Morgunblaðið - 23.06.1959, Page 15
Mánudagur 23. júní 1959
15
MORCV\BLAÐ1Ð
Þorbjörg A. Einarsson
hjúkrunarkona — Kveðja
HÚN andaðist í Landsspítalan-
um að morgni hins 16. júní sl.
eftir að hafa legið alveg rúm-
föst síðustu þrjá mánuðina. í
nóvember var hún skorin upp við
meinsemd, sem eigi tókst að út-
rýma.
Frú Þorbjörg var borin og
barnfædd að Brekkulæk í Ytri-
Torfustaðahreppi í Miðfirði 13.
dag septembermánaðar 1893. For-
eldrar hennar voru Ásmundur
Jónsson, bóndi þar, og kona hans,
Margrét Bjarnadóttir. Þeim mun
hafa orðið sex barna auðið.
Ekki var hún gömul að árum
er heimahagarnir virtust henni
þröngur starfsvöllur. Hún hafði
séð á eftir bróður sínum árið
1910, er hann lagði út í heiminn
og hélt til Danmerkur. Það var
Friðrik Ásmundsson Brekkan,
sem síðar gerðist rithöfundur.
Hún tók sig upp og sigldi til Hafn
ar 1911, þá 18 ára gömul. Þar
nam hún hjúkrunarfræði og vann
síðan við hjúkrun á ýmsum stöð-
um í Danmörku, bæði sem bæjar-
hjúkrunarkona og í sjúkrahúsum.
Heim kom hún árið 1923, eftir að
hafa verið rúman áratug erlendis
að þessu sinni. Hún hafði aflað
sér staðgóðrar þekkingar þessi
árin og mátti heita ágætlega
undir störf búin hér, en ekki varð
dvölin heima löng að þessu sinni.
12. nóv. 1925 giftist hún Stein-
grími Einarssyni lækni, sem síð-
an varð sjúkrahúslæknir á Siglu-
firði og nú sigldi hún með honum
til Ameríku, þar sem þau voru
um kyrrt í nálega tvö ár. Það er
ekkert sennilegra en hún hafi
þann tíma notað líka til þess að
viða að sér þekkingu og hag-
nýtri reynslu Vestmanna í hjúkr-
unarmálum, sem síðar mætti
notfæra sér.
Eftir heimkomuna settust þau
nokkru síðar að á Siglufirði, þar
sem maður hennar tók við hinu
nýja sjúkrahúsi, 1928, og þar
bjuggu þau þar til hann andaðist
29. júní 1941.
Mér er sagt að þau árin hafi
hún stýrt heimili þeirra hjóna
með mestu rausn og smekkvísi.
Hún studdi mann sinn með ráð-
um og dáð við hin miklu störf
er biðu hans við mótun og upp-
byggingu sjúkrahússins. Má óef-
að telja að nú hafi það komið í
góðar þarfir, sem hún hafði séð
og numið meðan hún var utan-
lands. Jafnframt sinnti hún þessi
árin menningar- og framfaramál-
um Siglufjarðar af hinni mestu
ósérhlífni. En árið 1942 flutti hún
sig búferlum með tvær ungar
dætur sínar og þá lá leiðin til
Akureyrar. Með manni sínum
hafði hún eignast þrjú börn,
dreng fyrstan barna, sem dó ung-
ur. Nú hóf hún hjúkrunarstörf
fyrir alvöru og við þau vann hún
þar í bæ þar til hún fluttist til
Hafnarfjarðar árið 1953 ög réðist
til starfa sem forstöðukona og
yfirhjúkrunarkona, að hjúkrun-
arspítala Hafnarfjarðar að Sól-
vangi, og við þau störf var hún
þar til yfir lauk á þessu vori.
