Morgunblaðið - 11.07.1959, Qupperneq 14
14
MORCVNfíf/AÐlÐ
Laugardagur 11. júlí 1959
Chevrolet
Glæsileg, sérstaklega vel með farin Chevrolet Bel
Air ’55 einkabifreið til sölu. Bifreiðin er sjálfskipt,
með vökvastýri og ,,power“ hemlum.
Bifreiðin verður til sýnis og sölu í dag og á
morgun kl. 2—6 e.h. báða dagana á Melhaga 10.
S í LD
Vantar nokkrar vanar síldarstúlkur til Raufarhafnar.
Upplýsingar í síma 34580 og Raufarhöfn í síma 25.
GUNNAR HALLDÓRSSON H.F.
Viðaruli og hessían (þéltur)
fyrirliggjandi.
Ó.V. Jóhannsson Co.
Hafnarstræti 19 — Sími 12363.
Innheimtumaður
óskast nú þegar til innheimtu á félagsgjöldum.
Umsóknir sendist til afgr. Mbl. fyrir miðvikudags-
kvöld, merktar: „Innheimtumaður—9898“.
L O K A Ð
vegna sumarleyfa frá 11. júlí — 4. ágúst.
Blindravinafélag íslands
Ingólfsstræti 16, sími 14046.
Ptrket T-Ball
Hagsýnn maður! Hann veit að
skriftin verður að vera jöfn
og áferðarfalleg. Þessvegna
notar hann hinn frábæra
Parker T-Ball . . . þann gæða-
penna sem skrifar jafnt og
áferðarfallega. Gefur strax
og honum er beitt. Rispar
ekki.
Pourcus kúla einkaleyfi PARKERS
Blekið streymir um kúluna og matar
hina fjölmörgu blekholur . . . Þetta
tryggir að blekið er alltaf skrifhæft
í oddinum.
Parker kúlupenni
A PRODUCT OF THE PARKER PEN COMPANY
9-B214
Alma Jóhannsdóttir Möller
IHinningarorð
ALMA var fædd á Blönduósi 1.
maí 1890, dóttir hjönanna Al-
vildu f. Hansen og Jóhanns G.
Möller kaupmanns. Alma var
yngst af stórum systkinahóp.
Þrettán ára gömul missti hún
föður sinn ,én ólst upp með móð-
ur sinni og systkinum á mesta
rausnar- og myndarheimili.
Af kunnngum er mér sagt að
frú Möller hafi aldrei fallið verk
úr hendi, og stjórn heimilisins
hafi verið með stakri prýði. Það
mun aðallega hafa verið Ólafur
Möller, sem stjórnaði verzlunin-
inni eftir lát föður síns. Möllers-
heimilið var mjög glaðvært og
alveg sérstaklega músikalskt, —
mjög mikið um söng og hljóðfæra
slátt.
Það kom fljótt í ljós, að Alma
var sérstaklega músíkölsk og trú
hneigð, hún treysti strax sem
unglingur á handleiðslu Guðs.
Þegar Ólafur Möller dó í blóma
lífsins, fluttu þær mæðgur til
Lúsindu dóttur frú Möller og
tengdasonar hennar Gísla ísleifs-
sonar sýslumanns á Blönduósi og
dvöldu þar þangað til Gísli flutt-
ist til Reykjavíkur 1913, en þá
fluttu þær mæðgur til Sauðár-
króks.
Sumarið 1914, 10. júlí, giftist
Alma Runólfi Björnssyni á Korn-
sá og hófu þau búskap á parti af
jörðinni. Kornsárheimilið var eitt
framsta heimili í Austur-Húna-
vatnssýslu um mennngar- og
myndarbrag. Móðir ölmu flutt-
ist mð henni að Kornsá og dvaldi
þar til dauðadags.
Kynni okkar ölmu hófust sum
arið 1916, en ég dvaldi allt sum-
arið á heimili Björns móðurbróð-
ur míns og hans ágætu konu, Ing-
unnar frá Melum. Á Kornsá sé ég
ölmu fyrst, þessa ungu og glæsi
legu kaupstaðarstúlku, sem þá
var orðin sveitakona og tveggja
barna móðir. Ég dáðist oft að
Ölmu fyrir hvað hún lagði sig
alla fram við að rækja sem bezt
móður- og húsmóðurstörfin. Hún
var alltaf glöð og spaugsöm, sí-
vinnandi og aldrei heyrðist öf-
undarorð frá henni, þó við, hitt
unga fólkið, færum að skemmta
okkur í útreiðartúrum o.s.frv., en
Alma yrði að vera heima hjá
börnum ^ínum. Hún tók með
innilegri gleði þátt í því, sem ég
sagði henni frá ferðum mínum og
skemmtunuM, en aldrei var hún
glaðari en þegar hún gat gefið
sér tíma til að spila fýrir mig
á orgelið.
