Morgunblaðið - 23.06.1959, Side 23
Mánudagur 23. júní 1959
MORGUNBLAÐIÐ
23
//
Uppreisn44 í Tjarnarbíó
SÁ ATBUHÐUR gerðist á sunnu-
dagskvöldið að sjösýningargestir
í Tjarnarbíói neituðu að fara
heim og rýma húsið fyrir gest-
um á níusýningu, sem biðu
frammi í anddyrinu. Var ekki
foúið að rýma húsið fyrr en á
seinni hálftímanum í tíu og hófst
„níusýning“ um tíu leytið.
Tildrög þessa kynlega atburðar
eru þau, að sýningarmenn bíós-
ins voru í fríi og leysti þá af ut-
anaðkomandi maður, sem þó hef-
ur full réttindi til að sýna kvik-
myndir. Er á sýninguna leið
tókst honum heldur óhönduglega,
spólan sliL.aði hvað eftir annað.
Er sýningunni loks var lokið,
neitaði helmingur bíógesta að
fara fyrr en þeir hefðu séð seinni
hluta myndarinnar aftur. Voru
lögregluþjónar kvaddir á vett-
vang, en þeir vissu ekki hvað
þeir áttu í málinu að gera. Sátu
bíógestir sem fastast, þrátt fyrir
áskoranir —- að víkja, og fóru
V öruf Ititningabíll
valt út í sjó
í KVÖLD voru tveir starfsmenn
Vöku með öflugan kranabíl upp
hjá Þyrli, og biðu eftir því að út
fjaraði í firðinum. Þá skyldi
hefjast björgunarstarf, við að ná
upp á veginn vöruflutningabíl,
sem oltið hafði 30—40 m. um há-
degisbilið og lent út í sjó.
Einn maður hafði verið í bíln-
um og hafði hann komizt hjálp-
arlaust út úr og alveg óskadd-
aður.
Búizt var við að kranabíllinn
kæmi til Reykjavíkur með vöru-
bílinn í nótt.
— Minning
Framh. af bls. 15.
samfelldur kliður gamla og nýja
tímans undir handleiðslu prúð-
mennisins, sem nú er látinn.
Starfsfólk Bæjarútgerðar
Reykjavíkur, æðri sem lægri,
þakka Friðfinni Gíslasyni, aðal-
verkstjóra, samstarfið. Það minn-
ist ljúfmennsku hans í samstarf-
inu, leiðbeininga hans og sam-
vizkusemi, sem kom fram í öllu
því, sem hann tók sér fyrir hend-
ur meðan heilsa entist.
Það sendir eiginkonu hans,
börnum og öðrum ástvinum, inni-
legar samúðarkveðjur og biður
þeim blessunar.
Hvíl í friði, látni samstarfs-
maður, þökk fyrir samfylgdina.
Jón Axel Pétursson.
ekki fyrr en miðum á mánudags-
sýningar hafði verið dreift til
þeirra. Hófst þá níusýningin kl.
10 eins og áður er getið.
í gær komu svo hinir óánægðu
bíógestir á sýningar kvikmynda-
hússins eða fengu nýju miðana
endurgreidda — ánægðir með ár-
angurinn af uppreisninni.
Vanguard III
CANAVERAL-höfða, 22. júní. —
Bandaríkjamenn skutu í kvöld
Vanguard III út í geiminn. Hlut-
verk þessa nýja „gervihnattar" er
að mæla hitaútgeislun jarðar og
sólar — og á hann að ganga um-
hcerfis jörðu 12 sinnum á sólar-
hring. Ef allt gengur samkvæmt
áætlun munu upplýsingar þær,
sem Vanguard veitir verða mjög
mikilsverðar vísindamönnum.
Sjálft „gervitunglið“ vegur lið-
lega tíu kíló — og í hnettinum
eru margbrotin mæli- og sendi-
tækl. —
Féll niður af vinnu
pöllura og slasaðist
UM hádegisbilið í gær varð það
slys við hina nýju Langholts-
kirkju, að annar verkstjórinn
við bygginguna, Bergþór Theó-
dórsson, féll niður af vinnupöll-
um og var fluttur á Slysavarð-
stofuna. Leið honum í gærkvöldi
vel eftir atvinkum.