Það voru mörg og margvísleg
störf er biðu hinnar nálega sex-
tugu konu, er hún settist í hús-
móðursætið að Sólvangi miðsum-
ars 1953. Allt þurfti að byggja
upp af grunni. Allt, sem venju-
legu heimili er nauðsynlegt,
þurfti að útvega og úr því þurfti
að shíða og sauma. En þeim mun
meiri vinna var þetta, sem hér
var á ferðinni stærra heimili en
venjulega gerist. Hér var á ferð-
inni stofnun sem hugmyndin var,
að hýsti 100 næturgesti og vel
það, enda þurfti allur búnaður
innanstokks að miðast við það.
En hinni ráðsettu húsmóður fórst
þetta verk vel úr hendi, með að-
stoð og í náinni samvinnu við
gott og viturt fólk. Og þar með
lauk þeim þætti eftir erfiðan og
langan vinnudag.
Kynni okkar tókust í ársbyrjun
1954. Það varð fljótlega ljóst að
hér fór kona, sem kunni vel til
verka, var ótrauð til starfa hve-
nær sem á þurfti að halda, jafnt
að nóttu sem degi, og hljóp í
skörðin hvar sem manns handar
var þörf, hafði ríka ábyrgðartil-
finningu og lét sér annt um hag
stofnunarinnar í hvívetna.
Hinu er heldur ekki að neita,
að hún krafðist hins sama af öðr-
um. Hún var ósvikinn fulltrúi
þeirrar kynslóðar, sem mat mikils
árvekni og skyldurækni. í því
var hún eigi hálf frekar en öðru.
Nú er þessu samstarfi okkar
lokið. Eftir eru minningarnar um
hina starfsömu húsmóður, ágætu
hjúkrunarkonu og atkvæðamiklu
yfirhjúkrunarkonu. í hugum vist-
manna geymast minningar um
stórbrotna mannkostamanneskju,
sem vann verk sín af mikilli kost-
gæfni og árvekni meðan stætt
var. Fyrir þetta hef ég verið beð
inn að þakka af alúð.
Okkur samstarfsfólki hennar
fer hin mikilvirka hjúkrunar-
kona seint úr minni vegna áhuga
hennar og ósérhlífni er til hennar
var leitað í smáu og stóru. Við
þökkum þessi samveruár og
munum minnast hennar með
virðingu.
Dætrum hennar og öðrum nán-
um aðstandendum votta ég inni-
lega samúð.
Persón'ulega hef ég ýmislegt að
þakka frú Þorbjörgu frá liðnum
r ...
samstarfsárum. Allt frá fyrstu
tíð er við tókum samstarfs hér
að Sólvangi fyrir liðlega 5 árum
og til síðustu stundar, var hún
hin sívakandi vökukona, sem
aldrei lét merki sitt niður falla.
Hún var venjulega fyrst á vett-
vang er einhvers var þörf. Þeim
verður mikið úr verki á löngum
starfdegi, sem þann veg haga
störfum sínum. Fyrir hennar
ómetanlega þátt í daglegum störf
um Sólvangs fyrsta 5 ára starfs-
tímabilið verður henni aldrei of-
þakkað né ofmetið.
Blessuð sé minning slíkra
höfðingskvenna.
Ól. Ólafsson.
Sigurður
frá Höfnum
HANN var fæddur í Höfnum á
Skaga 2. maí 1880, og dó 10. þ. m.
í Landakotsspítala.
Foreldrar hans voru hjónin
Árni Sigurðsson og Jónína Þ.
Jónsdóttir frá Espihóli í Eyja-
firði.
Sex ára gamall missti hann
föður sinn, en móðir hans bjó
áfram rausnarbúi, eins og verið
hafði hjá föður hans og afa —
á þessari stóru og kostamiklu
jörð.
Er móðir hans hætti búskap,
og flutti til dóttur sinnar, tók
hann að sjálfsögðu við búinu —
og jörðina, sem verið hafði ríkis-
eign, keypti hann.
