördæmi er nú mesti þyrnir-
inn í augum Framsóknarmanna.
Óttinn við, að hún leiði til minnk-
andi áhriia strjálbýlisins í þjóð-
félaginu, er ekki hin raunveru-
lega ástæða til andstöðu Fram-
sóknarmanna við málið, heldur
óttinn við að þeir sjálfir missi
þá óréttlátu aðstöðu, sem þeir
hafa til þessa haft í íslenzku
stjórnmálalífL
Mín skoðun er sú, að samein-
ing í stærri kjördæmi, þar sem
bæði sveitir, sjávarþorp og
stærri kaupstaðir eru gerð að
einni hagsmunaheild á Alþingi,
verði til þess að auka skilning
og kveða uiður ágreining, er ó-
vandaðir menn hafa alið á milli
strjálbýlis og þéttbýlis.
Það er lífsnauðsyn bæði bænd
um, sem framleiða meginið af
neyzluvörum landsmanna, og
borgarbúum, sem neyta í stærst-
um mæli framleiðsu bændanna,
að skilningur og gott samstarf
haldist milli þessara hagsmuna
I hópa. Hvorugur getur án annars
verið og hagur kjördæmis þeirra
i heild er hagui beggja.
Ég fæ þvi ekki 9éð neitt því til
fyrirstöðu að sameining kjör-
dæmanna fari fram, og allt tal
um eyðingu héraðanna og enda
lok innar íslenzku bændamenn-
ingar er því marklaust hjal út í
loftið.
Vinstri stjórnin er afsprengi
Hræðslubandalagsins og komm-
únista. Stofnun Hræðslubanda-
lagsins er einn ljótasti leikur,
sem framinn hefur verið við is-
lenzkt lýðræði. Það var því vart
von, að afkvæmi þess og kom-
múnista yrði þjóðinni tii far-
sældar. Vinstri stjórnin var um-
skiptingur, sem þjóðinni var
hollast að losna við sem fyrst.
Við bændur getum ekki borið
til hennar neinn hlýhug, enda
urðu verk hennar okkur til ó-
þurftar. Hún hækkaði allar vör-
ur til landbúnaðarins, en nær
engin hækkun kom á móti á
framleiðsluvörur okkar.
Með breyttri kjördæmaskipan
og kosningalögum megum við
vænta breyttra stjórnarhátta og
íarsælli ríkisstjórna, þar sem
vilji þjóðarinnar liggur að baki.
Skilyrði fyrir
farsælu sfjórn-
málalífi
SIGMUNDUR Magnússon vél-
stjóri lítur á kjördæmamálið frá
bæjardyrum strjálbýlismannsins,
sem byggir afkomu sína á sjáv-
arafla. Honum fórust orð á þessa
leið:
— Sveitir, sjávarpláss og kaup
staðir hafa svo margra sameigin-
legra hagsmuna að gæta í þjóð-
félaginu, að sameining þeirra í
nokkru stærri kjördæmi verður
áreiðanlega engun, þessara að-
ila ti Itjóns. Bættir atvinnuhættir
í þéttbýlinu leiða til bætts efna-
hags fólksins, sem þar býr, og
verður því til þess að auka kaup
þess á framleiðsluvörum sveit-
anna. Samstaða þessara aðila
verður því til þess að efla skiln-
ing og hag beggja.
Ég vil benc- á raforkumál,
sem eitt gleggsta dæmið um sam
eiginlegt hagsmunamál heilla hér
aða. T. J. er Norðausturlandskjör
dæmi ein hagsmunaheild í þessu
efni. Þegar nú margir fulltrúar
þessa svæðis beita sér fyrir lausn
málsins fyrir alla í kjördæminu,
eru stórum meiri líkur til að
árangurs sé að vænta. Fjölda ann
arra málaflokka má nefna, svo
sem vegamál, haínargerðir o. fl.
o. fl.