Slysið vildi til með þeim hætti,
að Bergþór var að ganga niður
stiga er hann fékk aðsvif og féll
niður. Fór hann gegnum tvo
vinnupalla og braut þá, en þeir
munu samt hafa tekið af honum
mesta fallið. Ekki var í gærkvöldi
búið að ganga úr skugga um
meiðsli hans, en hann var óbrot-
Maðiir á reiðlijóli
slasast
SÍÐDEGIS á sunnudagskvöldið
varð slys hér í Miðbænum á
horni Vesturgötu og Grófarinnar.
Vörubíll ók á mann á reiðhjóli,
Óskát Pétursson Barmahlíð 15.
Er það maður um fimmtugt.
Fékk hann mjög slæma byltu og
höfuðhögg svo mikið, að hann
var rænulaus í nær sólarhring.
Kom töluverður áverki á höfuð
hans. Þá hlaut hann opið bein-
brot um ökla. Óskar var fluttur
í Landsspítalann.
Gangið í Heimdall
EINS og áður hefur verið skýrt frá, er hafin víðtæk söfnun nýrra
félaga í Heimdall, félag ungra Sjálfstæðismanna.
Er gert ráð fyrir, að þessari söfnun Ijúki á kjördag.
Skv. 4. gr. félagslaga geta allir Sjálfstæðismenn á aldrinum
16—35 ára orðið meðlimir í félaginu.
Sjálfstæðisflokknum er að sjálfsögðu mikill styrkur í, að sem
flestir fylgismanna hans gangi í eitthvert sjálfstæðisfélag. Þess
vegna hvetur Heimdallur allt reykvískt æskufólk, sem stuðla vill
að sigri Sjálfstæðisflokksins, að ganga í félagið.
Það er hægt að gera með því að klippa út meðfylgjandi seðil
og senda hann útfylltan til skrifstofu Heimdallar, Valhöll, Suður-
götu 39. —
Ég undirritaður(uð) óska að ganga í Heimdall, félag ungra
Sj álf stæðismanna.
NAFN: .............................. F.d.
HEIMILI: ............................... SÍMI:
VINNUSTAÐUR: ..............SKÓLI:
Tögarinn Ágúst
í árekstri
HAFNARFIRÐI — Fyrir helgina
komu hingað tveir togarar af
Nýfundnalandsmiðum: Röðull
seint á föstudagskvöld með full-
fermi og talsvert á dekki, Agúst
á laugardag og var lokið við að
landa úr honum um miðnætti
þann dag. Varð hann að leggja af
stað heimleiðis áður en hann
hafði náð fullfermi, vegna þess
að hann lenti í árekstri við tog-
arann Svalbak frá Akureyri, þar
sem þeir voru að toga á miðun
um. Mun stjórnborðssíða Ágústs
hafa skemmzt talsvert, en þó ekki
það mikið að hann þyrfti á að-
stoð að halda til að komast heim.
Var farið með togarann í slipp
þegar að löndun lokinni sl. laugar
dag, og er talið að það taki a. m.
k. hálfan mánuð að gera við
skemmdirnar.
Síldarbátarnir eru nú farnir
norður, en þeir eru um 10 tals-
ins, og hafa þrír þeirra þegar
fengið síld. Tveir bátar stunda
héðan reknetjaveiðar og hafa
stundum fengið dágóða veiði.
— G. E,
— Deila Adenauers
Framhald af bls. 1.
flokks síns. Dró hann enga dul á
það, að hann óttaðist að eftirmað
ur hans mundi ekki fær um að
halda dyggilega á stjórnartaum-
unum. Þá var orðið ljóst, að meiri
hluti þingflokks Kristilegra demó
krata hafði skipað sér undir
merki Erhards — og ákveðið að
kjósa hann í kanslaraembættið.
Og Erhard brást þunglega við.
Formælandi þingflokks Kristi-
legra demókrata, Heinrich Krone,
lét svo um mælt að afloknum
fundinum í dag, að hann hefði
nýverið flutt Erhard bréf frá
Adenauer — og var á honum að
skilja, að hér væri um mikilvæga
orðsendingu að ræða. Ekki vildi
hann þó ræða efni hennar.
Krone sagði hins vegar, að ekki
yrði auðvelt að leysa deilu þeirra.