Hann giftist aldrei, en tvö börn
eignaðist hann, Árna, með Guð-
ríði Rafnsdóttur, og með einni af
ráðskonum sínum, Guðrúnu Stef-
ánsdóttur, Sigríði, er hann flutti
til þá, er hann hafði selt jörð og
bú — og dvaldist í húsi hennar
til þess er yfir lauk.
Það gefur auga leið að ýmsum
örðugleikum mætti hann í líf-
inu, því — það, að halda vanda-
lausar ráðskonur, ýmist stuttan
eða lengri tíma orsakar oft
árekstra, sem öllum, og hvað
helzt bóndanum, hljóta að leiða
til skaða og skapraunar.
En sá ljóður var á skapgerð
þessa móðurbróður míns, að
lund hans var erfið og skapið oft
þungt — þó aldrei væri hann mér
annað en sá góði frændi, skraf-
hreyfinn og skemmtilegur.
Eitt sinn skrifaði ég honum og
bað hann leyfis að koma til hans
í sumarleyfi mínu, og hafa með
mér gest eða gesti.
*
Arnason
— Minning
Hann skrifaði mér um hæl,
stutt og laggott bréf: „Vertu vel-
kominn frændi, með hverja sem
þú vilt“.
Við fórum þangað þrír og
dvöldum þar daga — í góðu yfir-
læti. Er við fórum bauð annar
félagi minn honum greiðslu.
Hann svaraði: „Gerðu upp við
Árna — þið eruð gestir hans, en
ekki mínir“. Honum datt ekki í
hug að selja greiða, beinlínis eða
óbeinlínis. Hann lét flytja okkur
á hestum, inn á Skagaströnd.
Framkoma hans sýndi með-
fædda höfðingslund hans, en
flutningurinn rausn gestgjafans.
Sveitungi hans, sem unnið
hafði hjá honum, bað hann eitt
sinn að lána sér bát, er hann
vissi að Sigurði var sárt um, und-
ir rekavið er hann hafði selt hon-
um.
Hann svaraði: „Þú vannst að
smíði bátsins, og því færðu hann
fúslega. Þér ætla ég um leið að
segja hvaða nafn ég gaf bátnum,
en það veit enginn annar“. Þann
veg sagði hann frá vináttu sinni,
manni, sem hann mat, og unnið
hafði honum vel.
Mér dettur ekki í hug að hann
hafi nokkru sinni sagt Guðrúnu
hug sinn allan, en mér er kunn-
ugt um að hann mat hana að
verðleikum.
Dóttir þeirra var augasteinninn
hans, sem svo er kallað, og sonur
hennar var aufúsugestur í her-
bergið til afa síns.
Syni sínum gleymdi Sigurður
ekki, þegar hann þurfti aðstoðar
við, þó aldrei segði hann mér frá
því.
Lengst af manndómsárum sín-
um, tel ég að hann hafi ekki ver-
ið ánægður með lífið, eða ham-
ingjusamur sem svo er kallað
vegna sinna erfiðu skapsmuna —
en eftir að hann flutti hingað
suður, og settist sem kallað er, í
helgan stein, færðist yfir líf hans
ró og friður — sem bezt kom
fram, er vanheilsa han ágerðist.
Sjúkdómi sínum tók hann með
karlmennsku og stillingu, kvart-
aið aldrei, og æðruorð komu ekki
af vörum hans.
Hann trúði á Guð, og treysti á
framhald lífsins.
Séra Sigurjón Árnason, frændi
hans og góðvinur, talaði yfir
moldum hans og kastaði á hann
rekunum.
Árni B. Knudsen.
Friðfinnur Gíslason
verkstjóri — Minning
1 DAG fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík útför Friðfinns
Gíslasonar verkstjóra, sem and-
aðist hinn 13. þ. m. í sjúkrahúsi
Hvítabandsins. Banamein hans
var hjartabilun.