Framsóknarmenn reyna nú
með öllum ráðum að koma fólki
til að trúa, að sameining í stærri
kjördæmi verði dauðadómur fyr
ir sveitirnar, þ. e. a. s. fólkið
muni ílykkjast til hinna þétt-
býlli staða. Þetta er að sjálf-
sögðu fávisleg röksemdafærsla.
Þar sem til koma stærri hags-
munaheildir er síður hætta á að
menn gangi á rétt annars, og leið
ir því til þess að togstreitan fellur
niður og hreppapólitík hverfur.
Meðal þeirra ástæðna, sem
gerðu það nauðsynlegt að breyta
kjördæmaskipaninni er sú stærst,
að minni hyggju, að þingmanna-
tala flokkanna er nú í engu sam-
ræmi við fylgi þeirra. Þá hefur
breytt íbúatala í einstökum kjör-
dæmum gert það nauðsynlegt, að
kjördæmaDreyting færi fram. —
Hræðsluba.idalagið var einnig
glöggt dæmi um nauðsyn hennar.
Hér er um svo mikið réttlæt-
ismál að ræða, að ekki mátti
lengur dragast að lagfæring væri
gerð, ef við ekki viljum kasta
öllu lýðræði í landi okkar fyrir
borð. Fyrr en réttlát skipan
hefur komizt á, getum við ekki
vænzt heiibrigðrar stjórnmála-
baráttu, og farsæls stjórnmálalífs
í landi okkar.
Það er ástæða til að • minna
á það, að aldrei hefur Sjálfstæð-
isflokkurinn átt jafn miklu fylgi
að fagna með þjóðinni og ein-
mitt nú. Aldrei hafa líkurnar
verið meiri fyrir hann, að geta
með hinu gamla og rangláta
skipulagi, náð hreinum meiri-
hluta á Alþingi. Þetta tækifæri
vildi flokkurinn ekki notfæra
sér, heldur beitir hann sér nú
fyrir breytingu i réttlætisátt og
notar þanaig fylgi sitt með þjóð-
inni. Þetta mál mun hafa djúp-
stæð áhrif á stjórnmálaþróun
Sigmundur Magnússon.
næstu ára. Það er réttlætismál,
sem sý:-ir stjórnmálaþroska
Sjálfstæðismanna.
Við þekkjum öll hinn auma
feril vinstri stjórnarinnar, og
það er lífsnauðsyn fyrir Fram-
sóknarmenn, að ráðleysi hennar
og glópska falli í gleymsku.
Þótt kjördæmamálið sé eitt hið
þýðingarmesta, sem um verður
kosið í næstu kosningum, munu
menn ekki hafa gleymt ferli
vinstri stjórnarinnar og þeim, er
áttu þar drýgstan hlut, Framsókn
armönnum. Á þá setur enginn
traust, sem vill heill og hag þjóð
arinnar. Það verður kosið um alla
þætti þjóðmálanna í kosningun-
um í vor og engu gleymt.
Við munum fylkja okkur um
'Sjálfstæðisflokkinn, sem berst
fyrir heiðarlegri og ábyrgri
stjórnmálastefnu.
Meiri festa i
stjórnmálunum
EINAR G. Jónasson bóndi og
hreppstjóri á Laugalandi á Þela
mörk er kunnur fyrir mikil og
farsæl afskipti sín af þjóðmálum,
sveitarstjórnarmálum og forystu
í félagsmálum sveitar sinnar. —
Einar segir í viðtali við blaðið
um kjördæmamálið:
— Mér finnst sjálfsagt að sama
kosningafyrirkomulagið gildi
alls staðar á landinu. Annað
kemur ekki til mála. Ég hef
raunar um alllangt skeið verið
því fylgjandi, að landið yrði allt
gert að einu kjördæmi og sýnist,
að með því einu móti væri hægt
að viðhafa fyllsta lýðræði. Hins
vegar hef ég 1 seinni tíð fundið á
því svo marga annmarka, að ég
tel það fyrirkomulag, sem nú er
fyrirhugað, með sameingu kjör-
dæmanna, vera heppilegra. Ég
hefði einnig fellt mig við ein-
menningskjördæmi, ef sama fyr
irkomulag hefði gilt um allt land
og þá Reykjavík skipt í einmenn-
ingskjördæmi. Þetta hefði hins
vegar ieitt til þess, að tveir all
stórir stjórnmálaflokkar í land-
inu hefðu þurrkast út, og slíkt
er ekki lýðræði. Þeir eiga að
þurrkast ú^ þegar fólkið vill ekki
kjósa þá.