★
Orðrómur er á kreiki þess
efnis, að nokkrir þingmenn
Krstilegra demókrata hyggist
taka höndum saman við stjórnar-
andstöðuna til þess að koma
Adenauer úr kanslaraembættinu
— og gangast síðan fyrir því að
Erhard verði falið embættið.
★
Erhard á miklu fylgi að fagna
meðal forystumanna flokksins
um allt landið. Jafnframt nýtur
hann stuðnings fjársterlcari afla
flokksins að því að talið er, en
Erhard er manna mest þökkuð
hin blómlega efnahagsþróun í V-
Þýzkalands síðan í styrjaldar-
lokin.
Enda þótt Erhard eigi hauka í
horni í þingflokknum á Adenauer
að því er virðist öflugra fylgi
þar — og meðal hinna almennu
kjósenda flokksins hefur Aden-
auer hingað til átt öflugu fylgi
að fagna.
Fullvíst er talið, að sambands-
nefnd Kristilega demókrata-
flokksins komi saman til þess að
ræða deilu þeirra Adenauers og
Erhards.
Svo virtist sem þeir hefðu
sætzt að fullu eftir heimkomu
Erhards, en í viðtali við frétta-
mann New York Times gekk
Adenauer svo langt að vefengja
stjórnmálahæfileika Erhards. —
Þótti Erhard þá nóg komið — og
hafði jafnvel á orði að segja af
sér, ef hann fengi ekki leiðrétt-
ingu mála sinna.
★
Um helgina sagði Adenauer
svo í viðtali: Ég er formaður
flokksins — og það verð ég. Dró
hann enga dul á það, að hann
mundi ekki láta hlut sinn fyrir
Erhard fyrr en í fulla hnefana.
Kvaðst Adenauer mundu gegna
embætti til næstu þingkosninga,
sem fram eiga að fara 1961 — og
ef flokkur hans ynni þær kosn-
ingar mundi hann sjá til þess að
áhrifa hans gætti enn um skeið
' í stjórn V-Þýzkalands.
Við þökkum auðsýnda vináttu á 60 ára afmæluni okkar
29. maí og 5. júní s.L
Lárus Halldórsson, Kristín Magnúsdóttir.
Alúðar þakkir til ættingja, vina og samherja erlendra
og innlendra, sem á margvíslegan hátt heiðruðu mig á
sjötugs-afmæli mínu 14. júní s.L
Ben. G. Waage.
Lokað
vegna jarðarfarar kl. 1—íVi-
Matardeildin
Hafnarstræti 5.
Faðir okkar
ÞÖIÍÐI K GEIRSSON
Suðurgötu 26,
andaðist í Landakotsspítala 22. júní.
Börnin.
Hjartkær eiginkona mín, móðir og dóttir
ALGA EGILSDÓTTIR
lézt í Landsspítalanum að kvöldi 21. júní.
Marteinn Jónasson, Agla Marta Marteinsdóttir,
Jóhanna Lárusdóttir.
Systir mín ^
SIGRlÐUR JAKOBSDÓTTIR
andáðist 20. þessa mánaðar.
Guðrún Jakobsdóttir.
GUÐRON jónsdóttir
Veltusundi 3B,
andaðist á Landakotsspítala þ. 21. þ.m. Jarðarförin
tilkynnt síðar.
F. h. aðstandenda.
Ingvar Ingvarsson.
Jarðarför mannsins míns
EGGERTS JÓNSSONAR
kaupmanns, Óðinsgötu 30,
sem andaðist 17. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 25. júní kl. 2 e.h. Kirkjuathöfninni verður
útvarpað. Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Sigurbjörg Pálsdóttir.
Móðir okkar
MJRÍÐUR HELGADÓTTIR
frá Borgarnesi,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn
24. þ.m. kl. 10,30 f.h.
Bömin.
Faðir okkar
MAGNtS MAGNUSSON
verkstjóri, Melshúsum,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
24. júní kl. 2 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Böra hins látna.
Eiginmaður minn
SVERRIR ÁSKELLSSON
málarameistri,
se mandaðist 18. þ.m. verður jarðsungin fimmtudaginn
25. júní kl. 2 e.h. frá heimili sínu Vesturgötu 129 Akra-
nesi.
Halldóra Oiafsdóttir.
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og vinsemd við fráfall systur okkar
KRISTlNAR BLÖNDAL
Systkinin frá Gilsstöðum.