Friðfinnur var fæddur hér í
Reykjavík hinn 18. október 1893,
foreldrar hans voru þau Gísli
Þórðarson og kona hans, Ingi-
björg Ólafsdóttir, sem lengi
bjuggu á Bakkastíg 5 hér í bæn-
um, eru þau bæði látin fyrir
mörgum árum. Þau systkinin
voru fjögur, af þeim eru tvær
systur hans dánar fyrir nokkrum
árum, en frú Ólafía er sú eina af
þeim systkinum sem eftir lifir.
Þann 18. desember 1920 kvænt-
ist Friðfinnur eftirlifandi eigin-
konu sinni, frú Stefaníu Guð-
mundsdóttur, dóttir merkishjón-
anna Guðmundar Stefánssonar
og Þórunnar Einarsdóttur, sem
bjuggu allan sinn búskap í
Hvassahrauni við mikla rausn, en
síðustu árin dvaldi frú Þórunn
á heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar og reyndist Friðfinnur
henni ástríkur og umhyggjusam-
ur tengdasonur.
Þau Stefanía og Friðfinnur
hafa búið allan sinn búskap á Ný-
lendugötunni, fyrst í húsinu
númer 21 og síðar í húsinu númer
16. Þau eignuðust fjögur mann-
vænleg börn, Ingibjörgu, sem
gift er Davíð Guðmundssyni,
verkstjóra í Vélsmiðjunni Héðini,
Þórunni, sem gift er Sigfúsi Jóns-
syni, rafvirkjameistara frá Sauð-
árkóki, og Margréti og Einar, sem
eru ógift í foreldrahúsum.
Friðfinnur starfaði allan sinn
aldur hér í Reykjavík, fyrst sem
fiskimatsmaður, en síðar eða um
35 ára skeið sem verkstjóri, fyrst
hjá Fiskverkunarstöðinni Dverg-
ur, en síðar um níu ára bil hjá
Bæjarútgerð Reykjavíkur. Starf-
ið var honum ánægja, en framan
af var vinnudagurinn langur, því
þegar heim var komið að afloknu
erfiðu og erilssömu dagsverki,
þurfti hann að útbúa allar vinnu-
skýrslur. Á þeim árum var vinnu-
tíminn lengri en nú er og er þar
um gleðilega framför að ræða.
Friðfinnur var sérstaklega vel
látinn sem verkstjóri bæði af
húsbændum og starfsfólki; ég
hygg að leitun hafi verið á öðr-
um betri. A þeim árum sem hann
starfaði hjá Fiskverkunarstöðinni
Dvergur kom ég þangað nokkr-
um sinnum. Mér er það sérstak-
lega minnisstætt hve öll um-
gengni var þar góð. Hygg ég að
erfitt hafi verið að finna þá staði
sem því tóku fram.
Friðfinnur var sérstakt prúð-
menni í öllu dagfari. Hann var
gæddur góðum gáfum, glaður og
reifur í vinahópi, en undir niðri
viðkvæmur og dulur. Sjúkdóms
þess, sem leiddi hann til bana,
kenndi hann fyrst fyrir tveimur
árum, en svo virtist sem hann
hefði náð sæmilegum bata, enda
gekk hann ótrauður að starfi. Um
mánaðamótin apríl-maí fékk
hann vonda inflúenzu; hann fór
þó aftur til vinnu eins og ekkert
hefði í skorizt, en þann 18. f. m.
tók sig aftur upp sjúkdómur sá,
sem hafði þjáð hann fyrir tveim-
ur árum og nú varð ekki við neitt
ráðið. Veikindum sínum tók Frið-
'finnur með mikilli karlmennsku
og sálarró, þrek hans og vilja-
kráftur var óbilandi til hins síð-
asta, en vafalaust hefur hann vit-
að hvert stefndi.
Við fráfall Friðfinns er sár
harmur kveðinn að eiginkonu
hans, börnum, barnabörnum,
systur og öllum ættingjum og
venzlafólki, en minningin um
góðan dreng lifir. Hann mun
jafnan verða hugstæður öllum
þeim er honum kynntust, en þó
sérstaklega þeim sem kynntust
honum bezt. Hann var ástríkur
eiginmaður og faðir, velferð
heimilisins var honum allt. Meðal
allra þeirra, sem þekktu hann,
lifir minningin um prúðmennsku
hans og fölskvalausa hlýju.