Ég tel tvímælalaust að það hafi
verið til bóta, þegar stærstu og
fjölmennustu sýslurnar voru gerð
ar að tvímenningskjördæmum
og þar viðhafðar hlutfallskosn-
ingar, enda hefur það sýnt sig,
að það er í mörgum tilfellum
heppilegt að kjördæmin eigi þing
menn af fleiri en einum flokki.
Það stafar alls engin hætta af
sameiningu héraða í stærri kjör-
dæmi, enda verður því aldrei
neitað með rökum, að samstaða
og samvinna er einungis til bóta
fyrir héruðin. Þá gefur auga leið,
að auðveldara er fyrir 5—6 þing-
menn að vinna að hagsmunamál-
um kjördæmis en 1—2. Hitt gildir
einu, þótt þingi.iennirnir séu úr
fleiri flokknum.
Áróður Framsóknarmanna I
kjöTdæmamálinu er fyllilega
skiljanlegur. í fyrsta lagi vilja
þeir halda í þav. sérréttindi, sem
þeir hafa til þessa haft, á sama
tíma og aðrir flokkar krefjast
þeirra réttinda, er þeim ber. Þá
er einnig skiljanlegt, að þeir
vilji að rætt sé aðeins lun kjör-
dæmamálið eitt, því að um
vinstri stjórnina má segja, að
aum var hennar fyrsta ganga en
þó aumust hin síðasta. Fram-
sókn mun áreiðanlega ekki hljóta
aukið fylgi af gjörðum vinstri
stjórnarinnar. Eitt af þeim mál-
um, sem sú stjórn sveik, var ein-
mitt að endurskoða stjórnar-
skrána. ifiskilegast hefði verið,
að nú hefði öll stjórnarskráin
verið endurskoðuð, en hér er þó
leitazt við að bæta úr þvi, er
brýnust þörfin var að lagfæra,
éf halda átti við lýðræði i land-
inu.
Það mun verða sannari þjóðar
vilji, sem í ljós kemur. er fyrir-
huguð breyting hefur verið fram
kvæmd.
Kostir breytingarinnar eru
margir. Hún eykur á lýðræðis-
skipulag. Enginn flokkur eða
flokkar geta þá komist til valda
með brelli m, enda mun banda-
lag Framsóknar- og Alþýðu-
flokksins frá 1956 einmitt hafa
orsakað, að nú er farið út í breyt-
ingu kjördæmaskipunar og kosn
ingalaga.
Þá mun einnig með fyrirhug-
aðrí breytingu fást meiri festa
í íslenzk stjórnmál. Þingmenn
munu ekki verða eins háðir kjós
endum sínum, enda hefur það vilj
að bera við, að á takmörkum
væri, að þeir þyrðu að halda
fram sannfæringu sinni af ótta
við einstaka kjósendur.
Það var áberandi óheillastefna,
sem rekin var í tíð fyrrverandi
ríkisstjórnar, en það var að vald-
ið var flutt út af Alþingi og í
hendur einstakra félagasamtaka.
Það vár ekki Alþingi sem felldi
fyrrverandi ríkisstjórn, heldur
voru það félagasamtök algerlega
óháð löggjafarsamkomunni, sem
urðu henni að aldurtila. Vitan-
iega nær slík öfugþróun engri
átt.
Með kjördæmabreytingunni
munu neildarhagsmunir þjóðar-
innar og heilla landshiuta verða
látnir ráða, en ekki klíkusjónar-
mið tiltölulega fámenns hóps
manna.
□-------------□
O-------------□