Svo liðu árin. Vegir okkar
skildu. Börnunum fjölgaði hjá
þeim Ölmu og Runólfi, þau urðu
alls sjö, og því fylgdu auðvitað
ýmsir erfiðleikar eins og gerist.
Haustið 1925 kom ég aftur til
dvalar í Húnavatnssýslu sem
vefnaðarkennari við Kvennaskól-
ann á Blönduósi. Þá tókust aftur
upp fyrri kynni mín við Kornsár-
heimilið. Ég skrapp fram að
Kornsá í jólaleyfi og oftar, og
alltaf er mér tekið með sömu
elskulegu hlýjunni og góðvild-
inni. Fann ég að Alma hugsaði
fyrst og fremst um börnin sín,
hugsaði um að koma þeim tií
náms, og að þau gætu orðið sem
beztir þjóðfélagsþegnar. Alma
skilur útþrá barnanna og að þau
laðast ekki að sveitastörfum. Ég
hygg að þar hafi oft verið þungur
róður fyrir Ölmu, því að Runólf-
ur er allur bundinn við sveitina
og móður jörð.
Bæði voru þau hjón elskulegar
manneskjur, já úrvalsfólk, hvort
á sínu sviði ,en skapgerð og upp-
eldi gerólíkt. Það hlaut því svo
að fara að þau slitu samvistum.
Eftir það var Alma hjá börnum
sínum sitt á hvað, þó nú síðustu
árin mest í Keflavík hjá Ingunni
dóttur sinni og tengdasyni sínum,
Kristjáni Oddssyni. f janúar 1947
varð Alma fyrir þeirri þungu sorg
að missa uppáhaldsson sinn, Jó-
hann, frá konu og tveimur ung-
um sonum. Þá var það trúin á
guðs handleiðslu, sem hjálpar
henni ,hún var svo sannfærð um
framhaldslíf, og að Guð sneri á-
vallt öllu á bezta veg. Ég hefi
enga konu þekkt, sem var meiri
og betri móðir en Alma. Börnin
og tengdabörnin sýndu líka í
veikindum hennar, að þau kunnu
að meta hana og vildu þakka
henni. Það var ekki hægt að sýna
meiri og betri umönnun en þau
gerðu í þessum erfiðu veikindum
Ölmu. Ég veit að fyrir það hefir
hún beðið þeim Guðsblessunar.
Ég þakka þér, Alma mín,
margra ára órofa tryggð, öll hlýju
orðin og bliðu brosin. Veit ég að
þú heldur áfram að fylgjast með
öllum þínum vinum og búa í hag-
inn fyrir börnin þín.
Börnum ölmu og öldruðum
bróður, Tómasi, sem nú er einn
á lífi af þeim Möllerssystkinum,
sendi ég innilegar samúðarkveðj-
ur. — En Alma er sæl að hafa
fengið að svífa á vængjum morg-
unroðans „meira að starfa Guðs
í geim“.
Ásta Sighvatsdóttir.
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 8
hún var gædd málarahæfileikum,
gat hún teiknað mjög laglega og
lét því eftir sig allmargar tilfinn-
ingaríkar barnaskissur og tré-
snit.
Bergithe Johannesen hefur sér-
hæft sig í vatnslitamyndum, Elin
borg Liitzen í ævintýrateikning-
um og Fríða Zachariassen dregur
upp myndir úr hversdagslífinu í
Klakksvik í látlausu formi.
★
William Heinesen telur sig,
eins og áður var sagt, ekki mál-
ara, en hann er það engu að síð-
ur. Hann hefur gert margar
skreytingar, nú síðast í nýju
skólahúsi í Þórshöfn. Myndir
hans eru oft broslegar og ævin-
týrakenndar. Kemur það síðar-
nefnda einkum fram, þegar hann
sækir efni mynda sinna í gaml-
ar færeyskar sagnir og kvæði.
Sonur hans, -Zacharias Heine-
sen, sem nýlega skreytti Gistihús
Föroya, stærsta hótel í Þórshöfn,
er einn af fáum afstrakt málurum
eyjanna. Myndir Bent Restorffs
eru einnig undir áhrifum frá
tízkustefnum.
Einasti myndhöggvari Fær-
er Janus Kamban (f. 1912), sem
býr í Þórshöfn. Myndir hans eru
mótaðar af eftirminnilegum rea-
lisma, hámyndir og brjóstlíkön.