Við hjónin þökkum honura
einlæga vináttu og tryggð á liðn-
um árum og biðjum algóðan Guð
að vaka yfir eiginkonu hans,
börnum þeirra og ástvinum öll-
um.
'Sggert Kristjánsson.
★
í DAG verður til moldar borinn
Friðfinnur Gíslason, yfirverk-
stjóri við saltfiskverkun Bæjar-
útgerðar Reykjavíkur.
Friðfinnur hafði allt frá unga
aldri unnið við þá starfsgrein,
sem fólkið við sjávarsíðuna
byggði líf sitt og afkomu á. I
Vesturbænum var athafnasvæði
hans lengst af, þar sem mörg
heimilin stunduðu saltfiskverkun
sem eins konar heimilisiðnað.
Hann gjörðist snemma leið-
beinandi og verkstjóri í stórri
fiskverkunarstöð, þar sem marg-
ur unglingurinn fékk sínar fyrstu
leiðbeiningar við vinnubrögðin
hjá Friðfinni. Þá framleiddu ís-
lendingar þurrkaðan saltfisk í
þúsundum smálesta, fisk, sem
þótti betri að gæðum en nokk-
urra annarra.
Friðfinnur sálugi og margir
starfsbræður hans áttu sinn
mikla og góða þátt í því, hversu
íslenzkur saltfiskur átti miklum
vinsældum að fagna í hinum
ýmsu löndum heims, allt frá
ítalíu, Spáni, Portúgal til Argen-
tínu og Brasilíu.
Mikið starf og samvizkusemi
allra, sem að þessari framleiðslu
unnu, lá til grundvallar fyrir
þessu góða áliti á fiskinum. Allt
frá sjómanninum um borð, til
verkamannanna, sem vöskuðu, til
unglinga og fullorðinna, sem
önnuðust breiðslu, samantekt og
stökkun, til fiskimatsmannanna
og síðast, en ekki sízt, til verk-
stjóranna, sem með glöggum aug-
um fylgdust með öllum verkum
á landi, leiðbeindu og fundu að,
þar sem það átti við, undir yfir-
stjórn útvegsmanna, sem létu sér
annt um að hafa góða vöru á
boðstólum framar öllu öðru og
vissu hvers virði það var fyrir
land og þjóð.
Það var mikið happ fyrir Bæj-
arútgerð Reykjavíkur, þegar hún
hóf starfsemi sína við saltfisk-
verkun, að fá til starfs sem aðal-
verkstjóra Friðfinn Gíslason.
Kunnátta hans og vandvirkni,
samfara óvenjulegri samvizku-
semi og ljúfmennsku, var alkunn.
Leggja þurfti traustan grund-
völl að þessu stóra fyrirtæki bæj-
arbúa, sem átti eftir að verða
stærsta saltfiskverkunarstöð
landsins. Á sínum gömlu slóðum
byrjaði Friðfinnur störfin hjá
Bæjarútgerð Reykjavíkur, en í
nýjum húsakynnum. Mörg sporin
frá fyrri árum átti hann á reitun-
um þarna. Fullorðna fólkið dreif
að, það hélt tryggð sinni við salt-
fiskinn og verkun hans og vildi
vinna undir stjórn Friðfinns.
Unglingarnir komu einnig, þegar
skólunum lauk, einnig' börnin,
sum hver til þess að vinna sín
fyrstu handtök, sem þau fengu
laun fyrir.
Það var bjart yfir fiskverkunar
stöð Bæjarútgerðar Reykjavíkur
við Grandaveg, þegar unglinga-
og barnahópurinn, ásamt full-
orðna fólkinu, breiddi og tók
saman og stakkaði úti og inni,
Framh. á bls. 23.