Sérkennilegasta verk hans er
bronzestytta, sem sýnir færeyska
dansinn, kveðjudansinn. Kunn-
ust er minnismerki hans um
málamanninn V. U. Hammers-
haimb, sem stendur fyrir fram-
an bókasafnið Kaupmannahöfn.
William Heinesen er formaður
nefndar, sem annast innkaup
íæreyskra listmuna. Vonir standa
til, að með tíð og tíma komist
hún í þau efni að geta stofnsett
safn. Þess vegna er srax byrjað
að afla listaverkanna.
Stofnuninni var hrundið á fót
eftir styrjöldina, og fram til þess
hefur nefndín fest kaup á 86 lista-
verkum fyrir um 90.000 d. kr.
Myndirnar hanga í opinberum
skrifstofum, símastöðinni, sjúkra-
húsinu, auk þess sem Föroya
Bank hefur fasta sýningu á verk-
um listasafnsins. Eftir styrjöld-
ina var einnig stofnað listfélag,
sem skipuleggur sýningar, og er
sú stærsta þeirra haldin á Ólafs-
vökunni.
— Færeysk nútímalist einkenn
ist af öflugum framförum, segir
William Heinesen. — Orka, sem
legið hefur ónotuð í þúsund ár,
hefur allt í einu fengið útrás.
Hin mikla eftirspurn á einnig
rætur að rekja til þess, að það er
komið í tízku að kaupa listaverk.
Málverkin eru notuð til afmælis-
gjafa, brúðkaupsgjafa og gjafa
til tiginna gesta. Og allar opin-
berar byggingar skulu skreyttar.
Ég held, að það sé nú á tímum
auðveldarar að komast af sem
listamaður í Færeyjum en Dan-
mörku.
★
Ef til vill er fjárhagsafkoman
betur tryggð í Færeyjum, en viss-
ir ókostir eru við það að halda
stöðugt kyrru fyrir á þessum
einangruðu klettaeyjum. Það er
mín skoðun, segir málarinn Ing-
álvur av Reyni, sem lokið hefur
námi við Listaakademíuna í
Kaupmannahöfn og efnt til nokk-
urra sýninga í Danmörku:
.— Vinir minir í Danmörku hafa
oft öfundað mig, en þeir hafa
aldrei fundið til einmannaleikans
hér eða gert sér grein fyrir ein-
angrunni Þegar ég hélt til Fær-
eyja, að loknu námi mínu í Kaup-
mannahöfn, hugsaði ég með mér,
að það mundi verða dásamlegt að
hafa sagt skilið við stórborgina
og koma heim í færeýska náttúru.
Fyrsta hálfa árið líður manni
stórkostlega vel, en einn góðan
veðurdag finnur maður skyndi-
lega hjá sér knýjandi löngun til
að skoða myndir, ekki endur-
prentanir listaverkabókanna,
heldur lifandi list í safni.
Þess á maður engan kost, og
fyrir bragðið finnst manni eins
og maður sé að þorna og visna.
Stundum efast maður um að hafa
lent á réttri hillu. Já, ef til vill
á hverjum einasta degi. Vanda-
málin verða stærri, og það er eins
og maður sé klofinn. Snjallast
væri að búa til skiptis í Færeyj-
um og Danmörku. En það er ekki
hægt, þegar maður á sjö barna
fjölskyldu.
Ekki ætla ég mér að mála til-
veruna í Færeyjum of myrkum
litum. Maður finnur lifandi á-
huga hjá fólkinu bæði í Þórshöfn
og úti um byggðirnar; til þess
er gott að vita. Tengslin við fólk-
ið eru með ágætum. Það fylg-
ist með gangi verksins, skoðar
myndina frá fyrstu dráttum til
innrömmunar.
— Hvað finnst yður um nú-
tímalist í Færeyjum?
__Hún er hvorki fugl né fiskur,
hún þarf að taka miklum fram-
förum. Margir eru gæddir góðum
gáfum, en leiðin er löng. Enn höf-
um við ekki fundið tjáningarmál
fyrir það, sem einkennandi er í
eðli þjóðarinnar. Þegar maður
horfir á franskar myndir, efast
maður ekki um, að þær eru frá
Frakklandi. Sá dagur mun von-
andi einnig renna upp, að ekki
þurfi að efast um, hvort einhver
mynd sé frá Færeyjum.
Hudson Rambler bífreið
árgangur ’56 til sölu.
Upplýsingar í sendiráði Bandaríkjanna Laufás-
vegi 21 virka daga frá kl. 9—6.